Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ✝ Jón Ólafssonfæddist í Ólafs- firði 25. desember 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku 12. október 2011. Foreldrar hans voru Ólafur Guð- mundssson sjómað- ur, f. 30. maí 1891, d. 1. mars 1977, og kona hans Sóley Stefánsdóttir, f. 8. maí 1897, d. 8. jan. 1973. Systkini hans eru: Stefán, f. 8. okt. 1920, d. 29. feb. 2004, Stefanía, f. 23. ág. 1922, d. 9. feb. 1923, Guðmundur, f. 18. des. 1923, Sigurrós Þórleif, f. 11. júlí 1929, d. 6. júní 1939, Aðalsteinn Sæmundur, f. 2. júní 1932, Sveinn Helgi, f. 2. júní 1932, d. 9. nóv. 1934, og Kristín, f. 5. júlí 1935. Þá ólst upp á skeið hjá fiskverkun Sæunnar í Ólafsfirði. Árið 1950 keyptu bræðurnir húsið Tjörn í Ólafs- firði og þar bjó hann ásamt Kristínu systur sinni fram á síð- asta ár. Óhætt er að segja að Jón hafi alla tíð borið einstaka virðingu fyrir þessu húsi, enda er það enn í dag eitt glæsileg- asta húsið í bænum. Síðustu ár- unum eyddi hann í að mála og lagfæra húsið og fannst honum aldrei nóg að gert. Jón tók mik- inn þátt í starfsemi Leikfélags Ólafsfjarðar og lék þar í fjölda leikrita. Hann var góður leikari og sýndi oft snilldartakta á fjöl- unum. Margir Ólafsfirðingar minnast hans með þakklæti fyr- ir túlkanir hans í hinum ýmsu verkum, eins og t.d. Þrem skálkum, Ólympíuhlauparanum og Tobaco Road, svo einhver séu nefnd. Útför Jóns fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 22. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. heimilinu myndlist- arkonan Sigurrós Þórleif Stef- ánsdóttir, f. 30. nóv. 1950. Jón ólst upp í foreldrahúsum á Ólafsfirði og stund- aði þar nám, og einnig lauk hann námi frá héraðs- skólanum í Reyk- holti í Borgarfirði. Jón stundaði margvísleg störf um ævina. Hann var árum sam- an til sjós, bæði á fiski- og millilandaskipum. Þá vann hann í mörg ár við versl- unarstörf bæði í Reykjavík og heima í Ólafsfirði. Hann var deildarstjóri í Kaupfélagi Ólafs- fjarðar um árabil og allt til þess tíma að kaupfélaginu var lokað. Þá vann hann um nokkurra ára Nú þegar sumarið hefur kvatt, og fyrsta haustlægðin að ganga yfir með hríðaréljum norðan- lands, kvaddi Jón frændi minn eftir skamma sjúkdómslegu á Hornbrekku. Margs er að minn- ast, allra góðu daganna sem við áttum saman. Hann var oft á sín- um yngri árum á Vatnsenda. Nonni og Bára Sæmundsdóttir frænka okkar voru á svipuðum aldri og brölluðu margt saman. Alltaf var nóg að gera, reka og sækja kýrnar, stússast í kringum ærnar vor og haust og ekki síst að sækja hestana. Ungur fór Nonni að stunda sjóinn og var þá fyrst á litlum trillum með Þorsteini Þor- steinssyni á Geir litla og fleiri bát- um. Á þessum árum fóru menn suður á land strax eftir nýár á vertíð og fór Nonni nokkrum sinnum þangað. Síðar meir fór hann á flutningaskipið Dísarfell eldra og kunni hann því starfi vel. Oft minntist hann þess tíma með ánægju og þar eignaðist hann góða félaga sem hann var síðar í sambandi við. Nonni var mikið snyrtimenni og lét ekki þau verk bíða, ef eitthvað þurfti að lagfæra eins og viðhald á húsinu Tjörn, þar sem hann bjó. Til að svo mætti verða komu þau þar einnig að verki systkini hans Kristín, Sæmundur og Halldór bróður- sonur hans. Húsið lítur nánast út eins og nýtt þó að rúm sjötíu ár séu síðan það var reist, sannkölluð bæjar- prýði, enda fengu hús og eigendur viðurkenningu fyrir nokkrum ár- um vegna góðs viðhalds og snyrti- legrar umgengni. Um miðja síðustu öld var Leik- félag Ólafsfjarðar stofnað og var Jón kosinn fyrsti formaður þess. Hann hafði mikinn áhuga á leik- starfsemi og öllu sem viðkom henni. Áður en Leikfélagið var stofnað voru leikrit sett á svið öðru hvoru, þó að húsnæðisskort- ur háði starfseminni mikið, og var Nonni þar fremstur í flokki. Eftir að félagsheimilið Tjarnarborg var byggt stórbætti það aðstöðu áhugafólksins við leiksýningar. Allt var þetta sjálfboðavinna og reyndi hver að leggja sig fram svo að sýningar gætu tekist sem best. Þegar Nonni tók eitthvað að sér þá var það framkvæmt af miklum áhuga og nánast ekkert annað komst að meðan á því stóð. Það var ekki alltaf auðvelt að útbúa leikskrár og aðgöngumiða. Hann útbjó stundum aðgöngumiða og notaði stimpilpúða þannig að hann skar þá út í gólfdúk og stimplaði á pappír. Hann lærði hlutverk sín á þann hátt að hann gekk um gólf og þuldi hlutverkið upphátt. Eftir að farið var að sýna í Tjarnarborg tók hann þátt í mörgum sýningum og var jafnvel farið með suður og sýnt í Iðnó. Til dæmis Tobacco Road sem fékk góða dóma í blöðum. Síðastliðinn vetur voru fimmtíu ár frá stofnun Leikfélagsins og þá voru settir á svið hlutar úr gömlum sýningum. Jón var þar heiðursgestur á frum- sýningunni og var þakklátur fyrir það að geta verið þar þó að heils- an væri ekki upp á það besta. Jón hélt heimili á Tjörn með Kristínu systur sinni. Stefán bróðir þeirra bjó einnig á Tjörn. Eftir að hann og bræður þeirra Guðmundur og Sæmundur urðu ekkjumenn nutu þeir ómældrar aðstoðar Stínu. Hjá þeim systk- inum var oft glatt á hjalla, en einnig var tekist á um þjóðfélags- málin. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Ég sit við stofugluggann á efstu hæðinni á Tjörn. Það er stjörnubjart kvöld, drifhvít fjöll og tunglskin. Þetta er eins og leiksvið og Nonni frændi er að kveðja. Hann hefði eflaust verið mér sammála að þetta væri feg- ursta sviðið. Fjörðurinn okkar í sinni fegurstu mynd. Þegar ég lít til baka þá finnst mér það forrétt- indi að hafa alist upp á Tjörn frá fimm ára aldri í þessu stóra fjöl- skylduhúsi. Mundi og fjölskylda á neðstu hæð, amma, afi, Stína, Nonni og Sæmi á miðhæð og pabbi, mamma og ég á efstu hæð. Það var oft glatt á hjalla, mikið spilað og margt brallað. Eftir að ég flutti suður og eign- aðist mína fjölskyldu komum við öll sumur og mörg jól í heimsókn og fengu dætur mínar mikla væntumþykju frá öllu skyldfólk- inu og var Nonni frændi stór þátt- ur í því. Hann var mikill æringi og léttur í lund og þegar þeir bræður hann og Sæmi náðu sér á strik gat maður búist við ýmsum skemmti- legum uppákomum. Nonni var leikari af guðs náð. Ég sagði oft við hann: Þú hefðir átt að fara í leiklistarskóla. Hann lék í ófáum leikritum í Ólafsfirði og meðal annars sýndi hann snilldartakta í Tobacco Road sem leikfélag Ólafsfjarðar sýndi í Iðnó, enda fékk hann frábæra dóma í blöðunum og þá fylltist maður miklu stolti af frænda sín- um. Ég gæti nefnt mörg leikrit þar sem hann er mér ógleyman- legur úr gamla samkomuhúsinu þegar ég var krakki. Nonni var árum saman í milli- landasiglingum á Dísarfellinu. Hann hafði mjög gaman af að segja frá mörgu sem skeði í þeim ferðum og fór hann þá á flug í skemmtilegri frásögn. Þau ár sem Nonni var á Dísarfellinu fór ég oftast og náði í hann um borð og stelpunum mínum þótti ekki leið- inlegt að fá hann í heimsókn. Allt- af kom hann færandi hendi og stelpurnar mínar muna vel finnska konfektið, sem var kannski ekki alveg fyrir börn. Eitt sinn kom hann að nóttu til í land og vissi að bílskúrsdyrnar voru ekki alltaf læstar heima hjá okkur. Ég vaknaði við að þær voru opnaðar og hélt að innbrots- þjófur væri kominn. Hann lædd- ist upp stigann, opnaði svefnher- bergisdyrnar, kíkti inn og sagði: Sóley, ertu vakandi? Mér létti mjög þegar ég sá að þetta var hann. Nonni var mikill snyrtipinni. Hann vildi hafa fínt í kringum sig og er Tjörn talandi dæmi um það. Alltaf verið að mála og lagfæra og þar kom Daddi frændi sterkur inn hin síðari ár og keyptum við vinnulyftu til að létta málningar- vinnuna á húsinu. Ég vil þakka öllu því frábæra starfsfólki á Hornbrekku sem studdi hann síðasta spölinn. Hann mat það mikils. Þakka þér fyrir að hafa verið góður frændi. Sóley Stefánsdóttir. Að leiðarlokum koma margar minningar upp í hugann og þegar við minnumst Nonna frænda þá munum við að það var alltaf jafn gaman að fá hann til okkar í Fögrubrekkuna þegar hann kom að norðan og líka þegar hann kom af Dísarfellinu. Eftir að hann byrjaði þar var hann eins og jóla- sveinninn, kom færandi hendi m.a. með skinku, lifrarkæfu og að ógleymdu namminu í háu kössun- um með víninu, sykrinum og súkkulaðinu. Nonni frændi var einstaklega góður frændi sem gaukaði alltaf einhverju að fjölskyldumeðlimum þegar heimsóknum í fjörðinn lauk. Honum fannst svo gaman að fá líf í risið á Ólafsveginum þegar hersingin úr Kópavoginum mætti. Húsið okkar Tjörn var hans líf og yndi. Hann var alltaf með pensil í hendi, hangandi í stiga að mála eða eitthvað að dytta að. Stundum reyndi hann að láta okkur gera eitthvert gagn eins og að henda í hann „drusl- unni“ og ef maður hafði áhuga þá borgaði hann tíkall á hvern fífil sem maður tíndi í garðinum því þá vildi hann alls ekki sjá á blettin- um. Garðurinn er alltaf eins og lystigarður og sá hann um að slá grasið og voru boltar ekki sér- staklega vinsælir sem reyndist fótboltafólkinu í fjölskyldunni mjög erfitt. Stundum var þó stol- ist út með boltann þegar við viss- um að Nonni væri hvergi nærri. En eftir því sem árin liðu var þó baráttan töpuð þegar drengirnir bættust í hópinn því Guðmundur, Sigurjón og Viljar höfðu frænda alveg í hægri vasanum og horfði hann í gegnum fingur sér með boltaförin. Nonni var einstaklega barn- góður og sá maður hann ósjaldan veltast um stofugólfið með krökk- unum og selnum Kobba. Hann var stríðnispúki af guðsnáð, enda með viðurnefnið Nonni stríðnis- púki, og ekki leiddist honum þeg- ar hann hitti á veika bletti hjá okkur. Hann var frábær leikari og naut sín á sviðinu og hefði án efa unnið glæsta sigra á því sviði ef hann hefði lagt leiklistina fyrir sig. Við systurnar nutum góðs af þessu þegar hann las fyrir okkur og sagði sögur á svo eftirminni- legan hátt. Við kveðjum ástkæran frænda sem alltaf hefur átt svo stóran hlut í hjarta okkar. Það verður án efa skrýtið að koma á Tjörn og að þar taki ekki á móti okkur skemmtilegi frændinn sem átti engan sinn líka. Hvíl í friði, elsku Nonni stríðn- ispúki. Sigrún og Sunna. Hann Nonni var frábær frændi. Hann var stríðinn og mjög fyndinn. Alltaf þegar ég vaknaði í Ólafs- firði þegar það hafði snjóað var hann úti að moka snjóinn burt af planinu. Hann var ekkert voðalega ánægður með að ég spilaði fót- bolta á grasinu en hann leyfði mér það samt. Ég á eftir að sakna þín elsku Nonni og það verður tómlegt að koma á Tjörn þegar þú verður ekki þar. Þinn Guðmundur. Nonni var indæll maður. Hann grínaðist mikið og var alltaf hress. Hann var mjög glaðlyndur og fyndinn. Hann stríddi okkur mikið og honum fannst það bara fyndið og okkur líka. Þegar við vorum litlar fór hann alltaf með okkur út á tjörn að gefa öndunum brauð. Þegar við komum til hans þá gaf hann okkur alltaf súkku- laði og þegar við fórum frá Ólafs- firði gaf hann okkur 1000-kall. Nonni var mjög barngóður og fannst gaman að leika við krakka. Hann var besti frændi sem við höfum átt og við munum alltaf muna eftir honum. Ljóð um Nonna. Nonni var góður kall, gerði með okkur drullumall. Hann bjó á Ólafsfirði, en það var þess virði. Alltaf var hann léttur í lund, og fór stundum í sund. Bestu kveðjur. Þínar frænkur, Iðunn og Telma. Mikið var skemmtilegt að hafa Nonna frænda í lífi okkar systra. Þegar við minnumst hans nú þá er aðeins hægt að brosa því Nonni kom okkur alltaf til að hlæja og hrekkti okkur eins og honum var einum lagið. Stríðn- ispúkinn í okkur systrum er sennilega fenginn frá Nonna og hann gerði svo margt okkur til skemmtunar. Hann elti okkur upp stigann á Tjörn þangað til við komumst ekki lengra upp stigann vegna hláturs. Setti fjólubláu kló- settrúlluhettuna hennar Stínu á hausinn á sér og grínaðist. Grínið stóð í mörg ár þar á eftir. Hann leyfði okkur að leika við Kobba og sagði okkur söguna um hvernig hann komst í þeirra hendur en alltaf var farið varlega að Kobba. Svo má ekki gleyma sykurmola- átinu en þegar hann settist niður og fékk sér kaffi þá voru okkur alltaf boðnir nokkrir dropar í bolla til þess eins að setja molana Jón Ólafsson Þjónusta allan sólarhringinn Íslenskar kistur og krossar Hagstætt verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, tengdasonur og afi, FRANKLÍN FRIÐLEIFSSON, Nónhæð 1, Garðabæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtu- daginn 20. október. Útförin verður auglýst síðar. Heiðbjört Harðardóttir, Sólveig Franklínsdóttir, Ernir Kr. Snorrason, Valgerður Franklínsdóttir, Andri Már Ingólfsson, Halla Ágústsdóttir, Franklín Ernir, Alexander Snær og Viktor Máni. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN ÆGIR NORÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, andaðist þriðjudaginn 18. október. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. október kl. 15.00. María Þóra Benediktsdóttir, Gísli Páll Jónsson, Ágúst Norðfjörð Jónsson, María Ágústsdóttir, Gróa Norðfjörð Jónsdóttir, Sunneva Sif Ingimarsdóttir, Salvör Norðfjörð Ágústsdóttir. ✝ Okkar ástkæra AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR sérkennari lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 20. október. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Hauksson, Sylvía Ingibergsdóttir, Þórður Hauksson, Kristjana Fenger, Magnús Hauksson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Gerður Sif Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, HELENA ÁSA MARÍA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garða- bæ mánudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 26. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktar- og líknarfélög. Hafsteinn Ágústsson, Logi Helgason, Kerry María Ágústsson, Helena Fawn Ágústsson, Rachel Kim Ágústsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, bróðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrum vegaverkstjóri frá Drangsnesi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánu- daginn 17. október, verður jarðsunginn frá Drangsneskapellu laugardaginn 29. október kl. 14.00. Valgerður G. Magnúsdóttir, Ásbjörn Magnússon, Guðmundur B. Magnússon, Guðrún Guðjónsdóttir, Sigríður B. Magnúsdóttir, Arinbjörn Bernharðsson, Ester Friðþjófsdóttir, Sigurgeir H. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. október. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill. Sigríður Inga Svavarsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Halldór Svavarsson, Jósefína V. Antonsdóttir, Garðar Flygenring, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.