Austurland


Austurland - 01.11.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 01.11.1968, Blaðsíða 4
4 t AUSTURLAND Neskaupstað, 1. nóvember 1968. Vehjum almenuun dhuga Autfiriiga d iþróttum með því að hotda lina veglega íhrdttahdi d snmri hverju Hið glæsilega landsmót UMFÍ á Eiðum í sumar varð mörgum Austfirðingi opinberun þess, sem þeir höfðu annað hvort gleymt eða aldrei reynt: Að íþróttamójt geía verið einhver bezta skemmt- un, sem völ er á! Til þess að skapa almennan á- huga á íþróttamótum í strjálbýli þurfa þau einmitt að vera smækk- uð mynd af landsmótum UMFl. Eftirfarandi atriði eru nauðsyn- leg til þess að gefa þeim svip og reisn, er dragi að áhorfendur: 1. Glæsiumgjörð með hátíðlegri setningu og verðlaunaafhend- ingu í lokin, skrúðgöngur iþróttafólks í litklæðum, fána- borgir, „lúðramúsík og horna- hljóm“. 2. Mikinn fjölda íþróttafólks. 3. Keppni í mörgum íþróttagrein- um, bæði einstaklings- og hóp- íþróttum. 4. Hópsýningar íþróttafólks: Fim- leika, þjóðdansa, glímu og kannski fleira. Annað hvort þetta allt eða a. m. k. eitthvað af því. 5. Dansleiki og kvölddagskrár, þar sem flutt er eitthvert menningarlegt efni, þungt og létt samtvinnað. I sumar sótti ég í fyrsta sinn landsmót UMFÍ, en reynslan af því, sem ég sá og heyrði þar, færði mér rækilega heim sanninn um það, að gerbreyta þarf fyrirkomulagi íþróttamóta hér á Austurlamli — og þá væntanlega annars staðar í strjálbýli — til þess að skapa á þeim áhuga almenn- ings, vekja um þau umtal og ná að þeim verulegri aðsókn — sem allt saman mun svo stuðla að eflingu íþróttastarfsemi og meiri íþróttamennsku í fjóirð- imgnum. Sérmótin, sem oftast nær eru haldin með fáum þátttakendum og engri reisn, hafa algerlega drepið almennan áhuga á íþrótta- mótum og íþróttum. Slík mót geta fyrst fengið aðsókn, ef þátttak- endur eru frægar stjörnur á íþróttahimninum eða fræg lið í knattleikjum. Slíku er vitaskuld ekki til að dreifa í strjálbýli á íslandi. En ég er sannfærður um, áð þetta má vega upp með nýrri stefnu í fyrirkomulagi mótanna í þá átt, sem hér að framan var greint. I frásögn, sem ég ritaði hér í blaðið af landsmótinu á Eiðum í sumar, vék ég lauslega að þessu atriði, en rifja það nú upp og ræði nokkru nánar. Éjg tel ein- mitt haustmánuðina lieppilegan umræðutíma, ef ske kynni, að hjá forystumönnum íþróttamála í fjórðungnum væri hljómgrunnur fyrir þessari breytingu. Ég legg til, að UlA haldi á sumri hverju eina verulega mynd- arlega íþróttahátíð, sem ég vildi kalla íþróttamót Austurlands, eins og hið vinsæla og fjölsótta mót hét áður fyrr. Á þetta iþróttamót verður að stefna saman til keppni og sýn- inga allri íþróttaæsku Austur- lands. Mikill fjöldi þátttakenda er skilyrði þess, að fá verulegan fjölda áhorfenda, en þeir áhorf- endur munu svo aftur eiga sinn gilda þátt í almennum íþrótta- áhuga. Hér er um gagnkvæma verkun að ræða. Mótin þurfa að vera svo myndarleg, að þau veki umtal. Umtal vekur svo áhuga og gagnkvæmt. Á landsmótinu á Eiðum voru tvö atriði, sem hrifu flesta á- horfendur mest: Setningarathöfn- in með uppstillingu og skrúð- göngu íþróttafólksins í litklæðum og undir blaktandi fánum — ó- viðjafnanleg skrautsýning — og fimleikasýning unglinganna frá Seyðisfirði og Neskaupstað. Hvor tveggja þessi atriði hrifu áhorf- endur ekki sízt vegna þess, hve f jölmenn þau voru. Þar voru eng- in -átórafrek einstaklinga, heldur samstilling margra, sem gaf sterkan heildarsvip. É‘g hef orðið þess var hjá mörgu fólki af ólíkasta tagi, að fimleikasýningin á Eiðum gaf þvi alveg nýja hugmynd um gildi íþrótta og vakti beinlínis áhuga á þeim. Mönnum fannst krafta- verk, að hægt skyldi vera að efna til slíkrar sýningar með ungling- um af Austurlandi, þar sem í- þróttalíf hefur um langt skeið legið í dvala. Kannski er það enn meira kraftaverk, að fróðir menn sögðu mér, að þessi hópsýning hefði tekizt bezt slíkra sýninga á landsmótum. Það, sem einu sinni hefur gerzt, er hægt að endurtaka. Og ég er fullviss um það, að fimleikahóp- sýningar eiga að verða fastur liður í íþróttalífinu á Austurlandi. Fátt myndi verða því til meiri eflingar. Á því Iþróttamóti Austurlands sem hér um ræðir, tel ég að þyrftu að vera a. m. k. eftirtalin atriði íþrótta: 1. Meistarakeppni Austurlands í frjálsum íþróttum. 2. Meistarakeppni Austurlands í sundi. 3. Úrslitaleikur fyrir Austurland í knattspyrnu. 4. Úrslitaleikur fyrir Austurland i hándknattleik kvenna og reyndar karla líka, þegar sá tími kemur. 5. Úrslitaleikur fyrir Austurland í körfubolta — þegar þetta verður orðin keppnisgrein hér — en meðan svo er ekki, þá a. m. k. einn sýningarleikur. 6. Sýning og/eða keppni í ís- lenzkri glímu. 7. Fimleikasýning í einhverri mynd. Hér getur verið um að ræða hópsýningu líkt og á landsmótinu í sumar, en líka sýningu minni hópa í erfiðari leikfimi, líkt og Björn heitinn Jónsson á Seyðisfirði stjórnaði hér á árunum. Einhverjum kann að finnast þetta mikið í fang færzt. Mér er ljóst, að mót á borð við þetta kallar á mikla vinnu og fórnfýsi. En það kostar alltaf vinnu að færast eitthvað í fang — eins og það er erfiðara að ganga upprétt- ur en á fjórum fótum. Það er sýknt og heilagt talað um nauðsyn þess, að æska lands- ins fáist við íþróttir og hollar skemmtanir. Þeir, sem veita æsk- unni forystu, þurfa að beita sem áhrifamestum aðferðum til þess að koma henni í færi við þetta tvennt. Með þeirri uppástungu, sem hér hefur verið sett fram, tel ég mig vera að benda á að- ferð. Mjög er hæpið, að UlA hafi bolmagn til þess að standa að nema einni stórsamkomu á sumri. Fyrir því held ég að taka verði verzlunarmannahelgina fyrir 1- þróttamót Austurlands — eins og gert var, áður en sú helgi var um skeið hrifsuð af UlA. Þetta myndi þýða, að fórna yrði skóg- arhátíð UlA í Atlavík, sem nú er í þann veginn að verða hefðbund- in, en halda Iþróttamót Austur- lands á Eiðum, þar sem samband- ið á nú orðið mikil íþróttamann- virki eftir landsmótið. Mér er ljóst, að þetta síðasta: hvaða helgi og hvar? — getur verið umdeilanlegt. Ég hefði talið æskilegt, að op- inberar umræður — t. d. í Aust- fjarðablöðum — hæfust um þetta mál. En aðalvettvangur umræðna um það hlýtur auðvitað að verða ársþing UlA í haust. Sig. Blöndal. landsfunÉrian befst í dag Landsfundur Alþýðubandalags- ins hefst í dag. Sýnilegt er, að hann verður mjög fjölsóttur og að þar muni mæta fulltrúar Al- þýðubandalagsmanna úr öllum kjördæmum. I Norðurlandskjördæmi eystra er klofningastarfseminni haldið áfram. Alþýðubandalagsfsélagið á Aureyri samþykkti að senda ekki fulltrúa. Var sú tillaga sam- þykkt með 36:30 atkvæðum, svo Ijóst er, að Alþýðubandalagið í því kjördæmi er eins klofið og verða má og er fjarri því, að Björn Jónsson hafi samtökin ó- skipt að baki sér. Félögin á Húsavík og í Eyjafirði fóru að dæmi Akureyringa, en önnur fé- lög í kjördæminu munu senda fulltrúa á landsfundinn. Með störfum landsfundarins verður fylgzt af mikilli athygli um land allt. Iíjördæmisráð Alþýðubandalags Aiisturlauds undir guunfánum. Ljósm.: E’jóla Steinsdóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.