Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ✝ Guðrún Re-bekka Krist- insdóttir fæddist í Ólafsvík 16. októ- ber 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12.októ- ber 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Þorsteinsdóttir frá Fögruvöllum, Hell- issandi, f. 23. mars 1912, d. 24. júlí 1987 og Kristinn Jóhannsson frá Ósi í Kálfsham- arsvík f. 13. júní 1922, d. 9. nóv- ember 2002. Systkini Guðrúnar Rebekku samfeðra eru: Guðrún Hrönn, Ingibjörg Elfa, Óskar Þór, Finnur Sigvaldi og Guð- björg Vera. Árið 1970 giftist Guðrún Rebekka Höskuldi Ey- þóri Höskuldssyni bifreið- arstjóra f. 30. ágúst 1942. For- eldrar hans voru Höskuldur Pálsson frá Höskuldsey f. 15. ágúst 1911, d. 28. apríl 1982 og Kristín Guðrún Níelsdóttir frá Sellátri f. 16. mars 1910, d. 25. maí 1986. Dætur Guðrúnar og Höskuldar eru 1) Brimrún, grunnskólakennari, f. 24. októ- ber 1966, gift Ragnari Arn- arsyni flugstjóra f. 5. febrúar hanna móðursystir hennar með son sinn Anton. Ólust Guðrún Rebekka og Anton upp saman sem systkini. Eftir landspróf frá skólanum í Stykkishólmi stund- aði Guðrún Rebekka aðallega verslunarstörf, en vann einnig sem talsímakona bæði á Hellis- sandi og í Stykkishólmi. Haustið 1963 fór hún til Danmerkur á húsmæðraskólann Als Hus- holdningsskole og vann síðan í Danmörku í nokkurn tíma eftir það. Fljótlega eftir heimkomuna fluttist hún, ásamt móður sinni, til Stykkishólms þar sem hún hóf búskap með Höskuldi Ey- þóri. Guðrún Rebekka hóf störf í Búnaðarbankanum í Stykk- ishólmi árið 1985 og síðar í Reykjavík eftir að hún fluttist þangað árið 1993. Hún starfaði síðustu ár sem þjónustufulltrúi hjá Arion banka þar til hún varð að láta af störfum vegna veik- inda í byrjun árs 2010. Guðrún Rebekka var virk í félagsmálum í Stykkishólmi. Hún starfaði í mörg ár með Rauða krossdeild- inni og var ein af stofnendum Aftanskins félags eldri borgara á staðnum. Þá tók hún þátt í nokkrum sýningum leikfélags- ins Grímnis og var félagi í JC. Hún var mikil áhugakona um garðrækt og hafði yndi af hvers kyns ræktun. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, laug- ardaginn 22. október 2011 og hefst athöfnin kl. 14. 1964. Dætur þeirra eru: Kristrún Heiða f. 29. september 1992, Hugrún Lilja f. 29. apríl 1997 og Guðrún Rebekka f. 14. nóvember 2001. 2) Heiðrún, deild- arritari, f. 30. jan- úar 1970, gift Guð- jóni P. Hjaltalín, verslunarstjóra, f. 2. mars 1969. Börn þeirra eru: Rebekka Sóley f. 27. mars 1989, unnusti hennar er Kristján Lár Gunnarsson f. 30. september 1983, Höskuldur Páll f. 9. júní 1993, Gunnar Kári f. 18. júní 2001 og Rakel Birta f. 12. október 2010. 3) Kristín, leik- skólakennari, f. 5. nóvember 1971, gift Sverri Erni Björns- syni, lögfræðingi, f. 27. júní 1971. Börn þeirra eru: Agnes Lára f. 9. október 2002, Krist- ófer Helgi f. 30. apríl 2005, Snæ- björn Atli f. 13. september 2009. Guðrún Rebekka og Höskuldur Eyþór skildu árið 1984. Guðrún Rebekka ólst upp hjá móður sinni, á heimili ömmu sinnar og afa, Pétrúnar og Þorsteins á Fögruvöllum á Hellissandi. Auk þeirra voru þar til heimilis Jó- Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu ástkærr- ar móður. Brimrún, Heiðrún og Kristín. Lífið er óskrifað blað án minninganna. Einu sinni voru tvær ungar konur sem áttu von á sínu fyrsta barni og héldu að allur heimurinn væri þeirra og framtíðin væri óendanleg. Þeg- ar Höskuldur bróðir minn eign- aðist hana Gógó fyrir unnustu og eiginkonu var ég, litla systir hans, afar heppin. Hún kom í fyrstu heimsóknina til okkar á jóladag, á Bókhlöðustíg 9, þar sem var heimili foreldra minna. Mér er það ákaflega minnis- stætt, því að sólin kíkti upp fyr- ir Kerlingarskarðið og sendi sólargeisla á þilið í stofunni ein- mitt þennan dag og mamma mín gladdist svo yfir því að sjá sól- ina sem hafði verið í felum um sinn. Þau mamma og pabbi elsk- uðu Gógó mikið, enda reyndist hún þeim afar vel og var þeim eins og dóttir. Við Gógó náðum vel saman frá fyrstu kynnum. Og svo síðar þegar við gengum með frumburðina okkar var sambandið mikið. Þegar ég var búin að eiga Alla minn í byrjun júlí 1966, og bjó í Reykjavík, kom Gógó og var mér til halds og trausts. Hvorug okkar hafði vit á ungbörnum og því varð hann svona tilraunabarnið okk- ar. Allt var gert eftir klukkunni og bleikum pésa frá Heilsu- verndarstöðinni. Við hlógum oft að því síðar að þegar dreng- urinn fór út í fyrsta sinn, dúð- aður ofan í vagn, var tíminn tek- inn og strákur inn eftir korter, því það var tíminn samkvæmt bókinni. Og vatnið var mælt svo það væri ekki of heitt og annað eftir þessu. En ég held nú að Brimrún hafi notið góðs af þess- ari tilraunastarfsemi þegar hún fæddist. Aldrei gleymdum við heldur stundunum í Sellátri þegar við vorum þar með pabba í heyskap og með þau lítil. Við vorum þarna í nóttlausri veröld og fannst eins og við værum komn- ar aftur í aldirnar, börnin skítug og yndisleg og við líka og samt var allt svo gott. Enginn reynd- ist mér betur þegar ég þurfti að fá hjálp með Höskuld minn litla þegar ég þurfti að sinna vinnu. Þá átti hann alltaf skjól hjá Gógó, enda passaði Heiðrún frænka hann oft og mikið. Síðar þegar þau Gulli slitu samvistum lét ég hana vita að ekki væri ég að skilja við hana. Svo áttum við sögu með saumaklúbbnum okk- ar, sem hefur þurft margt að þola á síðasta árinu. Ég minnist ekki á starfsfer- ilinn hennar, en hann var far- sæll og hún vel liðin í sínu starfi. Endalausar minningarnar flæða fram, en allt gott tekur enda. Engin orð á ég til að lýsa hetjuskapnum sem hún hefur sýnt þennan tíma sem sjúkdóm- urinn hefur herjað á hana. Ég var heppin að fá að eiga með henni stund mánudaginn áður en hún dó. Enginn ótti var hjá henni gagnvart vistaskiptunum, aðeins vegna þeirra sem hún skildi eftir. Hún minntist líka á það að hún ætlaði að liggja í röðinni í kirkjugarðinum hjá þeim mömmu sinni og þeim pabba og mömmu minni. Elsku Brimrún mín, Heiðrún og Kristín og fjölskyldurnar ykkar, alla þá samúð og kærleik sem ég á sendi ég ykkur. Og líka til hans Gulla bróður míns, því að þó að þau væru skilin slitnaði aldrei þráðurinn á milli þeirra og hann saknar sárlega vinar í stað. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Guðrún Rebekka Kristins- dóttir, uppáhaldsfrænka mín, er fallin frá. Á Fögruvöllum á Snæfellsnesi ólst hún upp með móður sinni Guðrúnu, afa Þor- steini, ömmu Pétrúnu, Jóu frænku, Tona og öllum hinum sem bjuggu á hinu mannmarga heimili á Hellissandi. Gógó var dóttir Gunnömmu sem alltaf var kölluð svo af okkur krökkunum, en Gunnamma var elsta systir móður minnar Aðalheiðar. Við Gógó vorum því systradætur þó á milli okkar væru ríflega 20 ár. Mamma og Gógó voru alla tíð afar nánar og þegar mamma féll frá rétt ríflega fimmtug að aldri reyndist Gógó mér sem önnur móðir. Það kom í hennar hlut að segja mér þá barni að aldri frá andláti móður minnar og hún hefur alltaf staðið við hlið mér í gleði og sorg. Gógó frænka bjó mín uppvaxtarár í Stykkishólmi með fjölskyldu sinni og Gunn- amma bjó alla tíð á heimili henn- ar í Hólminum enda einstakir kærleikar með þeim mæðgum. Á hverju sumri fórum við fjöl- skyldan í Hólminn, fyrst á Bakka en síðan á Silfurgötu 45 þar sem Gógó bjó þar til hún flutti til Reykjavíkur. Sumar- minningar úr Hólminum eru sveipaðar ævintýrablæ þar sem okkur krökkunum var nánast leyft allt, allavega í minning- unni, og Gógó var húsmóðirin á heimilinu. Þegar mömmu naut við voru ófáar ferðirnar farnar út í Sellátur og um Snæfells- nesið. Þær vinkonur og frænkur nutu sín saman á heimaslóðum og er afar eftirminnileg ferð sem við fórum árið 1976 á Mal- arrif, Hellissand og víðar. Það var tekið hús á alls kyns fólki og kynlegir kvistir heimsóttir. Er þetta ein síðasta minning sem ég á um mömmu og Gógó frænku saman. Þessi ferð hefur oft verið rifjuð upp á góðum stundum og mikið hlegið. Sum- arið ’79 fór ég í mína fyrstu ut- anlandsferð með Gógó í lúðr- arsveitarferðalag Lúðrasveitar Stykkishólms til Noregs og Danmerkur. Brimrún elsta dótt- ir Gógóar og frænka mín spilaði í hljómsveitinni og ég fékk að fara með. Í þessari ferð reiddist Gógó mér í fyrsta og eina sinn. Við tókum ferju milli Noregs og Danmerkur þegar við Brimrún stungum af með tveimur dönsk- um unglingsstrákum á diskótek á ferjunni. Svo mikið fauk í Gógó að hún nánast tók mig upp á eyrunum eftir atvikið sem mér fannst algerlega óskiljanlegt og afar ósanngjarnt af henni. Við Brimrún vorum hins vegar bara þrettán og fjórtán ára og ég sem átti frumkvæðið að þessu stroki átti auðvitað bara skammir skildar enda byggðust þær um- vandanir á ást og umhyggju. Minningarnar um kæra frænku eru óteljandi. Gógó brosandi í garðinum á Silfurgöt- unni, Gógó á Amasóninum að fara með stútfullan bíl af krökk- um að veiða í Selvallavatni. Gleði hennar þegar ég sagði henni frá því að ég ætti von á barni, stolt hennar yfir frama mínum í stjórnmálum og áhyggjur síðar meir þegar á móti blés. Með andláti hennar deyr hluti af mér en ég þakka kærri frænku allt sem hún var mér. Hún fallega, skemmtilega, hlýja, glæsilega og góða frænka mín er farin. Brimrúnu, Heiðrúnu og Stínu sendi ég mínar samúðarkveðjur og veit að minning kærrar móð- ur mun lýsa þeim alla tíð. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir. Á sumrin fórum við fjölskyld- an saman í Stykkishólm til Gógóar frænku. Þar var alltaf gott veður. Mikil og stöðug veiði stórurriða í Selvallavatni. Hópur krakka að leika við frá morgni til kvölds. Brekkur bláar af berjum, líka snemmsumars. Og Breiðafjörðurinn var alltaf speg- ilsléttur þegar við sigldum út í Sellátur þar sem borgar- barnanna biðu ævintýrin; brennimarglyttur, árabátar og óravíddir. Þetta var heimur Gógóar frænku, Gunnömmu og fjölskyldu. Gógó var frænkan okkar. Við vorum hjá henni á sumrin. Hún var hjá okkur þeg- ar mamma dó, þegar við fermd- umst, þegar pabbi var lasinn, þegar við útskrifuðumst, þegar við giftum okkur, þegar við skírðum. Harmur fyllir huga hryggð í laufum trjáa hrím á köldum degi Ævi þína og iðju ótal vinir muna ást og hlýju eina Guðrún Rebekka Kristinsdóttir Dag einn um haust kom Anna Þóra frænka mín heim, og það til frambúðar. Þaðan í frá lagðist hún til hvílu á staðnum sem var henni kær, æskustöðvunum heima í Álftártungu. Nú eru liðn- ir tæpir tveir mánuðir frá því að Anna féll frá svo skyndilega en þann dag tók sumri að halla. Um það leyti renndi ég við í Sæluhornið hennar einn og gekk hægum skrefum að hjólhýsinu. Ég settist í stólinn á litla pallin- um og allt umhverfis voru sum- arblóm sem hafði svo nærgætn- islega verð plantað. Grænmeti lá undir akrýldúk sem var eins og dúnsæng breidd yfir sofandi barn. Þessi umgengi benti til þess að hér var á ferð kona sem unni svo mörgu og var hamingju- söm á þessum stað. En það var svo undarlegt að vera þarna. Kústurinn lá upp við grindverkið eins og hann hefði verið skilin eft- ir í miðjum klíðum. Það var eins og Anna hefði bara skroppið frá eitt augnanlik, en í raun voru þetta merki um hennar síðustu handtök í þessu lífi. Anna var rík kona og hún vissi vel af því. Hún notaði hvert tæki- Anna Þóra Pálsdóttir ✝ Anna ÞóraPálsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1939. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 31. ágúst 2011. Útför Önnu fór fram 9. september 2011. færi til að lofsama afkomendur sína þannig að maður sá stoltið í augum hennar. Það er til marks um hversu mikils virði fjöl- skyldan var henni hversu sárt hennar er saknað. Og þar er ekki aðeins átt við dætur hennar, ömmubörn og lang- ömmubörn, heldur við öll systk- inabörnin sem eru nú á áttunda tug talsins. Gæska hennar og um- hyggja náði til okkar líka. Oft var hún með þeim fyrstu sem óskuðu mér til hamingju með áfanga í líf- inu en Anna þráði að okkur myndi vegna vel í hverju sem við tækjum fyrir hendur. Hún var líka stolt af því hversu vel okkur kemur saman og hversu mikil samstaða er innan fjölskyldunnar frá Álftártungu. Þetta fann mað- ur þegar Anna heilsaði. Kveðja með kossi og spurningar um hvað á daga manns hefði drifið gaf manni það á tilfinninguna að þarna væri einhver sem þætti vænt um mann. Laugardag einn í október kom Anna heim í hinsta sinn eins og áður sagði. Undanfarið hafði Anna verið tíður gestur heima í Álftártungu hjá ömmu þar sem ég hitti hana svo oft. Nú verða þeir endurfundir víst ekki fleiri, en maður er þakklátur fyrir kynni af konu sem bar svo mikla væntumþykju. Kynni sem byrj- uðu þegar ég kom í þennan heim. Sigursteinn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar yndislegu HJÖRDÍSAR LINDU JÓNSDÓTTUR. Ástvinir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, BJÖRNS THOMASAR VALGEIRSSONAR arkitekts, Laufásvegi 67, Reykjavík. Stefanía Stefánsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásgeir Bragason, Dagný Björnsdóttir, Skúli Gunnarsson, Valgerður H. Björnsdóttir, Jón H. Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn, Björg Valgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA KRISTJÁNSSONAR, Keldulandi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar, Kópavogi. Gísli Már Gíslason, Sigrún Sigurðardóttir, Halldóra Gísladóttir, Eiríkur Líndal, Anna Gísladóttir, Kjartan Örn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR frá Vopnafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut 27, Deild A-6 Landspítala Fossvogi og líknardeild L-5 Landakoti. Guð blessi störf ykkar. Svanhildur Sigurjónsdóttir, Hreinn Sveinsson, Sigurjón Hreinsson, Sif Melsteð, Guðmundur Hreinsson, Ragna María Ragnarsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra GUÐJÓNS BJARNASONAR, Snælandi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda 11B, 13G, 10K og 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnur Jónasdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Þórhallur Vigfússon, Daníel Þórhallsson, Elísabet Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.