Austurland


Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 22. nóvember 1968. AUSTURLAND 3 Þinghald verklýðssamtakanna Framh. af 1. síðu. nú róttækar breytingar á forystu Alþýðusambandsins. Og það er ekki nóg að skipta um forseta. Verulegar breytingar á skipan miðstjórnarinnar eru einnig nauð- synlegar. — Flestir þeir, sem í miðstjórn eru, eru orðnir rosknir menn. Sumir þeirra sýnast hafa misst kjarkinn — þora ekki að leggja út í stór átök og van- treysta, algerlega að óreyndu, verkalýðnum. — 1 miðstjórnina þurfa nú að koma nýir menn, ung- ir menn og óragír. Við val nýrrar miðstjórnar á að leggja stjórnmálalegt mat til hliðar. Til forystu eiga að veljast menn sem frá faglegu sjónarmiði einu eru líklegir til að leiða sam- tökin fram til sigurs í þeirri bar- áttu sem nú er á næsta leiti. Leita á náðir andstæðinganna Framferði Hannibals og Björns Jónssonar að undanförnu, ber þess ljósan vott, að þeir eru að gera hosur sínar grænar fyrir andstæðingum Alþýðubandalags- ins. Hinn lúalegi samningur við Framsókn um samvinnu á Alþingi hefur áreiðanlega verið víðtækari en upplýst hefur verið. Framsókn hefur áreiðanlega heitið því að styðja Björn Jónsson til forseta- tignar í Alþýðusambandinu. Þing- flokkur Framsóknar telur sig eiga þá Framsóknarmenn, sem verk- lýðsfélögin hafa kjörið til að fara með umboð sitt á þingi Al- þýðusambandsins, og geta ráð- stafað þeim að vild sinni eins og hverjum öðrum búpeningi. Það Galdra-Loftur Framh. af 2. síðu. fjórða hundrað. Hafa mér vitan- lega aldrei svo margir sótt hér eina leiksýningu. Leiknum var frábærlega tekið og ætlaði lófa- taki aldrei að linna og leikendur kallaðir fram hvað eftir annað. Sögðu þeir mér, að þeir hefðu ekki annars staðar fengið betri undirtektir. Sýningin var í heild ákaflega áhrifamikil og hlutverk öll leik- in af miklum þrótti og fjöri. Arnar Jónsson lék Loft og hygg ég, að sú túlkun sé mikill leiksig- ur hjá Arnari. Sviðið var einkar skemmtilegt í einfaldleik sínum. Ljósin voru notið til hins ýtrasta til að auka áhrifin og fjölbreytn- ina. Hér var af kunnáttu unnið. Leikstjóri er Eyvindur Erlends- son. Þetta á ekki að verða leikdóm- ur, og læt ég hér staðar numið. En það er von mín, að Leiksmiðj- an eigi sér langt líf fyrir höndum. Ætlun þeirra félaga er að ferð- ast um með önnur verkefni síð- ari hluta vetrar eða í vor. — B.S. kemur senn í ljós hvort mat þing- flokksins á manngildi Framsókn- armanna á Alþýðusambandsþingi er rétt. En atfylgi Framsóknar hrekkur skammt til að tryggja Birni Jóns- syni forsetatignina. Þess vegna reyna þeir félagar nú að vinna tiltrú stjórnarflokkanna. í því ljósi ber að skoða ummæli Hanni- bals, sem til er vitnað hér að framan. I því ljósi ber einnig að skoða fylgi þeirra félaga við um- sókn um aðild að EFTA. Og nú ku Hannibal hafa lýst yfir því, að hann ætii sér að styðja áfram- haldandi aðild íslands að Nató. Það, sem máli skiptir Búast má við, að mikill tími fari í hrossakaup og skæklatog um skipun stjórnar á Alþýðusam- bandsþinginu. Er þá hætt við því, að tíminn til að ráða til lykta hinum stóru og mikilsverðu hags- munamálum, sem úrlausnar bíða, verði naumari en æskilegt verður að teljast. Alþýðusambandsþingið má ekki víkja sér undan þeirri skyldu að taka hagsmunamálin föstum tök- um og að fylkja samtökunum í ó- rofa heild um kröfur launþega. En miklu máli skiptir um fram- kvæmd ályktana þingsins, að sam- bandinu verði valin stjórn, sem er starfi sínu vaxin, svo fram- kvæmdin verði ekki með sömu endemunum og í fyrra. — B.Þ. Úr bœnum Afmæli. Stefán Halldórsson, verkamað- ur, Þiljuvöllum 32, varð 50 ára í gær, 21. nóvember. Hann fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Andlát. Ingibjörg Bóasdóttir, húsmóðir, Nesgötu 29, andaðist á sjúkrahús- inu 19. nóvember. Hún fæddist á Sléttu í Reyðarfirði 1. marz 1893, en átti hér heima frá 1912. Bazar Nönnu. Ákveðið er, að bazar kvenfé- lagsins Nönnu verði laugardaginn 30. nóvember. Konur, sem ætla að gefa muni, góðfúslega komið þeim sem allra fyrst til Þorbjargar Vilhjálms- dóttur, Unnar Bjarnadóttur eða Önnu Eiríksdóttur. Norðfirðingafél. Nýlega var stofnað Norðfirð- ingafélag í Reykjavík. Stofnendur eru um 200. Formaður er Friðjón Guðröðarson, lögfræðingui’. HETJURNAK Sýnd föstudag kl. 9. — Síðasta sinn. SIRKU SSÖN G V ARINN með Elvis Presley. — Barnasýning sunnudag kl. 3. — Ath. Framvegis verða pallsæti númeruð á barnasýningum. SVALLARINN Frönsk gamanmynd með Jeau Gamin. — Sýnd sunnudag kl. 5. — Bönnuð börnum innan 12 ára. — Síðasta sinn. ÁSTSJÚK KONA Snilldarvel gerð og leikin ný, amerísk stórmynd. Gerð eftir sögu John O’Hara. — Aðalhlutverk: Suzanne Pleshette, Brad- ford Dillman. — Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð börnum inn- an 16 ára. — íslenzkur texti. (V^A/WWVWWWWWA^AAAAAAAAAAAAAA/V»AAA/W4AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAI SKINKA ALLABÚÐ Orðsending til nemenda IMtlo Heskaupst. Gjörið svo vel og greiðið námsgjöld fyrir mánuðina des.— jan. til bæjargjaldkera dagana 25.—29. nóvember. Sýnið kennara ykkar kvittunina í fyrsta tíma eftir mánaða- mótin. , ; j Skólantefndin. HRAÐFRYSTAR RÆKJUR KAUPFÉLAGIÐ FRAM Alþýðubaidalaoið heldur félagsfund í Egilsbúð þriðjudaginn 26. nóv. kl. 21. DAGSKRÁ: 1. Landsfundur Alþýðubandalagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin. 13 mm NÓAPAN — STÁLSAUMUR. Trésmiðjan Hvammur sf. sími 324 ; mitfmmVWUWWWWW^^^^o^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^iwvtA^AAA***^/ Auglýsiö i Austurlandi lUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NBSPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.