Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Fyrir skömmu gerði Morgunblaðið sam- anburð á fjármálum Álftaness og Garða- bæjar en sveitarfélögin eiga í sameiningar- viðræðum. Himinn og haf eru á milli þeirra í fjármálum og skuldir og skuldbindingar Álftaness rúmlega fjór- faldar á við skuldir og skuldbindingar Garðabæjar. Þessi samanburður er sláandi en gæta skal þess að lán og skuldbindingar hækk- uðu gífurlega í hruninu 2008. En skuldavandinn er ekki bundinn við Álftanes, hann er víðtækari enda nýbúið að lögfesta að hlutfall skulda af tekjum sveitarfélaganna verði ekki hærra en 150% . Hlutfall skulda er þannig ekki mikið öðruvísi ef borinn er saman Garðabær og Reykjanes- bær þar sem skuldahlutfallið er tæp- lega fjórfalt. Garðabær með 117% en Reykjanesbær með 446%, Sandgerði með 390%, Reykjavík með 336%, Hafnarfjörður með 294% og Kópa- vogur með 241%, öll langt yfir hinum lögfestu mörkum. Reyndar býr meiri- hluti þjóðarinnar í sveitarfélögum sem skulda langt yfir mörkum hinna nýju laga. Upplýsingar hér um skuld- ir eru úr ársreikningum 2009. Ekki verður þessi munur skýrður með því að sjálfstæðismenn stjórni Garðabæ sem stundum er látið liggja að í Morgunblaðinu. Þá er ekki bent á það að sjálfstæðismenn báru mesta ábyrgð á rekstri allra hinna yf- irskuldsettu sveitarfélaga sem hér voru nefnd þegar skuldir þeirra fóru úr böndum. Skýringarnar eru flókn- ari og tengjast ólíkri aðstöðu sveitar- félaganna og fyrirtækjum þeirra. Ef til vill má skýra stöðu Garðabæjar að hluta út frá því að þar hafa búið um langt árabil tekjuhæstu íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjustofnar hafa því verið sterkir og fram- kvæmdir ekki fjármagnaðar með lán- um nema að litlu leyti. Kostnaður við þjónustu hefur líka löngum verið lægri í Garðabæ en í nágrannabyggð- um. Útsvarsprósenta hefur líka verið þar lægri en almennt á höfuðborgarsvæðinu. Ef til vill þarf að setja tollhlið á Garðabæinn eins og borgarstjóri lagði til um Sel- tjarnanesið! Er ekki tímabært að hvetja til stærri samein- ingar á höfuðborgar- svæðinu sem er eitt at- vinnu- og félagssvæði? Slík sameining mun lækka kostnað auk þess sem margt vinnst á sviði skipulags- og umhverfismála. Slík sameining myndi jafna aðstöðu íbú- anna. Mismunun varðandi skatta og þjónustu væri úr sögunni. Líka ójöfn- uður eins og Álftanesið hefur búið við árum saman vegna þess að hlutfall barna hefur verið langt yfir meðaltali með tilheyrandi kostnaði. Síðan þarf að tryggja sjálfræði hverfa og eldri byggða um nærþjónustu. En aftur að skuldbindingum Álfta- ness. Inni í útreikningum eru 1000 milljónir vegna óbyggðs miðbæjar en þar átti að leigja búseturétt af Bú- mönnum. Skuldbindingin verður þó ekki virk fyrr en þjónustuhús Bú- manna er risið en þá væri jafnframt risin önnur byggð þeirra o.fl. sem skilar nýjum tekjum til bæjarsjóðs. Sé þessi skuldbinding tekin til hliðar lækkar hlutfall skulda Álftaness og verður hliðstætt skuldahæstu sveit- arfélögunum. Í umfjöllun um Álfta- nes er oft minnst á samninga við Fasteign um leigu á sund- og íþrótta- miðstöð en Ríkisendurskoðun nefnir þá sem helstu ástæðu vandans á Álftanesi. Lán sem þessir samningar grundvallast á eru tæpur helmingur af skuldbindingum Álftaness og hækkuðu gífurlega í hruninu 2008. Morgunblaðinu hefur þó aldrei þótt ástæða til að benda á að samning- arnir voru samþykktir samhljóða í bæjarstjórn m.a. af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ekki heldur að bæjarstjórnin var búin að undirbúa sölu lóða í eigin landi sveitarfélagsins fyrir tvöföld verðmæti nýju sundlaug- arinnar. Reyndar var þegar samið um sölu lóða fyrir fjárhæðir sem nam framkvæmdinni. Gert var ráð fyrir að 2007-2010 aflaði bæjarsjóður tekna til að lækka skuldir með uppbyggingu. Enginn á Álftanesi sá haustið 2006 fyrir efnahagshrunið 2008 sem rit- stjóri Morgunblaðsins og félagar hans efndu til með eftirlitslausri einkavæðingu í boði frjálshyggju- stefnunnar, áratuginn á undan. Í Morgunblaðinu hefur heldur ekki verið gagnrýnd stjórnun Sjálfstæð- isflokksins á Álftanesi á tímabilinu 1998-2006 þegar þar var u.þ.b. 70% fjölgun íbúa. Á þessum tíma seldi bæjarstjórn aldrei lóðir heldur fengu verktakar að hirða gróðann af upp- byggingunni. Þeir keyptu landspild- ur, unnu skipulagsdrög sem bærinn útfærði, en seldu síðan lóðir. Hagn- aður verktakanna hefur verið áætl- aður rúmir 2 milljarðar sem betur hefðu farið í bæjarsjóð. Á þessum ár- um voru ytri efnahagsskilyrði hag- stæð og sveitarfélög í vexti efldu fjár- hagsstöðu sína, öll nema Álftanes þar sem einkahagsmunir og verktakap- ólitík réðu ferðinni. Uppbygging- arskeiðið 1998-2006 skilaði Álftnes- ingum ekki sjálfbæru samfélagi heldur sveitarfélagi með lítið eigið fé, ekkert atvinnulíf og einhæfa tekju- stofna en miklar skyldur við barn- margt samfélag þar sem þurfti að byggja upp og fjármagna innviði með lántökum. Vanda þarf umræðu um þær póli- tísku ákvarðanir sem leitt hafa til þess skuldavanda sem ríkissjóður, flest sveitarfélög, mörg fyrirtæki og fjöldi heimila býr við og fór í nýjar hæðir í efnahagshruninu 2008. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir setji sig vel inn í mál áður en gild- ishlaðnar skoðanamótandi fréttir eru fluttar. Eftir Sigurð Magnússon »Enginn á Álftanesi sá fyrir hrunið 2008 sem ritstjóri Morgun- blaðsins og félagar hans efndu til með einkavæð- ingu í boði frjálshyggju- stefnunnar. Sigurður Magnússon Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi. Álftanes, Garðabær, Reykja- nesbær, Sandgerði o.fl. o.fl. Móðurmálskennsla hjá Japönum hér á landi hófst fyrir fimmtán árum og við höfum hist vikulega á laugardagsmorgnum. Síðastliðin tvö ár höf- um við fengið að vera í safnaðarheimili Nes- kirkju. 25 börn yngri en 18 ára eru skráð í námið núna. Japanski hópurinn tilheyrir fé- laginu Móðurmál, sem er samtök tíu móð- urmálskennsluhópa með mismunandi tungumál eins og ensku, spænsku og rússnesku, en starf- semin, þ. á m. kennsl- an sjálf, byggist á sjálfboðastarfi for- eldra barnanna og áhugafólks. Hjá japanska hópnum hefur einnig bæst við hópur smábarna (0-3 ára) frá og með núverandi hausti og þá taka 4-5 smábörn þátt í tímum með foreldrum sínum. Þau syngja saman barnalög, lesa barnasögur og leika sér saman á japönsku. Ég er þeirrar skoðunar að móð- urmálskennsla eigi að hefjast við fæðingu barns, jafnvel á með- göngu og því ég fagna ég þessari þróun. Af hverju fyrir smábörn? Ástæða þess að ég tel móð- urmálskennslu fyrir smábörn vera mikilvæga er af þrennum toga. Í fyrsta lagi er eðlilegt að nota móð- urmál alveg frá upphafi í uppeldi barns. Það styrkir samband milli foreldris og barns að hafa sam- skipti á eigin tungu. Í öðru lagi hefur það góð áhrif á barn að hitta önnur börn og fullorðna sem tala sama móðurmál og það og þekkja tilvist annars fólks sem notar það mál. Í þriðja lagi getur kennslan verið hvatning til foreldra barnanna. Með því að hittast reglulega í kennslutímum geta for- eldrarnir skipst á skoðunum sínum og reynslu sem varðar kennslu móðurmáls eða uppeldi barna. Ég lærði það af reynslu minni meðal innflytjenda að þegar foreldri smábarns er sjálft að læra íslensku til þess að aðlagast samfélaginu hér, þá getur það verið of þungt verkefni að kenna barninu móð- urmál sitt, enda gef- ast of margir upp á því verkefni. Slíku væri hægt að komast hjá ef foreldrarnir fengju nægilega hvatningu. Hvað er nauðsynlegt? Þess vegna held ég að það sé eftirsókn- arvert að vera með móðurmálskennslu frá því að barn er enn smábarn. En hvað vantar til að framkvæma kennsluna? Mér finnst tvö atriði vera ómissandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að foreldrarnir skilji vel mikilvægi móðurmálskennslu og hafi einnig til þess sterkan vilja. Það er nefni- lega aukaverkefni að mæta í móð- urmálskennslu með litla barninu sínu, en málinu er ekki lokið við það. Fyrir smábarn verður for- eldri sjálft að vera kennari ásamt öðrum foreldrum. Þetta verkefni er nátengt því að styrkja tengsl á milli barns og foreldra og því er það ekki hægt að láta einhvern annan sjá um kennsluna. Í öðru lagi er að fá stað fyrir kennsluna. Ef fimm smábörn með öðru eða báðum foreldrum sínum koma í kennsluna, þá hittast a.m.k. tíu manneskjur í kennsl- unni. Það gæti verið aðeins of mik- ið til að vera í heimahúsi. Einnig verður þetta að vera staður þar sem börn geta skriðið á gólfinu og sest á gólfið. Þannig að herbergi eins og kennslustofa grunnskóla er ekki hentugt þegar um smábörn eru að ræða. Aðstoð kirkjunnar óskast Við í japanska hópnum erum mjög lánsöm af því að við fáum að nota safnaðarheimili án þess að borga leigu. Raunar sýnist mér safnaðarheimili kirkju vera æski- legt umhverfi fyrir móðurmáls- kennslu fyrir smábörn að mörgu leyti. Það er persónuleg ósk mín, ef 4-5 foreldrar sem eiga annað móð- urmál en íslensku og smábörn vilja halda móðumálskennslu eins og ég hef lýst hér að ofan, að kirkjur í kringum þau opni safn- aðarheimili sín og bjóði þeim að nota þau til þess. Ef foreldrar sjá um kennsluna sjálfir þá verður ekkert álag fyrir kirkjuna og ef kennsla er í opnum tíma hennar, þá þarf ekki að kalla kirkjuvörð til þess heldur. Það kostar ekkert fyrir kirkjuna. Að sjálfsögðu er kirkjunni ekki skylt að halda samkomur sem hafa í eðli sínu ekki beint samband við kristni. Samt er móðurmáls- kennsla góð starfsemi í eðli sínu og mjög mikilvæg fyrir uppeldi barns og einnig fyrir fjölskyldu- samband viðkomandi foreldris og barns. Það verður enginn hags- munaárekstur fyrir kirkju eða önnur félög eða samtök. Þvert á móti er þetta tækifæri fyrir kirkju til að nálgast fólk af erlendum uppruna og kynnast því vel. Ég óska þess að móðurmáls- kennsla fyrir smábörn verði haldin á mörgum tungumálum hér á Ís- landi og ef kirkjan getur veitt fólki aðstoð með því að leyfa því að vera í safnaðarheimili sínu, væri það frábært. Smábörn fái að læra móðurmál sitt Eftir Toshiki Toma »Ég óska að móðurmáls- kennsla fyrir smábörn verði haldin á mörg- um tungumálum hér á Íslandi. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 25%afmælisafsláttur 21/10-5/11 25ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.