Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 30
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is G jaldþrot hefur ekki verið talin auðveld eða þægi- leg lausn á vanda þeirra sem ekki sjá fram úr skuldunum, fremur algert neyðarúrræði. En í desember í fyrra var gerð lagabreyt- ing sem gæti orðið afdrifarík. Fyrn- ingarfrestur kröfuhafa var styttur í tvö ár og á margan hátt gert mun auðveldara fyrir fólk að nýta sér gjaldþrotaleiðina. Í reynd merkir breytingin að skuldari er laus allra mála eftir tvö ár. Áður voru lögin þannig að til- tölulega auðvelt var að halda kröfum vakandi með því að rjúfa fyrningu þótt það væri mjög sjaldan gert. Möguleikinn var samt nógu augljós til að freistingin að fara í „taktískt“ gjaldþrot var lítil. Eina undantekningin núna er ef kröfuhafi getur sýnt fram á með málshöfðun að skuldarinn geti greitt honum og sérstaklega ósanngjarnt sé að hann sleppi við það. „Þetta er í reynd svo þröngur rammi að nánast er útilokað að nokkur dómari myndi fallast á slíka kröfu. Það er líka tekið fram að þetta eigi eingöngu við í sérstökum undantekningatilvikum,“ segir dóm- ari sem ekki vill láta nafns síns getið. Ekki er hægt að ganga að laun- um skuldara eftir að gjaldþrot hefur verið úrskurðað og ekki heldur ýms- um lausamunum. Lagabreytingin á við um öll þrotabú, líka þau sem búið er að skipta. Gagnrýnendur segja að breytingin virðist vera sérsniðin fyr- ir gamla útrásarvíkinga sem geti snúið galvaskir aftur inn á sviðið eft- ir tveggja ára hlé. Lítil fjölgun gjaldþrota Enn sem komið er hefur þó ekki orðið umtalsverð fjölgun á gjald- þrotum einstaklinga, þau voru 113 fyrstu níu mánuði þessa árs, 139 árið 2010 og 112 árið 2009. Ein skýringin er vafalaust að mörgum þykir niður- lægingin og óþægindin við gjaldþrot of mikil. Auk þess er ekki vitað hvort bankarnir setja einstaklinga á sér- stakan svartan lista vegna persónu- legra gjaldþrota. Aðrir benda ein- faldlega á að svo stutt sé frá því breytingin tók gildi að fáir hafi enn áttað sig á því hvaða kosti gjaldþrot hefur fram yfir greiðsluaðlögun sem getur vel tekið þrjú ár. „Það er auðvitað mikið mál að verða gjaldþrota, það er ekki létt- vægt,“ segir Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. „Breytingin á fyrningarfrestinum á við um allar skuldir nema veðrétt- indi, allar skuldir falla niður. Þetta á því ekki bara við um húsnæðis- skuldir heldur líka námsskuldir hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, meðlagsskuldir og ýmsar bótakröf- ur, t.d. vegna líkamstjóns. Þú ert laus allra mála. Þú getur líka valið að fara í greiðsluaðlögun, gert samning. Þá þarftu að ráðstafa framtíðartekjum þínum í allt að þrjú ár og ef þú stendur þig og stritar getur mikið af því sem eftir stendur af kröfunum fallið niður. Um það þarf samt að semja. En ekki allar kröfur, t.d. ekki LÍN-kröfur, ekki sektir, ekki með- lagsskuldir.“ Niðurstaðan sé afar skrítið og séríslenskt kerfi. Því meira sem menn greiði kröfuhöfum sínum, hafi samráð við þá, þeim mun minna sé fellt niður af skuldunum. En með því að fara í gjaldþrot og hætta að borga losni menn alveg við þær! Lög af þessu tagi hafi ekki verið sett annars staðar á Norður- löndunum og ekki heldur í Bandaríkj- unum. Gjaldþrot „og þú ert laus allra mála“ Auralaus Fyrningarfrestur kröfuhafa var styttur í fyrra og nánast útilokað er nú að elta gjaldþrota fólk uppi þegar tveggja ára frestur er útrunninn. 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sú ótrúlegastaða eruppi að fyrirtæki sem starfa hér á landi telja sig þurfa að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast síendur- teknum árásum og aðdrótt- unum forystumanna stjórnar- flokkanna í ríkisstjórn og á Alþingi. Nýjasta dæmið um þetta er bréf sem Samherji sendi til starfsmanna sinna í þeim til- gangi að leiðrétta rangar staðhæfingar um starfsemi fyrirtækisins. Tilefni bréfsins er senni- lega ekki síst aðför Ólínu Þor- varðardóttur, eins helsta tals- manns Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, að sjáv- arútveginum í heild sinni og þessu fyrirtæki sérstaklega. Ólína bloggar margt og fyrr á árinu bloggaði hún til að mynda að áður hefði hún borið „ákveðna virðingu“ fyrir Sam- herjamönnum, en að sú virð- ing væri „ekki til staðar leng- ur“. Síðan hafa árásirnar haldið áfram af vaxandi virð- ingarleysi í garð sjávar- útvegsins þannig að heiftin og ofstækið verður æ skýrara. Fyrr í mánuðinum gat þessi forystumaður Samfylkingar- innar í sjávarútvegsmálum ekki stillt sig um margvís- legar aðdróttanir um sjávar- útveginn í bloggskrifum sín- um og gaf til kynna að verið væri að moka upp fiski í ís- lenskri lögsögu og senda óunninn úr landi í stórum stíl til stórskaða fyrir innlenda fiskvinnslu. Þessar vangavelt- ur voru svo tengdar við umsvif íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja erlendis og Samherji sérstaklega nefndur í því sam- bandi. Af þessu dró þingmað- urinn svo þá ályktun að breyt- ingar á fiskveiðistjórnuninni mættu ekki bíða öllu lengur. Þessi og önnur furðuskrif þingmannsins væru út af fyrir sig ekki svaraverð ef þar færi valda- laus bloggari sem léti vaða á súðum án þess að nokkur þyrfti að sperra eyrun. En þegar um er að ræða einn helsta áhrifamann stjórnarmeiri- hlutans í málaflokknum er full ástæða til að hafa áhyggjur. Í fyrrnefndu bréfi Sam- herja til starfsmanna er bent á að Samherji hafi flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hafi flutt út. Flutt hafi verið út 520 tonn en inn til vinnslu 5.200 tonn af erlend- um skipum. Mikil atvinna skapist vegna þessarar vinnslu og virðisauki vegna þessa innflutta hráefnis sé um 650 milljónir króna. Í bréfinu segir einnig að á sl. hálfu ári hafi erlend fyrir- tæki sem Samherji á hlut í gert samninga við íslensk iðn- fyrirtæki upp á um 900 millj- ónir króna vegna viðhalds, ný- smíða og breytinga á skipum og búnaði. Þessi viðskipti við íslensk iðnfyrirtæki eru sér- staklega jákvæð þegar haft er í huga að vegna atlögu ríkis- stjórnarinnar að sjávarútveg- inum hefur dregið mjög úr kaupum útgerðarfyrirtækja hér á landi á slíkri þjónustu. Óvissan sem óvildin hefur skapað leyfir hreinlega ekki að lagt sé í kostnað við fjár- festingar og viðhald, nema það allra brýnasta. Meðan þau viðhorf til at- vinnulífsins sem eru ríkjandi í stjórnarflokkunum ráða ferð- inni hér á landi eru litlar líkur á að fyrirtækin í landinu geti vaxið og dafnað og skapað þá atvinnu og þann hagvöxt sem þörf krefur. Óskandi væri að ríkisstjórnin hætti við þó ekki væri nema einhverja af þeim árásum sem hún hefur staðið fyrir á atvinnulífið í landinu. Því miður sjást engin merki um slíka viðhorfsbreytingu. Ömurlegt er að fyrirtæki þurfi að leiðrétta rang- færslur stjórnarliða} Árásir og aðdróttanir Í setningarræðusinni á lands- fundi Samfylking- arinnar hafði Jó- hanna Sigurðardóttir, formaður flokksins, þetta að segja um aðildarumsóknina að ESB: „Við munum klára þetta mál. Til þessa verks vorum við kosin og því umboði verðum við trú, allt til enda.“ Hvernig ætli formanni VG hafi liðið að hlusta á þetta? Telur hann að flokkur sinn hafi verið kosinn til að hjálpa Samfylk- ingunni að „klára þetta mál“? Og ef formanni VG finnst ekkert at- hugavert við þetta, hvað þá með aðra þingmenn flokksins eða almenna flokksmenn? Finnst þeim í lagi að flokkur- inn þeirra sé notaður til að hjálpa einangraðri Samfylk- ingunni að „klára þetta mál“? Hvað finnst flokks- mönnum VG um ræðu Jóhönnu? } „Við munum klára þetta mál“ V iðtal Þórhalls Gunnarssonar við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur í sjónvarpi á dögunum vakti þá athygli sem verðskulduð var. Pöddur spruttu undan hverjum steini sem spyrill velti úr vegi og svör við- mælanda voru í senn skýr og greinargóð. Og eðlilega spyr íslenska þjóðin sig, hvers vegna gat hryllingurinn átt sér stað og gerandinn; vinsæll prestur og seinna biskup Íslands, maður sem lengst af í lifanda lífi naut trausts og virðingar alþjóðar og var á allan almenn- an mælikvarða góður borgari. Eðlilega hefur viðtali og bók verið fylgt eftir með margvíslegri umfjöllun, þar sem málið er m.a. sett í fræðilegt samhengi. Auk þess hefur verið rætt um ábyrgð þeirra manna sem nú eru í æðstu yfirstjórn kirkjunnar og reyndu sjálfsagt eftir bestu getu að finna skástu lend- inguna í þessu hræðilega máli, sem ætla má að hafi verið hægara sagt en gert. Í stofnunum sem eiga mikla og langa sögu að baki er slíkt hreint ekki auðvelt. Svo tekið sé mið af umfjöllun fjölmiðla allra síðustu daga, þá hafa umræður um nauðganir, kynferðislegt of- beldi, barsmíðar, mansal, vændi og fleiri slík mál verið býsna áberandi. Um miðja vikuna kom fram vakningar- hópur kvenna sem kalla sig Stóru systur. Þær telja sig hafa náð í landhelgi fjöldanum öllum af „siðblindum sóðakörlum“ og hægur vandi sé að veita þeim makleg málagjöld í samræmi við tillögur þeirra. Síðustu daga höfum við líka fengið fréttir af dómum í kyn- ferðisbrotamálum, tillögum til úrbóta, heim- sóknum í Barnahús og svo mætti áfam telja. Á nánast hverjum degi koma einhverjar fréttir í þessum dúr og stundum vantar jafn- vægi í umræðuna. Engin mál eru jafn viðurstyggileg og kyn- ferðisbrot gegn börnum og blessunarlega liggja þau ekki í þagnargildi, eins og áður var. Að því leytinu til hefur samfélagið náð árangri enda eru orð jafnan afl til úrbóta. Hitt er rétt að benda á að mörg fleiri mál í samfélaginu þarfnast rækilegrar umræðu; fjölmiðla jafnt sem annarra. Þúsundir eru án atvinnu og voninni fátækari, myntkörfufólk- ið á ekki málungi matar, byggð er víða að blæða út, margir eru að flytja af landi brott og stoðþjónusta hins opinbera er í henglum með ófyrir- séðum afleiðingum. Svona má halda áfram. Um þetta mætti fjalla svo miklu meira og segja söguna frá sjónar- hóli fólksins sjálfs; það hvernig innviðir samfélagsins eru að fúna. Áherslan hefur hins vegar að undanförnu um of - og bókstaflega úr öllu hófi - verið á einn tiltekinn mála- flokk. Slíkt skapar ákveðna hættu, nákvæmlega þá sömu og þegar ástæðulaust og jafnvel goðgá þótti að nefna kynferðisbrotamál og jafnvel taldist firra að eitthvað þeim líkt gæti átt sér stað. Við þurfum að hafa allt undir eða svo sem segir í Borðsálmi Jónasar: „Það er svo margt ef að er gáð / sem um er þörf að ræða.“ sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson „Það er svo margt ef að er gáð“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Markmiðið með lagabreyting- unum í fyrra, þegar fyrningar- frestur var styttur og gert nær útilokað að halda kröfum vakandi, var m.a. að jafna stöðu skuldara og kröfuhafa. Þetta hljómar vel en lögin skerða stjórnarskrárvarinn eignarrétt kröfuhafa og fleira orkar tvímælis. Allsherjar- nefnd Alþingis orðaði efa- semdir sínar 2009, sagði að „eina þýðing slíkrar sérreglu, í ljósi nýja greiðsluaðlögunar- úrræðisins, yrði að umbuna þeim þrotamönnum sem ekki væru tilbúnir að axla ábyrgð á eigin gerðum og tor- velda þolendum í bóta- málum að halda uppi kröfum gagnvart þrotamanni“. Nefndin hvarf samt frá þessum efa- semdum sínum, af óþekktum ástæðum. Efasemdir á Alþingi BREYTT GJALDÞROTALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.