Austurland


Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 15.11.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 15. nóvember 1968. AUSTURLAND 3 Leiksýníng Leikfélag Neskaupstaðar sýnir gamanleikinn Grátsöngvarann eftir Vernon Sylvaine í Egilsbúí sunnudaginn 17. nóvember kl. 4 — barnasýning — kl. 9 — fyrir fullorðna. Leikstjóri Kristján Jónsson. Aðgöngumiðasala við innganginn að barnasýningu en frá kl. 19.30 (hálf átta) á kvöldsýningu. Leikfélag Neskaupstaðar. Orðsending um innheimtu bæjargjalda í Neskaupstað. Athygli gjaldenda Neskaupstaðar er vakin á eftirfarandí: 1. Síðasti gjalddagi útsvara 1968 er 1. desember nk. 2. Gjalddagi aðstöðugjalda var 1. júlí sl. 3. Gjalddagi fasteignaskatts, vatnsskatts og holræsagjalda var 15. jan, sl. 4. Gjalddagi grunnleigu til Neseigenda var 1. okt. sl. Athygli útsvarsgreiðenda er sérstaklega vakin á því, að út- svör 1968 verða því aðeins frád ’áttarbær við útsvarsálagningu 1969, að þau hafi verið greidd að fullu fyrir árslolt. Bærinn á nú í miklum greiðsluerfiðleikum að miklu leyti vegna þess, að bæjargjöld innheimtast nú miklu verr en áður. Verður því ekki hjá því komizt að innheimta útsvör, aðstöðu- gjöld og fasteignagjöld með lögtaki, ef gjöldin innheimtast ekki með öðrum hætti. Vangoldnar grunnleigur valda því, að grunnleigusamningum verður sagt upp og/eða grunnleigur hækkaðar. Þeir, sem skulda einhver framantalinna gjalda, eru eindreg- ið hvattir til þess að gera skil nú þegar, svo ekki þurfi að grípa til sérstakra innheimtuaðgerða, sem hafa fundu í för með sér kostnað og óþægindi fyrir gjaldendur. Treystið ekki um of á greiðslagetu yðar í jólamánuðinum. Bæjargjaldkeri. DANA KORNFLAKES ALLABtJÐ Norðfirðingar og aðrir Austfirðingar Tek bíla til viðgerðar og geymslu yfir veturinn. Einnig rétt- ingar og sprautingar. Bifreiðaverkstœðið Lykill REYÐARFIRÐI — Sími 99 og 46. FATABURSTAR með límrúllu. KAUPFÉLAGIÐ FRAM Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sendu mér hlýjar kveðjur, skeyti og gjafir á 60 ára afmæli mínu 4. nóv. sl. E|g óska ykkur öllum farsældar á ókomnum árum. Með kærri kveðju. Guðríður Þorleifsdóttir. Bókhald og Tapacl-FuTiöiö Framhald af 1. síðu. dal og Oddsskarð og mun taka langan tíma að koma vegunum í samt lag. Vegagerð ríkisins mun hafa orðið fyrir langmestu tjóni, en tjón sumra sveitarfélaga og ein- staklinga er einnig tilfinnanlegt. í Neskaupstað flæddu margir lækir yfir vegi og lóðir og er langt frá, að þær skemmdir hafi verið bættar. Skriðuföll voru minni en búast mátti við. Þó féll mikil skriða úr fjallinu ofan við Naustahvamm á tún þar og allt í sjó fram. Flæddi aur og vatn inn í neðri hæð íbúðarhúss Jóns Einarssonar og olli þar skemmd- um. Einnig urðu miklar skemmd- ir á söltunarplani Naustavers. Loks er þess að geta, að þessi sama skriða sópaði rneð sér og gjöreyðilagði girðingu, sem bær- inn hafði í fyrra látið gera frá fjöru til fjalls til varnar ágangi sauðfjár. Er sá skaði einn mikið á annað hundrað þúsund krónur. Vatnsborðið í Leirunni hækkaði mjög mikið og flæddi yfir hluta af fiugvellinum. Ekki mun hann þó hafa skemmzt að ráði. Strandferðir... Framh. af 1. síðu. umferð og skömmu seinna var leiguskipið Blikur látið hætta ferðum og það fengið í hendur eigendum sínum í Færeyjum. Ekki var haft fyrir því að leigja annað skip í staðinn. Ég þykist vita, að ýmsir muni segja, að þetta standi allt til bóta, að úr muni rætast þegar skip þau, sem nú eru í smíðum á Ak- ureyri, komast í gagnið. En, mér er mjög til efs að svo verði. Ég veit ekki betur, en að alltaf sé verið að rembast við að selja Herðubreið og Esju og eiga þá hin nýju skip að leysa þau af — gott ef ekki Herjólf líka. Við, sein njótum þjónustu Skipaútgerðar ríkisins, mótmæl- um harðlega hinni svívirðilegu meðferð á fyrirtækinu. Við krefj- umst þess, að þegar í stað verði mál þetta tekið föstum tökum, fyrirtækið eflt og því gert fært að annast þá mikilsverðu þjón- ustu, sem því frá upphafi var ætlað að annast í þágu lands- byggðarinnar og atvinnulífsins. Og gjarnan mættu þingmenn strjálbýlisins gefa þessum málum meiri gaum en þeir gera og standa fastar gegn eyðileggingu Skipaútgerðarinnar. Nýtt útgáfufélag Skjaldborg sf., sem er nýstofn- að útgáfufyrirtæki á Akureyri, gefur út á þessu ári eftirtaldar bækur. ,,Leyniskjalið“ heitir ný barna- bók eftir Indriða Úlfsson, skóla- stjóra á Akureyri. Þetta er fyrsta bók höfundar, en hann hefur áður samið mörg leikrit fyrir börn, sem flutt hafa verið víða á skóla- skemmtunum, og nokkur birzt í barnablaðinu „Vorið“. „Bundið mál“, heitir ný Ijóða- bók eftir Jón Benediktsson, yfir- lögregluþjón á Akureyri. Þetta er önnur Ijóðabók höfundar, sem kunnur er fyrir sönglög sín og ljóð víða um land. Fyrri ljóðabók hans, „Sólbros", kom út 1959 og var vel tekið. „Eltingaleikur á Atlantshafi" (The Enemy Below) eftir D. A. Rayner í þýðingu Baldurs Hólm- geirssonar segir frá einvígi milli tundurspillis og kafbáts í heims- styrjöldinni. Bókin hefur hvar- vetna hlotið hina beztu dóma og verið talin til beztu frásagna, sem ritaðar hafa verið um sjóorustur. Framh. á 4. síðu. AuglýsiB i Austurlandi framtalsaðstoð Herbert Marinósson, sími 10899 Reykjavík. Sá, sem tók frakka í misgrip- um á bíósýningu sl. miðvikudags- kvöld, vinsamlegast hafi sam- band við framkvæmdastjóra Eg- ilsbúðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.