Austurland


Austurland - 23.12.1968, Side 11

Austurland - 23.12.1968, Side 11
JÖLIN 1968 AUSTURLAND 11 Þegar iþessi litli angi skríður úr egginu er hann ekki frýnileg- ur. En ef maður strýkur hann með bómullarhnoðra vætlum í feiti er eins og unginn sé snertur með töfrasprota. Dúnninn reisir sig upp og í staðinn fyrir hrá- blaufa vesalinginn hefur maður nú í hendi sér spriklandi dún- hnoðra. Fyrsli grágæsarunginn minn lá á hitapúðanum og safnaði kröft- um. Hann hallaði undir flatt og horfði á mig með öðru auganu. Það gera fuglar alltaf þegar þeir þurfa að skoða eitthvað vendi- lega. Þegar ég hreyfði mig og sagði eitthvað, hætti hann að kíkja og ■— heilsaði. Já, þetta litla kríli heilsaði nákvæmlega eins og full- orðin gæs. Teygði fram hálsinn, gaf frá sér sama hljóðið, aðeins ' miklu lægra, næstum því eins og hvískur. Hið furðulega var ekki aðeins það, að hann heilsaði eins og fullorðinn, heldur ekki síður hitt, að hann gerði það þannig, að það var eins og hann hefði gert það þúsund sinnum áður. Éig bar gæsarungann út í hundabyrgið, þar sem tamin gæs lá á eggjum, og stakk honum undir hana. Þar með hélt ég, að ég væri laus allra mála og þyrfti ekki að hugsa um ungann meira, en ég fékk brátt að reyna annað. Ég beið dálitla stund fyrir fram- an 'hreiðunskýlið til þess að vita, hvort allt væri ekki í lagi. Allt í einu heyrði ég tíst. „Ví-ví-ví-'Ví“, heyrðist undan belgnum á þeirri gömlu. Hún svaraði með róandi kvaki: „Bra-bra-bra,‘. Þetta hefði nægt öllum skynsömum gæsa- Heilabrot 1. Ef Anna rímar á móti Hanna þá skrifaðu tölurnar 5—10 og byrjar aftan frá. Ef það rím- ar ekki, þá skrifaðu tölurnar í réttri röð. 2. Teiknaðu ferhyrning, ef B er ekki þriðji stafur í stafrófinu, en ef svo er, gerir þú kross. 3. Ef A er sama sem 1, Á sama sem 2 o. s. frv. Hvað er iþá C + D mikið? 4. Ef það er skakkt að Frakk- land sé stærra en Belgía, þá teiknaðu jólakerti. Annars slkaltu skrifa A. 5. Ef það er rétt að rottur veiði hunda og mýs ketti, þá teikn- aðu blóm, en ef það er ekki rétt þá skrifaðu einstafa odda- tölu, sem verður að jafnri tölu þegar henni er snúið við. Svör á bls. 23. börnum og þau hefðu hætt að kvarta, en gæsarunginn minn kom bröltandi út úr hlýjunni, horfði með öðru auganum á fóst- urmóður sína og hljóp svo há- grátandi frá henni. „Píp-píp-píp!“ Þessi vesalingur stóð nú þarna miðja vegu milli mín og gæsar- innar, óhamingjusamur og hrín- andi. Þá gerði ég smá hreyfingu og gaf hljóð frá mér — grátur- inn hætti og litla kornið teygði hálsinn og kom þjótandi til mín og tísti í sífellu: „Ví-ví-ví-ví“. Þetla snart tilfinningar mínar, en ég haffði ekiki hugsað mér -að gerast gæsamamma. Þess vegna tók ég ungann, stakk honum iangt undir belginn á þeirri gömlu og ætlaði að forða mér hið bráðasta. En ekki hafði ég farið nema nokkur skref, þegar ég heyrði gráthljóðið aftur. „Píp- píp-píp“. É|g leit við, og það hefði getað komið steinhjarta til að vikna, að sjá þetta grey brölta áfram, hrasa, rísa upp aftur og elta mig með furðulegum hraða. Og gráthljóðið var skerandi. Það var ekki um að villast: Það var ég en ekki tamda gæsin sem var mamman. Þessi dúnhnoðri var ekki meira en tvö grömm, en ég vissi vel hvílík byrði þetta fósturbarn yrði mér. Það sem eftir var dagsins leið hjá mér eins og öðrum gæsa- mömmum. Við héldum okkur á enginu og mér tókst að láta fósturbarnið skilja, að saxað egg með brenni- netlum er ágætis matur. Aftur á móti gat barnið gert mér það skiljanlegt að það vildi ekki án mín vera eina mínútu. Éig bjó mér því til körfu handa Maríu minni, en svo hafði ég skírt hana, og skildi hana aldrei við mig. Á næturnar lá María undir hitapúða, sem ég hafði komið fyr- ir í einu homi herbergisins. Þegar ég setti hana þar á kvöldin gaf hún frá sér ánægjuhljóð, „Virr“, svona eins og góð börn eru vön að gera þegar þau fara að sofa. En rétt þegar ég var að festa blundinn þá -heyrði ég að María endurtók syfjulega „ViriTrr". Ég hreyfði mig ekki. Þá heyrðist hljóðið aftur svolítið hærra og eins og spyrjandi: „Ví-vi-ví-vi“. I sinni ágætu bók um ferðir Ní- elsar Hólmgeirssonar hefur SeLma Lagerlöf svo réttilega sagt, að þetta hljóð þýddi: Hér er ég, hvar ert þú? É|g anzaði ekki fremur en áður, og gróf mig dýpra niður í koddann, og von- aði að bamið sofnaði. En það var nú ekki því að heilsa: Aftur kom hljóðið og það var einhver óró- leiki og kvíði í röddinni. Og brátt kom píphljóðið skerandi og ör- væntingarfullt: „Píp-píp-píp“. Ég varð að rísa upp og sinna barninu. Og María heilsaði mér með gleðitísti sem aldrei ætlaði að enda: „Ví-ví-ví-ví!“ Hún var svo glöð að fá vissu sína fyrir því að hún var ek!ki ein í myrkri. Ég ýtti henni undir hitapúðann og hún dillaði af ánægju: „Virr, virr“, og sofnaði þegar. Það gerði ég líka, en það var varla liðinn einn tími þegar ég vaknaði aftur við spurnartístið. „Ví-ví-ví-ví!“ Aftur varð ég að skríða fram úr og sinna barninu. Þetta endurtók sig a klukkutíma fresti, klukkan 12, klukkan eitt. Þegar klukkuna vantaði 11 mín- útur í þrjú þoldi ég ekki meira, rauk upp, sótti vögguna, þ. e. körfuna, og setti hana við höfða- lagið. Eins og ég átti von á lét María í sér heyi-a kl. þrjú. Ég svaraði eins og gæsamamma: Bra-bra- bra, og dumpaði létt á hitapúð- ann. ,,Vírrrr“, sagði Maria og sofnaði með það sama. Fljótlega komst ég upp á lag með að segja bra-bra-bra án þess að vakna, og ég held að ég mundi gera það enn í dag, ef ég heyrði vívíví í svefnrofunum. Um morguninn þegar bjart var orðið, dugði mér ekki lengur að segja bra bra bra og dumpa í hitapúðann. María hafði komizt að því að púðinn var ekki ég. Hún vildi koma til mín og grét. Nú, og hvað gerir maður, þeg- ar litli sæti kraikkaanginn hrín kl. 5 að morgni? Jú, alveg rétt, maður kippir honum upp í rúmið til sín og biður þess í hljóði, að þessi litli engill lofi manni að sofa í npkkrar mínútur enn. Og það gerir líka blessaður engillinn og maður nýtur morgunblundsins þar til — já, þar til allt verður blautt við hliðina á manni. En svoleiðis nokkuð kom aldrei fyrir Maríu. Hún var sérstaklega þrifið barn. Og það var ekki af óþekkt, þó að hún vildi ekki vera ein nokkra stund. Við verðum að hafa í huga að verði fuglsungi viðskila við móður sína er honum dauðinn vís. Það er því skiljan- legt, að hann reki upp hljóð, þeg- ar hann týnir móður sinni, ef það gæti orðið til þess að hún finni hann. María elti mig um allt. Þegar ég sat við skrifborðið kúrði hún undir stólnum mínum. Og hún var ánægð, ef ég svaraði henni, þegar hún kallaði. Á daginn gerði hún það á nokkurra mín. fresti en á nóttunni á klukkustundar fresti Mér þætti gaman að sjá þann mann — eða réttara sagt — ég kærði mig ekki um að sjá þann mann, sem ekki hrærðist yfir slíku trúnaðartrausti. —o— Um það leyti sem vorið breyt- ist í sumar, verður þessi Mtli dún- hnoðri að fullorðnum fugli. Og hvílík dásemd er það, þegar væng- irnir fá flugkraftinn og þenjast út og lyfta honum frá jörðunni. Konrad Lorenz. Tunglferð Munchausens Þið kannizt öll við Miinchaus- en barón. Munið þið eftir sögunni þegar hann klifraði upp bauna- grasið alla leið upp í tunglið ? Það var ekki eina ferðin hans til tunglsins. Og nú skuluð þið fá að heyra aðra tunglferðarsögu eftir Munchausen. Eitt sinn er ég var í sigMngum lenti skip mitt í hvirfilvind og þeyttist að minnsta kosti þúsund mílur upp í loftið. Þar sveif það á skýjunum þar til vindhviða fyllti seglin. Þá tók það skriðinn með ógurlegum hraða. 1 sex vik- ur sigldum við skýjum ofar. Þá sáum við 1-and. Það var kringlótt eyja og silfurglitrandi á að sjá. Brátt fundum við góða höfn. Þar gengum við á land og komumst brátt að því að eyjan var byggð. Langt. fyrir neðan okkur sáum við annan hnött með bæjum og borgum, fjöllum, ám og vötnum og við vorum ekki lengi að átta okkur á því, að þetta hlaut að vera sú jörð, sem við komum frá. Hér á tunglinu — því auðvitað vorum við staddir á tunglinu — sáum við einhverjar ógnarstórar verur sem svifu fram og aftur á risastórum, þríhöfðuðum gömm- um. Það segir Mtið um stærð þess- ara risafugla, þó að ég segi ykk- ur það, að vængir þeirra voru stærri en stórseglið á skipi okk- ar. En tunglbúar nota þessa fugla á sama hátt og við besta. Allt er svona stórvaxið á tunglinu. Ósköp venjuleg lús er á stærð við sauðkind hjá okkur. Hættulegasta vopn þeirra tungl- búa eru gulrófur. Þeir kasta þeim eins og við spjóti og sá sem verður fyrir slíku skeyti hnígur samstundis dauður niður. Enginn tunglbúanna er minni en 10 m á hæð. Ekki eyða þeir miklum tíma í að borða. Þeir opna ein- faldlega hlera vinstra megin á maganum, stinga matnxnn þar inn og loka svo. Þetta gerist einu sinni í mánuði. Með öðrum orð- um, þeir borða bara 12 sinnum á ári. Þeir toafa aðeins einn fingur á hvorri hendi, en þessi eini gerir sama gagn og okkar ffimm. Höfuðið geyma þeir undir hægri handleggnum og þegar þeir fara að heiman eða taka þáitt í íþróttakeppni, skilja þeir það slundum eftir heima. Ylkkur kann ef til vill að þykja þetta ósennilegt, en ef þið trúið ekki orðum mínum, þá getið þið Framh. á 10. síðu. Gœsarunginn

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.