Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 14

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 14
14 AUSTURLAND JÓLIN 1968 Ragnhildur Jónasdóttir frd Fannardal Minning Skoraði Ölafur á hreppsnefndin-a að gera sitt ýlrasta til þess að koma byggingunni upp á því ári. Hreppsnefndin samþykkti ein- róma að taka málið að sér. Verða hér ekki raktar tilraunir hrepps- nefndar til að hrinda málinu í framkvæmd, en eins og kunnugt er varð árangur enginn. Það var ekki fyrr en þau samtök, sem reistu félagsheimilið, komust á laggirnar um 20 árum síðar, að hugmyndin varð að veruleika. Skylt er þó að geta þess, að um 1930 reisti kaupstaðurinn stór- myndarlegt skólahús og um svip- Steían Stefánsson, framsögumaður um stofnun sparisjóðs. að leyti reisti stúkan Nýja öldin samkomuhús. Vera má að starf Austra hafi haft heillavænleg á- ihrif í þá átt að hrinda þeim byggingum af stað. En ékki var tilraunum Austra til þess að ýta málinu áfram þó alveg lokið. Á fundi 19. jan. 1924 var það enn á dagskrá og enn var Lúðvík Sigurðsson máls- hefjandi. Kvaðst hann flytja mál- ið fyrir þær sakir, að svo hljótt hefði verið um það lengi og vildi hann eigi láta við svo búið standa heldur reyna að 'halda því vak- andi. Rakti hann í fáum orðum sögu málsins og benti á hina miklu nauðsyn á skóla, en einn- ig samkomuhúsi. Ólafur Gislason og fleiri drógu í efa, að vel færi á því að byggja saman samkomu- hús og skóla. ,,Þó nú sparaðist við það eitthvert fé, ef til vill, mundi framtíðin vafalaust 'krefj- ast skilnaðar þess hér, eins og farið hefði annars staðar, þar sem saman hefði verið byggt“, hefur fundargerðin eftir Ólafi og var þetta skynsamlega mælt. Um málið urðu talsverðar umræður, sem ekki þykir ástæða til að rekja hér, en að lokum var 'kosin þriggja manna nefnd til þess að vinna -að fjáröflun fyrir sam- komuhús og skyldi hún stuðla að stofnun fjáröflumarnefndar í öll- um þeim félögum, sem sýnt hefðu áhuga á málinu. Enn var málið rætt á þrem fundum, en of langt er að rekja þær umræður. Stofnun sparisjóðsins Á fundi Austra 5. apríl 1919 var á dagskrá liður, sem nefnd- ist: Sparisjóður. Frummælandi var Stefán Stefánsson, k*aupmað- ur Var hans hugmynd um spari- sjóð sú, iað annað hvort banka- úiibúið fæti éinhverjum manni hér, að veita viðtöku innlögum á sparisjóð og gefa út bækur fyrir. Vildi Stafán láta koma þessu í kring hið bráðasta. Þessi hugmynd um fyrirkomu- lag á sparisjóði sætti miklum mótmælum, en samþykkt var til- laga um að kjósa 3ja manna nef.nd íil að athuga hvort gerlegt væri að stofna sparisjóð á Norð- firði. I nefndina voru kosnir: Stefán Stefánsson, Björn Björnsson og Vilhjálmur Benediktsson. Aftur kom málið fyrir 17. maí. Skýrði formaður nefndarinnar, Stefán Stefánsson, svo frá, að talað hefði verið við flesta mekt- armenn í hreppnum um málið og hefðu undirtektir verið góðar. En nú þótti mikið við liggja og var tveim mönnum bætt í nefndina, þeim Páli Guttormssyni og Ingv- ari Pálmasyni. Og á fundi 17. maí 1920 skýrði „Björn í Bár“ frá því, að samið hefði verið uppkast að lögum fyrir sparisjóðinn og mundi hann taka til starfa 1. september þá um haustið. Náði það fram að ganga og starfar Sparisjóður Norðfjarðar enn, svo sem allir vita, og nálgast nú fimmtugsald- urinn. Af þessu má sjá, að sparisjóð- urinn er beinn árangur af starfi Austra og skilgetið afkvæmi hans. Framhald í næsta blaði. Rag.nhildur fiá Fannardal hefði orðið 84 ára hefði hún lif- að fram í febrúar komandi. Það er hár aldur segjum við, en þó er margur sem nær því orðið að lifa árin áttatíu og rúmlega það án þess að nokkur telji tíðindum sæta, Hitt eru tíðindi, að komast á níræðisaldurinn án þess að glata úr minni sínu meiru eða minna af atburðum svo langrar ævi, að muna allt frá þulunum sem mamma kenndi í bernsku til þess að þekkja aftur lóuna, sem verpti í túnfælinum fyrir þrjátíu árum, á einum saman söngnum með þeirri raunhyggju þó að lík- lega næðu lóur varla svo háum aldri. í bókinni „Undir Fönn“ segir Jónas Árnaso.n frá því hvernig Ragnhildur tók á móti vinum sín- um og kunningjum, í því var aldrei gsrður mannamunur. í þeirri bó'k segir líka frá því hvernig Ragnhildur tók á móti og laðaði til sín aðr>ar Mfverur en menn. í bókinni „Undir Fönn“ spyr Jónas einn víðförulan vin s nn héðan úr bæ að því, hvort íhann hafi aldrei komið inn í Fannardal — sá hafði ekki gert það. Það er margur staðurinn í byggðinni ógistur þótt vitt sé farið. Ragnhildi frá Fannardal kynnt- ist ég fyrir fimm árum, ég var á leið með gorfötu til ruslatunn- unnar, er hún mætir mér og spyr: „Ert þú að gera slátur?“ Ég játa því, en set um leið fram þá kvörtun að alltaf gangi mér nú erfiðlega að gera góða lifrar- pylsu. „Eg skal gera. fyrir þig lifrarpylsuna", sagði hún, „ég he'.d ég kunni það“. Sú lifrar- pylsugerð varð mér til meiri nær- ingar og verður mér drýgna nesti en mig óraði fyrir í upphafi þeirrar pylsugerðar. Ragnhildur var gædd þeim eiginleika að vekja með viðmælendum sínum betri manninn í þeim sjálfum. Af vin- um sínum sagði hún manni yfir- burða tíðindi um góðleikann, þeg- ar við bar >að henni bættist nýr í hóp hinna fjölmörgu, þá urðu það svo vermandi tíðindi þegar hún sagði þau, að öll vonzíka hins stóra heims hlaut að vera einber misskilningur, eftir stóð einn stór kærleikui' almættisins, — þess almættis sem enginn skilur. I trú si.nni til almættisins gerði hún engar kröfur, hún krafði það ekki um eilíft líf sér til handa, þaðan af síður um eilífa sælu — en hún átti í 'hugskoti sínu von- ina um algóðan, skilningsríkan o g miskunnsaman Guð — þótt hún skildi ekki þá ráðstöfun hans að eiga smáfuglana sína bjarg- arlausa á freranum og hafast ekkert að. En svo stór var sú al- mættisvera sem vonir Ragnhildar stóðu til að ríkti, þrátt fyrir *allt, yfir öllum sköpuðum hlutum, að henni verður af engum troðið undir smásjá mannlegrar lítil- mennsku með tileinkunum hefnd- ar og útskúfunar í þeirri mynd sem mannkindin vill í svo mörg- um tilfellum vera láta. Með þakklæti fyrir þær stundir sem ég átti með Ragnhildd frá Fannardal. Hólmfríður Jónsdóttir. Þessi mynd mun tekin árið 1913 í Vestmannaeyjum. Ekki hefur tekizt að þekkja fjóra af þeim tólf, sem á myndinni eru, og eru þeir, sem kunna að geta bætt úr því, beðnir að láta ritstjóra blaðsins þær upplýsingar í té. Á myndinni eru talið frá vinstri: 1. Gunnlaugur Ásmundsson frá Vindheimi, 2. þekkist ekki, 3. þekkist ekki, 4. Hinrik Sigurðsson, Framnesi, 5. Jón Jónasson, Múla, Ve., 6. Baldvin Einarsson, Ekni, 7. Magnús Hjörleifsson, Naustahvammi, 8. þekkist ekki, 9. Guðjón Hjörleifsson, Naustahvammi, 10. þekkist ekki, 11. Óskar Sigurðsson, Framnesi, 12. Stefán Ásmundsson, Vindheimi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.