Austurland


Austurland - 25.10.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 25.10.1968, Blaðsíða 1
dUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 25. október 1968. 43. tölublað. Nýr stjórnmálaflokkur í mótun: Þann 1. nóvember næstkomandi hefst í Reykjavík landsfundur Al- þýðubandalagsins, en fyrir honum munu liggja tillögur um, að Al- þýðubandalaginu verði breytt úr kosningasamtökum í stjórnmála- flokk og því sett ný lög og stefnuskrá. Hér verður ekki um nein þýðingarlítil formsatriði að ræða, eins og einhverjir kynnu að halda, heldur mun fylgja gjör- breyting á starfsháttum Alþýðu- bandalagsins, sem tryggi í senn fullt lýðræði innan þess og virkni og samhæfingu kraftanna í flokkslegu starfi út á við, en á hvort tveggja hefur mjög skort í Alþýðubandalaginu á undanförn- um árum. Þessi umsköpun Alþýðubanda- lagsins er löngu tímabær. Alltof lengi hefur starf þess einkennzt af heldur ófrjórri og málefna- snauðri þrætu milli einstakra for- ystumanria, sem lítið tillit hafa tekið til hagsmuna og vilja ó- breyttra fylgjenda bandalagsins. Það lýðræði, sem nú þarf að tryggja í Alþýðubandalaginu, á að gilda jafnt um störf þess og stefnumótun og kjör manna í trúnaðarstöður. Hinn nýi flokkur Alþýðubandalagsmanna þarf að tryggja ótvíræðan og eðlilegan rétt allra félaga á flokksstarfið og veita minnihlutasjónarmiðum rétt til áhrifa innan flokksins. Þannig er þess að vænta, að nýj- ar hugmyndir eigi greiða leið til áhrifa á flokksstarfið og for- ystumönnum verði tryggt það að- hald, sem nauðsynlegt er, og mjög hefur verið fyrir borð borið í stjórnmálaflokkum hérlendis. Á þessu stigi verður ekki fjöl- yrt um stefnu Alþýðubandalags- ins til einstakra mála, enda verð- ur það landsfundarins að móta hana. En nokkur meginatriði virð- ist Ijóst, að þar verði lögð til grundvallar. Sem flokkur vinstri- manna í landinu hlýtur Alþýðu- bandalagið að byggja þjóðmála- stefnu sína á félagslegum úrræð- um og skipulagshyggju, en það þýðir að flokkurinn aðhyllist sósíalíska stefnu. Slík sósíalísk stefnumótun - verður þó að vera víðsýn, taka fullt tillit til sér- stöðu íslenzks þjóðfélags og þess endurmats sósíalískra viðhorfa, sem hátt hefur borið hjá róttæk- um flokkum í Vestur-Evrópu síð- ustu ár. Sósíalísk úrræði mega aldrei fela í sér skerðingu á al- mennum lýðréttindum, heldur þvert á móti festa þau réttindi í sessi og tryggja efnalegan grundvöll þeirra. í samræmi við það á það að vera sjálfsögð grundvallarregla hjá Alþýðu- bandalaginu, að hafna öllum sam- skiptum við erlenda stjórnmála- flokka, sem hafa í verki að engu sósíalískar lýðræðishugmyndir, hverju nafni sem þeir annars nefnast. I dægurbaráttu sinni hlýtur Alþýðubandalagið að styðja allt það, sem til framfara horfir fyrir vinnandi fólk í landinu, og skipt- ir þar miklu þróttmikil þátttaka félaga þess í öllum hagsmunasam- tökum almennings, svo sem stétt- arfélögum launþega og samvinnu- félögum. — Sjálfstæðismál Is- lands, stjórnarfarsleg, efnahags- leg og menningarleg, verða áfram veigamikill þáttur í baráttu Al- þýðubandalagsins, svo að nokkuð sé nefnt. Ungt fólk hefur að undanförnu kvatt sér hljóðs í vaxandi mæli Framh. á 3. síðu. Gjöf til Sjúkrahússins Fyrir nokkrum vikum barst Sjúkrahúsinu í Neskaupstað dýr- mæt gjöf frá Kvenfélaginu Nönnu. Hér er um að ræða lækn- inga- og hjúkrunartæki sem kall- ast respirator og er nokkurs kon- ar lungna- eða öndunartæki. Er það notað við öndunarlamanir sem fyrir geta komið við slys eða sjúkdóma. Tæki af þessari gerð eru tiltölulega ný uppfinning, og þykja taka langt fram eldri tækjum sem notuð hafa verið í sama tilgangi. Það er sannarlega mikils vert, að Sjúkrahús okkar skuli með ári hverju eflast af góðum útbúnaði, því það eykur að sjálfsögðu gildi þess, sem þeirrar lækninga- og heilbrigðismiðstöðvar, sem það er og hefur verið fyrir Austurland. Við, stjórnendur Sjúkrahússins, þökkum Kvenfélaginu Nönnu þann stóra þátt, sem það hefur átt í því að bæta útbúnað Sjúkra- hússins, en það hefur nú á fjórum sl. árum gefið Sjúkrahúsinu út- búnað og lækningatæki fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur. Stjórn Fjórðungssjúkra- hússins Neskaupstað. Sumarið kveður — vetur heilsar Árstíðirnar á Islandi fylgja sjaldnast almanakinu, en sam- kvæmt því kveður sumarið í dag og vetur heilsar með gormánuði á morgun. Liðið sumar rhun vafa- lítið vera í tölu þeirra köldustu á þessari öld. Hér austanlands kom það fádæma seint og kvaddi snemma. Um mánaðarskeið, eða frá miðjum júlí fram um miðjan ágúst skartaði þó veður og nátt- úra sínu fegursta, og því mun þetta sumar lifa bjart í minning- unni sem flest hin fyrri. í miðjum þessum góðviðriskafla, þann 2. ágúst, er myndin sem hér birtist, tekin. Þar má líta fríðan hóp í sólskinsskapi: Unga Norð- firðinga af Dagheimilinu í Nes- kaupstað í fylgd með fóstrum sínum inni í Fannardal. Forstöðu- kona Dagheimilisins, María Bjarnadóttir, sést í öftustu röð til vinstri. — Ljósm. H. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.