Austurland


Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 31. desember 1968. 52. tölublað. Aramót 1968 -- 1969 Líklega er flestum efst í huga í byrjun hins nýja árs, spurn- ingin um það, hvernig nýja árið muni verfa. Verðui- það gott ár, eða erfitt ár? Verður það betra, en árið sem nú er að líða, eða á það kannske eftir að færa okkur nýja og au'kna erfiðleika til viðbótar þeim, sem gamla árið skildi hér eftir á ýmsum sviðum? Enginn veit hvernig nýja árið verður. Margt hefur þar sín áhrif á, — og ekki sízt við sjálf. Við þessi áramót, — þegar við kveðjum gamla árið- og heilsum jafnframt nýju ári, skulum við renna huganum yfir nokkra at- burði gamla- ársins og hugleiða lítillega hvað var að gerast á því ári. Á innlendum vettvangi hófst árið 1968 með gengislækkunar- boðskap. Gengi íslenzkrar krónu hafði verið læk'kað nokkru fyrir áramót og síðan fylgdu á eftir, eins og jafnan við slík tækifæri, margskonar viðbótarráðstafanir og héldu þær áfram að birtast almenningi fram yfir áramótin. Gengislækkunarráðstafanirnar í byrjun ársins 1968, áttu að sögn valdhafanna, að verka sem blóð-inngjöf fyrir atvmnuvegina. Þær áttu að bjarga innlendum iðnaði færa fjör í allar greinar sjávarútvegs og tryggja að nýju grundvöll batnandi lífskjara. Reynslan varð þó önnur, eins og öllum er nú kunnugt. Iðnaður landsmanna hélt afram að dragast saman og vaxandi erfiðleikar gerðu vart við sig vegna skorts á rekstrarfé. Geng- islækkunin bjargaði ekki heldur útgeiðinni. Útgerðarmenn neit- uðu í ársbyrjun að hefja róðra og töldu engan grundvöll fyrir útgerðarrekstri, nema til kæmu nýjar og miklar styrkveitingar til útgerðarinnar. Svipuð við- horf ríktu hjá eigendum frysti- húsa og annarra fiskvinnslu- fyrirtækja. Þeir töldu óhugsandi að hefja rekstur án verulegra nýrri styrkja, þrátt fyrir all-a gengislækkun. Þannig fór fyrsti mánuður hins nýja árs í þref á milli útgerðarmanna og fiskkaup- enda annars vegar og fulltrúa ríkisvaldsins hins vegar. I marz-mánuði hófust síðan verkföll verkafólks um allt land, í þeim tilgangi að hnekkja þeirrj fyrirætlun stjórnarvalda, að ætla að svipta launafólk verðtrygg- ingu á launum og koma á þann hátt fram stóifelldri kjaraskerð- ingu. Ríkisstjórnin varð að gefa eftir, fyrir þunga hins mi'kla verkfalls, og tókust þá samn- ingar um vísitölugreiðslur á laun að nýju, en þó með þeim hætti að launafólk fékk ekki fulla vísitöluuppbót fyrr en seint á árinu. Þegar komið var fram á sumar var öllum oiðið ljóst, aö efnahagsráð ríkisstjórnarinnar,, þau sem ákveðin voru um ára- mótin, voru gjörsamlega runnin út í eandinn. Allt efnahagskerfið var aug- ljóslega helsjúkt. Stefna 'rfkis- stjórnarinnar hafði leitt til fram- leiðslustöðvana og að því leyti sem framleiðslan var í gangi var ekki um eðlilegan gang að ræða. Undirstaða - atvinnulífsins í landinu var enn í lamasessi. At- vinnufyrirtæki voru í miklum fjárhagserfiðleikum og innlend framleiðsla fór minnkandi. Gjaldeyriseyðsla var þó í full- um gangi og brask og milliliða - okur blómstraði. —o— Á miðju ári fóru fram kosn- ingar forseta lýðveldisins. Það urðu eftirminnilegar kosningar og komu ýmsum á óvart. Ekki fór á milli mála í þessum kosningum, að ríkisstjórnin og helstu stuð.ningsmenn hennar, höfðu hugsað sér ákveðinn mann í forsetastarfið. Ráðagerðir ríkissljórnarinnar í forsetamállinu j-eynduzt álíka haldlitlar og ráðagerðir hennar í efnahagsmálum höfðu áður reynzt. Þrátt fyrir mikinn undir- búning, allskor.ar undirskriftir og áskoranir og miklaj' áeggjanir ráðherranna persónulega, urðu úrslitin algjörlega andstæð vilja j'íkissljórnarinnar. óbreyttir liðs- menn úr öllum stjórnmálaflokk- um og utanflokka beittu sér fyr- ir fmmboði gegn frambjóðanda ríkisstjórnarliðsins. Úrslitin urðu eins og allir muna: hið hrak- legasta niðurlag fyrir frambjóð- endurna úr gamla ríkisstjórnar- liðinu, en einn glæsilegasti kosn- ingasigur, sem um getur fyrir hinn óháða frambjóðanda fólks- ins. Af afstöðnum forsetakosn- ingum sögðu flestir, að nú ætti rJkisstjórnin að segja af sér hið skjótasta því augljósara van- traust en hún hafði fengið í forsetakosningunum, væri ekki hægt að fá. En ríkisstjórnin sagði ekki af sér. Hún sat sem fastast, þó að öll hennar ráð í efnahagsmálum hefðu mistokist og efnahagur þjóðarinnar undir hennar stjórn væri kominn í algjört öngþveiti. —o— Á árinu 1968 urðu mikil og merkileg umbrot í röðum unga fólksins svo að segja um allan heim. Mest fór fyrir þessum um- brotum meðal stúdenta, sem víða erlendis lögðu undir sig háskóla- byggingar og skutu jafnvel hörð- ustu einræðisherrum skelk í bringu. Órói unga - fólksins fór eins og eldur í sinu um flest þjóð- lönd og hefur þegar haft óti-ú- lega mikil áhrif á gang ýmissa heimsmála. Hér á landi hefur svipuð hreyfing í hópi unga fólksins einnnig komið fram. unga fólkið er greinilega óánægt með stjórn hinna eldri. Það heimtar nýjar reglur í skólum, meiri i'étt til handa hinum ungu og um fram allt meiri 'hrein- skilni, meiri jöfnuð og meipa rétt- læti til handa þeim sem nú eru sviptir almennum réttindum. Hér á landi hefur unga fólkið krafist aukinna pólitiskra áhrifa og fordæmt foringjavald stjórn- málaflokkanna. Enn er margt cljcst vai'ðandi umrótið í röðum unga fólksins. Það fordæmir og gerir kröfur, það vill umbylta og koma nýrri skipan á, — en þó veit það ekki með vissu hvað á að gera og hvernig það á að gerast. En uppreisnaralda unga fólks- ins er staðreynd ¦— hún er stað- reynd, sem ekki þýðir að neita. —o— Þegar líða tók á seinni hluta árs var ríkisstjórninni orðið ljóst að enn mundi þurfa að gera nýj- ar ráðstafanir í efnahagsmálum, þrátt fyrir gengislækkunina um áramótin og allar aukaráðstaf- anir sem hennji.-íylgdu. Ríkis- stjórnin greip því til þess ráðs, Gleðilegt nýar Lúðvík Jósepsson. að efna til viðræðna við stjórn- arandstöðuflokkana, um ný úr- ræði í efnahagsmálum. Fljótlega kom í ljós, að þær viðræður voru aðeins til mála- mynda af hálfu istjórnarflokk- anna. þeir héldu sér enn við gamla heygarðshornið og trúðu enn á sína gömlu gengislækkun- arstefnu. Ný gengislækkun var því ákveðin af stjórnarflokkunum, eins og kunnugt er, og standa enn yfir hríðir hennar með nýj- um og nýjum tilskipunum og til- heyrandi verðlagshækkunum. Árið 1968 hefur þvi verið sann- kallað gengislækkunarár, því segja má, að alH árið hafi verið gengislækkun í framkvæmd, eða undirbúningi með venjulegum af- leiðingum — þ. e. framtíðar- stöðvunum — verðlags — hækk- unum — gjaldeyrisbraski — og kjaraskej'ðingu. Og enn við þessi áramót, eru sljórnarvöld landsins svo forhert að iialda 'þvi fiam — þvert ofan í aUa fyrri reynslu — að nú sé þess að vænta að gengislækkun- in bjargi atvinnuvegunum og muni hleypa nýju lífi í fram- leiðslu landsmanna. Við þcssi ára- mót blasir það við, að allir kjarasamningar sjómanna eru úr gildi felldir. Ríkisstjórnin hefur knúið fiam löggjöf, sem kippir grundvellinum undan hluta- skiptakjörum sjómanna og þar með má telja víst, að langir og erfiðir camningafundir, um kjara- mál sjómanna, séu fiamundan. Þá blasir það einnig við, að kjarasamningar verkafólks eru einnig uppsagðir vegna yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar um að afnema enn um sinn verðtrygg- Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.