Austurland


Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. nóvember 1968. Gengi krónunnar lœkkað . . . Framh. af 1. síðu. fella niður verðlagsuppbætur á laun umfram þær hækkanir, sem orðið höfðu fram að 1. nóv„ en vegna þeirrar hækkunar hækka vísitölugreiðslur á kaup 1. des. — Aðrar hækkanir eiga ekki að verða, nema nýtt allsherjarsam- komulag verði gert þar um. Af þessu er ljóst, að ríkisstjórn,- in ætlar sér enn sem fylrr að láta launþegana bera allar byrðarnar. Hvernig þeir eru undir það búnir, að axla þær byrðar, er svo annað mál. Að undanförnu hefur hagur al- mennings versnað stórum, ekki aðeins vegna sívaxandi dýrtíðar heldur og vegna síminnkandi vinnu. Hvernig fólk á að lifa af venjulegu kaupi, eftir þessa síð- ustu kollsteypu, er óleysandi reikningsþraut, hvaða reikni- kúnstum, sem hagfræðingar beita. Hagfræðingarnir gæta þess líka vandlega að minnast aldrei á þá hlið málsins sem að almenningi snýr. Fólkið í landinu er auka- atriði. Það eina, sem máli skiptir í dæminu er ríkissjóður og gjald- eyrisvarasjóðurinn, að ógleymdri útgerðinni, sem alltaf er verið að bjarga frá afleiðingum viðreisnar- stefnunnar, þótt með vafasömum árangri sé, svo að ekki sé meira sagt. Það vita allir sem vita vilja, að launþegar — nema þá þeir í hæstu launaflokkunum — geta ekki framfleytt fjölskyldu með sómasamlegum hætti af launum sínum. Og möguleikarnir til þess að jafna hallann með þrotlausri yfirvinnu, er úr sögunni, a. m. k. í bili. Að vísu er aðstaða launþega til þess að taka á sig nýjar viðreisn- arbyrðar ákaflega misjöfn. Mestu máli skipta þó ekki misjafnar tekjur og fjölskyldustærðir, held- ur hverjar byrðar menn hafa bundið sér til þess að búa sem bezt í haginn fyrir sig og sína. Maður, sem býr í húsi, sem litlar kvaðir hvíla á, stendur kannske af sér þessa nýju viðreisnarhol- skeflu, þótt sá, sem stofnað hefur til mikilla skulda í sambandi við húsnæðismál, geri það ekki. Og aldrei heyrist á það minnst, að gera þurfi ráðstafanir til hjálpar þessu fólki. Á það er litið sem einskisverðan hlut, þótt allt þjóð- félagið hvíli á herðum þess. Hvort það flýtur eða sekkur er ekki tal- ið skipta :máli. Sjómenn kjaftshögg-vaðir í þessari sömu ræðu sagði for- sætisráðherra, að forsendur fyrir því að fyrirgreiðsla ríkisins við sjávarútveginn komi að gagni, yrði viðráðanleg og raskaði ekki tekjujafnvægi úr hófi, væri sú, að hún rynni til sjálfs atvinnu- rekstursins. Þess vegna yrði að tryggja með löggjöf, að liinu aukni rekstrarkostnaður, sem leiðir af gengislækkuninni, verði greiddur af óskiptu. Hér eru í aðsigi hatramar árás- ir á kjör fiskimanna. Enda þótt fiskur stórhækki í verði, skulu sjómenn ekki njóta þess. „Bjarg- ráðið“ gagnvart útgerðinni á að vera það, að skylda hana til þess að ræna sjómenn umsömdum og réttmætum hlut þeirra. Þetta er nú rausn, sem að kveður. Mörg ár eru nú síðan sjómenn fengu afnumin ákvæði um það, að útgerðarkostnaður skyldi greiddur af óskiptu. Nú ætlar rík- isstjórnin að lögbjóða það óvin- sæla fyrirkomulag. Margir hafa orðið fyrir tilfinn- anlegri kjaraskerðingu að undan- förnu, en þó varla nokkrir sem sjómenn. Samt hefur ríkisstjórn- in geð í sér til að fyrirskipa þeim að greiða útgerðinni hluta af um- sömdu kaupi. Hvað gera verklýðssamtökiu ? Eftir viku kemur þing Alþýðu- sambands íslands saman. Þar hljóta þessir síðustu atburðir að bera hærra en önnur mál. Er ó- líklegt, að þessu verði þegjandi tekið. Alþýðusambandið bregst hlutverki sínu, ef það ekki skipu- leggur baráttu gegn þeim sví- virðilegu árásum, sem nú hafa verið gerðar á almenning. Alþýðu- Sambandið og verklýðshreyfingin í heild hafa verið furðulega hæg- lát og tekið síendurteknum árás- um á lífskjörin með undraverðu umburðarlyndi. En svo má brýna deigt járn að bíti, og skyldi nú ekki vera fullbrýnt? Stofnað til ókyrrðar Forsætisráðherra sagði líka, eftir að hafa ógilt alla launa- samninga í landinu, að ríkis- stjórnin mundi beita sér fyrir því, að sem fyrst hæfust viðræður milli verkalýðs, vinnuveitenda og fulltrúa ríkisstjórnarinnar um gerð nýrra kjarasamninga. Þetta segir forsætisráðherra þeirrar stjórnar, sem á sínum tíma lýsti yfir því, að hún mundi engin af- skipti hafa af kaupgjaldssamn- ingum. I öllum þessum samningum verður höfuðáherzlan lögð á að halda verðlagi í skefjum, segir forsætisráðherra þeirrar ríkis- stjórnar, sem á einu ári hefur hækkað allt verðlag í landinu lík- lega um 40—50%. Enginn vafi er á því, að með hinum fruntalegu árásum ríkis- stjórnarinnar er vinnufriðnum stofnað í voða. Lítill vafi getur verið á því, að mikil ókyrrð verð- ur á vinnumarkaðnum næstu mánuði, með verkföllum og öðr- um varnaraðgerðum launþega. Hvað var hægt að gera? Algengt er, að stjórnarsinnar j haldi því fram, að stjórnarand- ! stæðingar hafi aðeins neikvæða afstöðu til þessara mála — þeir séu bara á móti, en bendi ekki á neinar færar leiðir. Fúslega skal játað, að eins og viðreisnin hefur leikið þjóðina, er ekki auðgert að benda á leiðir, sem í einum svip létta fargi við- reisnarinnar af þjóðinni. En Al- þýðubandalagið hefur m. a. bent á eftirfarandi leiðir til úrbóta á hinu óþolandi ástandi. Fyrst og fremst þarf að breyta stjórnarstefnunni í grundvallar- atriðum og skipta um stefnu í fjárfestingarmálum og gjaldeyr- Miðstjórn Alþýðubandalagsins er þannig skipuð auk formanns, varaformanns og ritara: Ásdís Skúladóttir kennari. Bjarnfríður Leósdóttir, húsfreyja. Björn Ólafsson, verkfræðingur. Eðvarð Sigurðsson, alþingism. Geir Gunnarsson, alþingism. Gils Guðmundsson, alþingism. Guðmundur Ágústsson, hagfr. Sótarfilma - íMt fyrirtslii Sólarfilma nefnist fyrirtæki, sem um nokkur ár hefur starfað að því að gera litskuggamyndir af ýmsum stöðum á landinu, mannvirkjum og öðru, sem lík- legt er að veki áhuga feröa- manna. Hefur þessi starfsemi ver- ið þýðingarmikil lanakynning. Þeir munu ekki vera margir Is- lendingarnir, sem ekki hafa heyrt Sólarfilmu getið og kynnzt fram- leiðslu fyrirtækisins, því Sólar- filmur eru mjög víða á boðstól- um. Og menn hafa getað fullviss- að sig um, að hér er um mjög vandaða framleiðslu að ræða. En fyrirtækið hefur ekki ein- skorðað sig við gerð litskugga- mynda. Það hefur einnig fengizt við margskonar kortagerð, þar á meðal jólakort. I ár hefur verið bætt við m. a. 17 nýjum vatns- litateikningum, eftir Selmu P. Jónsdóttur og eru þær af ýmsum stöðum á landinu, þar á meðal ein frá Neskaupstað. Allar minna þessar myndir mjög á sól og vet- ur. 1 Öll vinna við framleiðslu Sól- arfilmu er unnin hérlendis, nema hvað litfilmur eru framkallaðar erlendis, enda engin stofnun hér, sem það gerir. Segja má því, að Sólarfilma sé alíslenzkt fyrirtæki. ismálum og nýta betur þann gjaldeyri, sem þjóðin aflar. Taka þarf allt öðrum tökum á verðlagsmálum. Taka þarf upp nýja stefnu í lána- og viðskiptamálum. Lækka þarf ýms útgjöld, sem hvíla á framleiðsluatvinnuvegun- um, svo sem vexti og útflutnings- gjöld, og taka upp nýtt vátrygg- ingarkerfi í stað þess, sem við nú búum við og er óhæft. Tekið verði upp annað fyrir- komulag í olíusölumálunum, en nú þurfa íslenzkir útgerðarmenn að búa við 40% hærra olíuverð en tíðkast í nágrannalöndunum. Stefnu þessa hefur Alþýðu- bandalagið útfært í einstökum at- riðum, en ekki eru tök á að fara út í þá sálma hér að sinni. Guðmundur J Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar. Guðmundur Hjartarson. Guðrún Helgadóttir, húsfreyja. Gunnar Guttormsson, hagræð- ingarráðunautur. Halldór Guðmundsson, trésm. Haraldur Steinþórsson, varafor- maður B.S.R.B. Helgi Guðmundsson, trésmiður. Hjalti Kristgeirsson, hagfr. Jóhann Kúld, fiskimatsmaður. Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Kjartan Ölafsson, framkvæmda- stjóri. Lúðvík Jósepsson, alþingismaður. Magnús Kjartansson, ritstjóri. Ólafur Jensson, læknir. Páll Bergþórsson, veðurfr. Sigurður Magnússon, formaður Iðnnemasambands íslands. Sigurjón Björnsson, sálfr. Sigurjón Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri. Svavar Gestsson, blaðamaður. Þórir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Verkamannasambandsins. Varamenn í miðstjórn í þessari röð: 1. Guðmundur Vigfússon, borg- arráðsmaður. 2. Sigurjón Pétursson, trésm. 3. Snorri Jónsson, formaður Sambands málm- og skipasm. 4. Guðrún Guðvarðardóttir. 5. Margrét Margeirsdóttir, fé- lagsmálaráðgjafi. 6. Ólafur Einarsson, stúd. mag. 7. Stefán Sigfússon, búfr. 8. Benedikt Davíðsson, trésm. 9. Geirharður Þorsteinsson, arkitekt. 10. Jóhann Helgason, bóndi. lUSTURLAND j Ritstjóri: l Bjarni Þórðarson. | iN3SdS3N I Nýkjörén miðstjórn Alþýðuhandalagsins

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.