Alþýðublaðið - 05.11.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1923, Blaðsíða 2
4 ALÞ^ÐUBLAÖIÐ llMMragliprðiÐ framleiðir að allra dómi beztu bpauðln i bænum. Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aðrar vérur frá helztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Frá bæjarstjörnar' fundi 1. növ. ---- (Nl.) Gfabbanir. Á fundi 3. júlí haiði hatnarnetnd ákveðiðað augl.til umsóknarhafn- sögumannsstarfann er laus hatði orðið við frá'all Helga heitins Teitssonar, og jafnframt að leggja niður umsjónarmannsstarfið, en fela það II hafosögumanni. Var staðan síðan auglýst, og kotnu 13 umsóknir. Á fundi hafnar- nefndar 3. september var ákvörð- un um úrval úr umsóknunum frestað vegna ijarveru tveggja nefndarmanna, en á fundi 5. sept- ember mælti meiri hiutl hafnar- nefndar með þvi, að baejarstjórn kysi IÞorvarð Björnsson fyrir hatnsögumann, en minni hiuti nefndarinnar mælti með Friðriki Björnssyni. Var hann eftir þess- um tillögum kosinn á fundi bæj- arstjórnar daginn eítir með 7 at- kvæðum. Þorvarður Björnsson fékk 4 atkv., en JÞorvarður Eyj- ólfsson 2. Það kom brátt í ljds; að starfsmennirnir við höfnina og meiri hluti hafnarnefndar vildu ekki una þessari kosningu, og var dregið að veita starfið hinum kosna manni, og gegndi því áfram settur hafnsögumaður. Gekk svo í þófi um hríð, en á fundi 31 október >athugar hafn- arnefndin: að samkv. 2. gr. laga 22. nóvember 1918 um hafnsögu í Reykjavík, ber hafnarnefnd að skipa hafnsögumann, og er stað- an því enn óveittc, og er svo skýrt frá þessu í fundárgerð hafnarnefndar. Jafnfrámt lýsir nefndin því, að hún vllji rann- saka »til hlítar, hvort ekki sé unt að komast af með einnhafn- sögumann og ákveður því að veita ekki stöðuna að svo stöddu*. Borgarstjóri hafði síðan tilkynt Friðriki Björnssyni þetta, en hann ritaði bæjarstjórn bréf, þar sem hann fer fram á skaða- bætur fyrir gabbið. Út af þessu spuDnust mikiar umræður. Jón Baidvinsson benti á, að það færi mjög í vöxt, að þegar bæjarstjórn gerði ráð stafanir, sem meirihlutamönnum í nefndum bæjarstjórnar líkaði ekki, þá risu nefndirnar upp og neyttu^ allra ráða til að rifta gerðum bæjarstjórnar. Svo væri í þessu etni. Mætti telja víst, að ef kosinn hefði verið sá, er rneiri hluti nefndarinnar mælti með, þá hefði aldrei vakist upp þessi lagatilvitnun, heldur hefði manninum óðara verið veittur starfinn. Með ráðlagi sínu hefði hafnarnefnd gert tilraun til að gabba bæjarstjórnina til að gabba aftur umsækjendur um hafnsögu- mannssföðuna, ef ekki væri litið svo á, sem hafnarnefnd hefði með tillögum sfnum upphaflega afsalað sér réttinum til að skipa hafnsögumann í hendur bæjar- stjórnar. Á líkri skoðun voru Þorvarður Þorvarðsson, Héðinn Valdimarsson, Ólafur Friðriks- son, Hallbjörn Halldórsson, Þórður Sveinsson og Þórður Bjarnason. í móti mæltu einkum borgarstjófi, Pétur Magnús»on, Pétur Halldórssoa og Björn Ól- afsson, er héldu sér fast í bók- stah laganna. Kom það fram í umræðunum, að mótspyrna þessi stafaði af þvf, að Friðrik Björns- son væri good-templari, en starfs- menn við höfnina litu svo á, sem hann væri settur til höfuðs þeim vegna drykkjuskspar, er þar ætti sér stað. Þótti bæjar- fulltrúum, sem hann gyldi nú þessa félagsskapar, og tók Jónatan Þorsteinsson fram, að í sínum augum hefðu það verið meðmæli með honum um fram hina umsækjendurna. Að lokn- um umræðum var borin upp til- laga þess efnis frá Þórði Bjarna- syni og Jóni Bddvinssyni, að með því að bæjarstjórnin liti svo á, sem hafnarnefnd hefði afsal- að í hendur bæjarstjórnar rétt sinn til að veita hafnsögumanns- stöðuna, þá héldi hún fast við kosning sfna, og krefðist þess, Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þið fariðl Hjólhestar teknir til viðgerðar; einoig teknir til geymslu hjá Jakobj Bjarnasyni, Pórsgötu 29. að Friðriki Björnssyni væri gefið erindisbréf. Var þessi tillaga feld með 7 atkvæðum gegn 6 að viðhöfðu nafnakalii. Já sögðu: Hallbjörn Halldórsson, Héðinn Valdimarsson, Jón Baldvinsson, ÓlafurFriðriksson, ÞórðurBjarna- son og Þorvarður Þorvarðssen. Nei sögðu: Borgarstjóri, Björn Ólafsson, Guðmundur Ásbjarnar- son, Jónatan Þorsteinsson, Pétur Halldórsson, Pétur MífgDÚsson og Sigurður Jónsson. Fjærstadd- ir voru Gunnlaugur Cláesson, Jón Óiafsson og Þórður Sveins- sod. Situr með þessari niður- stöðu við gerðir hafnarnefndar. Frá þessu er þvf sagt svo ítar- lega hér, að þótt þetta sé ekki eiginlega merkilegt mái, þá sýnir það mjög Ijóslega, hversuóhöodu- lega meiri hlutánum, sem ræður f bæjarstjórn, ferst stjórn bæjar- málanna, þar sem settur maður er látinn gegna stárfi, er annar hefir verið kosinn í, en honum verður afíur að greiða í gabbs- bætur eigi minna fé, en hann hefði ’átt að fá í kaup við starf- ann Og þessi meiri hluti þykist vera sparnaðarmenn. Þjóðmjtt slcipulag á fratnleiðslu og verzlun í stað frjálsrar og slcipulagslausrar framleiðslu og verelunar í höndum ábyrgðarlausra einstaJclinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.