Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 15

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 15
JÖLIN 1968 AUSTURLAND 15 (íGrein sú, er hér fer á eftir, er úldrá'itur úr erindi, sem Sig- fús Kristinsson, bílstjóri á Reyð- arfirði flutli á fundi Lions- klúbbs Reyðarfjarðar). Verzlunairhættir Elztu heimildir, sem ég hef íundið um verzlun á IBúðareyri, eru frá 1775 í ferðabók Ólafs Olaviusar, þar sem segir: „Búðareyri nefnist staður nokk- ur hjá bænum KoMaleiiu við botn Reyðarfjarðar. Þar stóðu verzl- unarhús írsku kaupmannanna forðum, sennilega hafa þau verið mörg, þótt nú, árið 1775, sjáist þar aðeins tóftir af tveimur þeirra, því árspræna, sem fellur þar niðui-, hefur mjög brotið landið og raskað þvi. Af þeim orsökum hafa húsin miklu seinna verið flutt hæria upp, svo sem sjá má af 13 tóttum, sem enn finnast þar fyrir ofan allháan bak'ka“. Þótt verzlunin væri að nafninu til gefin frjáls við alla þegna Danakonungs árið 1787, iþá var breytingin frá einokunartimabil- inu um aldamótin 1800 sára lít- il, Verzlunin var sem áður í höndum Dana og í sömu skorð- um, ein veizlun í hverjum hinna þriggja löggiltu verzlunarstaða í Austfirðingatfjórðungi, eins og á einokunartímunum. Þær voru á Vopnafirði, í Breiðuvik og í Berufirði. Eins og áður segir var verzlun- arstaðurinn í Stóiu-Breiðuvík sem er utarlega við Reyðarfjörð norð- anvercan. Það var aðal verzlun- arstaðurinn og Kaupstaður kall- aður. Þangað urðu öll skip, sem til Austurlandg komu, að 'koma fyrst og fá leyfi (klareringu) til hvers ko.nar viðskipta við Lands- msnn. Kaupsvið Reyðarfjarðar var á einokunartdmabilinu frá Lagarfljóti að Gvendarnesi milli Fáskrúðsfjarðar og Stöð.varfjarð- ar. Þetta hafði verið fólksflesta kaupsvæðið og það tekjudrýgsta. Um aldamctin var ólöggilt verzlun á Búðareyri við Reyðar- fjörð cg mun hatfa verið allt ein- cku::?.r';ímabilið og í tíð Hansa- kaupmanna. I 'kringum aldamótin 1800 voru tvær verzlanir á Búðareyri. Aðra þeirra mun hafa átt G. A. Kyhn, stórkaupmaður, sá er gaf kirkj- una á Búðareyri. Verzlunarstjóri lians hét Ole C. Holm. Fyrlr hinni réð Andrés V. Lever, eigandi eða verzlunarstjóri. Það verðui' að teljast stór afturför, að stuttu eftir aldamót- in 1800 leggst alveg niður verzl- un á Búðareyri. Árið 1793 setur Kyhn stór- kaupmaður á Búðareyri í óleyfi upp verzlun á Hánefsstaðaeyrum við Seyðisfjörð. Þrjózkaðist Kyhn við að hætta verzlun þar, þótt leyfishafi fyrir Seyðisfjarðar- verzlun krefðist þess og lenti Kyhn í málaferlum út af þessari verzlun. Var það Kjartan Isfjörð, sem þá rak verzlun á Eskifirði, sem kærði yfir ólögmæti Hánefs- staðaverzlunar. Kyhn keypti árið 1793 Lambeyri á Eskifirði ásamt verzlunarhúsum. Endaði með þvi, að verzlun Kyhn varð gjaldþrota. Árið 1805 flytur Lever verzlun sína frá Búðareyri út í Breiðuvík. Þar með fellur niður verzlun á Búðareyri. Verzlunin við Reyðarfjörð varð þó all tilbrigðarík á fyrri hluta 19. aldarinnar. Má ætla, að gætt hafi nokkurrar samkeppni í verzl- uni.nni og einokunaraðstaða varð aldrei eftir það við Reyðarfjörð. fjörðs og Örum & Wulff, eti í stað þeirra koma Ivær verzlanir aðrar, Jóns Arnesen og H. C. Svendsen og stóð svo um miðja öldina. Eftir miðja 19. öldina rýrnaði mjög verzlun á Eskifirði, þar sem Héraðsmenn sóttu æ meira Sína vsrzlun á Seyðisfjörð, en jafn- framt skapaði það meiri sam- | keppni, bæði milli slaða og inn- byrðis. Árið 1890 var löggiltur verzl- unarstaður á Reyðarfirði, eða Búðareyri. Áiið 1883 var löggilt verzlun- norðan. (Rétt. mun, að hreppa- mörkin milli Reyðarfjarðarhrepps og Norðfjarðarhrepps hafi verið á Bræðiasandi undir Gerpi. — Ritstj.). Var svo til 1906, að Eskifjarðarkauptún fær sér skipt úr Reyðarfjarðarhreppi sem sér- stakur hreppur, án þess að þurfa að bera það undir hinn hrepps- I hlutann. Þetta var gert eftir lög- um frá Alþingi, sem heimiluðu þorpum með 300 íbúa eða tfleiri, •?ð starfa sem sérstök sveitarfé- lög. Urðu um þetta allmiklar deilur og voru ekki allir sammála. Héldu sumir því fram, að þetta Aorip úr sögu Reyðarfjorðdr eftir Sigfús Kristinsson I aldarbyrjun var verzlun Ör- um & Wulff í Breiðuvík, en árið 1803 er hún flutt inn á Eskifjörð. Sama ár setur Kjartan Isfjörð upp verzlun á Mjóeyri. Þetta sama ár er Kyhn kominn með verzlun á Eskifjörð. Næsta ár bætast við tvær verzl- anir á Eskifirði. Annarri stýrði maður að nafni Bonnesen, en hinni Knut Schytte, sem var norskur maður. Engin verzlun er það ár í Breiðuví'k, en árið 1805 flytur Lever verzlun sína frá Búðareyri, eins og áður segir. Síðasta verzlun í Stóru-Breiðu- vík var verzlun Longs, er hætti árið 1815. Lagðist þar með niður að öllu verzlun í Breiðuvík. Kyhn kaupmaður hefur verið nokkuð harðskeyttur í verzlunar- ■málunum, því auk þess að standa í málaferlum út af verzliminni á Hánefsstaðaeyrum, reyndi hann að hindra Örum & Wuliff í að flytja verzlun sína frá Breiðuvík á Eskifjörð með málsókn. Tap- aði hann málinu og var auk þess dæmdur til að láta eignarréttinn á Lambeyri eftir mati. Árið 1816 eru tvær verzlanir á Eskifirði, Örum & Wulff og Kjartan ísfjörð. Verzlunarstjóri er þá hjá ísfjörð Ófeigur Eiríks- son, en hjá Örum & Wulff Lúð- vík K. F. Kemp. Nokkru fyrir miðja öldina hætta verzlanir ís- arhöfn við Hrúteyri. Var verzlun selt þar á stofn árið 1885. Gerði það norskur síldveiðimaður, P. Randulf. Hélzt sú verzlun fram yfir aldamót. Árið 1893 efndu útvegsbændur við Reyðarfjörð til samtaka um að fá vörur með póstskipum frá Danmörku eða Noregi. Engri verulegi'i fótfestu náðu þessi samtök Reyðfirðinga, er til fram- búðar yrði. Upp úr aldamótunum 1900 fór að lifna yfir verzlun á Reyðar- firði með komu athafnamannsms Roltf Johansen og síðar Kaupfé- lags Héraðsbúa o. fl. Hetfur þetta áreiðanlega orðið Reyðarfirði mjcg miki] lyftistöng, ásamt veg- inum um Fagradal, sem réði úr- slitum um, hvort Reyðarfjörður eca Seyðisfjörður yrði aðal verzl- unarstaður fyrir Fljótsdalshérað, enda varð það svo, að frá 1909, þegar Kf. Héraðsbúa byrjaði sína starfssmi á Reyðarfirði, fór að halla undan fæti fyrir verzluninni á Seyðisfirði. Hireppaskipti Reyðarfjarðaihreppur hinn forni náði frá Merkihöfða að sunnan allt að Krossanesi að mundi hafa aukinn kostnað í för með sér og margt fleira. Inn- og útsveitarbúendur Ihéldu fund með sér í marz 1907 og samþykktu að skipta því, sem eftir var af Reyðarfjarðarhreppi hinum forna í tvö sveitai'félög. Fundur þessi tilnefndi einn mann úr hvorum sveitarhLuta til að út- búa alger skipti hreppanna. Fyr- ir innsveit var valinn séra Jó- hann Lúter Sveinbjarnarson á Hólmum, en fyrir útsveit Ás- mundur Helgason á Bjargi. Eski- fjörður lagði til þriðja manninn, Bjarna Sigurðsson. Þessum mönnum tókst að gera skiptin þannig úr garði, að engin misklíð mun hafa átt sér stað milli þessara tveggja hreppshluta, sem hægt er að rekja til skipt- anna. I júní 1907 var skiptunum lokið, hreppunum getfin nöfn, hreppsnefndir kosnar og hrepp- stjcrar skipaðir. Innsveit hélt nafninu Reyðarfjarðarhreppur, og erfði með því allar bækur gamla hreppsins. Hreppstjóri var þar skipaður Hans Beck, bóndi á Sómastöðum, en oddviti kosinn Jchann L. Sveinbjarnarson, prest- ur að Hólmum. Eskifjöi'ður hlaut nafnið Eski- fjarðarhreppur. Hreppstjóri var þar skipaður Guðni Jónsson, tré- smiður á Grund. Oddviti var kos- inn Bjaini Jónsson, útgerðarmað- ur. Utsveit hlaut nafnið Helgu- "taðahreppur, var látinn draga nafn af hinu forna sýslumanns- setri i hreppnum. Hreppstjóri var þar skipaður Hans Kjartan Beck, bóndi i Litlu-Breiðuvík, en odd- viti kosinn Ásmundur Helgason, útgerðarmaður á Bjargi. Ekki varð þó þessi skipting á Reyðarfjarðarhreppi hinum forna til að breyta hinu forna Hólma- prestakalli, þótt nú sé það nefnt Eskifjarðarprestakall. Frá Reyðarfirði. — Aðalstöðvar kaupfélagsins og hlutí af höfninni. Hádegisfjall í baksýn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.