Austurland


Austurland - 29.11.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 29.11.1968, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 29. nóvember 1968. Héraðsvaka MH Skrúð'sbóndinn MH (Menningarsamtök Héraðs- búa) héldu hina árlega Héraðs- vöku í Valaskjálf um tvær síðast- liðnar helgar. Vakan hófst klukk- an 21 laugardaginn 16. nóvember með ávarpi formanns samtak- anna. Að því loknu sýndi Leikfé- lag Fljótsdalshérað sjónleik Björgvins Guðmundssonar, tón- skálds, Skrúðbóndann. Þetta er leikrit í fimm þáttum, auk for- leiks, samið utan um þjóðsöguna um prestsdótturina á Hólmum, sem seydd var í Skrúð ung og bjó þar með Skrúðsbónda upp frá því, eftir því sem þjóðsagan seg- ir, en á í leiknum afturkvæmt að nafninu til. Leikritið er ádeila á heimslystisemdir og tál þeirra, en vegsömun hins nytsama lífs með iðju og siðsemi í lífháttum — andtæðurnar Skrúðshellir og Hólmar. Aðalhlutverkin léku: Sigrún Benediktsdóttir Heiði prestsdótt- ur, og Jón Kristjánsson Skrúðs- bónda, en alls er átta hlutverk í leiknum, auk söngfólks í kirkju, danskvennsa og dólga. Alls munu um 30 manns starfa við leiksýn- inguna og leikmyndir eru sex. Leikstjóri er Ágúst Kvaran frá Akureyri, leiktjaldamálari Stein- þór Eiríksson, dansa samdi og æfði Hermann Níelsson, íþrótta- kennari, Eiðum. Tónlist er, sem nærri má geta, veigamikið atriði í leiknum, og er hún flutt af seg- ulbandi frá Leikfélagi Akureyrar, nema kirkjukórinn er Svavair Björnsson stjórnaði. Leikfélagið gaf út vandaða leikskrá um sýninguna og var Halldór Sigurðsson, formaður fé- lagsins, ritstjóri hennar. Þar er, auk skrárinnar sjálfrar, viðtal við leikstjórann, grein oim höfundinn, Björgvin Guðmundsson, og leik- ritið. Leiksýningunni var mjög vel tekið og sýnd við húsfylli. Leik- stjóri var hylltur, enda maklegt, því að starf hans var auðsjáan- lega mikið og gott og sama má segja um aðra, sem að þessari sýningu hafa unnið. Leikendur leystu hlutverk vel af hendi og sumir með ágætum. Leiktjöld voru af listum gerð og skiptingar milli þátta hraðar. Náttúrunafnakenningin Seinni partinn á sunnudag flutti Þórhallur Vilmundarson, prófessor, erindi um náttúru- nafnakenninguna, kom víða við og sýndi skuggamyndir, ljósmynd- ir og uppdrætti til skýringar. Hann rakti rök 'fýrir kenning- unni, sem er í alíra stytztu máli sú, að mikill fjöldl'þeirra örnefna og bæjarnafna, Sem 'hingað til hafa verið talin draga nöfn af nöfnum og viðurnefnum manna, séu á annan veg til orðin, kennd til landslags, einkum forma og einkenna á landslagi, niðs og ferils vatna o. s. frv. Fyrirlesturinn var allvel sótt- ur og veittu áheyrendur máli Þórhalls óskipta athygli. Margir báru fram fyrirspurnir um ein- stök nöfu, einkum bæja á Héraði. Flutningur erindis og fyrirspurn- ir og svör stóðu á fjórðu klukku- stund. Hlíðarkynning A laugardag 23. nóvember var sérstök kynningardagskrá um Jckulsárhlíð, fyrsta sveitarkynn- ing af tíu væntanlegum næsta áratuginn. Gísli skólastjóri Hall- grímsson frá Hrafnabjörgum mun hafa átt hugmyndina að þessum þætti á Héraðsvökunum, og riðu nú Hlíðarmenn á vaðið undir hans forystu. Þessi dagskrá vakti hina mestu athygli, var bæði fróðleg og skemmtileg. Geir Stefánsson á Slsðbrjót flutti kynningarerindi, að msstu eftir Braga Björnsson á Surtsstöðum. Þá var litskugga- myndasýning. Einar R. Hrafn- kelsson og Stefán Geirsson leiddu áhorfendur við hönd um endi- langa Hlíð í sumarskrúði, skruppu meira að segja út í Fagradal og Bjarnarey, svo að menn gleymdu myrkrinu og snjófölinni utan- dyra í flæðandi sumarsól og undrun yfir furðum og gæðum Hlíðar, Jöklu, Blautumýri, Múla- höfn, stórum sjávarhelli, furðu- smíð út undir fjöllum, dularfullu gati í fjalli og mörgu fleiru. Anna Eðvaldsdóttir, húsfreyja á Hrafnabjörgum, lék nokkur lög á píanó, Guðmundur Björns- son á Hrafnabjörgum flutti sög- ur úr sveitalífinu og Sveinn Guð- mundsson las áður óskráðar þjóð- sögur úr Hlíð. Þá var spurninga- 'keppni milli Hlíðar og Jökuldals og sigruðu Jökuldælir. Bókmenntakynning Á undanförnum tveim Héraðs- vökum hefur farið fram kynning á skáldum, er átt hafa heima á Héraði og verkum þeirra. Að þessu sinni var þessi kynning helguð Gunnari Gunnarssyni, sem, eins og kunnugt er, fæddist á Valþjófsstað 1889 og bjó síðan um níu ára skeið, 1939—1948, á Skriðuklaustri. Gunnar kom austur að ósk stjórnar MH til að sitja samkom- una, og las úr verkum sínum, og sömuleiðis Kagnar Jónsson, bóka- útgefandi, sem flutti snjalla og skemmtilega ræðu um skáldið. Auk þess var lesið úr skáldverk- um Gunnars. Guðrún Bjartmar's- dóttir á Eiðum las kaíla úr Fjall- kirkjunni, Þorkell Steinar Ellerts- son, skólastjóri las úr Fóstbræðr- um og sjálfur las höfundur kafla úr Heiðaharmi og Sálumessu. Formaður MH bauð gesti vel- komna og Kristján Gissurarson lék á píanó. Gunnari skáldi var fagnað með miklu og innilegu lófataki, bæði fyrir og eftir lesturinn, Leyndi sér ekki að hann var mikil au- fúsugestur Héraðsbúa á vökunni, og mun flutningur hans verða viðstöddum harla minnisstæður. Á sunnudaginn fóru einnig fram önnur skemmtiatriði á veg- um stjórnar MH. Matthías Egg- ertsson ræddi við Aðalstéin Jóns- son á Vaðbrekku um sitthvað af Jökuldal, m. a. leiðrétti Aðalsteinn fræga lygasögu um jarðarför þar á dalnum. Þá söng blandaður kór af Héraði undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar. Skriðdælir umgengnisbeztir SigurðuT Blöndal afhenti odd- vita Skriðdalshrepps útskorinn minjagrip, skjöld af viði gerðan af Halldóri Sigurðssyni fyrir bezta umgengni utanhúss á Hér- aði, og dálitla peningaupphæð ætlaða þeim bónda í Skriðdal, er snyrtilegast býr, og skal hrepps- nefnd Skriðdalshrepps meta það. Að því loknu var vökunni slit- ið. Tveir dansleikir voru á vökunni, sinn um hvora helgi. Veður var gott um báðar helg- arnar og jafnan fjölsótt. A. H. Biaö d vegamðtum Um nær þriðjung aldar hefur Þjóðviljinn verið óhvikull máls- vari íslenzkra launþega, íslenzks þjóðfrelsis og lýðréttinda, sífellt reiðubúinn til sóknar og varnar. Eitt af því, sem ráða þarf fram úr um leið og Sósíalistaflokkurinn er lagður niður, er framtíð Þjóð- viljans, sem flokkurinn hefur frá öndverðu gefið út. I fljótu bragði kunna sumir að telja, að eðlilegt sé, að sögu blaðsins sé lokið um leið og flokkurinn hættir störfum. En málið er ekki svo einfalt. Fyr- ir hina róttæku verklýðshreyf- ingu og Alþýðubandalagið er lífsnauðsyn að út komi dagblað, sem styður þessi samtök. Án þess eru þau sem vængstýfður fugl og svipt þýðingarmesta tækinu til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þjóðina. En það er mjög mikið fyrirtæki að koma á fót dagblaði og ekki á færi annarra en fjársterkustu að- ila. Alþýðubandalagið hefur ekki bolmagn til þess. Að vísu gæti það gefið út vikublað, en- slíkt blað getur aldrei komið í stað dagblaðs, hversu vel sem það er skrifað og hversu mikil sem út- breiðsla þess verður. Skynsamlegast væri, að Al- þýðubandalagið gerði Þjóðviljann að sínu málgagni og semdi við útgefendur hans um það. Er eng- in ástæða til að ætla annað, en að slíkir samningar tækjust greiðlega. Alþýðubandalagið verð- ur að tryggja, að út komi í land- inu dagblað, sem taiar máli þéss og er undir áhrifum þess. Öðru- vísi getur það ekki hamlað gegn áhrifum fjögurra andstæðingadag- blaða. Vilji Alþýðubandalagið trygg-ja sér stuðning dagblaðs, er ekki annar kostur fyrir hendi, en að tryggja áframhaldandi útgáfu Þjóðviljans — og það er góður kostur. Að sjálfsögðu fjallaði síðasta þing Sósíalistaflokksins um fram- tíð Þjóðviljans og ákvað að reyna að tryggja útgáfu blaðsins, þótt flokkurinn yrði lagður niður. í ályktun flokksþingsins um Þjóð- viljann segir svo: „Þjóðviljinn skal vera sjálfs- eignarstofnun. Hann er gefinn út sem málgagn fyrir sósíalisma, verklýðshreyfingu og þjóðfrelsis- hreyfingu, og er ekki hægt að breyta þessari ákvörðun um hlut- verk blaðsins". Þá er gert ráð fyrir því að stofna Útgáfufélag Þjóðviljans og skal það öllum opið, sem vilja vinna að þeim verkefnum, sem blaðið er helgað. Þetta félag kýs svo útgáfustjórn blaðsins og verður sá bakhjarl, sem það styðzt við. Þjóðviljinn hefur frá öndverðu verið rekinn með miklum halla, eins og öll íslenzk dagblöð, önnur en Morgunblaðið. Þessi halli hef- ur verið greiddur af velunnurum blaðsins og hefur þar mest mun- að um hagnað af hinu árloga happdrætti blaðsins. Enn á ný leitar Þjóðviljinn til stuðningsmanna sinna í formi happdrættismiðasölu. Að þessu sinni eru vinningar í happdrættinu sex, samtals að verðmæti 270 þús. kr. — Aðal- vinningurinn er bifreið, Skoda MB 1000. Dregið verður á Þor- láksmessu. Umboðsmaður happ- drættisins í Neskaupstað er Bjarni Þórðarson og geta menn vitjað miða til hans. Eru allir stuðnings- menn þeirra sjónarmiða, sem blað- ið er helgað, hvattir til að rétta blaðinu hjálparhönd. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. — En bszti stuðningurinn við Þjóðvilj- ann er þó fólginn í því, að auka útbreiðslu hans og þar með áhrif. Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.