Austurland


Austurland - 08.11.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 08.11.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 8. nóvember 1968. AUSTURLAND r 3 Meira en hús Framh. af 2. síðu. í sinni ágætu grein. Það er einnig rétt hjá Benedikt, að allt sem telja má Egilsstöðum til gildis, sem skólastað, gildir af sjálfu sér einnig um Eiða, enda er fjar- lægðin milli staðanna, ekki meiri en víðast hvar erlendis, er talin eðlileg fjarlægð skólastaðar frá miðborg eða miðsvæði þéttbýlis. Má geta þess, að mjög víða i stórborgum erlendis, er nú unnið Landsfundurinn Framh. af 1. síðu. þakkað samstarfið og árnað per- sónulegra heilla í framtíðinni. Gefið hefur verið út sérstakt blað, þar sem greint er frá störf- um landsfundarins í heild og þeim samþykktum, sem þar voru gerð- ar um ýmsa þætti þjóðmálanna. Störf landsfundarins, sem í heild einkenndist af sóknarhug og sáttfýsi, fóru hið bezta fram. For- setar á fundinum voru Jóhannes Stefánsson, Guðjón Jónsson og Bjarnfríður Leósdóttir. Frá S.A.K. Framh. af 4. siðu. um framkvæmdir í elliheímilis- málum fjórðungsins. Eitt félag gekk í sambandið á þessum fundi. Kvenfélagið Bera i Berufirði. Að fundi loknum var farin or- lofsferð. Ekið var um Breiðdal, Berufjörð, Djúpavog, Hamars- fjörð,, Lón og til Hornafjarðar, þar sem gist var á hinu nýja og glæsilega hóteli. Næsta morgun var ekið undir ágætri leiðsögn Gísla Björnssonar um hinar fögru sveitir Nes og Mýrar og gengið á Fláajökul. Skoðaðar voru kirkjurnar í Hornafirði og komið við á heim- leiðinni í Stafafellskirkju, sem nýlega varð 100 ára. I ferðinni tóku þátt 32 konur, og var ferðin öll hin skemmtileg- asta og fróðlegasta. Hvíldarvika húsmæðra var haldin að Hallormsstað í júní sl. og nutu hennar 36 konur. í Orlofsnefnd eru þessar konur: Dagmar Hallgrímsdóttir Egils- stöðum, formaður; Nanna Þórðar- dóttir, Fáskrúðsfirði; Bergþóra Guðmundsdóttir, Seyðisfirði og gjaldkeri er Guðrún Gunnarsdótt- ir, Egilsstöðum. I stjórn S.A.K. eru: Sigríður Fanney Jónsdóttir Eg- ilsstöðum, formaður; Anna Þor- steinsdóttir _ Heydölum Breiðdal, ritari og Ásdís Sveinsdóttir Egils- stöðum, gjaldkeri. eða höll að því að flytja skólana út úr mesta þéttbýlinu, gjarnan eina 10—20 km., þar sem síðan eru byggð yfir þá smáþorp. Þannig er það t. d. í þeim merku stöðum Oslo og París, svo eitthvað sé nefnt. Enginn efi er á því, að Egils- staðamenn fá innan tíðar sinn gagnfræðaskóla, sem og önnur þorp og bæir á Austurlandi. Einn- ig er líklegt, að hinum stóru barna- og unglingaskólum sveit- anna, verði innan tíðar breytt í gagnfræðaskóla. Verður þá minni þörf fyrir Eiðaskóla eins og hann er nú, enda held ég að nota ætti þar sömu aðferðina og áðan var sagt frá, við stofnun Mennta- skólans á Akureyri, að skömmu eftir að menntaskóla hefur ver- ið komið þar á fót ætti að leggja gagnfræðaskólann þar niður. Það væri eðlilegasta þróunin, og í mestu samræmi við álit Eiða- skóla og hefð. Það er einnig rétt hjá Bene- dikt, að menntaskóli á Austur- landi er ekkert sérstakt stórmál. Bráðum ganga allir í menntaskóla eða hliðstæðar stofnanir, og þess verður því naumast langt að bíða, að annar menntaskóli rísi á Austurlandi og svo sá þriðji o. s. frv. Hér er því raunverulega um að ræða þá spurningu, hvaða staður eigi að fá að státa af fyrsta menntaskólanum á Aust- urlandi. Það er spurning um virð- ingu fyrst og fremst. Þá virðingu eigum við að sýna okkar gamla skólastað, og þar á einnig að rísa upp háskóli í fyllingu tímanna. Úr hœnum Afmæli. Jónas Elíasson, verkamaður, Víðimýri 8, varð 60 ára 3. nóv. — Hann fæddist í Kastala, Mjóafirði, en hefur átt hér heima síðan 1921. Guðríður Þorleifsdóttir, hús- móðir, Naustahvammi 54, varð 60 ára 4. nóv. — Hún fæddist að Hofi í Norðfjarðarhreppi, en hef- ur átt hér heima síðan 1935. Halla Guðlaugsdóttir, húsmóðir, Þiljuvöllum 31, varð 50 ára 5. nóv. — Hún fæddist í Vestmanna- eyjum, en hefur átt hér heima síðan 1940. Trúlofun 23. okt. sl. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hugrún Ólafsdóttir, Hlíðargötu 33 og Trausti Stefáns- son, Nesgötu 32. Lítil síldveiði... Framh. af 1. síðu. í nótt var veður aftur gott á miðunum, en afli mun hafa verið lítill. í morgun höfðu aðeins 4 skip tilkynnt afla, 180 tonn, og auk þess hafði eitt skip fengið 130 tonn í Breiðamerkurdýpi. Egilsbúð SIEKUSSÖNGVARINN Bráðskemmtileg ný amerísk söngva- og ævintýramynd í lit- um með Elvis Presley. — Sýnd föstudag kl. 8. BLESS, BLESS, BIRDIE Sýnd sunnudag kl. 3. íslenzkur texti. Síðasta sinn. BLINDA KONAN Sýnd sunnudag kl. 5. — Islenzkur texti. M E L Ó N U R ALLABÚÐ Viðtalstími lœkna d Fjérðungssjúhrahúsinu Heskwpstað Viðtalstími yfirlæknis: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 14.00—15.00, laugardaga kl. 10.00—11.00. Símaviðtöl sömu daga kl. 13.00—13.30 í síma 150. Knútur Björnsson, sérgrein skurðlækningar. Viðtalstími aðstoðarlæknis: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00—15.00. Símaviðtöl sömu daga kl. 13.00—13.30 i síma 150. Christine Guttormsson, læknir. MAYA-KORNFLAKES KAUPFÉLAGIÐ FRAM Foreldradagur Foreldradagur verður í barnaskólanum þriðjudaginn 12. nóv- ember. Kennarar verða til viðtals í kennslustofum kl. 3—6 e. h. Skólastjóri. THiru-L-u-i-ii-innnruwirj-Lr rtnrwiAAAAAnr.nnnru-irui mmmm , IWnnnJUlJI. — Frá Heilsuverndarstöð Nesk. Mæðraskoðun: 15. og 29. nóv. og 13. des. 1968. Bólusetning og ungbarnaeftirlit: 8. og 22. nóv. og 6. og 20. des. 1968. lUSTURLMD Bíll til sölu Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. iN3SdS3N Opel Record ’62 til sölu. Uppl. í síma 242.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.