Austurland


Austurland - 10.03.1972, Blaðsíða 3

Austurland - 10.03.1972, Blaðsíða 3
Neskaupslað, 10. marz 1972. AUSTURLAND 3 Landkynningarstarl Flugíélegs r Islands hí. Flugfélagið gefur út litprentað landkynningarrit. Kemur út á mörgum tungumálum í vetur og vor. Um þessar mundir dreifa skrif- | stolfur Flugfélags Islands erlendis nýju landkynningarriti, sem félag- ið gefur út. I ritinu, sem er 24 síð- ur í stóru broti, er möguleifcum erlendra ferðamanna á Islandi iýst og raktar ferðir sem á boð- stólum eru um landið. Þetta nýja landkynningarrit, sem fyrst kemur út á ensku og nefnist „Iceland Travel Planner", er að bluta prýtt litmyndum, en textasíður eru að meginhluta til í einum lit, Alls eru 87 myndir í ritinu þar af 49 litmyndir. Efninu er skipt niður í kafla, sem hver um sig fjallar um vissan þátt Islandskynningarinnar. Þar er í myndum og texta fræðsla um sérkenni Islands og íslenzikrar náttúrufegurðar. Sérstök áherzla er lögð á hreinleika lofts, lands og vatns. Ennfremur liti, ljós og bjai-tar nætur miðsumarsins að ógleymdum hverum, fossum, eld- fjallasvæðum og dýralífi landsins. I miðkafla þessa landkynningar rits er skýrt frá helztu sumarleyf- isferðum um landið um byggðir og hálendið. Þar er rætt um skíða- ferðir í Kerlingafjöllum, hesta- ferðir og gönguferðir og ferðalög meði ibllum og fiiugvélum. Enni- fremur um gistimöguleika sumar- dvaliagiesta á bændabý?-um og í sumarbústöðum. Sérstakur kafli ler um veiðiferð- ir. Lax- og silungsveiði hér á landi og í Grænlandi og stangaveiði í sjó. Fyrir þá sem leita sérstakra at- burða eða sögustaða er einnig fræðsla í „Iceland Travel Plann- j er“. Þar er m. a. sagt frá Lista- 1 hátíð í Reykjavík sumarið 1972, ,,Söguferðum“ sem Flugfélag Is- lands kom á í samvinnu við Magn- ús Magnússon, ritstjóra og sjón- varpsmann, og frá sérstökum ferðum fyrir ljósmyndara. Upp- lýsingar fyrir náttúruskoðara í ýmsum greinum eru itarlegar. Sérstakur kafli fjallar um Is- land *að vetri til og um þá mögu- leika sem þá bjóðast ferðamönn- um, ennfremur um aðstöðu til í'áðstefnuhalds o. ifl. Þá eru í rit- inu almennar upplýsingar um flugferðir, bílferðir og strandferð ir. Gisti- og veitingahús og sit.t- hvað fleira sem ferðafólk þarf á að ihalda. Þetta iandkynningarTit Flug- félags íslands er gefið út í 200 þúsund eintökum á fimm tungu- málum. Hœtta að taka við loðnu Allar loðnuverksmiðjur á Suð- vesturlandi hafa auglýst, að þær hætti að taka á móti loðnu nú á sunndaginn Ástæðan er sú, að því er hermir í auglýsingunni, að rekstursgrundvöllur verksmiðj- anna sé brostinn, iþar sem verð- jöfnunarsjóður loðnu sé þurraus- inn. Þá hafi mikið verðfall orðið á loðnuafurðum og sú loðna, sem nú veiðist, lélegt hráefni. Sumar verksmiðjanna hafa þeg- ar hætt að kaupa loðnu, þar sem þrær eru fullar, og mikið hráefni, sem bíður vinnslu, liggur undir skemmdum. Verksmiðjurnar á Aurturlandi hafa skki tilkynnt, að þær taki ekki við loðnu, enda hafa þær fengið tiltölulega lítið af heildar- aflanum, nema Ihelzt þær á Horna- firði og Eskifirði. TIS sölu Til sölu er Moskvitch fólksbif- rsið, árgerð 1968. Upplýsingar i síma 7373. TII söln Willis jeppi árg. 1955, til sölu. Uppíýsingar í síma 7122 á kvöldin. Bíómlaukairnir og fræin komin. NESAPÓTEK. Bifreiðaverkstœði Opnum aftur bifreiðaverikstæði okkar að Nesgötu 10, Nes- kaupstað, mánudaginn 13. marz 1972. Dráttarbrautin hf. -------- Egilsbúð ------------------- UPP MEÐ PILSIN Bráðfjörug ensk gamanmynd. Sýnd á barnasýningu sunnu- dag kl. 3. BRUÐUDALURINN Heimsfræg stórmynd í lit.um, gerð eftir isamnefndri skáld- sögu Jacoueline Susann, en sagan var á sínum tíma metsölu- bók bæði í Band-aríkjunum og Evrópu — Með: Barbara Penk- ins, Sharon Tate, Susan Heyward o. £1. íslenzkur texti. Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. Tvíbökur og kiringlur. allabCb TMYNNING til framleiðenda og innflytjenda vörugjaidsskyldrar vöru Gefin hefur verið út reglugerð nr. 15. 11. febrúar 1972, um vörugjald, samkvæmt heimild í lögum nr. 97/1971. Um leið og framleiðendum og innflytjend,um vörugjaldsskyldrar vöru er bent á að kynna sér efni reglugerðarinnar, skal vakin sérstök athygli á eftirfarandi. 1. Ákvæðum 3. gr. reglugerðarinnar um tilkynningarskyldu framleiðenda til tollstjóra varðandi framleiðsluvörur. 2. Ákvæði 11. gr. reglugerðarinnar um gerð og auðkenni vörureikninga frá framleiðendum yfir gjaldskyldar vörur. 3. Ákveðið hefur verið, að eftirlit með auðkenndum vöru- reikningum framleiðenda og innflytjenda, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar, verði í höndum tollstjórans í Reykjavfk fyrir allt landið. Fjármájlaráðuneytið, 18. febrúar 1972. ^^^^^^**^*^^*^**^** * * ***i* **i^wvvvvvvvvmv»vvvvvvvvVvvvvvwvvvvvvmvvvvvW* Aivinna Starfsstúlku vantar að Fjórðungssjúki ahúsinu Neskaupstað. Hálfsdagsvinna kemur til greina. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona, sími 7403. Fjcrðungssjúkrahúsið. Klementínur — Perur — Bananar. KAUPFÉLAGIÐ FRAM

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.