Austurland


Austurland - 01.11.1968, Qupperneq 1

Austurland - 01.11.1968, Qupperneq 1
MAL6AGN alþýoubandalagsins a austurlandi 18. árgangnr. Neskauþstað, 1. nóvember 1968. 44. tölublað. Sósíaíístaflohkiriin hœttir störfum isH alhýiu oð endorshipuleÉo stjórnmdlflsumtöh sín Um síðustu helgi var 16. — og jafnframt að öllum líkindum síð- asta — þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — haldið í Reykjavík. Megin verkefni fundarins var að taka afstöðu til þeirra við- horfa, sem skapazt hafa við það, að Alþýðubandalaginu mun breytt í fastmótaðan stjórnmála- flokk á landsfundi þess, sem hefst í dag. Deilur urðu allharðar á þing- inu, en að umræðum loknum var samþykkt tillaga, og er lokakafli hennar svohljóðandi: „Verði Alþýðubandalaginu breytt í sós'alistískan flokk á landsfundi þess 1.—!3. nóvember, svo sem miðstjórn þess liefur lagt til, og séu, að áliti flokks- stjórnar, horfur á að Alþýðu- bandalagið geti, í krafti iaga sinna og stefnumiða, rækt hlut- verk sósíalistísks fjöldaflokks, þá skal flokksstjórn só, er 16. ílokks- þingið nú kýs, lýsa yfir því, að Sósíalistaflokkurinn hafi hætt störfum og heita jafnframt ein- dregið á alla íslenzka sósialrsta, Um nokkur ár hefur Flugsýn, svo sem kunnugt er, haldið uppi áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Norðfjarðar. Um tíma var rnjög mikið að gera og færðist félagið skjótt í aukana. En nú um tíma hafa flutningar verið sára- litlir og hefur mjög hallað undan fæti fyrir félaginu. Hefur það nú tilkynnt, að það sjái sér ekki fært að halda þessum ferðum áfram fyrst um sinn. Þótt þannig sé til orða tekið er ólíklegt að félagið hafi nokkru sinni bolmagn til að hefjast handa að nýju um þetta flug. Það hlýtur að hafa tapað miklu undanfarið, auk þess sem það hefur orðið fyrir öðrum ó- höppum. Það er alltaf harmsefni þegar starf, sem hafið er af svona mik- illi bjartsýni, fellur niður. Fyrir Norðfjörð hefur þessi starfsemi haft ómetanlegt gildi að sameinast í Alþýðubandalaginu og gera það að sem sterkustum og fjölmennustum flokki íslenzkra sósíalista, er megni að leiða frels- isbaráttu íslenzkrar alþýðu fram til sigurs“. Ályktun þessi var samþykkt með 57:32 atkvæðum. Uppistaðan í þeim hópi, sem var á móti, var meirihluti fulltrúa Sósialistafé- lags Reykjavíkur og fulltrúar Æskulýðsfylkingarinnar. Þeim fylgdu að málum örfáir fulltrúar úr kaupstöðunum við Faxaflóa, en ekki einn einasti fulltrúi utan af landi. Þar sem fullyrða má, að Al- þýðubandalaginu verði nú breytt í sósíalistískan flokk, er saga Sósíalistaflokksins nú öll. Sú saga hefur verið mikil baráttu- saga, saga mikilla sigra og stund- um ósigra, saga mikilla fórna og mikilla hugsjóna. Sósíalistaflokkurinn var stofn- aður fyrir 30 árum, á miklum ör- lagatímum, þegar skuggi nazism- ans hvíldi yfir heiminum og ógn- aði með tortímingu. Flokkurinn var stofnaður með þeim hætti, að og viðbrigðin verða mikil, ef á- ætlunarflug leggst niður með öllu á sama tíma og strandferðir eru svo gott sem engar og fjall- vegir ófærir. Verði hætt að fljúga hingað, er það mjög stórt spor aftur á bak í samgöngumálum bæjarins. I fyrrahaust var Flugfélag Is- lands reiðubúið til þess að taka að sér að fljúga til Norðfjarðar þrisvar í viku. Hvort það tilboð stendur enn er ekki vitað, en verður að sjálfsögðu kannað. Yfirleitt hefur mjög dregið úr farþegaflutningum til Austur- lands og frá og þarf ekki að rekja orsakir þess, svo augljósar sem þær eru. Hefur blaðið heyrt, að út þennan mánuð muni Flugféiag- ið fella niður fimmtudagsferðir til Egilsstaða, vegna minnkandi verkefna. kommúnistar og vinstri jafnaðar- menn tóku höndum saman. Það var nauðsyn íslenzkrar alþýðu fyrir öflugri og víðtækari stjórn- málasamtök, en hún hafði búið við, sem skapaði grundvöllinn að myndun Sósíalistaflokksins. Og enn krefst nauðsyn íslenzkr- ar alþýðu þess, að mynduð verði víðtækari stjórnmálasamtök til varnar og sóknar í þeirri harð- vítugu baráttu, sem nú fer í hönd, og til þess að varna því, að þjóðin glati sinni sérstæðu menningu og þjóðlegum erfðum í því syndaflóði erlendra áhrifa, sem nú flæða yfir landið. Um langt skeið hefur Sósíal- istaflokkurinn verið forystusveit íslenzkrar alþýðu í hagsmuna- og þjóðfrelsisbaráttunni. Hann hefur verið mjög áhrifamikill og sterk- ur, enda notið fylgis allt að fimmtungi þjóðarinnar. Þegar saga Sósíalistaflokksins verður skráð á hlutlausan hátt, mun koma í ljós hve gífurleg á- hrif hans hafa verið og hve miklu hann hefur áorkað í hags- muna baráttunni. Alþýðubandalagið hefur nú tekið að sér að vera forystusveit íslenzkrar alþýðu í stjórnmála- baráttunni. Hvernig því tekst að rækja það hlutverk, fer að sjálf- sögðu eingöngu eftir skilningi og samstöðu fólksins til lands og sjávar. AUir þeir, sem aðhyllast sósíal- istískar skoðanir, eiga heima í Alþýðubandalaginu. Allt það fólk á að ganga í samtökin og gera Alþýðubandalagið að baráttuvett- vangi sínum. Jdflí upp samningum Verklýðsfélag Norðfirðinga hef- ur nú sagt upp öllum kjarasamn- ingum sjómanna og ganga þeir úr gildi um áramót. Er ■ hér farið að tilmælum Alþýðusambands Austurlands og einnig hefur Sjó- mannasamband Islands óskað eft- ir uppsögn samninga og mun að því stefnt, að allir sjómannasamn- ingar verði lausir um áramót. Ekki veit blaðið hvaða kröfur sjómenn muni gera, enda munu þær ekki fullmótaðar. Brdðnbirgðfllflusn Svo sem kunnugt er, hefur sjúkrahúsið i Neskaupstað verið yfirlæknislaust í nær mánuð. Eini læknirinn í bænum hefur verið aðstoðarlæknir sjúkrahússins og er það algjörlega óviðunandi, bæði fyrir lækninn og íbúa læknishér- aðsins. Nú eru miklar líkur á að þessi vandræði verði í vetur leyst með þeim hætti, að læknar Lands- spitalans verði sendir hingað í nokkurs konar útlegð 3—4 vikur hver í senn. Það er að vísu til bóta, en algjörlega óviðunandi lausn og er sízt til frambúðar. Gera verður allt, sem unnt er, til þess að frambúðarrekstur sjúkrahússins verði öruggur. Fá- ist ekki íslenzkir læknar til þess að gegna störfum við sjúkrahúsið, verður ekki komizt hjá því, að leita fyrir sér erlendis. Það er að vísu íslenzri læknastétt til lítils sóma og mundi líklega kosta um eina milljón króna á ári í erlend- um gjaldeyri. Ályktun um hnfndrmdl Á fundi Verklýðsfélags Norð- firðinga 29. þ. m. var einróma samþykkt svohljóðandi tillaga um hafnarmál Neskaupstaðar: „Fundur haldinn í Verklýðsfé- lagi Norðfirðinga 29. okt. 1968 harmar þann seinagang, sem átt hefur sér stað í hafnarfram- kvæmdum hér í Neskaupstað. Einnig beinir fundurinn þeim eindregnu tilmælum til hafnar- nefndar Neskaupstaðar, að hún láti nú þegar gera viðlegukanta nýju hafnaruppfyllingarinnar þannig úr garði, að mögulegt sé að hafa skip viö hana í mísjöfn- um veðrum. Bendir fundurinn á, að núver- andi ástand hafnaruppfyllingar- innar bakar sjómönnum svo mik- ið ónæði við að verja skip sín, ef eitthvað er að veðri, að óforsvar- anlegt er“. Stöðugar ógœftir Enn linnir ekki ógæftunum, sem- í allt haust hafa hindrað síldveiðar. Væru veður skapleg mundi nokkur veiði vera, a. m. k. svo að söltunarstöðvarnar hefðu sæmileg verkefni. En vonir manna um bærilegan árangur af haustveiðunum, dvina með hverri ógæftavikunni, sem líður. Einnig á landi hafa veður verið ill og samgöngutruflanir miklar. Bændur hafa ekki náð inn öllum heyjum sinnm, enda engir þurrk- ar síðan í ágúst. Þá munu kart- öílur enn sums staðar í jörð. Talsverður snjór er nú um þessar slóðir og ýmsir fjallvegir ófærir. Það verður ekki með sanni sagt að náttúruöflin leiki við okkur Austfirðinga um þessar mundir. Flugsýn hæliir

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.