Austurland


Austurland - 06.12.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 06.12.1968, Blaðsíða 2
AUSTURLAND Neskaupstað, 6. desember 1968. Frurítaleg árás Framhald af 1. síðu. 22% brúttósöluverðs í sjóðinn, þ. e. áður en tolLar og löndunar- og sölukostnaður eru dregin frá. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því, að með þessum hætti takist henni að reita saman 350—400 millj. kr. og koma þá mikið á annað hundrað milljónir á fcak sjómanna. Reksturinn skal einnig greiddur af óskiptu En það er ekki aðeins að sjó- mcnnum sé ætlað að borga stofn- kostnað útgerðarinnar af hlut sínum. Þeim er eiruiig ætlað að boiga drjúgan hluta réksturs- kcstnacar. Af óskiptum afla er ákveðLo" að 17% renni til útgerð- arinnar til þess að gera henni fært að rísa undir þeim auknu útgjöldum, sem af gengislækk- uninni leiða. Samtals eiru því tekin af óskiptu 27%, ef skip er á þorskveiðum, en 37% sé það á síldveiðum. Reynir fyrst á sjómenn Af því, sem að fra>man er sagt, er ljóst, að það eru sjómennirnir sem verða fyrir fyrstu beinu árás- inni að þsssu sinni. Það kemur því í þeirra hlut að gera fyrsta gagnáhlaupið, en þeir eiga vísan stuðning allrar verklýðsstétbar- innar, enda vita launamenn á hverju þeir mega eiga von, ef ríkisstjórninni tekst að kúga sjó- menn. SjómannasamtöMn hafa Jíka lýst yfir því að stórfelld röskun hlutaskipta með lögum verði e'kki þoluð. Afstaða ASÍ-þings Nýafstaðið þing Alþýðu£am- bandsins tck mjög eindregna iaf- stöðu gegn lögþvingaðri breytingu kjarasamninga. Og m. a. lýsti þingið yfir, að því aðeins væri verklýðshreyfingin reiðubúin til samvinnu við ríkisstjóm og at- vinnurekendur um nýja stefnu í atvinnumálum að engar lögþving- anii' verði á verklýðshreyfinguna lagðar. — Verði þetta frumvai^p að lögum, er fyrirbyggð sam- vinna verklýðshreyfingarinnar og ríkisvaldsins, ef farið er að sam- þykktum ASÍ-þingsins. Sijofnað til vinnudeilna Lítil ástæða er til að ætla, að sjómenn taki þessu áhlaupi án þess að veita viðnám. Með lögun- um eru þýðingarmestu álkvæði kjarasamninga sjómanna ógilt. Mikillar óánægju gætir í röðum sjómanna og eru þeir áreiðanlega við því búnir að taka upp hanzk- ann. En ótrúlegt er að ríkisstjórnin vogi sér að gera svona frunba- legar árásir á kjör sjómanna án þess að hafa einhvern bakhjarl. Og sá bakhjarl er meirihluti hinnai' nýkjörnu Alþýðusam- tandsstjórnar. Enginn skyldi draga það í efa, að Hannibal og Björn hafi heitið íhaldinu tþví, ef það tryggði þeim forsæti i ASÍ, að beita sér fyrir samningum við ríkisstjórnina. Þannig er hinn ein- diegni stuðningur íhaldsins við þá félaga til kominn. En athygli hefur það vakið, að báðir hafa þeir Bijöiti og Hannibal tekið sér fri frá þingstöifum meðan þessi mál eru rædd á Alþingi. Sjómenn mega ekki, né heldur aðrir launþegar, treysta um of á stjórn ASl og ekki heldur fara í blindni að fyrirmælum hennar. Miðstjórnin er að meirihluta und- ir sterkum áhrifum frá ríkiis- stjórninni og sumir miðstjórnar- menn eru beinlínis handbendi hennar. Launþegar verða að þessu sinni að treysta mest á sjálf stéttarfélögin og starfsgreina- samböndin. Alyktanir Alþýðusambands- þingsins voru ágætar á margan hátt, róttækar og skorinorðar. En þingið eyðilagði þær sjálft með því að kjósa samtökunum stjórn, sem hvorki hefur vilja né getu til -að framfylgja þeim. Þess vegna ættu sjómenn ekki að ofmeta gildi samþykkta ASl um málefni sjómanna. Það eru þeirra eigin stéttarsamtök, sem þeir vei'ða að treysta á. Og veik;- lýðshreyfingin stendur áreiðan- lega einhuga með þeim, hvað sem kann að líSa braski ríkisstjórnar- innar og Hannibalista með kjara- málin, en í jþví braski er hags- munamál launþega gjaldmiðill. Ársháiíð Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins verður haldin laugardag- inn 7. des. kl. 9 síðd. í Egilsbúð. DAGSKRA: Upplestur. Stúl'knakvartett með hljómsveit. | Gamanvísur o. fl. DANS. — Þorlákur og félagar leika. Pélagskonui' eru beðnar að hafa með sér bolla fyrir sig og gesti sína. Aðgöngumiðar verða seldir í dag (föstudag) frá kl. 4—6 í Egilsbúð. Árshátíðarnefnd. Þing ASÍ samþykkir nnyxrinrvinii,Tnn.riiinir»~i-i"~i~i~n~ "rn~rTi|~nrini"ir<yirr "i'ii- ------- - viriirinnrriir ------ --¦¦¦¦¦¦ ¦¦« Framh. af 1. síðu. i kjarabaráttunni er ekki ástæðu- laus a. m. k. býst enginn við því að ful'ltrúar íhalds og krata sjái nokkuð athugavert við stefnu stjórnarinnai' nú frekar en endranær og er því varla ástæða til að ætla að þeir sem nú ganga til samstarfs við iþá geri það frek- ar. I þesisu sambandi má geta þess, að ríkisstjórnin hefur nú boðað afnám verðtryggingar á laun og miðar við að hún breytist ekki frá því sem hún er og kaup verði hið sama í eitt ár. Þá má og benda á það, að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að afnema hefðbundinn rétt sjó- manna til sama verðs fyrir sinn aflahlut og útvegsmenn fá. Er hér um að ræða hina fyi'stu lögþvingun á verkalýðssamtökin í þessari atrennu gegn þeim og jafnframt einhverja þá 'ósvífn- ustu sem um getur í sögu hreyf- ingai'innar. Þá var og samþykkt á þinginu vönduð ályktun um atvinnumál. Er í henni gerð grein fyrir hvem- ig ástand í atvinnumálum hefur farið sí versnandi í tíð núverandi ríkisstjórnar og sýnt fram á hve algert stjórnleysi ríkir í þessum mikilvægustu málum þjóðarinnar. I þessari ályktun eru taldar í 15 liðum helztu tillögur alþýðusam- takanna um úrbætur í atvinnu- málum. Er þar í fyrsta lið lagt til, að skipaðar verði atvinnumálanefndir í öllum kjördæmum landsins og a. m. k. tveir af nefndarmönnum verði tilnefndir af ASI og verka- lýðsfélögum í kjördæmunum. Nefndum þessum er ætlað það verkefni að gera tillögur um úr- bætur í atvinnumálum og sjá um framkvæmdir í sambandi við bráðabirgðaráðstafanir í þeim efnum. Er þessum nefndum ætlað að starfa í samvinnu við atvinnu- málastofnanir er komið yrði á fót samhliða nefndunum. Þá var og lagt til í atvinnu- málaályktuninni, að takmarkaður verði eða bannaður innflutningur á þeim iðnaðarvörum og smíði, sem íslenzkur iðnaður hefur sýnt að hann er eamkeppnisfær um verð og vörugæði. íslendingar hafa sízt efni á því í ástandi sem nú ríkir, að flytja inn vinnuafl í formi ýmis konar varnings er þeir geta auðveldlega framleitt sjálfir. Eitt af höfuðmálum þingsins var skipulagsmálin, en þau hafa verið aðalmál undanfarinna þriggja þinga og var Bamþykkt umræðulítið frumvarp frá laga- og skipulagsnefnd. Hin nýju lög eru mjög breytt frá því sem áður var og er þar kannske helzt að nefna, að nú eiga landssamböndin beina aðild að sambandsstjóm og skipa þar fulltrúa eftir félagatölu sinni. Á samfcandsþingi eru nú kosn- ir 15 menn í miðstjórn og 18 menn í sambandsstjórn og síðan kjósa landssambönd með 2500 og færri félagsmenn 1 mann ihvert, sambönd með 2500—5000 2 menn, sambönd með 5—10000 3 hvert og landssambönd með yfir 10000 félagsmenn 4 hvert. Þá voru ýmsar fleiri mikilvæg- ar breytingar gerðar á lögum sambandsins sem ekki er hægt að gera grein fyrir hér vegna rúms- ins. Þess má að lokum geta, að um- ræður um þessi helztu mál þings- ins voru óvenju litlar og valkti það athygli að ýmsir þeir er sjald- an setja sig úr færi til að stíga í pöntuna og láta Ijós sitt skína, gerðu það ekki nú og má nefna sem dæmi, að um atvinnu- og kjaramál tóku menn eins og Ösk- ar Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson og Sverrir Hermannsson ekki til máls. Þá má og geta þess, að þing- heimi gafst ekki kostur á að fá að heyra í eina atvinnupólitíkusn- um á iþinginu, Baldri Ösfcarssyni, en hann var nú kosinn í miðstjóm ASÍ en atvinna hans er sú að vera framkvæmdastjóri FUF og erindreki FiamsóknarflokksinB. Hús til sölu Hús Gunnars Þórarinssonar er til sölu. Matsverð 915 þús. kr. Utborgun eftir samkomulagi. Byggirigafélag alþýðu. lUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT AuglýsíS i Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.