Austurland


Austurland - 23.12.1968, Síða 20

Austurland - 23.12.1968, Síða 20
20 AUSTURLAND JÓLIN 1968 stakl væri verk Hákonar í kvæmasöfnuninni. I bréfi sínu til mín, rituðu strax eftir heimkom- una til Rómaborgar, skrifar hann m. a.: „Hallormsstaður er merkisstað- ur, sem athygli mun vissulega beinast að úr ýmsum áltum. Ég cska yður mikilla framfai’a í hinu þýðingarmikla verki yðar“. Árið 1965 er eina árið, sem enginn erlendur fagmaður í skóg- rækl kemur hingað. En seinni pirt ágúsl bar samt að garði sér- kennilegan gest frá Englandi: Mr. Parker, þingmann frá Lond- on, formann skógræktarnefndar Neðri málstofu Hennar Hátignar! Á leið sinni yfir Jökuldalsheiði sat hann fastur í skafli marga klukkulíma, en hafði gaman af, þótt kominn væri á efri ár, með s:1furhvítt hár, sem slóð í allar áttir! Hann sendi mér línur strax eftir heimkomuna til London, þar sem hann segir m. a.: „Haliorms- staðaskógur er sö.nnun þess, að raunverulegir skógar geta vaxið á ís!'indi“. Ég skal viðurkenna, að enga skrift hefur mér gengið eins erfiðlega að komast í gegn- um og þessa Ijúfa, glaðlynda Englendings! I júlí 1966 ráku tvær stórheim- scknir hvor aðra. Fyrst kom 10 j manna hópur Hins konunglega j brezka skógræktarfélags með varaformann þess og fram- kvæmdastjóra í broddi fylkingar. Skoðuðu þeir skóginn hér í heil- an dag. I ársfjórðungsriti félags- ins birtist mjög ýtarleg og skemmtileg ferðasaga eftir fram- kvæmdastjcrann. Lýsir hann ferðinni frá degi til dags af llr jetiilÉ Hallormsstaðashógar miklu fjöri og glettni. Mig furð- aði á því, hve nákvæmlega hann endursegir allar þær upplýsing- ar, sem ég lét þeim í té á göngu okkar um skóginn. Ég gæti sem bezt lesið upp úr frásögn hans, ef ég missti skyndilega minnið cg þyrfti að ganga með fólki um skcginn. I frásögn sinni lætur hann yfirleitt tölurnar tata, en ég set hér tvær málsgreinar, sem sýna vel hinn ísmeygilega húmor, sem þessir skemmtilegu Englend- ingar eru gæddir: „Dagurinn í skóginum hjá Hal'ormsstað var sannarlega há- punktur ferðar okkar. I meira en 60 ár hafa hungraðai' sauðkind- ur verið útilokaðar frá meira en 650 ha lands og um sömu mund- ir og girt var ’hófust fyrstu til- raunir með erlend bari'tré". Sama daginn og Englending- arnir fóru, komu stórmenni frá Þýzkalandi i heimsókn. Nýr skóg- ræktarstjóri Vestur-Þýzkalands, Firanz Klose, prófessor Herbert Hesmer í annað sinn og Ruff nokkur, heljarmikill bolti, sem var yfir stóru skógaumdæmi í Suður-Þýzkalandi og hafði 130. 000 manns í þjónustu sinni. Að- alei-:ndi þeirra til íslands var að afhenda hinni nýju tilraunastöð í skógrækt á Mógilsá vísindatæki •ið verðmæti um 1.2 millj. kr. sem gjöf frá sambandslýðveldinu. Var nú kominn í ljós árangur af komu dr. Walthers Manns hingað þremur árum áður. I bréfi til mín, rituðu við heim- komuna til Bonn, fer Klose við- urkenningarorðum um þann ár- angur, sem náðst hafi hér á Hallormsstað. Síðar á sumrinu barði að dvrum hjá mér danskur maður, sem sagði, að Einar Olgeirsson hefði vísað séi' á mig, er til Hallorms- staðar kæmi. Reyndist hér vera kominn þingmaður SF-flokksins Nils E. Ringset, bóndi frá Sunnmæri, prófessor Hans Heiberg frá Ási, frú Hvoslef, Othar Hvoslef, fylkisskógræktárstjóri á Roga- Iandi, firú Norén og Gustav Noréu, framkvæmdastj. norska blaða- mannasambandsins. Framh. af 7. síðu. sókna þeirra dr. Köhlers og próf. Hesmers. En heimsókn dr. Manns átti þó eftir að hafa fyrir okkur Islendinga sérstaka þýðingu, sem síðar verður að vikið. I þessum sama júlímánuði koma hingað þrír Norðmenn, sem voru alveg óvenjulegir aufúsu- gestir. Fyrir mig var þetta sér- stök ánægja, þar eð ég þekkti þá alla persónulega. Þeir voru próf. Elías Mork, sem verið hafði forstöðumaður Skógræktartil- raunastöðvar Noregs á Ási, fiemsti sérfræðingur Norðmanna í nýrækt skóga. Hjá honum hafði ég unnið um skeið, áður en ég byrjaði á háskólanum. Annar var próf. Jul Lág, minn gamli prófes- . .. Ég var einnig mjög hrifinn af því, hvaða árangur hefur náðst hjá ykkur við hinar eifiðu að- stæður". Ég get ekki stillt mig um að segja frá því, að við gáfum Max- well ei.nu sinni saltfisk að borða. Hann varð geysilega 'hrifinn af honum og minntist á saltfiskinn bæði í ofannefndu bréfi og eins, er ég fékk frá honum jólakort veturinn eflir! Næst í gestabókinni eru nöfn tveggja Finna, hinna fyrstu, er hingað hafa komið. Fyrst kom ungur skógfræðingur að nafni Peter Tigerstedt. Faðir hans kom upp stærsta safni erlendra trjá- tegunda, sem til er í Evrópu og er það á óðali þeirra feðga, Haukur Ragnarsson tilraunastjóri á Mógilsá, Robeirt Lines frá Edinborg og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. sor í jarðvegsfræði, frábær vís- indamaður. Hinn þriðji var Tor- alf Austin, deildarstjóri í norsku skcgræktarstjóminni, sem hefur með höndum alla yfirstjórn á nýrækt skóga í Noregi. Þeir fé- lagar dvöldust ihér tvo daga, en hálfan mánuð alls á landinu. Var heimsókn þeirra ákaflega þýð- ingarmikil. Árið 1964 kemur hingað snemma í júní skozkur skógrækt- armaður A. H. Maxwell að nafni, yfirmaður eins af 4 skógræktar- svæðum Skotlands, búsettur í Inverness. Er þetta með allra viðfelldnustu mönnum, sem ég hef kynnzf og ákaflega margt af hcnum að læra, því að Skotar hafa við ýmis mjög lík vandamál að glíma í skógræktinni hjá sér og við, enda þótt skilyrði séu þar að sjálfsögðu betri. í bréfi, sem hann skrifaði mér nokkru eftir heimkomuna, kemst hann svo að orði: „Ég er nýkominn úr ferðalagi til nyrztu hluta umdæmis míns ásamt skógræktarstjóra mínum. Þessi ferð sýndi mér aftur, að sum vandamál ykkar eru mjög skyld okkar. Það undirstrikar vissulega, að við — eins og þið — megum engrar hvíldar unna okk- ur í þeim fasta ásetningi að finna hin heppilegustu trjákvæmi. I Mustila. Trjásafnið á Mustila hef- ur þá sérstöðu umfram venjulega trjásýnisgarða, að þar voru heil- ir skógarteigar af hverju kvæmi. Er það að því leyti sams konar og safn okkar, sem við höfum byggt upp hér á Hallormsstað á siðustu 20 árum. Hinn Finninn var dr. Nils A. Osara, hinn risavaxni forstöðu- maður skógræktardeildar FAO í Rómaborg (Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna). Áður en hann tók við þessu mikilvæga starfi, var hann skégræktarstjóri Finnlands og höfðu þeir Hákon Bjarnason kynnzt á þingum norrænna skóg- ræktarmanna. Litlu munaði eitt sinn, að Osara yrði í framboði til forsetakjörs á mót-i Kekkonen. Mér er í minni, þegar við Hákon komum með Osara inn í Gut.t- ormslund. Þá hrópaði hann upp yfir sig af hrifningu: Hvílíkur skó-gur! Á blaðamannafundi í Reykja- vi'k, áður en Osara fór á brott, sagðist hann oft hafa brotið 'heil- ann um það, hvað FAO gæti gert fyrir Island. Eftir það, sem hann hefði séð, gæti hann sagt að miklu fremur þarfnaðist FAO Há- konar Bjarnasonar en Island þarfnaðist aðstoðar FAO! Með þessu vildi hann sýna, hve ein-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.