Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 31
Brusselvaldið og afdrifarík skerðing lýðræðis Afsal fullveldis og skerðing lýðræðis blasa við í kjölfar að- ildar að Evrópusam- bandinu. Það síðara tengist ólýðræðislegri uppbyggingu ESB og við bætist fjarlægð Íslands frá valda- miðstöðvum sam- bandsins þar sem ís- lenskur almenningur hefði lítil tækifæri til að gera vart við sig. Þar fyrir utan er það fjármagn og fjölþjóðafyr- irtæki sem eru mestir áhrifavaldar í ESB og stærstu ríkin, Þýskaland og Frakkland, sem marka stefn- una eins og berlega hefur komið í ljós á síðustu mánuðum. Með Lissabon-sáttmálanum hefur svo sameiginleg utanríkis- og her- málastefna bæst við sem einn af grunnþáttum á leið ESB í átt að sambandsríki. Skerðing lýðræðis og fjarlægt vald Skert lýðræði, sem oft er vísað til sem „lýðræðishalla“, hefur ein- kennt ESB frá upphafi og orðið æ meira áberandi eftir því sem aðild- arríkjum þess hefur fjölgað og framkvæmdastjórnin í Brussel náð undir sig fleiri málasviðum. Stjórnskipuð 27 manna fram- kvæmdastjórn í Brussel með tug- þúsunda starfsliði og umkringd herskörum lobbýista hefur ein rétt til að leggja fram lagafrumvörp (tilskipanir) sem ráðherraráð ESB og Evrópuþingið síðan þurfa að samþykkja eftir flóknum reglum, m.a. um atkvæðavægi. Stöðugt heyrast kröfur um styrkingu ESB- þingsins en auknum áhrifum þess fylgir óhjákvæmilega minna vægi þjóðþinga aðildarríkjanna. Áhugi á kosningum til Evrópuþingsins hef- ur verið mjög takmarkaður, í síð- ustu kosningum var þátttakan að- eins um 43% og fór niður í 20% í sumum aðildarríkjum. Á Evrópuþinginu fengi Ísland í mesta lagi 6 fulltrúa af 736 alls og og réði yfir langt inn- an við 1% atkvæða af 350 í ráðherraráðinu. Fjarlægð Íslands frá meginlandinu og valdastofnunum ESB takmarkar enn frekar möguleika til áhrifa, svo ekki sé talað um að íslenskur almenn- ingur geti haft áhrif með nærveru sinni eins og gerist gagn- vart innlendum stofn- unum. Það verður engin búsáhaldabylt- ing ástunduð með valdamiðstöðvar staðsettar handan Atlantsála. Fjármagnið ræður för Gangverk Evrópusambandsins er í grunninn hákapítalískt með óheft fjármagnsflæði og fjölþjóða- fyrirtækin sem leiðandi afl. Mark- aðurinn þrengir sér stig af stigi inn á svið opinberrar þjónustu, studdur af úrskurðum Dómstólsins í Lúxemborg sem tekur mið af markmiðum stofnsáttmála ESB um samruna og aukna samkeppni í dómsniðurstöðum. Það sem hefur verið að gerast á evru-svæðinu að undanförnu afhjúpar að það eru hagsmunir fjármagns sem þar ráða för. Þessa dagana er verið að leggja á ráðin um að ausa fjár- munum úr sameiginlegum sjóðum í einkabanka og aðrar fjármála- stofnanir. Herða á síðan á spenni- treyju evrunnar með miðstýrðum ákvörðunum og boðvaldi frá Brussel um fjármál aðildarríkj- anna, þar sem niðurskurður vel- ferðarþjónustu er efstur á blaði og jaðarsvæði verða harðast úti. Utanríkis- og hernaðarmálefni Með Lissabon-sáttmála hefur verið stofnað embætti yfirmanns utanríkis- og öryggismála ESB. Sá hinn sami er varaformaður fram- kvæmdastjórnar ESB. Sett hefur verið á fót Samvinnustofnun her- mála, komið á sérstakri Evrópu- herdeild (European External Ac- tion Service) og Evrópuþingið hefur samþykkt að stofna skuli 60 þúsund manna her. Vopnasala hef- ur lengi verið stór liður í atvinnu- starfsemi margra ESB-ríkja. „Að- ildarríkin skulu auka hernaðarmátt sinn“ segir í 42. grein Lissabon-sáttmálans. Evr- ópusambandið býr sig þannig und- ir að verða hernaðarstórveldi. Áhugi ESB á aðild Íslands vegna Norðurslóða Ekki hefur farið dult áhugi ESB á aðild Íslands m.a. vegna aukinna ítaka sem það myndi veita Evr- ópusambandinu til að hlutast til um málefni Norðurslóða. Í ályktun Evrópuþingsins 20. janúar 2011 um stefnu ESB fyrir norðurheims- skautssvæðið er vikið að aðild- arumsókn Íslands með þessum orðum: „[Evrópuþingið] beinir sjónum að þeirri staðreynd að framtíðar- aðild Íslands að ESB myndi breyta Evrópusambandinu í stran- deiningu á Norðurslóðum (Arctic coastal entity) og að umsókn Ís- lands um aðild undirstrikar þörf- ina á samræmdri Norður- slóðastefnu ESB og gefur hernaðarleg tækifæri fyrir ESB til virkari afskipta og myndi leiða til fjölþættrar stjórnar á heims- skautssvæðinu; [þingið] telur að aðild Íslands að ESB myndi treysta í sessi nærveru ESB í Norðurheimskautsráðinu.“ Hér væri kominn sá hlekkur sem rannsóknadeild sænska hers- ins lýsti eftir á dögunum um leið og hún dró fram Bjart í Sumar- húsum sér til fulltingis. Eftir Hjörleif Guttormsson » Fjarlægð Íslands frá meginlandinu og valdastofnunum ESB takmarkar enn frekar möguleika al- mennings til áhrifa, svo ekki sé talað um búsáhaldabyltingu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Sinuhlaup Hún skokkaði heldur ábúðarfull þessi kona þar sem hún fór hjá hávaxinni sinunni á Seltjarnarnesinu. Ómar Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sendi undirrituðum tvær pólitískar spurningar fyrr í mánuðinum sem sjálfsagt er að svara. Sú fyrri lýtur að drengskap samstarfs- ráðherra minna í rík- isstjórn þegar kemur að fiskveiðistjórnun og Evrópu- málum. Frelsi til umræðu Um fiskveiðistjórnunina er því fljótsvarað að um hana eru skiptar skoðanir innan allra flokka og allra ríkisstjórna síðan hún var innleidd. Þau skref sem nú eru stigin undir minni forystu í breyt- ingum á kerfinu eru stærri en þau sem stigin hafa verið áður og um þau er ágreiningur. Sama má raunar segja um ágreining sem er um Evrópusam- bandsmál en ég tel þó rétt að gera aðeins grein fyrir þeirri stöðu sem þar er. Sjálfur tók ég ekki þátt í að samþykkja að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið og hef byggt allan mál- flutning minn í því efni á þeirri sannfæringu minni að Íslandi sé mun betur komið utan hins evr- ópska stórríkis en innan. Í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnar- flokkanna sem gefin var út við myndun stjórnarinnar sumarið 2009 segir orðrétt: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusam- bandinu og rétt þeirra til mál- flutnings og baráttu úti í sam- félaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samn- ingsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Óli Björn víkur sérstaklega að þætti Jóhönnu Sigurðardóttur í meintum ágreiningi um ESB- málin innan ríkisstjórnarinnar og það er rétt að forsætisráðherra hefur lagt mikla áherslu á aðild Íslands að ESB eins og raunar fleiri flokksmenn Samfylkingar. Sú barátta samfylkingarmanna er í samræmi við eindregna stefnu þess flokks og fyrrgreinda sam- starfsyfirlýsingu flokkanna. Það frelsi og þær skyldur sem ég hef sem sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra í málinu til að vera á móti aðild byggist á því sama, en báðir aðilar eru bundnir af sam- þykkt Alþingis. Skilyrt umboð Alþingis Samþykkt Alþingis um aðildar- viðræður er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um væntanlegan aðildar- samning. Við undirbúning við- ræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónar- miðum um verklag og meginhags- muni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.“ Um skilyrðin segir ennfremur í greinargerð: „Nefndin hefur fjallað ítarlega um þá meginhagsmuni sem stjórn- völdum ber að hafa að leiðarljósi í aðildarviðræðum við ESB. Mat meiri hlutans er að það sé full- nægjandi veganesti fyrir stjórn- völd og að tiltekin skilyrði í um- boði ríkisstjórnarinnar muni ekki skila neinu umfram það. Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grund- vallarhagsmuni sem um er að ræða. Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hags- munum án undanfar- andi umræðu á vett- vangi Alþingis …“ Af ofanrituðu er ljóst að ráðherrar rík- isstjórnarinnar eru bundnir af því í yfir- standandi viðræðum að standa vörð um þá meginhagsmuni sem skilgreindir eru í greinargerð og ef og þegar farið er út fyrir þær línur ber að vísa málinu til Alþingis. Af- staða einstakra ráðherra eða ann- arra fylgismanna ESB-aðildar til þess hverju megi fórna fyrir aðild kemur því máli ekki við og firrir engan ábyrgð í þeim efnum. Hlutverk samninganefndar Ísland hefur sótt um aðild að ESB án þess að það sé sameig- inleg stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í Evrópusambandið. Þessar aðstæður eru vitaskuld óvanalegar og kalla á að vinnubrögð þeirra embættismanna sem með málið fara taki mið af þeim. Þannig getur það alls ekki sam- rýmst verkefnum samningamanna Íslands að tala fyrir umsókn þó svo að einstökum ráðherrum og jafnvel forsætisráðherra sé gefið frelsi til þess. Þá er það heldur ekki hlutverk einstakra samninganefndarmanna að leggja pólitískt mat á þá um- ræðu sem fram fer í landinu eða vera leiðandi í þeirri þjóðfélags- umræðu sem sjálfsögð er í full- valda lýðræðisríki. Umsókn Íslands að ESB er skil- yrt og þau skilyrði lúta m.a. að því að ekki verði ráðist í aðlögun með- an á aðildarviðræðum stendur og að ekki verði tekið á móti pen- ingastyrkjum vegna aðlögunar. Að láta allt yfir sig ganga Seinni spurning Óla Björns Kárasonar til mín er svohljóðandi: 2. Ert þú sammála því að eftir allt sem á undan er gengið eigir þú aðeins tveggja kosta völ: Ann- aðhvort að sitja áfram í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og láta allt yfir þig ganga, eða að taka hatt þinn og staf og segja skilið við ríkisstjórn? Í hinum hefðbundna hlutverkum stjórnar og stjórnarandstöðu er það vitaskuld hlutverk stjórnar- andstöðu að veita sitjandi stjórn aðhald og jafnvel að koma henni frá völdum. Innan Alþingis hefur stjórnarandstaðan rækt þetta hlutverk af litlum þrótti og það er eðlilegt að varaþingmaðurinn Óli Björn Kárason komi henni hér til aðstoðar. Hér á landi hefur foringjaræði lengi verið gagnrýnt og það þekkj- um við vel sem fylgdumst með langri stjórnarsetu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Þar lutu menn höfði og hlýddu, jafnt ráðherrar sem almennir þing- menn. Ungum er okkur kennt að eng- inn sé dómari í sjálfs sök en mér hnykkir þó við að vera talinn sá ráðherra sem helst þurfi að áminna í þessu efni. Frelsi og skyldur ráðherra Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason »Ráðherrar ríkis- stjórnarinnar eru bundnir af því að standa vörð um meginhags- muni og ef og þegar far- ið er út fyrir þá, að vísa málinu til Alþingis. Höfundur er sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.