Austurland


Austurland - 08.11.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 08.11.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSiNS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 8. nóvember 1968. 45. tölublað. Þróttmíhlum landsfundi lokið Alþýðubondaíagid gert ni stjómmdloflohhí - Rognnr Arnafds hjörinn formaður Um síðustu helgi var haldinn í Reykjavík landsfundur Alþýðu- bandalagsins, og sóttu hann um 130 kjörnir fulltrúar víðs vegar að af landinu, auk framkvæmda- nefndarmanna, þingmanna og Ragnar Arnalds formaður. nokkurra áheyrnaríulltrúa. Á fundinum var einróma samþykkt að breyta Alþýðubandalaginu úr kosningasamtökum í stjórnmála- flokk, samþykkt lög fyrir flokk- inn og stefnuyfirlýsing svo og drög að stefnuskrá. Fundurinn kaus nýja flokksfor- ystu, og vekur þar athygli hve mikill er hlutur ungs fólks, en það setti raunar einnig svip á störf landsfundarins. Til flokks- forystu var valinn Ragnar Arn- alds, aðeins þrítugur að aldri, en hann er alþjóð þegar kunnur fyr- ir fjölþætt þjóðmálastörf. Er hann langsamlega yngsti flokks- formaður á Islandi og var kjörinn einróma og hylltur ákaft af lands- fundarfulltrúum. 1 stöðu varafor- manns var kjörin Adda Bára Sig- fúsdóttir, veðurfræðingur, og rit- ari Guðjón Jónsson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna. Einnig þau eir óþarfi að kynna fyrir les- endum þessa blaðs, en Adda Bára er fyrsta konan sem gerist vara- formaður stjórnmálaflokks á Is- landi. I fyrstu grein flokkslaganna um nafn flokksins og hlutverk segir svo: „Alþýðubandalagið er sósíalískur stjórnmálaflokkur, byggður á Jýðræði og þingræði. Alþýðubandalagið er flokkur allra þeirra íslenzkra vinstri- manna, sem vilja vernda og treysta sjálfstæði þjóðarinnar, standa vörð um hagsmuni vinn- andi fólks og tryggja alhliða framfarir í landinu á grundvelli félagshyggju og samvinnu. Mark- mið flokksins er að koma á sósí- alísku þjóðskipulagi á Islandi. Alþýðubandalagið fordæmir ein- ræði og kúgun, hvar sem er í heiminum, og styður eindregið baráttu alþýðu manna hvarvetna fyrir friði, lýðræði og réttlátu þjóðskipulagi". Hér er ekki rúm til að rekja lögin að þessu sinni í einstökum atriðum, en þýðingarmikil atriði eru m. a. þessi: Landsfundir Al- Adda Bára Sigíúsdóttir varaformaður. þýðubandalagsins skulu haldnir ekki sjaldnar en 3ja hvert ár og í heyranda hljóði, þannig að þeir verði opnir öllum fréttastofnun- um. Árin milli landsfunda kemur saman 90 manna flokksráð kjörið af kjördæmisráðum og Alþýðu- bandalagsfélaginu í Reykjavík. Miðstjórn skal kosin árlega af landsfundi eða flokksráðsfundi eftir nýstárlegri kosningaaðferð, sem tryggja á hugsanlegum minni hlutahópum þar áhrif í hlutfalli við fylgi. 1 lögum Alþýðubandalagsins eru settar ákveðnar reglur, sem tryg&ja öra endurnýjun í trúnað,- arstöðum innan flokksins, t. d. geiur sami maður ekki átt sæti í miðstjórn lengur en þrjú ár sam- i'leytt. Þessi ákvæði ásaint kjör- reglum í flokksráð og miðstjórn bera þess vott, að Alþýðubanda- lagið er að allri uppbyggingu lýð- ræðislegra en aðrir stjórnmála- flokkar á íslandi. í þingslitaræðu sinni sagði hinn nýkjörni formaður meðal annars þetta: „Það skiptir mestu máli um framtíð þessa flokks, að hann verði alltaf í lifandi tengslum við fólkið í landinu. Til þess að svo geti orðið verður flokkurinn að uppfylla tvö skilyrði: Annars vegar þarf hann að vera lýðræð- islega uppbyggður — hins vegar verða flokksfélagar og forystu- menn að vera í stöðugu sambandi við alþýðusamtökin í landinu. Sósíalískur flokkur má aldrei sökkva sér um of í fræðilegar vangaveltur um fjarlæg viðfangs- efni. Hann verður að líta á sig eins og hluta af stærri heild, — ekki utan og ofan við hreyfingu launþeganna, heldur í henni miðri, svo að starf hans sé hverju sinni við það miðað hvar skórinn krepp- ir að í íslenzku þjóðlífi". Ragnar flutti forystumönnum Alþýðubandalagsins frá liðnum árum alúðarþakkir fyrir unnin störf, og þá ekki sízt Lúðvíki Jós- epssyni, en Lúðvík hafði eindreg- Guðjón Jónsson ritari. ið beðizt undan því að taka við formannssæti í flokknum. Landsfundurinn samþykkti ein- róma, að senda Hannibal Valdi- marssyni bréf, þar sem honum er Framh. á 3. síðu. Þráinn ferst Telja má fullvíst, að v. b. Þráinn NK 70 hafi farist fyrir sunnan land á þriðjudaginn með allri áhörn 10 mönnum. Var báturinn á leið til Vestmannaeyja af síldarmiðunum og heyrðist síð- ast til hans snemma á þriðjudags- morgun. Þegar báturinn lét svo ekkert til sín heyra næst þegar hann átti að láta af sér vita, var hafin leit. Fundizt hefur ýmislegt lauslegt, sem tilheyrði bátnum. Eigandi Þráins var Ölver Guð- mundsson, útgerðarmaður í Nes- kaupstað. Bátinn hafði hann leigt til Vestmannaeyja í hátt á annað ár. Þráinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1943, en endurbyggður og stækkaður á Akureyri fyrir fáum árum. Hann var 85 1. að stærð. FetJimenn Já rdfmogn 1 sumar hafa Rafmagnsveitur ríkisins látið leggja raflínu í Fellahrepp í N.-Múl. I sl. viku var straumi hleypt á línuna og fengu þá 21 bær rafmagn. Lengd lín- unnar er 26 km. Heimamenn unnu mikið við þetta verk og vairð kostnaður undir áætlun. ílyhtonir INFN Aðalfundur Iðnnemafélags Norðfjarðar samþykkti eftirfar- andi ályktanir á aðalfundi sínum 6. nóvember sl. Aðalfundur INFN harmar seina gang þann er verið hefur á Iðn- skólamálum Austurlands. Fundur- inn krefst þess, að lögum um iðn- fræðslu verði fullnægt sem fyrst, þannið að Iðnskóla Austurlands verði séð fyrir nægu starfsliði og fjármagni til að taka við nemum af öllu Austurlandi. Ennfremur ályktar fundurinn, að brýna nauðsyn beri til að hið opinbera hlutist til um þær ráð- stafanir í málefnum iðngreina, er geri þeim kleift að stunda eðli- legan rekstur þannig að ekki komi til neyðarástands innan þeirra hvað snertir gjaldþol og verkefni. Bent skal einkum á eft- irfarandi leið: lækkun innflutn- ingsgjalda á tækjum og efni til þeirra Svo og lækkun á aðstöðu- gjaldi og afnámi söluskatts á vinnulaun. Lítil síldveiði í nótt 1 allt haust hafa fádæma ógæft- ir komið í veg fyrir síldveiðac. En um síðustu helgi var sæmilegt veður í einn sólarhring eða svo og var þá allgóð veiði og síldin ágæt til söltunar. Framhald á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.