Austurland


Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 18

Austurland - 23.12.1968, Blaðsíða 18
18 AUSTURLAND JÓLIN 1968 9. Og á Skeggjastöðum á Langanesströnd byggðu þeir meira að segja betur yfir guð en al- mennt gerist til sveita á íslandi, og það þótt Skólavörðu'holtið væri meðlalið. Meginálman til hægri var reist í þann mund sem Alþingi var endurlífgað fyrir miðja síðustu öld. Turninum, sem síðar kom, var stillt í hóf, og truflar hann ekki landslagið á þessum slóðum. Nú messar þar og gætir sauða með sæmd séra Sig- mar Torfason. Kirkjan á Skeggjastöðum á Langanesströnd. Þekkilegt guðshús frá síðustu öld. 10. Ekki vitum við, hverjum forynjum þeir. Bákkfirðingar hafa fyrirkomið í þessum fossi, en ó- líklegt er, að þær gerist nærgöng- ular svo skammt frá prestssetri og áleitinni kríu. Sigurður, fylgd- armaður minn, telur þó öruggara að skýla sér undir kletti. Draugafoss við Skeggjastaði í Bakkafirði. t 11. Gunnólfsvíkurfjall kemur ókunnugum vegfaranda á óvart sökum tíguleika og umfangs. Þar endar Norður-Múlosýsla, og stendur bærinn Fell, sá nyrzti í byggð innan sýslunnar um þessar mundir, á ströndinni handan Finnafjarðar til vinstri á mynd- inni. Fannir jaðra þar enn tún- fótinn iþann 25. júlí. Gunnólfsvikurfjall myndar upp- haf Langaness og hafa þar og noiður undan orðið mikil tíðindi fyrrum, sem víðar í jarðeldum á Islandi. Fjallið er dæmigert um sögu íslenzkra eldfjalla, en þó kannski með enn gleggri einkenni ísaldar en flest þeirra. Basalt- hraunlög, runnin fyrir ísöld, ná allt að miðju, eða í nærfellt 400 metra hæð, en síðan tékur við blendin samryskja úr móbergi allt að tindi, og hefur vart skort á nema herzlumun, að hann fengi sína basaltkórónu. Þótt hana vanti, slendur fjallið hér lítt skert og einstætt í 700 metra hæð á norðausturhjara landsins. Gunnólfsvíkurfjali rís tignarlegt í 700 metra hæð yfir sjó, tvískipí að gerð og deilir sýslum. 12. Af Gunnólfsvíkurfjalli gef- ui' frábært útsýni: I suðaustri Glettingur og Dyrfjöll, vestar Haugsöræfi og Hvannastaðafjall- garður, til norðvesturs Slétta og Dumbshafið. Upp hingað er greið gata, ef farið er vestan megin að fjallinu frá Gunnólfsvík. Þaðan sér til norðausturs nesið langa, Horft fil suðurs af Gunnólfsvíkúrfjalli: Finnafjörður, Miðfjarðar- nes og Miðfjörður. Alþýðubandalagid óskar öllum Austfirðingum og lesendum Austur- lands gleðilegra jóla og batnandi hags á komandi ári. sílækkandi allt til Fonts. Þar endaði eitt sinn Austfirðinga- fjórðungur. Þar hlutu menn að venda sínu kvæði í kross. Skyldi þar enn lífvænt eftir hafís og óáran í landi? Þangað skyggn- umst við í svipmyndum næsta þáttar, en látum tjaldið falla um sinn við Helkunduheiði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.