Austurland


Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDAUGSiNS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 15. nóvember 1968. 46. tölublað. Viðreisnin sýnir klœrnar Gengi krónunnar lækkað í annað sinn á einu ári Nú um nokkurra vikna skeið hafa menn átt von á enn einum „bjargráðum" ríkisstjórnarinnar. Það hefur ekki farið dult, að rík- isstjórnin ætlaði sér enn einu sinni að fella krónuna stórlega og kaupahéðnarnir höfðu nægan tíma til þess að bjarga sínu á þurrt og undirbúa nýtt gróða- brall. I öðrum löndum, sem fram- kvæma gengisbreytingar, eru þær gerðar fyrirvaralaust og það þyk- ir syndlaust athæfi, þótt ráðherra sverji allt að því með hönd á helgri bók, að gengisbreyting komi ekki til mála, þótt hann í sömu andrá skelli gengislækkun- inni á. En hér ríkir svo mikið frelsi, að það telst frelsisskerðing ef takmarkaður er réttur manna til þess að græða á neyðarráðstöf- unum, eins og telja verður að gengislækkun sé. Viðræðuir stjórnmála- flokkanna Ríkisstjórnin efndi til viðræðna við andstöðuflokkana um efna- hagsmál og lét í veðri vaka, að hún vildi skapa þjóðareiningu gegn aðsteðjandi þjóðarvoða, og gaf í skyn, að helzt kysi hún, að allra flokka stjórn leysti viðreisn- arstjórnina af hólmi. Viðræður þessar reyndust með öllu óundir- búnar af stjórninni og sjálfa skorti ráðherrana nauðsynleg gögn í þeim málum, sem um þurfti að ræða. Mestallur við- ræðutíminn fór því í gagnasöfnun. Hugmyndin um allra flokka stjórn mætti mikilli andspyrnu innan allra flokka. Þó varð greini- lega vart ríkrar tilhneigingar meðal forystumanna Framsóknar til að fallast á allra flokka stjórn. Kom það m. a. fram í út- varpsþætti þar sem þeir ræddu saman Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Líklega hefur ríkisstjórnin meint alvarlega hugmyndir sínar um allra flokka stjórn. Henni er auðvitað ljósara en öllum öðrum, að viðreisnin er komin í algjöra sjálfheldu og þess vegna hefur hún viljað gera aðra flokka sam- ábyrga með því að fleka þá til stjórnarþátttöku. Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn áttu að gerast hækjur viðreisnar- innar og Eysteinn var tilbúinn að taka það hlutverk að sér, en aðrir höfðu vit fyrir honum. Margt bendir líka til þess, að ríkisstjórnin meinti ekkert með skrafi sínu um samvinnu um úr- ræði, ef ekkert yrði af allra flokka stjórn. Undir þeim kring- umstæðum mundi hún fara sínu fram án þess að hlusta á rök stjórnarandstæðinga, og það hef- ur hún nú gert. Á laugardaginn slitnaði upp úr viðrækum stjórn- málaflokkanna og var nú skammt mikilla tíðinda að bíða. Gengislækkun tilkynnt — Dollarinn hækkar á einu ári úr 43 krónum í 88 Á mánudag var öll gjaldeyris- sala stöðvuð og um hádegi á þriðjudag var tilkynnt, að geng- islækkun væri komin til fram- kvæmda, í annað skipti á einu ári. Og þetta var svo sem ekkert smáræði. Gengið var lækkað um 35.2% og hækkaði dollarinn úr 57 krónum í 88 krónur, eða um 54%. Áður en gengið var fellt, 27. nóv. í fyrra, jafngiltu kr. 42.95 einum Bandaríkjadollar, en nú þarf kr. 88.00 á móti einum dollar. Þannig þarf nú meira en helmingi fleilri krónur en um þetta leyti í fyrra, til að kaupa vörur fyrir einn dollar. — Engin smáræðis gengislækkun það. Stcrkostleg kjararýrnun Hér eru ekki tök á því að gera þessu máli þau skil sem vert væri. En eins og vant er, á að láta launþegana taka skellinn. ¦—• Á Alþingi hefur forsætisráðherra skýrt frá því, að ætlunin sé að Framh. á 2. síSu. Grátsöngvarinn Leikfélag Neskaupstaðar hefur að undanförnu æft gamanleikritið Grátsöngvarann eftir brezka leik- ritahöfundinn Vernon Sylvaine. Sýningar hefjast á sunnudag, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Leikstjóri er Kristján Jónsson, sem þekktur er orðinn fyrir leik- stjórn sína víða um land og í út- varpi. Hann hefur stjórnað flutn- ingi allmargra útvarpsleikrita og nú síðast á leikritinu Gulleyjan, sem leikin hefur verið sem fram- haldsleikrit og lauk í gærkvöld. Það leikrit samdi Kristján eftir skáldsögu Roberts Stevensons, sem þýdd var af Páli Skúlasyni. Kristján Jónsson er nú í fyrsta sinn leikstjóri hjá Leikfélagi Nes- kaupstaðar, en áður hefur hann sviðsett leikrit hjá öðrum leikfé- lögum á Austurlandi: á Höfn í Hornafirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði, en þar stjórnaði hann Lfynimel 13, sem sýndur var sl. vetur allviða, m. a. hér í Nes- kaupstað. [ . ! Leikfélagið hefur vetrarstarf sitt nú með sýningum á Grát- söngvaranum en ætlunin er að sýna annað leikrit siðar á þessu leikári. Grátsöngvarinn er léttur gam- anleikur með nokkrum söngvum og ættu allir að geta skemmt sér við að horfa á hann, jafnt börn sem fullorðnir. Ætlunin er að sýna leikritið á nágrannastöðum, ef aðstæður leyfa. Grátsöngvarinn hefur verið sýndur áður hér á landi: hjá Leikfélagi Reyk.javíkur 1957— 1958, þar sem sýningar urðu 50. Þar léku aðalhlutverkin: Brynj- ólfur Jóhannesson, Árni Tryggva- son og Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir. 1959 var Grásöngvarinn sýnd- ur á Sauðárkróki og Leikfélag Reyðarfjarðar sýndi hann 1961 undir stjórn Erlings E, Halldórs- sonar. , , B. S. ^ Síldveiðin Áframhald hefur verið á hinum þrálátu ógæftum. Þó var stutt hlé um helgina og fékkst þá nokkur veiði, sem öll mun hafa verið söítuð. Loks í gær slotaði svo veðrinu og fóru bátarnir þá út. Veður er nú gott og veðurhorfur góðar. 1 morgun höfðu 21 skip til- kynnt afla, 1010 lestir. Vantraust Á mánudaginn verður lögð fram tillaga til þingsályktunar um van- traust á ríkisstjórnina. Flutnings- menn eru Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og Lúðvík Jósepsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. Umræðum um vantrauststillög- una mun verða útvarpað. Mikíð tjón flf vatnovöxtum d Austurlandí Fyrri hluta vikunnar rigndi mjög mikið á Austurlandi og náði vatnsveðrið hámarki á þriðjudag og miðvikudagsnótt. Urðu þá víða mjög miklar skemmdir, eink- um á vegum. Litlir og sakleysis- legir fjallalækir urðu að beljandi vatnsföllum, sem brutu skörð í vegi og flæddu yfir þá, ár flæddu yfir bakka sína og ruddu burt fyrirhleðslum og vegum og voru margar brýr í hættu og við'búið að skemmdir hafi orðið á þeim sumum. Sums staðar féllu skrið- ur úr fjöllum, lokuðu vegum og gerðu önnur spjöll. Vegir voru algjörlega ófærir víða á Mið- og Suðausturlandi, m. a. um Fagra- Framhald á 3. síðu. Sírandferdir í életri I haust hafa strandferðir verið með þeim hætti, að furðu gegnir, að landsmönnum skuli boðið upp á annað eins. Er ekki annað að sjá, en að þeir, sem með þau mál fara, vinni markvíst að því, að gera þjónustu stofnunarinnar svo smávægilega og fyrirferðarlitla, að hægt verði að leggja fyrirtæk- ið niður, án þess að það sæti verulegum mótmælum. I haust hefur aðeins eitt lítið skip, Herðubreið, annazt strand- ferðirnar og má nærri geta með hverjum hætti sú þjónusta er. Ef síldveiði hefði verið með eðlileg- um hætti, hefði verið fullkomið öngþveiti í samgöngumálunum, því miklum umsvifum á sviði at- vinnumála, fylgir mikil flutninga- þörf. í september var Esja tekin úr Framh. & 3. idðiL

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.