Austurland


Austurland - 23.12.1968, Síða 16

Austurland - 23.12.1968, Síða 16
16 AUSTURLAND JÓLIN 1968 Hjörleifur Guttormsson: SvipmYndir frá Norð-Ausiurlandi 1 Möðrudal, rétt áður en ibeygt er vestur i Vegaskarð, liggur af- leggjari til norðausturs og vísar vegprestur á Vopnafjörð í 70 km f jarlægð. Inn á þessa braut sveigð- um við tveir Austfirðingar í fyrsia sinn síðdegis þann 16. júlí á liðnu sumri. Framundan var á- formuð tveggja vikna könnunar- ferð um byggðir og fjöll Norð- Austurlandsins. Fararskjótinn var nýbakaður Landrover, fylgdar- sveinn og hjálparkokkur minn, Sigurður Ragnarsson, ungur iog verðandi menntaskólanemi frá Neskaupstað, sat í framsætinu með landabréfið. Éig var að reyna að venja hann frá Shell-kortinu yfir á mælikvarða herforingja- ráðsins danska. Fimmtán dögum síðar ókum við fr-amhjá sama vegpresti á heim- leið úr vesturátt og lokuðum þar með stórum og næsta óregluleg- um hring. Lundin var létt og loft- ið enn bjart, eing og þá við lögð- um af stað. Auglýsingakort olíu- hringsins var horfið og iblöð her- foringjaráðsins danska hvíldu sig ofan á farangurshrúgunni aftur í bílnum. Á hvorugu gerðist nú þörf. 1 huga okkar var prent- uð allskýr mynd af þessum lands- hluta. Veðurguðinn hafði leikið við okkur; flesta þessa daga var bjart í lofti og hlýtt; oft skein sól í heiði; aðeins þrisvar fengum við á okkur regnskúrir, tvisvar þoku. Slíkt samfellt góðviðri er fágætt á þessu landshorni, en það átli raunar eftir að endast 'hálfum mánuði lengur. Hvergi á ferða- maðurinn jafn mikið undir veðri og á þessum norðlægu slóðum, ekki sízt sá, er bregður út af al- faraleið og vill njóta víðsýnis af fjöllum. Hér verður ekki rakin nein samfelld ferðasaga þessa leiðang- urs. Hún yrði allt of löng fyrir takmarkað rúm þessa blaðs og vafalaust leiðigjörn lesandanum. I þess stað ætla ég að bregða upp fáeinum svipmyndum, sem bar fyrir auga myndavélarinnar, og láta fylgj-a stuttorðar skýringar. Þeir, sem kunnugir eru á þessum sióðum, geta væntanlega fyllt, í eyðurnar í huganum. Hinum, sem aldiei hafa kannað þennan lands- hluta, gætu þessar fáu og ófull- komnu stiklur kannski orðið hvatning til að víkja af leið í þá áttina einhvern góðvíðrisdag. I þessu jólablaði Austurlands er brugðið upp hluta þessara mynda, þeim er spanna yfir Norð- ur-Múlasýslu. Framhaldið mun birtast, í einhverjum næstu tölu- blöðum blaðsins. Ferð þessi var farin á vegum Náttúrugripasafnsins í Neskaup- stað, u.ngrar og ófullburða stofn- unar, og greiddi safnið ailan bein- an kostnað af reisunni, en hlaut í staðinn afrakstur hennar nátt- úrukyns. Ég vil nota tækifærið til að senda öllum þeim, sem greiddu götu okkar á leiðinni á einhvern hátt, þakkir og kveðjur. Austfirð- ingum öllum og kunningjum nær sem fjær, er línur þessar lesa, óska ég gleðilegra jóla og far- sældar í iífsbaráttunni á komandi árum. i Hjörleifur Guttormsson. 1. Þeim, sem leggja leið sína í Vopnafjörð og ekki eru sporlatir, má ráðleggja að staldra við fyrir mynni Langadals, um það bil sem beygt er norður úr hálendisdal þessum, og rölta upp á hnjúk einn auðgengan, er verður þar á vinstri hönd. Vegurinn liggur þarna í 500—600 metrn hæð, svo að þetta verður aðeins spássitúr með hæfi- legum svita upp á Þjóðfell. Hnjúkur þessi er konungur fjalla í allstóru ríki og fylgir tindi hans víðsýni um furðu stórt svæði: Smjörfjöll, Þrándarjökul, Snæfell, Vatnajökul, Herðubreið, Bungu og Háganga norðan Vopnafjarðar. Hvers getur ferðalangurinn frek- ar óskað úr þúsund metra hæð og fellið auðsótt og fagurblóma við þjóðbraut? 2. Já, þarna uppi á Þjóðfelli vaxa jafn fágætar plöntur á þessum sloðum og fjallavorblóm, jöklaklukka, jöklasóley, trölla- stakkur og svo mætti lengur telja. Eða eru þær kannski ekki svo fátíðar sem greint er frá á bókum ? Sú saga verður rakin á öðrum vettvangi. En hér er einn- ig dýralíf, og á mosavaxinni grundinni handan vegar hikar ekki mýbitið við að gera okkur Sigurði lífið grátt við morgunverð og matseld, enda vötn grunn skammt undan og hitinn í logn- mollunni 17° á Celsíus þennan 17. morgun júnímánaðar í 550 metra hæð. I næturstað undir Þjóðfelli. 3. Hvað er táknrænt fyrir Vopnafjörð? spyr vegfarandinn. Víðsýni, reisuleg byggð á Kol- beinstanga, norðaustanáttin, hnjúkaþeyrinn eða gróðursæld ? Sennilega allt þetta, og að baki þó öðru fi-emur sagan með minni og minjar um lífsháttu, búnað og búskap, sem nú er að nokkru varðveitt að Burstarfelli, nátengd ncfnum þeiira Páls og Methúsal- ems og forvera, en ungur niðji þeirra fylgdi okkur um húsin og byggðasafnið og kunni skil á öllu. Slík söfn ættu að vera stolt hvers héraðs og tengja fortíð við nútíð og okkur sjálf við komandi kynslóðir í landinu. Inn af Burst- arfelli liggur Fossdalur með eyði- býlum og gamalli geymd. Utar í Hofsárdal búa þau Gunnar og Sólveig í Teigi og veittu okkur vangoldinn beina og griðland um vikuskeið í hvammi við ána. Á Þjóðfelli í 1035 metra hæð. Jökuldalsheiði og Eiríksstaðahnefl- ar t. v. Snæfell rís við sjónhring fyrir miðju óglöggt í móðu fjar- lægðarinnar. 4. Upp af Vopnafjarðarsveit ,,austanverðri“ að þarlendri mál- venju rísa Smjörfjöll, fjallgarður mikill og fannsæll, sem sver sig í ætt við Austfjarðafjallgarð, hár og litríkur víða af líparitinnskot- um. Sá er einn af mörgum þrösk- uldum í vegi eðlilegra samskipta mannfólks í Austfirðingafjórð- ungi, og þó yfirstiginn um marga

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.