Austurland


Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MÁLBAGN ALÞÝBUBANPflLAGSINS A AUSTUBLflWDI 18. árgangur. Neskaupstað, 22. nóvember 1968. 47. tölublað. NflBösyn JteínBbreytinjdr og breyttror /orystu í AlþýðusdmbflndinB Alþýðusambandsþing, hið 31. í röðinni, hefst í Reykjavík mánu- daginn 25. nóv. og verður áreið- anlega fylgzt með störfum þess af meiri athygli en gert er að jafnaði. Það kemur í hlut þessa þings, að marka afstöðu verklýðssamtak- anna til þeirra fruntalegu árása, sem gerðar hafa verið æ ofan í æ á lífskjör launþega, og nú síðast með gengislækkuninni og hinum svokölluðu „hliðarráðstöf- unum.“ Sú árás er hin stærsta, sem gerð hefur verið á launþega, og er þá langt jafnað. Alþýðusambandið bregzt for- ustuhlutverki sínu í kjara- og réttindabaráttu verkalýðsins, ef það ekki tekur mannalega á móti þessu áhlaupi og hrindir því. Furðuleg ummæli. Ummæli, sem forseti Alþýðu- sambandsins, Hannibal Valdi- marsson, viðhafði á Alþingi við umræður . um ráðstafanir vegna gengislækkunarinnar, hafa vakið mikla furðu launþega, en að sama skapi hefur velþóknun stjórnar- flokkanna verið mikil. Hann sagði: „É,g mun verða spurður að því sem forseti Alþýðusambandsins: Ja, er nokkuð hægt að gera ann- að en hækka kaupið til þess að mæta þeirri stórfelldu kjaraskerð- ingu, sem leiðir af þessari gengis- lækkun? É,g fyrir mitt leyti verð að játa það strax, að ég held að við það ástand, sem nú hefur skapazt, sé kauphækkun ekki fær og ekki raunhæf leið, því miðnr.“ Er þetta stefna Alþýðusam- bandsins ? Ummæli þessi viðhefur Hanni- bal sem forseti Alþýðusambands- ins. Það verður því ekki komizt hjá því að álykta, að miðstjórn Alþýðusambandsins standi að baki þessari skoðun og að Hanni- bal sé hér að túlka viðhorf mið- stjórnarinnar, nema hún lýsi yfir því gagnstæða. Þjóðviljinn hefur spurt miðstjórnina, hvort líta beri á ummæli Hannibals sem stefnu stjórnarinnar, en mér vitanlega ekkert svar fengið. Á meðan mið- stjórnin ekki tekur af skarið, verður að telja, að hún sé andvíg kauphækkunarbará,ttu til þess að hamla á móti 20% kjaraskerð- ingu. Og þá ber miðstjórninni siðferðileg skylda til þess að gera grein fyrir því með hverjum hætti hún ætlar sér að rétta hlut urn- bjóðenda sinna. Og þá greinar- gerð þarf að birta fyrir þing ASl eða í síðasta lagi í upphafi þings. 1 stað þess að svara fyrir- spurnum Þjóðviljans, samþykkir miðstjórnin einróma vítur á Þjóð- viljann fyrir fullkomlega réttmæt ummæli um verðlagsnefndina og ofmat „Verkamannsins" á gildi hennar og starfa Björns Jónsson- ar á þeim vettvangi. Ummæli „Verkamannsins“ voru á þá leið, að kjarabaráttan væri nú kornin á nýtt stig, hún færi nú fram í verðlagsnefndinni. Reynslan að undanförnu hefur fært launþegum heim sanninn um það, að þrátt fyrir gott starf fulltrúa launþega í nefndinni getur hún aldrei komið í staðinn fyrir kjarabaráttuna. Flugfélag Islands hefur nú ákveðið að halda uppi áætlunar- ferðum milli Norðfjarðar og Reykjavíkur í vetur. Verður flog- ið tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, og er fyrsta ferðin áformuð á morgun. Til ferðanna verða að jafnaði notað- ar vélar af sömu gerð og Norð- firðingur er, flugvél sú, er hélt uppi ferðum á vegum Flugsýnar. Höfum við Norðfirðingar reynslu fyrir því, að það eru góðar og traustar flugvélar. Flogið verður milli Norðfjarð- ar og Reykjavíkur beint, án millilendingar. Þegar Flugsýn hafði tilkynnt, að félagið sæi sér ekki fært að haida áfram áætlunarferðum til Norðfjarðar, átti forseti bæjar- stjórnar, Jóhannes Stefánsson, í samráði við bæjarstjóra, tal við framkvæmdastjóra FI um mögu- leika á því, að það félag tæki upp Það er grátbroslegt, að mið- stjórn Alþýðusambandsins skuli sjá ástæðu til þess að samþykkja vítur á eina dagblaðið sem aldrei hefur brugðizt málstað verkalýðs- ins. Sýnir það, að andi Hannibals svífur þarna yfir vötnum og að hann ræður meiru í miðstjórninni, en maður hefði haldið. Þörf nýrrar forystu Því er ekki að leyna, að um langt skeið hefur verið ríkjandi mikil óánægja með forystu mið- stjórnar Alþýðusambndsins. Sér- staklega var þessi óánægja áber- andi í nóvember í fyrra, þegar miðstjórnin allt í einu og án sam- ráðs við einstök verklýðsfélög, hvatti þau til að hverfa frá fyrir- huguðum og vandlega undirbún- um varnaraðgerðum og hafði það að yfirvarpi, að ástæður hefðu breytzt við það að kjaraskerð- ingin varð miklu meiri en upphaf- lega var ætlað. Það er brýn nauðsyn að gera Framhald á 3. síðu. áætlunarferðir til Norðfjarðar. Var þeirri málaleitun strax tekið með skilningi og velvild og málið síðan lagt fyrir stjórn félagsins. I fyrradag var svo bæjarstjóra tilkynnt að stjórnin hefði sam- þykkt að taka upp áætlunarflug til Norðfjarðar, og síðan hefur sú ákvörðun verið staðfest bréflega. Nú er liðinn um það bil mánuð- ur síðan Flugsýn hætti við Norð- fjarðarflugið. Þann tíma hafa samgöngur verið óvenju erfiðar og hafa menn fundið sárt til þess, að flugferðum var hætt. — Því er það öllum Norðfirðingum fagn- aðarefni, að flugferðir skuli nú hefjast að nýju. Blaðið vill hvetja Norðfirðinga, sem fljúga milli Rvíkur og Norð- fjarðar til að haga ferðum sín- um svo, að þeir ferðist með Norð- fjarðarvélinni, svo í ljós komi hver er hin raunverulega flutn- ingsþörf. FrflBihviEmdflstjórn Alþýðiflmiidfllflðsjns Á fundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins í fyrrakvöld voru eftirtaldir menn einróma kjörnir í framkvæmdastjórn flokksins: Ragnar Arnalds, formaður flokksins, Adda Bára Sigfúsdótt- ir, varaformaður hans og Guðjón Jónsson, ritari hans. Eru þau sjálfkjörin í framkvæmdastjórn- ina. Ennfremur: Gils Guðmunds- son, Guðmundur J. Guðmundsson, Haraldur Steinþórsson, Sigurður Magnússon, Jón Snorri Þorleifsson og Björn Ólafsson. Varamenn voru kosnir: Sigur- jón Björnsson, Kjartan Ölafsson og Svavar Gestsson. Þá kaus miðstjórnin fjölmenna verkalýðs- og kjaramálanefnd. Vantraustið 1 gærkvöld fóru fram útvarps- umræður um vantrauststillögu þá, er stjórnarandstaðan flutti á rkisstjórnina. Attu ráðherrar og aðrir talsmenn stjórnarinnar mjög í vök að verjast. — Auðvitað var vantraustið fellt af þingliði stjórn arinnar, en þingmenn stjórnar- andstöðunnar greiddu atkvæði með því. Björn Jónsson hafði fyrirvara með atkvæði sínu, þar sem hann kvartar undan því, að vegna flokkslegs ofríkis hafi hann ekki átt kost á að taka til máls við umræðurnar. Björn vill sem sé njóta forgangsréttar í Alþýðu- bandalaginu, en ekki taka á sig neinar skyldur innan þess, né heldur gegna störfum fyrir það. Þvert á móti gerir hann því til bölvunar allt sem hann má. Tveir varaþingmenn Alþýðu- bandalagsins tóku undir fyrirvara Björns. Engin síld Engin síldveiði hefur verið á Austfjarðamiðum að undanförnu. Óhnyttir unglingo Allmikil brögð hafa að undan- förnu verið að því, að unglingar í bænum hafi framið óknytti og jafnvel bein spjöll, að því er lög- reglan hefur tjáð blaðinu. Þá er talsvert um það, að regl- ur um útivist barna séu brotnar og ung börn að flækjast úti fram eftir öllum kvöldum. Verður ekki hjá því komizt að taka hart á þessum brotum og skal á það bent, að foreldrar bera ábyrgð á því, að reglur um úti- vist barna séu haldnar. Grátsöngvarinn Galdra-Loftur Sjá 2. síðu. Norð/jnrðflrflug FÍ hefst d lorgun

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.