Austurland


Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1968. Áramót 1968 -- 1969 Framh. af 1. síðu. ingu á launin. Það má því búast við verkföllum á nýja árinu og framleiðslustöðvunum vegna að- garða stjórnarvalda. —o— Þegar hugað er sérstaklega að málefnum okkar Austfirðinga, kemur í ljós, að árið sem nú er að líða hefur verið okkur erfitt ár. Is lagðist að Austurlandi á sl. vetri og lá inn í fjörðum fram á sumar í nokkrum tilfellum. Isinn stöðvaði útgerð frá nokkr- um stöðum á tímabili og olli all- siaðar tjóni og erfiðleikum. Mesta áfallið í atvinnumálum á Austurlandi stafaði þó af því, hve gjörsamlega síldin -brást okk- ur að þessu sinni. Sumar - síld- veiði varð engi.n og haustveiðin varð mjög lítil. Hin mikla síldar- vinna, sem verið hefur undirstað- an í atvinnulífi Austurlands ;hin KÍðari ár, féll því að mestu niður og skiljanlega hafa afleiðingarn- •ar orðið mikið tekjutap fyrir verkafólk og sjóm-enn og mikil rékstrartöp fyrir sildarvinnslu- og síldarútgerðar - fyrirtæki. Enginn vafi er á því, að Aust- urland hefur orðið fyrir meira efnahagsáfalli á sl. tveimur ár- um vegna minnkandi sildarafla, en nokknr annar landshluti. Hin margumtöluðu áföll, sem þjóðar- búið hefur orðið fyrir og sem nú valda ráðamö.nnum landsins mest- um áhyggjum, hafa skollið með fullum þunga á Austfirðingum. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnarvalda til þess að draga úr þes-sum miklu áföllum sem vinnandi fólk á Austurlandi hefur orðið fyrir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar bafa síður en svo minnkað vanda þess fólk-s, sem orðið hefur fyrir því mikla áfalli lað tapa stórum hluta af tekjum sínum. Gengis- lækkun eftir gengisdækkun hef- ur ekki dregið úr vanda þessa fclks, heidur aukið hann að miklum mun með sífellt aukinni dýrtíð á öllum sviöum. Afleiðingamar hafa líka orð- ið mjög alvarlegar víða hér á Austurlandi. 1 sumum byggðar- lcgum hefur atvinnuleysi verið svo að segja allt árið hjá fjölda fólks. Og fyrirtæki, sem áður stóðu sig sæmilega, eru nú að þrotum komin og geta ekki le.ngur hald- ið uppi nauðsynlegri atvinnu. Vandamál þau, sem nú hafa kom- ið upp í atvinnumálum á Austur- landi eru þess eðlis, að varla verður við þau ráðið, nema til komi stuðningur frá opinberum aðilum. Ljóst er, að Austfirðing- ar verða að breyta til um atvinnu í verulegum mæli. Síldarbræðslu- vinna og síldarsöltun getur ekki orðið eins stór þáttur í atvinnu- lífinu og verið ihefur um skeið. Nú verður að auka aðrar fisk- veiðar og aðra fiskvinnslu og jafnframt þarf að koma upp austfirzkum iðnaði, að minnsta kosti á þeim sviðum, þar sem Austurl.markaður er nægilega stór tii þess, að slíkur iðnaður geti staðist. Aukin samvinna og samstarf Austfirðinga er nú brýnni en nokkru sinni. Sameig- inlega geta Austfirðingar áorkað miklu, en sundraðir, eða dreifð- ir í smá - einingar, fá þeir litlu fram komið. —o— Árið sem nú er að líða hefur á ýmsum sviðum verið erfitt ár. Tíðarfar hefur ekki verið hag- stætt. Síldargöngur h|afa verið mjög óhagstæðar. Og hið póli- tíska og stjórnarfarslega veður- far hefur þó verið verst af þessu öllu. Stjórnleysi hefur ríkt í efnahagsmálum allt árið iog nú í árslokin er þó útlitið verra en nokkru sinni. Breytilegar fiskigöngur ogmis- gott tíðarfar getur verið erfitt viðfangs, en pólitísk óstjóm er þó miklu verri í sjálfu sér. Veðr- áttunni ráðum við ekki og fiski- göngum ekki -heldur, en við eig- um að geta ráðið okkar eigin stjórnarháttum. Það er á valdi okkar sjálfra að ráða fram úr þeim málum og í þeim efnum þurfum við að breyla miklu frá því sem verið hefur. Við skulum vona að á því ári sem nú er að byrja verði breyt- ingar til bóta fyrir allan landslýð í þeim efnum og að á þann hátt verði lagður grunnur að betra ári og batnandi lífskjörum alls almennings í landinu. Élg óska svo öllum gleðiiegs nýárs og þakka liðna árið. Lúðvík Jósepsson. Húsnœði til leigu Til leigu er neðri hæð húseignar minnar að Miðstræti 4. Sala getur -einnig komið til greina. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Örn Scheving, Neskaupstað. HAUSLAUSI HESTURINN Sýnd nýársdag kl. 3. HRÓI HÖTTUR OG SJÓRÆNINGJARNIR Sýnd nýársdag kl. 5. — Bönnuð börnum innað 12 ára. LORD JIM Stórmynd eftir samnefndri sögu Josephs Conrad. Aðalhl.: Peler 0‘Toole — James Mason — Curt Jurgens — Eli Willich — Jack Hawkins. Sýnd nýársdag kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. HappdræfH D ÁS Óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegs nýárs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Umboðið í Neskaupstað. ÆTTIR AUSTFIRDINGA Níunda og þar með síðasta bindi Ætta Austfirðinga — nafnaskráin — er komin út, saiaantekin af séra Jakobi Ein- arssyni, fyrrum prófasti á Hofi. I nafnaskránni eru um 15 iþús. nöfn ásamt leiðréttingum og einnig yfirliti yfir öll bindin. AUSTFIRÐINGAR kaupið ættartölu ykkar og styrkið um leið Menningarsjóð prófastshjónanna á Hofi, séra Einars Jóns- sonar og frú Kristínar Jakobsdóttur, til eflingar austfirzkrar þjóðmenningar. Nafnaskráin, svo og allt safnið innbundið í fjögur bindi er afgreitt hjá Einari Helgasyni bókbindara, Skeiðavogi 5, Þór- arni Þórarinssyni fyrrv. skólastjóra, Skaptahlíð 10 og Ár- manni Halldórssyni, kennara, Eiðum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.