Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 hefðum labbað og þegar hún átt- aði sig á því að þetta var satt, fékk hún vægt sjokk og skamm- aðist yfir því að okkur hefði verið leyft þetta, umferðin væri svo hættuleg og við hefðum getað stórslasað okkur. Þú stóðst með vinum þínum eins og sýndi sig þegar við vorum litlar og ég lenti upp á kant við strák í skólanum sem réðst á mig og ætlaði að láta höggin dynja, þú varst ekki lengi að koma og stökkva fyrir mig og taka á þig höggin. Þegar við vorum 10 ára gaml- ar dó amma mín. Þú sagðist ekki skilja hvernig ég gæti lifað án hennar og að þú gætir ekki hugs- að þér að vera í mínum sporum. Þó þú hafir kannski ekki alveg skiljið hvernig það var, þá tókst þér samt að láta mér líða betur og það hjálpaði mér mikið að hafa þig við bakið á mér. Ég hlakka mikið til þess að fá bílprófið eins og þú vissir vel, af- mælið þitt í mars og mitt í nóv- ember, svo ég þarf að bíða aðeins lengur. Þú vissir að ég er með mikla bíladellu og á afar erfitt með að bíða eftir prófinu. Ég sá þig nokkrum sinnum í vor og sumar þegar ég var að keyra um bæinn með æfingaakstursskiltið á bílnum og þér fannst það alltaf jafn fyndið og glottir þegar þú sást mig keyra. Ég hlakkaði til að geta boðið þér á rúntinn þegar ég fengi prófið, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman þó þær hefðu mátt verða miklu fleiri. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Hvíldu í friði, elsku Henný mín. Katrín Gísla. Hræðilegar fréttir bárust okk- ur að morgni 12 október. Elsku- leg frænka, vinkona og sam- starfsstúlka lést í slysi á Fagradal. Engin orð fá lýst sorg- inni sem nísti hjarta okkar. Það er skrítið að skrifa þessi minn- ingarorð um þig, elsku Henný. Þú sem varst svo lífsglöð og hress stelpa sem sjaldnast var logn í kringum. Það eru ófáar minningar sem fara í gegnum huga okkar og vorum við allar sammála um hvað þú varst mikill hrekkjalómur. Þér fannst ekki leiðinlegt þegar þú plataðir Ingi- björgu út með ruslið og Ragn- heiður beið í ruslakompunni til að láta henni bregða. Þér fannst heldur ekki leiðinlegt að æsa okkur upp með allskonar sögum sem voru ekkert merkilegar. Þú varst viljug og dugleg í vinnunni. Hver man ekki eftir þegar þú tókst eldhúsið í gegn og vildir henda og flokka? Þegar þú fórst út með sóp til að sópa planið því veðrið var svo gott og þú vildir ekki vera inni? Allur tíminn sem fór í að eiga við hárið á okkur, því þú varst svo dugleg að eiga við hár og hafðir svo mikinn áhuga á því. Þú hafðir reyndar áhuga á öllu sem tengdist snyrtingu. Sennilega hefur enginn átt eins mörg naglalökk og þú enda var það eðlilegt að þú værir með nýj- an lit á hverjum degi. Það var ósjaldan sem Guðdís systir þín þurfti að færa þér asintonið í vinnuna þegar þú varst ósátt við lakkið. Einn daginn komstu inn í sjoppu með nýjasta naglalakkið, naglalakk sem brotnar ef þú set- ur það yfir annað. Þú kallaðir alltaf Þóru frænku þína brussu frænku og þegar þið komuð sam- an voru tvær brussur frænkur í eldhúsinu. Þér fannst fyndið þeg- ar Þóra gat loksins kallað þig því sama þegar þú braust glerplöt- una í nammibarnum með látum. Þá varstu með Ajax og tusku, en þú pússaðir glerið alltaf með tusku, vinnufélögum þínum til ama. Það verður erfitt að sjá aldrei bláa Ajax-tusku á þvælingi um sjoppuna. Alltaf varstu boðin og búin að redda hlutunum ef vantaði á vaktir eða einhver vildi skipta. Þegar við eldri stelpurnar vorum að fara á dansiball varstu tilbúin til að taka okkur vinkonur þínar á rúntinn þrátt fyrir þreytandi dag. Talandi um þreytu, elsku vinkona, þá munum við aldrei gleyma stelpunni sem svaf yfir sig til kl. 11 á sunnudagsmorgni. Við áttum yndislegt sumar sem við lokuðum með sumarbústað- arferð. Þeim minningum munum við aldrei gleyma og sérstaklega ekki þegar þú varst í svefnpok- anum þínum og Elsa ýtti við þér, þú dast og rúllaðir um allan skóg í svefnpokanum eins og sprikl- andi ormur. Það sem við hlógum. Elsku Henný, það er sárt að missa góðan vin. Alltaf munum við geyma þig í hjarta okkar og minnast þín. Við munum aldrei gleyma stelpunni sem sagði: Æ Guð minn góður, með hneyksl- unartóninum sínum. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku Henný: Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. Elsku Kristrún, Eiríkur, Guð- dís, Fannar og aðrir aðstandend- ur, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þóra, Ragnheiður, Ingibjörg, Kamilla, Elsa og Áslaug. Kveðja frá Menntaskólanum á Egilsstöðum Alltaf ríkir eftirvænting í huga kennara þegar nýtt starfsár Menntaskólans hefst að hausti. Ný og gömul andlit sjást á göng- unum og glaðir og áhugasamir nemendur setjast í skólastofurn- ar. Þorbjörg Henný Eiríksdóttir var ein þeirra sem mættu í skól- ann í haust eftir sumarfrí og hóf nám á öðru ári. Henný var frísk, gamansöm og góðleg stúlka. Hún hafði góða nærveru, var róleg í skólastofunni og ávallt kurteis og vingjarnleg. Sagði fátt en hugs- aði þeim mun meira. Hún var glettin og glaðsinna og átti góða vini meðal skólasystkina sinna. Henný lagði ýmislegt gott til málanna í náminu og gæddi mál sitt oftar en ella líflegum húmor. Fráfall Hennýjar minnir okk- ur hastarlega á hverfulleika lífs- ins og hversu viðkvæmur lífs- kveikurinn getur verið, jafnvel hjá ungu fólki í blóma lífsins. Allt of stuttri samfylgd er lokið, en sú samfylgd var ánægjuleg og eftir situr ljúfsár minning. Að leiðarlokum þakka nem- endur og starfsfólk skólans Hen- nýju fyrir stutt en ánægjuleg kynni og senda fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Helgi Ómar Bragason, skólameistari. ✝ GeirmundurÞorsteinsson fæddist á Sand- brekku í Hjalta- staðarþinghá 23.4. 1932. Geirmundur lést eftir stutta sjúkdómslegu á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 17. október 2011. Foreldrar hans voru Ingibjörg Geirmunds- dóttir, f. 26.10. 1899, d. 15.2. 1976 og Þorsteinn Sigfússon, f. 29.9. 1898, d. 25.2. 1986. Systk- ini Geirmundar: Guðný, f. 25.4. 1926, d. 26.11. 1990; Sigfús, f. 20.6. 1927, d. 26.9. 2001; Jó- hanna Sigurbjörg, f. 3.5. 1929; Ragnheiður, f. 23.5. 1931; Hreinn, f. 19.5. 1935, d. 22.3. 1959; Valur, f. 19.5. 1935, d. 20.8. 1967; Hjördís, f. 13.2. 1938; Þor- steinn Þráinn, f. 23.7. 1941. Foreldrar Geir- mundar voru bú- stólpar í sinni sveit og Þorsteinn lengi hreppstjóri, auk þess að gegna ýms- um öðrum trún- aðarstörfum. Geir- mundur tók við búi foreldra sinna og var dugandi bóndi á Sandbrekku til margra áratuga, með vænan fjárstofn, nautpening og hesta. Hann brá búi fyrir réttu ári vegna heilsu- brests og flutti þá í sambýli aldr- aðra á Egilsstöðum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Geirmundar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 22. október 2011, kl. 14. Föstudaginn síðasta var ég á leið heim frá útlöndum. Í ljósa- skiptunum vorum við á leið til lendingar og komum inn yfir Garðskaga, greinilega á háfjöru því Flösin var öll uppi. Þetta var mögnuð sjón, þarna stóðu þessi gildu sker og buðu öllu birginn, stórsjóum sem lognbárum, hef aldrei séð skerjagarðinn fyrr svona skýrt úr lofti, lítið sveigð lína sem liggur beint út í djúpið. Ég var með hugann hjá Geir- mundi, var með ráðagerðir um að fara austur daginn eftir, vissi að nú myndi hver síðastur að sjá hann lífs, en heimkominn frétti ég að nær engin tjáskipti væru möguleg við hann og aðeins lítið eftir, enda reyndist svo vera. Garðskagavitinn gamli er góður félagi þegar beðið er slæmra frétta af góðum manni sem svo vel hefði mátt eiga lengri elli, segja sögur, skemmta sér og öðr- um með sínum á stundum þurrp- umpulega húmor, upprifjun á fyrri tíð og endalausum sögum af dýrum, allt frá fuglum til hesta, veiðum á vargi ferfættum sem fljúgandi, sögur sem mörgum eru minnisstæðar sem e.t.v. hittu á sögumanninn í góðu formi. Pólitík var honum umræðuefni, kæmist hann í tæri við áhuga- menn um slíkt. Þá kom á stundum vel í ljós hans stóra skap, höggvið hægri vinstri og ýmsum ráðum beitt til að sækja eða verja sinn málstað, engu hlíft á stundum. Geirmundur var afar greiðvik- inn maður, en ekki tilætlunar- samur, vildi helst búa að sínu og sætti sig vel við sitt. Síðustu bú- skaparárin munu hafa verið hon- um erfið vegna heilsubrests, en á Sandbrekku vildi hann vera sem allra lengst, þó ekki lengur en sætt væri og bar gæfu til þess að ljúka sínu skepnuhaldi með fullri reisn. Hross og hundar Geir- mundar eru ýmsum minnisstæð, gæði þeirra og vitsmunir hundanna, en þó sérstaklega það blinda traust sem skepnurnar báru til hans. Nefni sem dæmi þegar ég og aðvífandi gestur vor- um að smala sláturlömbum á túninu og sáum Geirmund koma á þeysispretti í veg fyrir kindahóp sem kom framanað, bóndi reið þvert á alla skurði, djúpa með rennandi vatni, stökk af baki og yfir og merin Þokka fylgdi um- svifalaust eftir. Ég var viss um að hann hefði æft þetta en hann hélt nú ekki, en hitt vissi hann að hún væri vön að fylgja sér eftir. Sam- skipti hans og Kátu voru öllum sem til sáu eftirminnileg, enda var tíkin án vafa metfé að vits- munum. Þessi bróðir minn, raungóður maður með stórt skap sem stund- um gekk illa að hemja, stóð af sér líkt og skerin gildu á Flösinni marga storma sem aðra hefðu sveigt. Fæstir myndu leggja fyrir sig búskap aleinir hvað þá jafnvel þola einveruna óskemmdir. Ein- hvern tíma þegar við töluðum um þetta sagðist hann hreint út aldrei finna fyrir einsemd, var viss um að víða í borgum og mannmergð væri fólk sem verr væri haldið af slíku en hann. Hann hefði stöðugt um nóg að hugsa, átti þar við búið og sitt daglega. Mörgum ókunnum þótti hann sérstakur, m.ö.o. kynlegur kvistur, það mætti vel vera, en heill og óskipt- ur sinnti hann sínu með sóma, stóð einn og óskiptur eins og skerið gilda í Flösinni. Ég er þakklátur bróður mínum fyrir allt, gangi hann á Guðs síns veg- um. Þráinn Þorsteinsson. Geirmundur stendur við garða í fjárhúsi sínu á Sandbrekku að vori, samanrekinn og stuttur til hnésins, með kersknisglampa í kvikum augum og bláa kollhúfu. Hann treður í pípuna og horfir yf- ir fjárhópinn. Samofinn umhverfi sínu eftir áratuga íhygli, eitt með hjartslætti hinnar íslensku sveit- ar þar sem skiptast á skin og skúrir, sigrar og ósigrar, kliður og kyrrð. Keikur á hestbaki klifrandi brött einstigin um hamrana upp í undirlendi Dyrfjalla að eltast við útigangsfé, jafn sauðþrátt og sá er, sem etur við það kappi af harð- fylgi til að hýsa ódámana fyrir veturinn. Samt ekki laust við að bóndi sé nokkuð hreykinn af þeim böldnu sauðum, frjálsum öndum sem láta ekki beisla sig í gang- virki samfélagsins heldur kjósa að lifa í jaðrinum, hvað sem tautar og raular. Hrútar eltir uppi í skurði og þeim skellt í skottið á túnbílnum. Káta, tíkin sem brosir til þeirra sem eiga slíkt skilið og er hús- bóndans kærasti vinur, hleypur á undan heim og skælir sig hofmóð- ug við mannskapinn í hlaðinu. Geirmundur læst ekki sjá þegar börnin læða til hennar kexi, enda eru þau elsk að honum svo eftir er tekið. Má vera að hann hafi ekki mikinn áhuga á mannfólki al- mennt, en hann leggur sig eftir ungviðinu og hvað það hugsar og gerir. Og svo auðvitað pólitíkinni. Allt vænt sem vel er grænt. En þó ekki án röklegrar gagnrýni af bestu sort svo langskólagengnir hafa þar ekki roð við. Langir vetur og gnauðar af fjöllum og hafi; ekkert sjónvarps- tækjanna virkar að ráði, enda stopulir geislar svona langt út í ystu sveitir þrátt fyrir staðfastar greiðslur afnotagjalda og því eina ráðið að prjóna kynstrin öll af hnausþykkum lopavettlingum til að hlýja góðu fólki um fingur. Nú eða glugga í Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Uppáhelling og svörtu kaffinu rennt í þykkt glerglas í eldhúsinu á Sandbrekku, tóbak eða brunnin eldspýta í öðru munnvikinu, – kímni í hinu. Sagnaþulurinn ger- ist fjarrænn á svip, leggur hendur saman líkt og í bæn og greinir frá tófusporum handan við grafreit- inn, máríerlum í skemmunni, hvítri stóruglu með vængjasúg vestan við bæinn eða fálka að hrekkja rjúpukarra suður undan fjárhúsunum. Gestirnir hlusta í andakt uns þeir reika út úr reyk- mettuðu eldhúsinu saddir og sæl- ir af kaffi og kaupfélagsbakkelsi, tilbúnir að fanga með einhverjum hætti undur þessa umhverfis. Bóndi stendur við ána og horfir út eftir, til hafs þar sem sjórinn mætir stórfljótum, aldurhniginn og næstum samlitur móanum ef ekki væri fyrir pípuglóðina, köfl- óttu skyrtuna og bláu kollhúfuna. Kannski er hann að gá til veðurs í Dyrfjöllum handanheima og skyggnast eftir lagðprúðum fjár- stofni til að binda trúss sitt við þeim megin. Far í friði og þökk fyrir að treysta okkur fyrir sýn þinni á fíngerð blæbrigði náttúru og lands. Steinunn Ásmundsdóttir. Fallinn er frá höfðinginn Geir- mundur Þorsteinsson, bóndi á Sandbrekku, móðurbróðir Er- lendar. Minningarnar eru margar um kæran frænda, bónda, náttúru- barn og dýravin. Margir fjöl- skyldubíltúrar hafa verið farnir í sveitina að heimsækja Geirmund, börnunum okkar þótti alltaf gam- an að koma með, enda margt spennandi og skemmtilegt í sveit- inni. Káta tók brosandi á móti okkur á bæjarhlaðinu ef bóndi var inni. Sæist enginn hundur var keyrt austur að fjárhúsunum, því þar sem Geirmundur var þar var Káta. Svo var kíkt á kindurnar í fjárhúsunum, hjálpað til við sauð- burð, gegningar, smala- mennskur, fjárdrátt og alls kyns fjárrag hverrar árstíðar. Bóndi á ullarsokkum og gúmmískóm, með ullarhúfu á höfðinu, pípan eða eld- spýta í munninum. Svo var farið heim í bæ í kaffi. Margar sögur voru sagðar við eldhúsborðið, ófáir kaffibollar drukknir, bóndi hló og skríkti með glettnisblik í auga og camel- pakkinn var ekki langt undan. Þótt Geirmundur færi sjaldan af bæ fylgdist hann vel með málefn- um líðandi stundar og með sveit- ungum sínum, enda vinamargur og oft gestkvæmt á Sandbrekku. Hann hafði gaman af heimsókn- um, gaf sér góðan tíma í spjall ef tími var til frá sveitastörfunum, og stríddi gestum óspart. Hann hafði dálæti á börnum og dætur okkar fengu alltaf sömu spurn- inguna: „Ætlar þú ekki að vera ráðskona hjá mér í sumar?“ Í eldhúsglugganum var út- varpið og spilastokkur, máður af notkun. Í stofu lá kíkirinn úti í glugga, húsbóndastóllinn fyrir framan sjónvarpið og þar hjá lágu prjónarnir og lopinn. Það voru ófáir lopavettlingarnir sem Geir- mundur prjónaði, gaf eða seldi vinum og vandamönnum. Og eng- um var kalt á höndunum sem þessa vettlinga átti. Það er rétt um ár síðan Geir- mundur brá búi, felldi allar skepnur og flutti á Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum. Hann kom sér fyrir í stólnum sínum með prjónana sína, sáttur að loknu löngu ævistarfi sem bóndi á ættaróðalinu í grösugri og fallegri sveit undir Dyrfjöllunum. Um leið og við kveðjum kæran frænda rifjum við upp sönginn sem fjölskyldan söng alltaf í bíln- um á leið í sveitina: Sól á Sandbrekku, sól á Sandbrekku, svakalega brann ég, í sólinni á Sandbrekku. Erlendur og Þorbjörg. Geirmundur Þorsteinsson Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Akurgerði 21, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 28. október kl. 14.00. Kristjana Ragnarsdóttir, Tómas Ævar Sigurðsson, Kristín Svafa Tómasdóttir, Ólafur Rúnar Björnsson, Dísa Lind Tómasdóttir, Eyrún Sif Ólafsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Tómas Ævar Ólafsson, Silvía Sif Ólafsdóttir, Tómas Þórisson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR HERMANNSSON, Kópavogstúni 6, Kópavogi, lést sunnudaginn 9. október. Útför hefur farið fram að ósk hins látna. Við þökkum innilega vináttu, hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd. Með kærri kveðju til ykkar allra. Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðmunda Björk Óskarsdóttir, Sólveig Óskarsdóttir, Hallbjörn Kristinsson, Lísbet Ósk Karlsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Gísli Björn Björnsson, Óskar Ágústsson, Bergljót Þórðardóttir og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.