Austurland


Austurland - 23.12.1968, Síða 17

Austurland - 23.12.1968, Síða 17
JÓ LIN 1968 17 AUSTURLAND vegu. Héðan neðan undan úi' Kefsstaðarfjalli gefur að líta upp í Lambadalsskarð þann 18. júlí sl. Þetta var fyrrum stytzta, en um leið ein torgengasta póstleið úr Vopnafirði til Héraðs og prýði- lega snjóasæl, svq sem sjá má á myndinni. niður í af Búri, fjallvegi á leið til Fagradals. 1 Böðvarsdal eru og Eyvindarstaðir, og hittum við þar vaskan bónda, sem taldi sig brátt verða í þjóðbraut milli Vopna- fjarðar og Héraðs. Nokkuð vorum við þó efins um það, hafandi stefnt sem næst til himins upp Hellisheiði. 5. Hof í Vopnafirði, — kirkju- staður og ótvírætt óðal um aldir. Trjágarðar vitna um gróðursæld sveitarinnar, og handan Hofsár og inni í Fossdal eru vanyrktir skógar. E-aga Hofverja er löng og mikd. Á 13. öld gerði garðinn frægan Þorvarður sá Þórarinsson, sem sumir vilja kenna Njálu. Maigir mega una við minna. Á liðnu sumri sat staðinn séra Rögn- valdur Finnbogason, vinsæll klerkur en nú burtfluttur til Seyðisfjarðor. 7. Við, sem byggjum austan Smjörvatnsheiðar, teljum okkur með nokkrum hætti óhulta fyrir eldgosum og ámóta hvekkingum satans. En þeir í Vopnafirði eru ögn nær sprungukerfinu mikla, sem liggur um Atlantshafið endi- langl og gegnum Island. Og við Selá í Selárdal vætlar upp lindin volg úr iðrum jarðar. Vopnfirðing ar hafa um aldir laugað sig úr volgrunum á bökkum árinnar, og fyrir nokkru reist þar sundl-aug fyrir hérað sitt. Laugarvatnið mældist 28° á Celsíus þennan dag, og botninn var gráleitur eftir sundæfingar ungviðis úr nærliggj- andi sveitum. Sundlaug Vopnfirðinga við Selá byggir á jairðhita, sem fágætur e!r á Austurlandi. Hof í Vopnafirði. Krossavíkurfjöll í baksýn. 8. Sandvíkurheiði — Lágar jök- ulöldur með tilheyrandi vötnum á milli -— í vesturátt Hágangar, einkennisfjöll þessara heiðlend-a millum Vopnafjarðai- og Þistil- fjarðar. En þrífst þá nokkurt mannlíf þar nyrðra á Langanes- strönd? Jú, vissulega; hér sunnan Bakkafjarðar á Digranesi er kauptúnir Höfn: trilluútgerð, fisk- verkun og síldarveiksmiðja sem minnisvarði liðinnar tíðar, en kannski líka framtíðarvon. — Og basaltið hefur skotið upp kryppu sinni við ströpdina, þolinmótt og gætt þeirri hörku, sem þarf til að standast úthafið og óblíða nátt- úru, eins og það fólk, er strönd- ina byggir. 6. Sunnan Vopnafjarðar hefur fólk búið frá ómunatíð við þoku- sælt úthafið. Handan Vindfells verður Böðvarsdalur, sem hér sér Böðvarsdalur sunnan Vopnafjarðar. Mælifell og Hágangur syðiri rísa yfir þokuna langt í norðri. Stapi við Bakkafjörð. Handan fjarðar er Digiranes með þorpinu Höfn.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.