Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ingveldur Geirsdóttir Róbert B. Róbertsson Bílstjórar Íslenska gámafélagsins hafi fengið fyrirmæli um að aka ekki áfram gegn akstursstefnu við gáma- svæði Sorpu í Dalvegi, eftir alvarlegt slys á miðvikudag, en bíl frá félaginu var á hinn bóginn ekið gegn aksturs- stefnu við gámasvæðið við Ánanaust í Reykjavík í gær, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Hjá Sorpu vissu menn af þeirri vinnureglu að aka gegn einstefnumerki við Dal- braut þar sem slysið varð. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Ís- lenska gámafélagsins, segir að verið sé að fara yfir alla verkferla í sam- vinnu við Sorpu. Hjólreiðamanni sem ekið var á við gámasvæði Sorpu á miðvikudag er enn haldið sofandi í öndunarvél. Fyr- ir liggur að bílnum sem ók á hann var ekið á móti akstursstefnu. Ásmundur Reykdal, rekstrar- stjóri endurvinnslustöðva Sorpu, segir að Sorpa hafi sett upp skiltið sem bannar innakstur á þessum stað. Hjá Sorpu hafi menn vitað af því að bílstjórar aki þarna inn á morgnana þegar stöðin er lokuð almenningi, þrátt fyrir merki um að innakstur sé bannaður. „Við setjum þetta upp sjálf til leiðbeiningar um það að akst- ursstefnan á stöðinni er hinsegin. Stöðvarnar eru ekki opnaðar fyrir al- menning fyrr en um hádegi á daginn. Fyrir hádegi hefur verktakinn að- gang að stöðinni og við erum ekki með mannskap á staðnum. Ég veit að þeir eru að keyra inn um þennan enda á stöðinni þá. En við ætlumst ekki til þess þegar fólk er komið inn á stöðina að það sé umferð á móti straumnum. Í þessu tilfelli þegar slysið varð var verið að sækja garða- úrgang og hann er staðsettur í þess- um enda og bílstjórinn hefur viljað spara sér tíma ímynda ég mér. En meginreglan er sú að umferðin í gegnum stöðina sé einstefna og þetta merki vísar til þess að þarna sé ekki innkeyrslan fyrir stöðina. Okkar reglur eru mjög skýrar með það,“ segir Ásmundur og bætir við að verið sé að skoða aðkomur að stöðvum Sorpu nú í kjölfar slyssins. Auðveld aðkoma Svo virðist sem í útkeyrslunni frá gámastöðinni, þar sem slysið átti sér stað, sé búið að eiga við umferðareyj- una til þess að auðvelda aðkomu bíla, jafnvel þótt þetta sé á móti umferð. Hvorki Sorpa né Kópavogsbær könnuðust við þetta. Þá sagði Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar að bærinn hefði ekki komið nálægt þessu enda stæði í deiliskipulagi bæjarins að þarna ætti að vera einstefnugata. „Við höfum ekki gert neitt til þess að heimila eða auðvelda bílum að beygja þarna inn einstefnugötu. Þetta er einstefnugata og frá bænum séð hefur það alltaf verið þannig og á að vera þannig,“ sagði Stefán. Málið er í rannsókn og segir Sæv- ar Helgi Lárusson hjá Rannsóknar- nefnd umferðarslysa að þetta atriði verði sérstaklega skoðað. Enn gegn einstefnu  Bílstjórar fengu fyrirmæli um að aka ekki gegn einstefnu eftir slys við Dalveg  Sorpa vissi af „vinnureglu“ um að aka gegn einstefnumerki  Er í öndunarvél Innakstur bannaður Þessi mynd var tekinn síðdegis í gær, föstudag, á afgreiðslutíma endurvinnslustöðvar Sorpu við Ánanaust. Eins og sést á myndinni er bíl Íslenska gámafélagsins ekið á móti einstefnu inn á stöðina, þrátt fyrir skiltið. Sorpa vissi af því að bílstjórar óku gegn einstefnu við Dalveg. Morgunblaðið/Júlíus Auðveldara Ummerki benda til að umferðareyju á Dalvegi hafi verið breytt til að auðvelda hægri beygju á móti umferð. Systurnar sem létust í bílslysinu á Alicante á Spáni á fimmtudag hétu Erla og Svana Tryggvadætur. Erla var 82 ára gömul, fædd 9. júlí 1929 og bjó í Suðurhlíð 38 D í Reykjavík. Erla var fráskilin og læt- ur eftir sig fjögur börn. Svana var áttræð, fædd 11. mars 1931 og bjó á Strandvegi 8 í Garða- bæ. Svana var ekkja og lætur eftir sig þrjú börn. Systurnar sem létust Svana og Erla Tryggvadætur. Í gær lauk samn- ingafundi um makrílveiðar í London sem hófst á miðviku- daginn. Í fund- inum tóku þátt fulltrúar Íslands, ESB, Noregs, Færeyja og Rúss- lands. Fundurinn var jákvæður og voru ræddar mismunandi leiðir til stjórnunar makrílveiða og skipt- ingar aflahlutdeildar milli ríkjanna fimm, að sögn Tómasar H. Heiðar, aðalsamningamanns Íslands í makrílveiðum. Viðræðurnar halda áfram í næstu viku. Jákvæður fundur um makrílveiðar Tómas H. Heiðar Samkvæmt til- lögu fulltrúa meirihlutans í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á að bjóða út hirðu á pappírsefnum sem á að safna frá heimilum í borginni frá og með næstu áramót- um, í áföngum þó. Vinstri grænir í Reykjavík hafna því að verkið verði boðið út. Í álykt- un frá stjórn VG í Reykjavík segir: „Vinstri græn leggjast eindregið gegn einkavæðingar- og útvistunar- áformum á sorpi í Reykjavík.“ Ætla að bjóða út pappírshirðu Róber B. Róbertsson robert@mbl.is Þorbjörn Jónsson, nýkjörinn formað- ur Læknafélags Íslands, segir yfir- vofandi skort á sérfræðilæknum vera mikið áhyggjuefni. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær skoraði Læknafélagið á stjórn- völd að skilgreina hvaða þjónusta fæl- ist í sjúkratryggingu almennings á Íslandi. Þá telur félagið að boðaður niðurskurður geri það að verkum að borin von verði að heilbrigðisstofnan- ir geti sinnt óbreyttri sömu þjónustu. „Það eru margar greinar sem búa við yfirvofandi læknaskort,“ sagði Þorbjörn. ,,Fyrir ekki svo mörgum árum voru yfirleitt margar umsóknir um hverja sérfræðilæknisstöðu, en nú er mjög algengt að það sé einn eða jafnvel enginn umsækjandi.“ Að sögn Þorbjarnar eru ástæð- urnar margvíslegar, en vaxandi óánægja er meðal lækna vegna kjara, starfsaðstöðu og vinnuálags. Þá hefur meðalaldur sérfræði- lækna farið hækkandi, sérstaklega síðustu þrjú ár og það eykur vand- ann. Halla Skúladóttir, yfirlæknir lyf- lækninga krabbameins á Landspítal- anum, tekur í sama streng og segir að krabbameinsdeildin hafi ekki farið varhluta af þessu. „Það er ennþá ómönnuð staða hjá okkur og svo erum við með eldri lækna sem fara bráðum að hætta,“ sagði Halla. „Við sjáum ekki fram á að manna þessar stöður. Ég er búin að hringja í útskrifaða krabbameins- lækna í útlöndum en þeir veigra sér við að koma heim fyrst og fremst út af því kreppuástandi og óvissu sem ríkir á Íslandi.“ Ítreka áhyggjur af yfir- vofandi læknaskorti  Stjórnvöld ákveði hvaða þjón- ustu eigi að veita Halla Skúladóttir Þorbjörn Jónsson Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele eldhústæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.