Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 24
Pétur og Davíð rekja hnignun héraðsskólanna einkum til fræðslu- laganna 1974 þegar skólaskyldan var lengd í sexán ár. Eftir það hafi sveitarstjórnirnar kappkostað að auka kennslu barna heimafyrir. Samsetning nemendahópa héraðs- skólanna hafi breyst og þeirra tími að lokum liðið. „Þessi þróun var óhjákvæmileg,“ segir Pétur. Lýður Björnsson áætlar í vænt- anlegri bók sinni að alls hafi á fjórða þúsund nemendur sótt nám í Héraðsskólanum í Reykholti og tel- ur þá með 600 nemendur Hvítár- bakkaskólans. Byggingar Héraðsskólans fengu nýtt hlutverk. Landsbókasafn Ís- lands – háskólabókasafn hefur hluta gamla skólahússins fyrir geymslu á varaeintökum og Snorra- stofa hefur afnot af hluta hússins. Þá er rekið hótel í heimavist- arhúsnæðinu. Svipmyndir úr sögu Afmælishátíðin verður í Reyk- holti laugardaginn 5. nóvember og hefst klukkan 14. Hún er samvinnu- verkefni ritnefndarinnar og Snorra- stofu. Brugðið verður upp svip- myndum úr sögu skólans í tónlist, myndum og mæltu máli. Upplýs- ingar um dagskrá og annað fyrir- komulag verða birtar á vef Snorrastofu, www.snorrastofa.is. „Það eru samskiptin við nemendur. Tengsl mynduðust við þá, ekki síst þegar systkini komu hvert á eftir öðru og þá kynntist maður for- eldrunum líka,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem starfaði sem kennari við Héraðsskólann í Reykholti í tæpa þrjá áratugi, frá 1967 til 1995, þegar hún er spurð að því hvað sé eftirminnilegast frá Reykholtstím- anum. Maður hennar, Snorri Þór Jóhannesson, yfirkennari í Reyk- holti, er látinn fyrir nokkrum árum. Sigríður segist enn vera í samskiptum við gamla nemendur úr Reykholti, meðal annars á Facebook. „Svo hitti ég þá á förnum vegi. Sumir eru góðir vinir mínir,“ segir hún. 128 nemendur voru í Reykholti fyrsta vetur Sigríðar og Snorra þar. Þá var svokölluð víxlkennsla, nemendur skiptust á um að vera í tímum og við heimalærdóm í her- bergjum sínum. Skólinn var vinsæll og sum árin eftir að Sigríður flutti í Reykholt þurfti að vísa mörgum nemendum frá. Upp úr 1980 fór að halla undan fæti. Fjöl- brautaskólunum fjölgaði og ekki fékkst leyfi til að skapa Reykholtsskóla viðurkenndan sess í nýju skólakerfi þótt það hafi verið reynt. „Svo vildu nemendur ekki vera undir þeim aga sem þeim fannst vera í Reyk- holti, þótt alltaf hafi verið lýðræði og hlustað á sjónarmið nemenda,“ segir hún. Samskiptin við nem- endur eftirminnilegust KENNDI Í REYKHOLTI Í ÞRJÁ ÁRATUGI 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Héraðsskólarnir voru ekki bundn- ir skólahéruðum og nemendur úr öllum landsfjórðungum og á mis- munandi aldri komu í Reykholt. Þarna sköpuðust kynni á tímum þegar ferðir á milli landshluta voru ekki eins algengar og nú er orðið,“ segir Pétur Bjarnason, fyrrverandi fræðslustjóri Vestfjarða, sem stendur ásamt Davíð Péturssyni bónda á Grund og skólafélögum úr Reykholti fyrir samkomu þar sem þess er minnst að 80 ár eru liðin frá því Héraðsskólinn í Reykholti var settur í fyrsta sinn og hið merka skólahús vígt. Pétur var í Reykholtsskóla á ár- unum 1956 til 1958 og Davíð byrjaði árinu fyrr. Nemendahópurinn hefur haldið vel saman og hist reglulega. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að breikka hópinn og minnast 80 ára afmælis skólans, 2011. Sérstaklega var rætt um ritun sögu skólans. Fljótlega fréttist að gamall Reyk- hyltingur, Lýður Björnsson sagn- fræðingur, væri byrjaður að skrifa sögu Reykholtsskóla og forvera hans, Hvítárbakkaskóla, svo ákveð- ið var að styðja við bakið á honum í þeirri vinnu með söfnun upplýsinga og mynda. Pétur segir að bókin sé að mestu tilbúin en hún komi þó ekki út fyrir afmælishátíðina. Út- gáfan verður samvinnuverkefni Snorrastofu og útgáfufyrirtækis. Hvítárbakkaskóli í Reykholt Saga Héraðsskólans í Reykholti hefst með því að Sigurður Þórólfs- son stofnaði lýðháskóla að danskri fyrirmynd á Hvítárbakka 1905. Hann rak skólann í nokkur ár og síðan tók hlutafélag Borgfirðinga við keflinu. Þegar hugmyndir um héraðsskóla voru að breiðast út um landið, ekki síst fyrir áhuga Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem var dóms- og menntamálaráðherra 1927-1931, ákváðu Borgfirðingar að velja sín- um héraðsskóla stað í Reykholti vegna sögu staðarins og jarðhitans sem þar er að finna. Hvítárbakka- skóli var fluttur þangað 1930 og ráðist í byggingu skólahúss eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Héraðsskólinn var settur í fyrsta skipti í október 1931 og húsið vígt 7. nóvember. Nemendur voru lengi um hundr- að og oft fleiri. Eftir að fjölbrautaskólum fjölg- aði fór að draga úr aðsókn að hér- aðsskólunum, starf flestra fjaraði út. Héraðsskólinn í Reykholti var formlega lagður af á árinu 1995 en eftir það var tilraunaskóli þar undir merkjum Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi í tvö ár. Ungmenni af öllu landinu  Gamlir Reykhyltingar standa fyrir afmælishátíð í Reykholti  80 ár liðin frá því Héraðsskólinn tók til starfa og skólahúsið var vígt  Unnið að ritun sögu skólans Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Héraðsskólinn Hús Héraðsskólans í Reykholti var byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Gerðar voru endurbætur á því fyrir nokkrum árum. „Þetta var ævintýri fyrir mig. Ég kom úr fámenni sveitarinnar í Tálknafirði inn í 100 unglinga samfélag í Reykholti,“ segir Pétur Bjarnason, um fyrstu kynni sín af Reykholtsskóla. Pétur var fimmtán ára þegar hann byrjaði í skól- anum og hafði þá unnið í frystihúsi í tvö ár. „Ég bjó mig að heiman með fötin í kofforti og bækurnar í lok- inu,“ segir Pétur og getur þess að hann hafi orðið að nota koffortið sem sæti í Garðshorni, herberginu sínu, því þar hafi aðeins verið einn stóll í fjögurra manna herbergi. „Þetta var í mínum augum stór og framandi heimur. Þarna lærði ég að standa á eigin fótum og ým- is brögð til að lifa af sem eru hluti af lífsbaráttunni,“ segir hann. Breytingin var ekki síður mikil fyrir Davíð Péturs- son á Grund þótt styttra hafi verið fyrir hann að fara. Hann hafði verið í farskóla í Skorradal með tíu til tólf börnum og lenti í sex manna herbergi, Himnaríki, í Reykholtsskóla. Þannig vildi til að það voru allt Borg- firðingar. Í herberginu var aðeins eitt skrifborð og einn til tveir stólar þannig að ekki var um annað að ræða en að lesa námsbækur kjaftafaganna í rúminu. Eftir því sem leið á námstímann fengu nemendur að- gang að lestraraðstöðu í borðsalnum og lesstofu í kjall- ara skólahússins. Davíð segir að tveir af herbergisfélögum hans fyrstu árin hafi orðið ævilangir vinir hans. Morgunblaðið/Júlíus Reykhyltingar Davíð Pétursson og Pétur Bjarnason rifja upp Reykholtsárin. Þar opnaðist þeim nýr heimur með kynnum af ungmennum af öllu landinu. Lærðu að standa á eigin fótum Kennari Sigríður Bjarnadóttir var lengi kennari í Reykholti. Kimmidoll á Íslandi Ármúla 38 | Sími 588 5011 Mami „TrueBeauty“ með swarovski kristöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.