Austurland


Austurland - 11.10.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 11.10.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTURLAND ' Neskaupstað, 11. október 1968. Bjarni Þórðarson: Ifm sameiiingu Neshaupstaðar, Norðfjarð- orhrepps og Njóofjorðorhrepps Framhald úr síðasta blaði. Margt þegar sameiginlegt Við íhugun þessa máls komast menn fljótt að þeirri niðurstöðu, að norðfirzku sveitarfélögin, og reyndar Mjóafjörður líka, hafa þegar margt sameiginlegt og ætti það að auðvelda sameiningu þeirra. Heilbrigðisþjónustan er að heita má alveg sameiginleg, nema hvað sjúkrahúsið er rekið af bæn- um einum. Hrepparnir eru heldur ekki aðilar að byggingu héraðs- læknisbústaðarins og hefði þó verið eðlilegt að þeir hefðu lagt fé til hans. En saman mynda sveit arfélögin öll eitt læknishérað og norðfirzku sveitarfélögin eru eitt Ijósmóðurumdæmi. Sama verður uppi á teningnum ef litið er til prestsþjónustunnar. Öll njóta sveitarfélögin þjónustu sama prests og Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur mynda eina sókn og hafa saman guðshús, svo sem verið hefur öldum saman og líklega allt frá því fjörðurinn byggðist. Öil eru sveitarfélögin á sama verzlunarsvæði og eiga aðild að sama kaupfélagi. Vinnumarkaðurinn er sameig- inlegur fyrir bæði norðfirzku sveitarfélögin og félagssvæði verklýðsfélagsins tekur til þeirra beggja. Engin ástæða virðist til að ætla annað, en að Mjófirðing- ar gætu orðið aðilar að verklýðs- félaginu, ef ástæða þætti til. Af þessu fyrirkomulagi leiðir, að verkamenn í Norðfjarðarhreppi liafa sama rétt til vinnu í bænum og bæjarmenn sjálfir. Og ekki held ég að' amazt hafi verið við Mjófirðingum á norðfirzkum vinnumarkaði, a. m. k. ekki um langt skeið. En það dylst mér ekki, að á þessu getur orðið breyting. Dragi mjög úr atvinnu, má ætla að þær hugmyndir skjóti upp kollinum í röðum verka- manna, að þrengja beri félags- svæði verklýðsféiagsins, láta það ná yfir kaupstaðinn einan og yrðu þá hreppsbúar útilokaðir frá vinnu í bænum, þegar atvinna er ónóg. Kæmi það sér mjög illa fyrir hreppsbúa, því margir þeirra sækja mikla vinnu í bæinn. Eng- inn skilji orð mín svo, að ég hvetji til þessara aðgerða, en ég bendi á hvað orðið gæti. Ýmislegt fleira af þessu tagi piætti tjl tína. Tormerkin En hvað er það þá einkum, sem torveldað gæti sameiningu ? Frá sjónarmiði kaupstaðarbú- ans held ég að ekkert, sem máli skiptir, mæli gegn sameiningu. Öðruvísi mun málið horfa við frá bæjardyrum hreppsbúa. Þeir eru áreiðanlega tregir og er sú tregða í fyllsta máta eðlileg og skiljanleg. Sá uggur hlýtur að gera vart við sig hjá hreppsbúum, að í hinu nýja sveitarfélagi yrði hlutur þeirra fyrir borð borinn, án þess að þeir fengju rönd við reist. Þessi ótti er eðlilegur, þar sem sveitamenn yrðu í margföldum minnihluta í hinu nýja sveitarfé- iagi. Meðal annars hljóta þeir að óttast að hlutdeild þeirra í sveit- arstjórninni yrði litil og aðstaða þeirra til að koma fram áhuga- málum sínum og til að gæta hags- muna sinna ekki sem bezt. Persónulega er ég þeirrar skoð- unar, að hlutdeild hreppsbúa í sveitarstjórn yrði tiltölulega mik- il. Að vísu hefðu þeir ekki bol- magn til að koma að nema einum bæjarfulltrúa, þótt báðir hrepp- arnir legðust á eitt. En þá þekki ég illa vinnubrögð stjórnmála- flokka, ef þeir ekki reyna allir að fá sveitarmenn í álitleg sæti á listum sínum, því allir mundu þeir reyna að ná fótfestu á sveit- inni. Hitt er svo annað mál, að Mjófirðingar ættu erfitt um starf í bæjarstjórn með eðlilegum hætti á meðan samgöngum er svo háttað sem enn er. Þann aðstöðu- mun yrði að reyna að jafna með greiðslu ferðakostnaðar og hærri þóknun fyrir störf í sveitarstjórn en öðrum yrði greidd. Þá hljóta hreppsbúar að benda á, að hið nýja sveitarfélag mundi láta kaupstaðarbúum í té marg- víslega þjónustu, sem sveitar- menn fengju ekki notið, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Má þar nefna vatnsveitu, skolp- veitu, sorphreinsun og götulýs- ingu. Bent hefur verið á, að ef þessi þjónusta yrði seld á sann- virði, þannig að hún yrði ekki til þess að auka sveitarfélaginu út- gjöld, hyrfi þessi ástæða. Þó mundi þessu ekki verða við kom- ið í öllum greinum, sbr. götulýs- ingu. í þessu sambandi má benda á, að ekki er ólíklegt að sveitar- félagið gæti látið sveitarmönnum eitthvað það í Lé, sem kaúpstaö- arbúár ekki nytu. Loks er þess að geta, að hrepps- búum er mjög annt um skóla sinn og mega ekki til þess hugsa að hann verði lagður niður. Þeim er það metnaðarmál að skóli sé í sveitinni og lái þeim hver sem vill. Hreppsbúar telja, að ef sveitarfélögin verða sameinuð, muni skóli þeirra lagður niður. — Á það má þó benda, að mörg liinna stærri sveitarfélaga reka fleiri en einn barnaskóla, en fall- ast verður á, að líklegt sé að skólinn í sveitinni yrði lagður nið- ur sem barnaskóli við samein- ingu sveitarfélaganna. Mundu börnin úr sveitinni þá væntanlega flutt daglega á skólabíl heim og heiman. En til þess að það sé hægt að staðaldri, þarf að gera a'mennilegan veg um sveitina og ef til vill að færa hann á kafla eða köflum. Þá þyrftu og að koma öruggari og fljótvirkari snjóruðningstæki en nú tíðkast. Mundi þetta hafa í för með sér bættar samgöngur milli kaup- staðar og sveitar, en þær sam- göngur mega helzt ekki teppast einn einasta dag. Enginn skyldi þó ætla, að hús- næðið á Kirkjumel yrði látið ó- notað. Þar yrði áreiðanlega kom- ið á fót einhvers konar menning- arstofnun, skóla, safni eða ein- hverju þvílíku. Og það sjónarmið sem gerir það að metnaðarmáli að hafa skóla í sveitinni, hyrfi skjótt þegar mönnum lærðist að líta á sveit og kaupstað sem félagslega heild. En sveitarmenn hljóta að hafa áhyggjur af því að enn, 22 árum eftir setningu gildandi fræðslu- laga, vantar mikið á, að í hreppn- um sé fræðsluskyldunni fullnægt og hætt er við að bið verði á að úr verði bætt. Þetta mælir óneit- anlega með því, að sveitarfélögin, eða a. m. k. skólarnir, séu sam- einaðir. Misþung gjaldabyrði Talsvert er úr því gert, að út- svör í kaupstöðum séu þyngri en í sveitum og mundi því sameining kaupstaðar eða kauptúns og sveitarhrepps verða til þess að þy^gja útsvarsbyrði sveitar- manna. Þetta á víða við, en er heidur veigalítil röksemd í því tilfelli, sem hér um ræðir. Útsvör í bænum eru ekki til muna þyngri en í sveitinni. En þegar um veru- legan mun er að ræða á útsvars- byrði einstakra nágrannasveitar- félaga, er skýringin venjulega sú, að það sveitarfélagið, sem leggur þyngri byrðar á þegna sína, gerir meira þeim til hagsbóta og þæg- inda. Unnar Stefánsson skýrði frá því, að sú hugmynd hefði komið mjög til álita, að jafna þann mis- mu.n, sem væri á útsvarsbyrði kaupstaðar og sveitahrepps, sem sameinuðust, með því að ætla þe'm sem í sveit búa að greiða lægra útsvar en kaupstaðarbúum. Þetta álít ég mjög varhugavert, einmitt fyrir sveitarmennina, vegna þess, að þá væri það stað- fest, að þeir skyldu njóta minni þjónustu af hálfu sveitarfélags- ins, en kaupstaðarbúar og á þá yrði litið sem annars flokks þegna. Allir þegnar sveitarfélags eiga að sitja við sama borð hvað sveitargjöld snertir, og eiga sömu kröfur á hendur sveitarfélaginu. Sainvinna sveitarfélaganna Flestir munu á einu máli um það, að að því hljóti að koma að Neskaupstaður og Norðfjarðar- hreppur og ef til vill líka Mjóa- fjarðarhreppur, sameinist. En að- dragandinn getur orðið nokkuð langur, nema til komi beint laga- boð, sem væntanlega verður ekki. En þótt sameining sveitarfélag- anna sé ef til vill ekki á næsta leiti, gætu þau án efa tekið upp samvinnu í ýmsum efnum og það verður kannski þýðingarmesta verkefni viðræðunefndarinnar á fyrsta stigi málsins. Ég hef að vísu ekki gert mér fulla grein fyrir því, hvernig slíkri samvinnu gæti orðið háttað, en efa ekki að hún getur orðið á mörgum svið- um, ekki sízt í menningarlegum efnum. Ég vil t. d. benda á þann mögu- leika að öll þrjú sveitarfélögin, er við þessa sögu koma, mynduðu með sér samtök um að koma á fót minjasafni. Lítið eitt hefur verið unnið að munasöfnun í Nes- kaupstað og gæti það safn orðið vísir myndarlegs minjasafns. Áhugamaður um þessi mál hefur hreyft þeirri hugmynd að byggt yrði yfir safnið í Norðfjarðar- hreppi og bent á stað, sem virð- ist einkar vel fallinn til að reisa þar slíka stofnun. Sjálfur tel ég ekkert því til fyrirstöðu, að safn- ið verði í hreppnum, en þá þyrftu hreppsbúar að eiga aðild að því. Mjög kæmi það líka til álita, að íþróttafélagið í kaupstaðnum og ungmennafélagið í sveitinni tækju höndum saman um að koma upp í sveitinni fullkomnu íþróttasvæði, sem fj'rst og fremst væri ætlað til kappleika, bæði í knattleikum og frjálsum íþrótt- um. Tilfinnanlega skortir slíka aðstöðu í firðinum og er miklu hagkvæmara að gera slík íþrótta- mannvirki í sveitinni en í kaup- staðnum. Vitanlega verður ekki hjá því komizt að hafa æfingar- aðstöðu í kaupstaðnum, en keppnisaðstaða getur alveg eins verið inni í sveit. Til álita gæti Frarnh. á 3. tdðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.