Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Stjórnlagaráð hefur með tillögum að nýrri stjórnarskrá bryddað upp á mikilvægum ný- mælum í stjórnskipan landsins. Þau lúta bæði að inntaki og umgjörð nýrrar stjórnarskrár og hvort tveggja hefur þýð- ingu, þegar betur er að gáð. Það fer vel á því að „við sem byggjum Ís- land“ séu fyrstu orð nýrrar stjórn- arskrár. Fyrst kemur þjóðin, svo kemur landið sem frjálst og fullvalda ríki, þá stjórnvöldin. Uppbygging hinnar nýju stjórnarskrár virðist þannig vel hugsuð, merking- arfræðilega, pólitískt og fag- urfræðilega. Höfundar virðast einnig hafa verið sér meðvitaðir um merkingu þeirra orða sem valin eru inn í hið nýja frumvarp. Ég tek eftir því að ráðið hefur endurvakið hugtakið „mann- helgi“ – fagurt og merkingarþrungið orð – sem lítið hefur sést í nútímalög- gjöf, frá því á dögum Jónsbókar. Nýtt auðlindaákvæði Eitt merkasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs er nýtt auðlinda- ákvæði í 34. gr. þar sem segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru þegar í einkaeigu eru sameig- inleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja“. Í sömu grein segir ennfremur: „Stjórn- völd bera, ásamt þeim sem nýta auðlind- irnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auð- linda eða annarra tak- markaðra almanna- gæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræð- isgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óaft- urkallanlegs forræðis yfir auðlind- unum.“ Þetta er mikilvægt ákvæði – ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir knýjandi úrlausnarefnum varð- andi auðlindanýtingu almennt, til lands og sjávar. Upplýsingaskylda stjórnvalds Þá vil ég fagna ákvæði 35. gr. sem kveður á um upplýsingaskyldu stjórnvalda varðandi ástand um- hverfis og náttúru og áhrif fram- kvæmda þar á. Í þessu ákvæði eru stjórnvöld skylduð með beinum hætti til þess að upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá svo sem umhverf- ismengun. Í þessu ákvæði er fólgin mikilvæg breyting, því fram að þessu hefur skylda stjórnvalda til upplýs- ingagjafar ekki náð lengra en til þess að veita umbeðnar upplýsingar. Frumkvæðisskyldan hefur hinsvegar ekki verið orðuð með beinum hætti, líkt og hér er gert, og því væri þetta ákvæði til mikilla bóta. Við vorum harkalega minnt á það fyrr á þessu ári þegar upp komst um mikla díoxínmengun í nokkrum sorp- brennslustöðvum á Íslandi, og í ljós kom að opinberar stofnanir sáu ekki ástæðu til aðgerða, mánuðum og misserum saman, né heldur þótti ástæða til að upplýsa íbúa í næsta ná- grenni við stöðvarnar um þá meng- un, sem vitað var um, fyrr en seint og um síðir. Af því tilefni hef ég nú mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breyt- ingu á lögum þar sem kveðið er á um frumkvæðisskyldu stjórnvalda við upplýsingagjöf í umhverfismálum. Markmið þess er að skerpa á við- bragðsskyldu stjórnvalda og op- inberra stofnana gagnvart almenn- ingi, og því er fagnaðarefni að sjá nú fram á sambærilegt ákvæði í nýrri stjórnarskrá. Önnur nýmæli Ýmis önnur nýmæli eru í tillögum stjórnlagaráðs sem koma þægilega á óvart. Ég nefni ákvæði um varðveislu menningarverðmæta á borð við dýr- mætar þjóðareignir sem heyra til ís- lenskum menningararfi svo sem þjóð- minjar, fornhandrit o.fl. sem ekki má eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja (32. gr). Ekki verður þó skilið við þessa yf- irferð án þess að nefna ákvæði sem nú þegar hafa valdið túlkunarvanda og eiga sjálfsagt eftir að verða um- deild. Þar á meðal ákvæði þar sem dregið er úr ábyrgðarleysi forseta Ís- lands á stjórnarathöfnum með því að skerpa á því grundvallaratriði að for- seti landsins sitji og starfi í umboði Alþingis. Um merkingu þessa hefur nú þegar risið ágreiningur þar sem forseti Íslands túlkar breytinguna augljóslega með öðrum hætti en t.a.m. einstakir stjórnlagaráðsmenn. Þetta þarf að útkljá. Ein athyglisverðasta nýlundan er sú tillaga að kjósendur geti lagt fram þingmál á Alþingi. Ákvæðið skyldar þingið til þess að taka þingmál kjós- enda til afgreiðslu innan tveggja ára. Það er þó umhugsunarvert að þar með væru slík þingmál sett ofar al- mennum þingmannamálum kjörinna alþingismanna. Víðtækrar umræðu þörf „Vel skal vanda það sem lengi á að standa“ segir máltækið. Því er mik- ilvægt að umræðan einskorðist ekki við þingið heldur nái út í samfélagið allt, þar á meðal fræðasamfélagið. Ég tel að vel færi á því, nú þegar Há- skóli Íslands fagnar aldarafmæli, að þar yrði tekið frumkvæði að fræði- legum átektum nýrrar stjórnarskrár með ráðstefnu eða málþingi sem gæti lagt gott til mála, áður en Alþingi lýkur umfjöllun um tillögurnar. Tillögur að nýrri stjórnarskrá eru skjal, skrifað fyrir þjóðina. Það er ótví- ræður áfangi á leið okkar til þroskaðra lýðræðis og betri stjórnarhátta. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir » Tillögur að nýrri stjórnarskrá eru ótvíræður áfangi á leið okkar til þroskaðra lýð- ræðis og betri stjórnar- hátta. Höfundur er alþingismaður. Ný stjórnarskrá – áfangi á nýrri leiðBRIDSUmsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 20. október. Spilað var á 13 borð- um. Meðalskor: 312 stig. Árangur N - S: Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss. 366 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 353 Valdimar Ásmundss. - Björn E Péturss. 338 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 319 Árangur A - V: Magnús Jónss. - Gunnar Jónsson 389 Sigtryggur Jónss. - Jón Hákon Jónsson 351 Oddur Halldórss. - Þorsteinn Sveinsson 348 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 348 Bridsfélag Kópavogs Eftir tvö kvöld af þremur í But- lertvímenningi Bridsfélags Kópa- vogs eru Eiður Mar Júlíusson og Júlíus Snorrason með átta impa forystu. Gísli Tryggvason og Leif- ur Kristjánsson náðu hins vegar besta skori kvöldsins með +44 en heildarstaðan er annars þessi. Júlíus Snorras. - Eiður Mar Júlíusson 64 Sveinn R Þorvaldss. - Hjálmar S Pálss. 56 Birgir Steingrss. - Ingvaldur Gústafsson 47 Hallgr. Hallgrímss. - Sigm. Stefánss. 30 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvalds/ Sigurjón Karlsson 27 Öll úrslit má sjá á bridge.ie/bk Keppninni lýkur fimmtudaginn 27. okt. en aðalsveitakeppni félagsins hefst síðan þann 3ja nóvember. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands hafðu það um helgina Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy Sölustaðir: N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams, Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. www.faerid.com KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 FRÁBÆRT TILBOÐ Á HREKKJUSVÍNIN. SÝNING SEM ENGINN MÁ MISSA AF! Almennt miðaverð: 3.990 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.490 kr. ATH! Takmarkaðar sýningar í boði. Einungis hægt að kaupa á www.midi.is Hvernig nota ég afsláttinn? Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: „HREKKJUSVIN“. Smelltu á „Senda“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er virkur. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Sýningar í boði: 22. október ATH! verð 2.990 kr. 28. október 5. nóvember 6. nóvember Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is 17 ára Verkfæralagerinn Airbrushsett kr. 8.995 Brennari 30W m. 6 oddum kr. 2.895 Brunnvatnsdæla kr. 11.995 HDMI Gold tengi kr. 675 Öryggisskápur kr. 6.995 Töskuvog kr. 995 Kastari m. skynjara kr. 2.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.