Austurland


Austurland - 29.11.1968, Side 2

Austurland - 29.11.1968, Side 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 29. nóvember 1968. Röng mixtúra Það eru fleiri en íslendingar, sem um þessar mundir fjalla um gengismál. Mikil ókyrrð hefur verið úti í hinum stóra heimi á þessu sviði og gengi gjaldmiðils stórþjóða hefur riðað. Og alls- konar spákaupmennska hefur þrifizt vegna þessarar ókyrrðar. Fréttastofnanir og fjármála- Iþróttir Laugardaginn 23. nóvember sl. komu hingað nokkrir unglingar úr Eiðaskóla til keppni í hand- knattleik, blaki og innanhúss- knattspyrnu við jafnaldra sína úr Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar. Keppni í öllum greinunum fór fram í einni af mjölskemmum SVN og voru áhorfendur nokkuð margir. I handknattleiknum sigraði Gagnfræðaskóli Nesk. með 5 mörkum gegn 3 og voru nú í fyrsta skipti í Neskaupstað not- aðir tveir dómarar í leik. Blak er afar lítið þekkt íþrótt hérlendis, en á víða annars stað- ar miklu fylgi að fagna og hefur einnig verið keppnisíþrótt á 01- ympíuleikunum um árabil. Auð- séð var að lið þau sem kepptu í blaki hérna sl. laugardag voru mjög lítið æfð, en lið Eiðaskóla þó öllu betra, enda sigraði það líka með yfirburðum, 15 stigum gegn 8 og 15 stigum gegn 7, eða 2—0. Innanhúss-knattspyrnu höfðum við Norðfirðingar ekki séð áður og sigruðu Eiðamenn örugglega með 7 mörkum gegn 2. Fyrirhugað er að keppni í frjálsum íþróttum á milli skól- anna verði aðra viku í desember að Eiðum. E.G. Heimsóhn shdhmeistara Framh. af 1. síðu. Sviss nú í vetrarbyrjun, en þar tefldi hann á 3. borði íslenzku skáksveitarinnar, sein náði mjög þokkalegum árangri á Olympíu- skákmótinu í Lugano. Dagskrá heimsóiinarinnar verð- ur þannig: Á laugardag kl. 4 flytur Bragi skákskýringar í kaffistofu Neta- gerðarinnar, og kí. 20 teflir hann á sama stað klukkufjölskák við 10—12 I. flokksmenn frá Nes- kaupstað og Eskifirði. Á sunnudag kl. 2 teflir hann fjöltefli í Gagnfræðaskólanum og er ölíum heimill aðgangur, en menn verða að hafa með sér töfl. Þátttökugjald í fjölteflunum er kr. 50.00. Eru menn hvattir til að nota tækifærið og reyna sig við meistarann í fjölteflinu á sunnudaginn. i menn um allan heim voru búnir að slá því föstu, að gengi franska frankans yrði fellt, en ennþá einu sinni kom gamli de Gaulle þeim í opna skjöldu. Hann afréð að fella ekki frankann, en greip þess í stað til annarra ráðstafana. Þá var talið, að hætta væri á því, að gengi þýzka marksins yrði hækkað — það væri í raun og veru of lágt skráð, vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í efna- hagsmálum ríkisins. En vestur-þýzka stjórnin ákvað einnig að gengi marksins skyldi óbreytt. Þess í stað skyldi gera aðrar ráðstafanir. Og það er dálítið fróðlegt fyr- ir okkur Islendinga að athuga til Framhald af 1. síðu. löngu höfum komizt að raun um fjöllyndi maddömunnar. Eina pólitíska fótfestan sem Hannibal og Björn nú hafa í land- inu, er þessi aðstaða í Alþýðu- sambandinu. Og allt sitt eiga þeir undir náð Framsóknar, íhalds og krata. — Það er aumt hlutskipti. Hin nýja Alþýðusambandsstjórn er ekki líkleg til að veita Alþýðu- sambandinu þá forystu, sem það þarf á að halda í hinni hörðu baráttu, sem fram undan er. Ein- stök verklýðsfélög með Dagsbrún í fylkingarbrjósti, verða sýnilega að taka að sér það leiðtogahlut- verk, sem eðlilegt væri að Al- þýðusambandið færi með. Það var Framsóknarmaðurinn Óskar Jónsson frá Vík, sem lagði fram lista þann, sem kosinn var. Snorri Jónsson lagði fram lista minnihlutans og gaf um leið þessa yfirlýsingu: „Fyrir hönd okkar samherj- anna vil ég lýsa yfir því, að til- lögur okkar um menn í sambands- stjórn eru óháðar þeim meiri- hluta, sem myndazt hefur hér á þinginu og gerðar án nokkurra samninga við hann og lýsum okk- ur því óbundna af öllum þeim samningum, sem forystumenn meirihlutans kunna að hafa gert“. Hannibal var kjörinn forseti með 209 atkvæðum, Eðvarð Sig- urðsson hlaut 130. Björn Jónsson var kosinn varaforseti með 201 atkvæði. Eðvarð hlaut 142. Bloð 0 vegainótum Framh. af 4. síðu. Nú er fastar sótt að lífskjörum alþýðu en oftast áður. Þeirri árás verður að hrinda og eitt þýðing- armesta framlagið af hálfu laun- þega í þeirri baráttu, er að efla Þjóðviljann, auka útbreiðslu hans og áhrif og tryggja útkomu hans í framtíðinni. hvaða ráðstafana Þjóðverjar gripu. Þeir ákváðu að hækka út- flutningsgjöld en lækka tolla. Með þessu ætla þeir að örfa inn- flutning en draga úr útflutningi. Að undanförnu hafa íslending- ar lækkað tolla og stórhækkað út- ílutningsgjöld. Hér hafa m. ö. o. verið gerðar hliðstæðar ráðstaf- anir og Þjóðverjar hafa gert, en í þveröfugum tilgangi. Eitthvað hlýtur að vera bogið við það. Það skyldi þó ekki vera, að Barnablaðið Æskan sendir í haust frá sér 13 nýjar bækur, þar af 10 bækur fyrir börn og ung- linga. Bækurnar eru: Gaukur lteppir að marki. Þetta er drengjasaga eftir Hannes J. Magnússon, fyrrver- andi skólastjóra á Akureyri. — Eygló og ókunni maðurinn. Höfundar þessarar bókar, hjón- in Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson, eru án efa mörgum kunn af fyrri bókum þeirra og starfi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Vindás- hlíð. Hrólfur hinn hrausti Hér kemur nýr, ungur höfund- ur fram með sína fyrstu bók, sem er bæði ævintýraleg og skemmti- leg víkingasaga. Höfundurinn, Einar Björgvin, er fæddur þann 31. ágúst 1949 í Krossgerði á Berufjarðarströnd, Suður-Múla- sýslu, sonur Björgvins Gíslasonar, fyrrverandi oddvita og Rósu Gísladóttur, konu hans. — Hann byrjaði snemma að skrifa. Hafa birzt eftir hann tvær framhalds- sögur í tímaritinu „Heima er bezt“ og svo smásögur í Æskunni. Fimm ævintýri Hér birtast fimm ævintýri í einni bók eftir Jóhönnu Brynjólfs- dóttur. | Bláklædda stúlkan Höfundur þessarar sögu er Lisa Eurén-Berner, sem er þekktur kvenrithöfundur í Svíþjóð. Guð- jón Guðjónsson, fyrrverandi skólastjóri þýddi. Á leið yfir úthafið Þessi bók er sú fyrsta í nýjum bókaflokki er nefnast Frumbyggja bækurnar, en í þessum flokki eru alls átta bindi. Tamar og Tóta Höfundur bókarinnar, Berit Brænne, cr norsk skáldkona, sem hlotið hefur miklar vinsældir m. a. fyrir barnabækur sínar, og þá ekki sízt fyrir þriggja bóka sam- stæðuna um Tamar og Tótu og systkini þeirra. Þær bækur hafa komið út í mörgum útgáfum og á ýmsum þjóðtungum. Sögur íyrir börn ! í þessari bók bii’tast 13 smá- mixtúrur þær, sem sérfræðingar ríkisstjórnarinnar eru alltaf að gefa þjóðfélaginu til að breyta efnaskiptum þess, séu alrangar og auki á vanlíðan þess í stað þess að bæta úr henni. Marga hefur lengi grunað, að svo væri, og síðan uppvíst varð um það, að Þjóðverjar nota sams konar mixtúrur til að ná þveröf- ugum árangri, varð sá grunur að vissu. sögur fyrir börn, eftir hið heims- fræga rússneska skáld Lev Tol- stoj, í þýðingu Halldórs Jónsson- ar, ritstjóra. — Bókin er prýdd mörgum fögrum myndum. KrummahöIIin Krummi hefur verið mikið á dagskrá hjá börnum að undan- förnu í sambandi við barnatíma sjónvarpsins. Hér birtist ævintýri um krumma, eftir Björn Daníels- son, skólastjóra. Myndir í bókina gerði Garðar Loftsson. 15 ævintýri Litla og Stóra Hér hefst útgáfa á nýjum myndasöguflokki. í þessu hefti birtast 15 skemmtileg ævintýri þeirra félaga Litla og Stóra. Ölduföll áranna Þetta eru endurminningar Hann- esar J. Magnússonar, fyrrverandi skólastjóra á Akureyri. Bókin fjallar um starfsár höfundar og er þar að finna mikinn fróðleik um menn og ýms félagsmál og alveg sérstaklega um skólamál, því að það var vettvangur höf- undar á löngum starfsferli. Skaðaveður 1897—1901 Þetta er fjórða bókin í þessum bókaflokki. Fyrsta bók flokksins, Knútsbylur, kom út árið 1965. Til allra bókanna í flokknum hef- ur Halldór Pálsson safnað, en um útgáfuna hefur annazt Grímur M. Helgason cand. mag. Úrvalsljóð Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Þetta er fjórða bókin í Afmæl- isbókaflokki Æskunnar. Þann 9. janúar 1968 voru liðin 100 ár síð- an Sigurður fæddist, en hann var fyrsti ritstjóri Æskunnar, sem var fyrsta barnablaðið á Islandl. Úr bœnum Fimmtíu ára fullveldi Islands. Á sunnudaginn kemur, 1. des., verður þess minnst í Norðfjarðar- kirkju, að ísland varð fullvalda 1918. Athöfnin hefst kl. 5 með helgistund. Að helgistundinni lok- inni flytur Sigurður Egilsson, bæjarfógeti, ræðu: ísland full- valda. — Sóknarprestur. Kirkjan. Sunnudagur 1. des.: Barna- samkoma kl. 11. Kl. 5: „ísland fulh'alda 1918“. Bœkur Æskunnar

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.