Austurland


Austurland - 18.10.1968, Qupperneq 1

Austurland - 18.10.1968, Qupperneq 1
MALGAGN alþýðubandalagsins a austurlandi 18. árgangur. I Neskaupstað, 18. október 1968. 42. töjublað. Hannibfll gerir ktsÉgiMiilig d Alþingi við F«dknorílokkinn gegn Mlokki Annálsbrot 1958 Framsókn sprengir vinstri stjórnina og ryður brautina fyrfr „viðreisn'ina“. 1968 Framsókn riftir samvinnu stjórnarandstæðinga og festir „viðreisnina“ í sessi. Sá farðulegi atburður hefur gerzt á Alþingi, að Hannibal Vaidimarsson, sem enn telst vera formaður Alþýðubandalagsins, hefur ásamt tveimur öðrum þing- mönnum, þeim Birni Jónssyni og Steingrími Pálssyni, gert kosn- ingabandalag við Framsóknar- flokkinn um kosningar í nefndir og trúnaðarstöður á Alþingi. Kosningabandalag þetta er aug- ljóslega gert gegn þingflokki Al- þýðubandalagsins og var að því miðað að feila þingmenn Alþýðu- bandalagsins úr ýmsum nefndum, ráðum og trúnaðarstöðum, sem þeir höfðu verið í. Þetta bandalag gerði Hannibal, þó að fyrir hafi legið, að þing- flokkur Alþýðubandalagsins ætl- aði að standa að óbreyttri skipan í allar þingnefndir, og um þá skipan var ekki vitað um neinn ágreining innan þingflokksins. Kosningar í nefndir þingsins fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Bandalag Hannibals og Fram- sóknar varð þeim til lítils ávinn- ings. Samkosning Framsóknar og þeirra félaga leiddi til þess, að hlutkesti þurfti að fara fram um eitt sæti í utanríkismálanefnd. Hlutkestið stóð á milli þeirra Hannibals, af lista Framsóknar, og Gils Guðmundssonar af lista Alþýðubandalagsins, en Gils hafði verið í nefndinni af hálfu Al- þýðubandalagsins. Hlutkestið fór þannig, að Gils sigraði og heldur sætinu áfram. Hannibal hafði að- eins skömmina af áhlaupi sínu. Vegna þessa kosningabandalags varð Framsókn að láta þrjá menn sína víkja úr nefndum fyrir þeim Hannibal og Steingrími og útkoman varð að lokum sú, að Hannibal verður í einni nefnd færra en áður var. Samningar þeirra Hannibals og Björns við Framsókn eru fyrst og fremst um ýmsar stöður utan þings, eins og bankaráðin, hús- næðismálastjórn og Norðurlanda- ráð, en kosningar í þessar stofn- anir fara fram í desembermánuði næstkomandi. Á bak við kosningabandalag þetta er pólitískt valdabrask þeirra Hannibals og Björns. Þeir hafa nú glatað trúnaði flestra sinna fyrri félaga og sjá því það ráð heizt fyrir sér að semja jöfn- um höndum við Framsókn og ríkisstjórnarflokkana um vegtyll- ur sér til handa. Vitað er, að þeir hafa verið í miklu samningamakki að undanförnu við nokkra framá- menn í Alþýðuflokknum og einnig við þekkta íhaldsmenn um stjórn á Alþýðusambandinu. Foringjar Framsóknar, Eysteinn og Ölafur Jóhannesson, gerðu bandalag við þá Hannibal og Björn og héldu í einfeldni sinni, að með því væru þeir að innbyrða þá félaga í Framsóknarflokkinn. Það virtist ekki hafa áhrif á þessa foringja Framsóknar að þeir höfðu áður leitað eftir nánu samstarfi við þingflokk Alþýðubandalagsins og m. a. óskað eftir samstöðu stjórn- arandstöðuflokkanna um kosning- ar á Alþingi. Meðan þeir héldu sig vera að græða á bandalaginu við Hannibal, munaði þá ekki um að svíkja fyrri yfirlýsingar um sam- starf og samstöðu. I röðum Framsóknarmanna er mikil óánægja út af þessu bralli Eysteins og Ólafs og víst er, að nokkrir þingmenn flokksins voru á móti þessu samkomulagi við Hannibal. Með þessu framferði hafa Fram- sóknarforingjarnir enn á ný sýnt, að við þá er ekki hægt að hafa trúnaðarsamstarf. Einmitt nú, þegar mestu máli skiptir fyrir stjórnarandstöðuna að standa saman og reyna á þann hátt að knýja fram breytta stjórnar- stefnu, bregðast foringjar Fram- sóknar og spilla samstöðu þeirra, sem sainan þurftu að standa. Tilburðir þeirra Eysteins og Ólafs að undanförnu hafa aug- ljóslega sýnt, að þeir vilja allt gera til þess að komast í ríkis- stjórn. Fyrir þá er breytt stjórn- arstefna ekkert höfuðatriði, held- ur valdaaðstaðan í ríkisstjórn. Þeir gera því eina örvæntingar- fulla tilraun til þess að komast í stjórn og halda, að ef til vill muni stjórnarflokkarnir taka við þeim, ef þeir Hannibal og Björn yrðu einnig með. Alþýðubandalagið mun ekki tapa á þessu bralli Hannibals og Björns við Framsóknarforingjana. Það hafa viðbrögð fjölda manns þegar sýnt. Alþýðubandalagið mun verða gert að sjálfstæðum stjórnmála- flokki nú um næstu mánaðamót. Þá mun það koma í ljós að klofn- ingsmenn eiga lítið fylgi meðal Alþýðubandalagsmanna. fðnshólanefnd shipuó Hér í blaðinu hefur áður verið rakinn sióðaskapurinn við að koma á fót iðnskóla þeim, eem stofna á í Neskaupstað fyrir aiit kjördæmið. Ráðuneytið virðist furðu sinnulaust um málið og sýnist litla grein gera sér fyrir því hvað til þess þarf að setja á stofn og reka slíkan skóla. Og enginn heimaaðila skólans, nema bæjarstjórn Neskaupstaðar, virðist láta sig skólahald þetta nokkru skipta. Allar sýslunefnd- irnar og bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar hafa svikizt um að gera tillög- ur um skólanefnd. Er það furðu- legt sinnuleysi, sem ekki verður hjá komizt að virða til fjand- skapar við skólann. Nú loks, þegar komið er fram í október, hefur ráðuneytið eftir mikla eftirgangsmuni og eftir að skólahald ætti að vera hafið, loks skipað skólanefnd og fer þar eft- ir tillögum bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar, enda hafði enginn annar gert tillögur. Skólanefnd- inni er aðeins ætlað að starfa í vetur enda hafi aðilar þá komið sér sarnaii um skólanefnd. Frúíhlí. á 4. síöu. Dagana 1.—3. nóv. nk. verður haldinn í Reykjavík landsfundur Alþýðubandalagsins. Á fundi miðstjórnar samtak- anna í desember í fyrra var ein- róma samþykkt að breyta hinum laustengdu kosningasamtökum, sem Alþýðubandalagið hefur ver- ið til þessa, í fastmótaðan stjórn- málaflokk, sem ekki heimilar með- limum sínum aðild að öðrum stjórnmáiasamtökum. Síðan hefur verið unnið skipu- lega að því að undirbúa flokks- stofnunina. Hafa verið samdar tillögur um lög fyrir flokkinn o|g stefnuskrá, og hafa þær tillögur í sumar og haust verið til meðferð- ar í samtökum Alþýðubandalags- manna um iand allt. Lagafrumvarpið gerir ráð fyrir því, að Alkþýðubandalagið verði sósíalistiskur flokkur, sem starfar á grundvelli sósíalisma og lýð- Framh. á 2. síðu. Síldveiðin Ógæftirnar héidu áfram fram eftir vikunni og var nær engin veiði. En í nótt var gott veður og um klukkan hálf níu í morgun höfðu 9 skip tilkynnt veiði, sam- tals 1150 lestir. Allmikið var Frarnh. á 3. síðu. Eysteinn osr sér iiilri á Lúðvíhi Sú verður ein afleiðing bandalags Framsóknar og Hann'bals, að i desember vík- ur Lúðvík Jósepsson úr banka- ráði Útvegsbankans fyrir Birni Jónssyns, eða einhverjum öðr- um af því sauðahúsi. Vaíalaust þykist Eysteinn ná ssr vei ni'.ðri á Lúðvító með þessu, en ekki er alveg víst, að Austfirðingar teiji sínum blut betur fcorgið með því að fá Björn i bankaráðið í stað Lúðviks.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.