Austurland


Austurland - 23.12.1968, Síða 7

Austurland - 23.12.1968, Síða 7
JÓLIN 1968 AUSTURLAND 7 Árið 1957 kemur hingað for- stjóri skógræktardeildar Heiða- félagsins danska, Birgec Steen- strujt. Ferðaðist hann víða um landið. Sama sumar kom í stutta heimsókn prófessor Bertil Lind- quist, sem þá var orðinn for- stöðumaður grasgarðsins í Gauta- borg, en garður sá er mikið fyr- irtæki, sem bezt má marka af því, að hann hafði tugi manna um heim allan að s-afna trjám og jurtum í gai'ðinn. Lundquist hafði annars um nokkurt sk-eið áður verið prófessor í skógrækt við Stokkhólmsháskóla, allumdeildur maður, sem kemur fram með mikið af nýjum hugmyndum. Hann hafði skrifað ritgerð um íslenzka bii-kið, og erindi h*ans hér var að afla sér sýnishorna af því. Næsta ár koma tveir ágætir Norðmenn, Hans Berg, héraðs- skógameistari í Örsta á Sunn- mæri, og Eivind Bauger, tilrauna- stjóri við vestnorsku skógræktar- tilraunastöðina á Steini, skammt sunnan við Björgvin. Báðir gáfu þeir okkur góð ráð, en Hans Berg hafði kynnzt Islendingum mjög vel, haft margt ungt fólk héðan í vinnu, t. d. Þórarin Pálsson frá Skeggjastöðum í Fellum, Oddnýju Sigurðardóttur Sveinssonar á Reyðaifirði og Margrétu Gutt- ormsdóttur frá Hallormsstað. Þetta sama sumar kemur einnig hingað Christensen, forstöðumað- ur jólatrjáadeildar Heiðafélags- ins d*anska. Árið 1959 er aðeins eitt erlent nafn í gestabókinni: Dr. Köhler, skógræktarfulltrúi við sendiráð Vestur-Þýzkalands í Stokkhólmi. Var hann gagngert sendur af stjórn sinni til þess að kynna sér skógræktarstarfið hér. Koma hans bar sannarlega ávöxt fyrir bkkur, eins og síðar verður að vikið. Árið 1960. Þá kemur hingað í stulta heimsókn prófessor Tikhó- taúrov frá Leningrad, kunnur grasafræðingur. En aðalheimsókn þessa árs er prófessor Herbert Hesmer frá háskólanum í Bonn í Þýzkalandi, einn kunnasti vís- indamaður Þjóðverja í ræktun grenis. Hann var einnig sendur hingað af sambandsstjórninni í Bonn og var það árangur af komu dr. Köhlers árið áður. Próf. Hesmer ferðaðist um Island í heilan mánuð og hefur enginn útlendingur kynnt sér skógrækt okkar jafn rækilega. Hann var dæmigerður fulltrúi hinnar þýzku nákvæmni. Hann tók ósköpin öll af myndum og alltaf þrjár mynd- ir af hverju mótífi, sína með hverri Ijósstillingu! Próf. Hesmer hafði með sér að gjöf sýnishorn af plöntunarverkfærum. Við höf- um síðan notað hér mjög mikið eitt þeirra, hina svonefndu bjúg- skóflu, sem er fljótvirkara áhald en hakarnir, sem áður voru not- aðir. Notkun þeirra leiddi af sér, að við gátum lækkað ákvæðis- vinnutaxtann við plöntun um helming. Hafa þeir þannig spanað okkur milljónir króna á þeim sjö árum sem þeir hafa verið notað- ir. Pró'f. Hesmer skrifaði mikið um för sína hingað, m. a. ýtar- lega skýrslu til landbúnaðar- ráðuneytisins. I árbók háskóla síns árið 1964 er ritgerð eftir hann, sem heitir „Breytingar á ásýnd skóga jarðarinnar á vor- um tí'mum“. 1 henni em m. a. þrjár litmyndir úr íslandsferð- inni, þar af ein af ungu Síberíu- lerki héðan frá Hallormsstað, en þai- hafði mælzt 1 m langur ár- sproti árið áður. Á einum stað í ritgerðinni kemst hann svo að orði: „Aðdáunarverður er sá dugn- aður, sem sýndur er í mörgum löndum með erfiðum vaxtarskil- yrðum, við að rækta nýja skóga, t. d. á Islandi, þar sem hin köldu sumur með aðeins 11 stiga júlí- hita hamla mjög vexti skóga. En þar hefur tekizt með sérstaklega markvissum kvæmarannsó'knum að finna mjög þroskavænleg kvæmi *af síberísku lerki og einn- ig sitkagreni og Alaskaösp, sem vaxa langtum betur en hinir náttúrlegu birkiskógar“. Árið 1961. Snemma í júní koma hingað 2 Norðmenn. Ann- ar þeirra, Ch. D. Kohman, var þá forstjóri trjáfræstofnunar norska ríkisins, en um þá stofn- un fer *allt trjáfræ, sem safnað er í landinu. Kohman hafði á yngri árum starfað í Norður-Nor- egi og kynnzt ýmsum sömu vandamálum, sem við eigum við að stríða. Hann var þá líka einn af duglegustu gróðrarstöðva- mönnum landsins. Var mjög margt, af honum að læra. Nokkru síðar bar að garði gest,, langt að kominn, alla leið sunn- an úr Chile. Hann hét prófessor Holsö, danskur *að ætt og skóg- fræðingur frá danska landbúnað- arháskólanum. Ungur hafði hann 'flutzt til Bandaríkjanna, varð prófessor í skógrækt við banda- rískan háskóla. Um 1950 réðist hann til tæknihjálpar Bandaríkja- stjóinar, var 6 ár í Líbeiíu í Vestur-Afríku og tók að sér fyrir ríkisstjórn þess lands að skipu- leggja skógræktarstarfsemi. Nú var hann nýlega kominn í þjón- ustu ríkisstjórnar Chile og var aðalverkefni hans þar líka að skipuleggja skógræktarstarfsem- ina. Einn þáttur þess starfs var að finna hentugar erlendar trjá- tegundir fyrír hinn kalda suður- hluta landsins. Próf. Holsö hafði fengið pata af starfi íslendinga í þessu efni og var nú kominn til þess að læra af okkur. Hann er fyrsti út- lendingurinn, sem kemur þiggj- andi til okkar. Hann var ákaf- lega ánægður með komu sína hingað og kvaðst á þeim stutta tíma, sem hann dvaldi hér, hafa fengið upplýsingar, sem hefði tekið sig mánuði að afla á annan hátt. En að dómi okkar var hann einnig gefandi. Af fáum erlend- um skógræktarmönnum, sem hing- að hafa komið, hef ég lært meira. Yfirsýn hans var geysileg, enda hafði hann einmitt sérstaka þjálfun í skipulagningu. Um haustið sama ár komu tve;r af framámönnum skógrækt- arinnar í Alaska og ferðuðust víða um landið. Hétu þeir Robin- son og Scott. Islenzkir skógrækt- armenn höfðu notið margháttaðr- ar fyrirgreiðslu þeirra og gest- risni á fræsöfnunarferðum sínum til Alaska. Var þetta því gagn- kvæm vináttuheimsókn. Vorið 1962 dvelst hér í 2 daga prófessor Edwine Jahn frá há- skólanum í Sýrakusu í New York- ríki. Hann var prófessor í trjá- efnafræði og hafði dvalið lengi í Svíþjóð, talaði ágætlega sænsku. I bréfi, er hann skrifaði mér eft- ir heimkomu sína, komst hann m. a. svo að orði: „Ég hafði ákaflega gaman af að sjá bæði hinn náttúrlega birkiskóg og hin- ar dásamlegu ungplantanir, sem þið hafið komið upp á Hallorms- stað. Framfarir þær, sem eiga sér stað í skógræktinni á íslandi eru sannarlega eitthvað til að vera stoltur af. Ég er mjög glað- ur yfir *að hafa fengið tækifæri til að kynnast skógræktarstarfi ykkar“. Þetta sumar koma hingað tveir frægir sænskir grasafræðingar. Annar þeirra, próf. Eric Hultén frá Stokkhólmi er með þekktuistu grasafræðingum á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Meðal veika hans er geysimikil flóra Kamtzjatkaskagans i Austur-Sí- beríu og flóra Alaska og Aleut- eyja. Fyrir mig var sérstök ánægja að fá hann í heimsókn, því að ég hafði skrifað honum og fengið frá honum ágæt bréf með upplýsingum um lerkiskóg- a.na á Kamtzjatka. Gaman var að því, að prcf. Hultén tók með sér sýnishorn af viðjunni okkar, sem við rækturn mikið af, til þess að nafngreina hana (en margar víði- tegundir getur verið mjög erfitt. að nafngreina) og úrskurðaði hann viðjuna vera Salix nigricans. Þá var mjög fróðlegt að ræða við hann um ísl. birkið, sem all- mikill ágreiningur hefur verið um. Sjálfur hafði ég streitzt við að greina það í tegundir í próf- ritgerð og var þá með 6 tegundir í takinu. Próf. Hultén vildi kalla það allt saman Betula tortuosa! Síðar þetta sumar kom gestur sunnan úr Svartaskógi í Baden. Hét hann dr. Paul Kiirschfeld og réði yfir geysistóru umdæmi í ríkisskógræktinni þýzku. I júlíbyrjun árið 1963 kemur til okkar tiginn gestur: Dr Walt- er Mann frá Bonn, skógræktar- stjóri Vestur-Þýzkalands, ljúfur og indæll kall, enda Bæjari. Var 'hann að endurgjalda heimsókn Hákonar Bjamasonar til Þýzka- lands árið áður. Hinar gagn- kvæmu heimsóknir þeirra starfs- bræðranna komu í kjölfar heim- Framh. á 20. síðu. Dr. Kristian Bjor frá Skógtrækt- artilraunastöð Noregs á Ási og greinarhöfundur. — Mynd: Vil- helm Kjölby. Níels Dungal prófessor og Bertil Lindquist, jwófessor frá Gautaborg.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.