Austurland


Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 22.11.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. nóvember 1968. er í fréttum? Hvab Frá Hallormsstað Hallormsstað, 18. nóv. Sibl/HG Skriðuhlaup hjá Arnalds- stöðum Það var þ ?riðjudaginn 5. nóv. sl. kl. 14, að Ásgeir Jónasson bóndi á Arnaldsstöðum í Fljóts- dal heyrði miklar drunum úti og uppi í fjalli og hljóp út. Mun hann hafa rennt grun í, hvað þarna væri á ferðinni, enda sá hann nú, hvar hlaupið geystist niður með miklum drunum, og var það tilkomumikil sjón. Hlaup- Ásgeir Jónasson, bóndi á Arnaldsstöðum. ið varð um lækjarfarveg, og renn- ur lækurinn nú eftir miðju hlaup- inu. Ástæðuna fyrir þessu má helzta telja, að í sterkri suðaust- anátt, eins og þarna var, fýkur vatnið upp í móti og safnast fyr- ir ofan við skóginn, sem þarna klæðir hlíðar, unz allt springur fram. Ofsalegt úrfelli hafði verið sólarhringinn á undan, og mæld- ist úrkoman 80 millimetra á Hall- ormsstað, en það er mesta úrfelli sem mælzt hefur á einum sólar- hring frá því að reglulegar mæl- ingar hófust þar 1937. Hljóp skriðan ofan í Kelduá, og er um 150 metra breið þarna neðst. 1 leiðinni fór hún yfir skásta blettinn í túninu á Arn- aldsstöðum, en það var áður mjög spillt af skriðufalli. Þarna urðu feikileg skriðuföll að mig minnir sumarið 1942. Þessi síðasta skriða veldur Ásgeiri bónda talsverðum búsifjum, en hann er nýlega fluttur á jörðina með konu sinni, og eru þau hjón ung að árum. Ræktunarmöguleikar eru tak- markaðir á jörðinni, og Ásgeir telur, að verði þar húsað upp að nýju, sé ekki annað vogandi en flytja bæinn inn fyrir skóginn. —i, Þess má annars geta, að Arnalds- staðaskógur er einhver fallegasti birkiskógur á Héraði, þar sem hann stendur beinvaxinn í snar- bröttum hlíðum Múlans. Vegaskemmdir á Héraði Flóðin á Héraði í fyrri viku (12,—14. nóv.) voru þau mestu, sem menn vita um hér á síðari tímum. Hjálpaðist þar að mikill snjór, sem féll til fjalla viku áð- ur, og síðan asahláka með rign- ingu sjálfa flóðdagana. Úrfellið varð þó ekki „nema“ 56 milli- metrar á sólarhring hér á Hall- ormsstað. Vegaskemmdir af völdum flóð- anna eru tilfinnanlegar, og hefur af þeim hlotizt margra milljóna króna tjón. Versta útreið fengu vegir í Skriðdal, þar sem ár fóru meira og minna út úr farvegum sínum. Óupphlaðni vegurinn frá Víðilæk og inn að Breiðdalsheiði er verst útleikinn. Hér á Hall- ormsstað urðu nokkrar skemmd- ir. Staðaráin fór út úr farvegi sínum við Húsmæðraskólann og flæddi niður um vegi og braut sér farvcg utan við brúna á þjóðveg- inum. Uppi í Fljótsdal urðu talsverð- ar vegaskemmdir í Suðurdal. Þá flæddi Jökulsá yfir Valþjófsstaðar nesið norðan brúar, og Lagarfljót flaut yir veginn úti á Egilsstaða- nesi á hálfs kílómeters kafla aust- ur undir flugvöll. Á Jökuldal urðu umtalsverðar vegaskemmdir austan megin í dalnum, og yfirleitt er það svo, að úrfellið hefur orðið mun meira austanvert í dölum, svo sem títt er í suðaustanátt. — Á Úthéraði urðu engar verulegar skemmdir, það ég veit, enda mun úrfelli hafa verið mun minna þar út frá. Skriðuhlaup urðu hvergi mikil hér á Héraði. Þó hlupu þrjár skriður hér í fjallinu fyrir ofan Hallormsstað. Héraðsvakan Nú um helgina fer fram síðari hluti Héraðsvökunnar í Vala- skjálf, en um siðustu helgi flutti m. a. prófessor Þórhallur Vil- mundarson stórfróðiegt erindi um náttúrunafnakenningu sína, og sýnt var leikritið Skrúðsbóndinn eftir Björgvin Guðmundsson. Veigamesta dagskráratriðið um þessa helgi verður erindi um Gunnar Gunnarsson skáld, sem Ragnar Jónsson í Smára flytur, og vonir standa einnig til, að hinn aldni skáldjöfur komi sjálfur til vökunnar. Blaðið hefur fengið heimild til að greina frá því, að öllum Austfirðingum er heimilt að sækja þetta dagskráratriði, en það hefst klukkan 14 á sunnudag. Frá Breiðdal Breiðdalur, Staðarborg, 19. nóv. — HÞG/HG Gífurlegar vegaskemmdir Efst í Breiðdalsheiðinni, þar sem afrennsli Heiðarvatnsins er, fór vatnið framhjá veginum og niður Veginn í svokallaðri Þröng, en það er klettabelti þarna efst í heiðinni. Sópaðist þar burt allt lauslegt, og eru nú hamrar, þar sem vegurinn var áður, og verð- ur að sögn ekki einu sinni farið með hest þar upp núna. Vantar þarna líka mikið jarðefni til þess að fylla upp í aftur, en þarna eru nú að verki þrjár jarðýtur. Nýja upphleðslan hjá brúnni innst í Breiðdal, en hún var tekin í notkun sl. haust, bilaði og rann áin þar framhjá. Sömuleiðis hjá Selá, isem rennur hjá Höskulds- staðaseli, næstinnsta bænum í dalnum; þar fór áin í alveg nýj- an farveg og rennur nú inn og niður og stendur brúin á þurru. Svo er það vegurinn hér út frá. Það var á löngum kafla sem ekki ein einasta renna tók vatnsmagn- ið, og rann það alls staðar yfir veginn og hafa sumir stokkarnir flotið burtu. Vegurinn í Suðurdal hefur nú verið lagfærður til bráðabirgða, og mun fært inn að Þorgrímsstöðum. í Norðurdal varð líka anzi mik- ið flóð, og hvarf vegurinn á a. m. k. 500 metra kafla, svo að ekki sést eitt einasta hjólfar. Hjá bóndanum í Tungufelli tók af 5 hektara tún, og rennur nú áin þvert í gegn, þar sem túnið var áður. Á Hóli í Suðurdal varð fólkið að flýja bæinn um skeið sökum skriðuhættu, en þarna kom eitt hlaupið af öðru úr fjallinu. Girð- ingar skemmdust víða eða eyði- lögðust, t. d. hvarf alveg mörg hundruð metra girðing á Ásunn- arstöðum, en aðrar eru fullar af drasli eða sligaðar af framburði. Breiðdalsá komst hærra, en hún hefur nokkru sinni komizt áður í manna minnum. Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, var hér á ferð um daginn, og minnir mig hann segja, að rennslið af fer- kílómetra hafi komizt upp í 3000 lítra á sekúndu, en það mun þre- falt meira magn en vegagerðin gerir ráð fyrir í sínum útreikn- ingum, svo að ekki er von að vel færi. Sunnan Berufjarðar urðu geysi- mikil vegaspjöll, en norðan fjarð- arins lítil sem engin. Atvinnuleysi hefur ekki verið teljandi hér fram til þessa, en mjög horfir nú óvænlega um at- vinnu. Frá Hornafirði Hornafirði 20. nóv. — BÞ/SÞ Helztu og beztu fréttir héðan eru þær, að atvinnuástand hér er ágætt. Héðan róa nú 9 bátar og afla allvel. Þrír bátanna róa með línu, en hinir eru á togveiðum. Línu- bátarnir hafa fengið þetta 6—8 tonn í róðri. Aflinn hjá togbátunum er mis- jafnari. Mestan afla í veiðiferð hefur Jón Eiríksson fengið, en það voru 25 tonn og tók veiðiferðin 3 daga. Þetta er aðallega þorskur og ýsa, sem veiðist. Þessi afli er allur unninn í frystihúsinu hér og er að sjálfsögðu mikil vinna við úrvinnslu hans. Slátrun er hér nýlokið og var slátrað 21.500 fjár og 450 naut- gripum. Hér eru all mörg hús í bygg- ingu og flutt hefur verið inn í nokkur ný hús nú í haust og er Höfn sívaxandi kauptún. Nú er unnið að virkjun Smyrla- bjargarár, en sú virkjun á að leysa dieselrafstöðina hér af hólmi, því Hafnarkauptún á að fá rafmagn frá þeirri virkjun svo og sveitirnar hér í kring. Engar vegaskemmdir Hér sunnan Lónsheiðar urðu, sem betur fer, engar teljandi skemmdir í því voða vatnsveðri sem gekk yfir Austurland nú á dögunum. Hlaupið í Múla lijá Arnaldsstöðum. Á myndinni sést vel, hvernig skriðan hefur hreinsað burt skóginn á leið sinni. — Ljósm. Sibl.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.