Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Með Páli Hersteinssyni er fall- inn í valinn fyrir aldur fram einn þekktasti náttúrufræðingur þjóðarinnar. Páll var hámenntaður við fræga háskóla eins og Dundee í Skotlandi en þaðan var greiður aðgangur að frægustu og eftir- sóttustu háskólum Bretlands, eins og Cambridge og Oxford, og stundaði Páll nám við þá báða, en skrifaði doktorsritgerð frá þeim síðari. Að námi loknu varð hann Veiðistjóri Íslands og sá um allar tegundir villtra spendýra. Helsta rannsóknarefni hans var íslenski refurinn og lifnaðarhættir hans frá því að refurinn kom til lands- ins fyrir tólf þúsund árum. Við lát sitt var hann að skrifa bók um refinn í Norðurálfu ásamt sænsk- um kollega. Við ritstýrðum þremur bókum saman og Páll var ritsnillingur. Önnur hlið á starfi hans var vistfræði Þingvallavatns og vatnasvið þess. Við hófum sam- starf fyrir aldarfjórðungi og Páll skrifaði um spendýrin í hinni klassísku bók okkar á ensku frá 1992 sem skipaði Þingvallavatni og vatnasviði þess í hóp best könnuðu vatna heims með þátt- töku 50 manns og sjálfboðavinnu á við þrjár Sogsvirkjanir. Tíu ár- um síðar gáfum við út á íslensku bók um Þingvallavatn: þjóðar- gersemina, sem myndar ramm- ann um hið forna Alþingi, elsta þjóðþing Evrópu. Bókin er sér- stæð fyrir þá sök að hún lýsir öllu vistkerfinu í heild frá hitageislun, efnafræði, þörungum í refi (sem rándýr vatnasviðsins) – alls með yfir 300 tegundum jurta og dýra. Páll ritstýrði þessari bók með mér af mikilli snilld, enda hlutum við viðurkenningu þjóðarinnar fyrir með Íslensku bókmennta- verðlaununum 2002. Árið 2004 var allt vatnið friðað af UNESCO og meirihluti vatna- sviðsins fyrir alheim sem aðeins eitt af þremur vötnum heims. Páll náði að ritstýra með undir- rituðum fjórðu bók okkar um vatnið, sem er á ensku og kom út á þessu ári. Þar er fundið elsta dýr Íslands 20 milljón ára gamalt ásamt 10 innlendum dýrum, sem hvergi finnast annars staðar en á Ís- Páll Hersteinsson ✝ Páll Her-steinsson fædd- ist í Reykjavík 22. mars 1951. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 13. október 2011. Útför Páls fór fram frá Graf- arvogskirkju 21. október 2011. landi. Þingvallavatn er eina þekkta vatn á heimsvísu, sem hýsir fjórar bleikju- gerðir. Auk þess fundust níu vest- rænar tegundir, sem Evrópubúar aldrei hafa séð. Okkur tókst að gera Þingvallavatn að Galapagos Norður- Atlantshafsins. Erlendis var Páll mikilsvirtur sem fræðimaður og sem dæmi má nefna að hann var kosinn meðlimur í „Det Kgl. Danske Videnskabernes Selskab“, þar sem aðeins örfáir vísindamenn eru kosnir meðlimir. Vaxandi hróður hans sem kennari og leiðbeinandi leiddi stöðugt til vaxandi hóps nemenda og sýndi hæfileika hans á þessu sviði. Ég sakna hinnar jákvæðu gagnrýni hans, sem ávallt var að leysa vandamálin á heilladrjúgan hátt. Megi hróður hans vaxa meðal íslensku þjóðarinnar. Ég votta Ástu konu hans, Margréti móður hans og fjöl- skyldu innilega samúð mína. Pétur M. Jónasson próf. Kaupmannahöfn. Páll var ein af mikilvægustu manneskjunum í mínu lífi og kenndi mér margt umfram það sem nemandi getur búist við af leiðbeinanda. Í mínum huga var Páll stórmenni, góður fræðimað- ur og mikill mannvinur. Í Há- skólanum var hann vinsæll kenn- ari enda bar hann virðingu fyrir nemendum sínum og reyndist ráðagóður þegar leitað var til hans með ýmis verkefni. Sumarið 1998 vorum við Hólmfríður Sig- þórsdóttir ráðnar til að dvelja sumarlangt í Hlöðuvík á Horn- ströndum. Um var að ræða sam- starfsverkefni Páls og Náttúru- stofu Vestfjarða. Þetta sumar störfuðum við Hólmfríður náið með Páli og kynntumst honum nokkuð vel. Við fórum í daglang- ar göngur um nágrenni Hlöðu- víkur og könnuðum náttúru og dýralíf á þessu stórbrotna svæði. Páll kenndi okkur að hlusta á hljóð dýranna og fylgjast með at- ferli þeirra. Hann kenndi okkur að þekkja fugla og plöntur og átta okkur á samspili gróðurs og dýralífs í þessu litla vistkerfi. Páll kenndi okkur líka mikilvægi þess að vera nákvæmur og að skrá allt sem fyrir augu ber. Við lærðum ekki bara að vinna við vettvangsrannsóknir, einnig að bera virðingu fyrir náttúrunni, dýrum og ekki síst fólki. Á þessum stundum var oft mikið hlegið og minnstu uppá- komur urðu að stórskemmtileg- um viðburðum þegar þær voru settar í sögulegt samhengi. Við Hólmfríður munum geyma þess- ar stundir í hjarta okkar og höf- um líklega báðar notað sem efni- við í góða kvöldsögu fyrir börnin. Mér er þetta sumar alltaf minnisstæðast en frá þessum tíma hef ég unnið með Páli í ýms- um verkefnum. Hann var aðal- leiðbeinandi í rannsóknarverk- efni mínu og sinnti því hlutverki með prýði. Alltaf kom hann fram við alla af sömu prúðmennskunni og vann af fagmennsku og sam- viskusemi, sama hvort um var að ræða að leiðbeina nemanda eða fjalla um mál fyrir opinbera aðila. Eins og mörgum er kunnugt átti Páll hugmyndina að Mel- rakkasetri Íslands. Ég er ein þeirra sem áttu þátt í að koma hugmyndinni í framkvæmd og af- ar þakklát fyrir handleiðslu Páls í öllu því ferli. Hann var að von- um stoltur þegar hann stóð í pontu við opnun þess í júní 2010 og var tilnefndur Verndari set- ursins, titill sem hann bar með rentu. Fjölskylda mín kynntist Páli á þessum árum og þótti okkur öll- um mjög vænt um hann. Dætur mínar litu mjög upp til hans og þegar Páll og Ástríður komu til okkar í Álftafjörðinn sl. ágúst þá buðu þær þeim stoltar upp á dýr- indis kvöldverð. Í þessari heim- sókn fórum við þrjú saman, ég, Páll og Ásta, í gönguferð inn að Valagili í botni Álftafjarðar í al- veg dásamlega fallegu veðri. Þessi gönguferð er mér efst í minningunni núna þegar ég hugsa til baka. Ég mun sakna hans mikið, sem lærimeistara, ráðgjafa og vinar sem var mér kær. Ég og fjölskylda mín vottum Ástu, Her- steini, Páli Ragnari, Margréti og Ingu ásamt öðrum aðstandend- um samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan mann lifir áfram. Ester Rut Unnsteinsdóttir og fjölskylda. Kær vinur og starfsfélagi til áratuga er látinn. Við hittumst fyrst fyrir aldarþriðjungi á Líf- fræðistofnun Háskólans. Rann- sóknir á rándýrum voru sameig- inlegt áhugamál þannig að ekki skorti umræðuefnin á þessum fyrsta fundi okkar. Þessi snagg- aralegi, ljóshærði piltur var ný- kominn í bæinn norðan af Ströndum. Þar hafði hann merkt refi með senditækjum og fylgt þeim eftir með tækni sem vís- indamenn erlendis voru nýlega farnir að nota til að rekja slóðir og rannsaka atferli dýra. Páll varð brautryðjandi slíkra rann- sókna hér á landi. Niðurstöður Páls juku fljót- lega skilning vísindanna á mel- rakkanum, eina spendýrinu sem lifði á þurrlendi þegar menn námu hér land. Og Páll var stöð- ugt að bæta við þekkinguna á þessu harðgera en oft umdeilda dýri, allt fram á síðasta dag. Til marks um þann hljómgrunn sem niðurstöður Páls hlutu má nefna að fljótlega rötuðu upplýsingar um óðalshegðun og notkun óðala í Ófeigsfirði inn í virtar kennslu- bækur í dýravistfræði. Slík við- urkenning er fágæt og segir sitt hvaða þýðingu rannsóknir Páls höfðu haft. Skömmu fyrir jólin 1982 hafði Páll um það forgöngu að undir- ritaður kynnti steinmarðarrann- sóknir í Þýskalandi í villidýra- deildinni í Oxford þar sem Páll dvaldi við nám og störf. Eftir fyr- irlesturinn var haldið út á lífið og tekið til við að seðja hungur og þorsta að hætti stúdenta í Ox- ford. Þegar upp var staðið og heim haldið reyndist stúdentalíf- ið í Oxford lítt frábrugðið því sem viðgekkst á meginlandinu, – menn bættu sér þó heldur þynnri bjór upp með góðu viskíi. Heim komnir lágu leiðirnar saman á mörgum vígstöðvum. Meðal annars fórum við að ald- ursgreina refi með því að telja ár- hringi í tannrótum. Á liðnu vori vorum við víst komnir á ref núm- er 9.238. Saman unnum við þetta fyrst haustið 1986, þannig að þessi árvissa samvinna á útmán- uðum stóð í aldarfjórðung. Og fjöldi dýranna segir sitt um þrautseigju Páls við refarann- sóknir en flest þessi dýr fékk Páll frá grenjaskyttum sem reyndust honum traustir bakhjarlar árum og áratugum saman. Verklaun þeirra voru aukin þekking sem Páll miðlaði stöðugt af natni og fagmennsku. Páll var sérlega vel ritfær. Ekki síður úrræðagóður sem rit- stjóri og kynntist ég því ítrekað. Sem veiðistjóri hóf hann að gefa út Rit veiðistjóra. Þann vettvang notaði hann til að uppfræða þá sem hann var að starfa með og vinna fyrir. Á kurteisan, yfirveg- aðan, málefnalegan, en umfram allt alltaf á faglegan hátt ávann hann sér fljótt traust samverka- fólksins. Fyrir bragðið hlóðust á hann verkefni þannig að vinnu- dagurinn varð stundum æði lang- ur. Fjölskyldan mun seint gleyma heimsóknum til Ástu og Páls í sælureit fjölskyldunnar í Reyk- holtsdalnum. Þar áttum við sér- stakan „vinaskóg“ því þar voru gróðursettar trjáplöntur sem okkur höfðu áskotnast. Döfnuðu þær vel í umsjá Páls sem hlúði að þeim af alúð eins og öllu öðru sem hann kom nálægt á afkasta- mikilli en allt of stuttri ævi. Fjöl- skyldan kveður Pál með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og sendir Ástríði og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Karl Skírnisson. Faðir minn hefur líklega haft meiri áhrif á líf mitt en í fljótu bragði mætti halda. Hann kveikti áhuga minn á ýmsu, s.s. skátum, hjólreiðum, ferðalögum, ljós- myndun og mjög mörgu öðru enda stundaði hann félagslíf á mörgum sviðum. Sem rafmagnsverkfræðingur hafði hann að hluta líka áhrif á að ég lærði rafvirkjun, þó svo hann hafi eflaust viljað að ég færi í verkfræði. Bestu minningar mínar um hann voru líklega árin 1968-1980 þegar ég fylgdi honum svo til við hvert fótmál á sumrin um hálendi Íslands í tengslum við virkjanir og virkjanaáform. Þessi ár vann pabbi hjá Landsvirkjun sem verkfræðingur og síðar sem deildarverkfræðingur. Hann var því nokkuð fróður um virkjanir og orkuframleiðslu af ýmsu tagi auk þess að þekkja ýmsa afkima á hálendinu. Sumrin á hálendinu höfðu mjög djúpstæð áhrif á mig, svo mjög að í dag tel ég óspillt víðerni hálendisins stórkostlegustu auð- lind sem við Íslendingar eigum. Þessi tími með pabba hefur því Bergur Jónsson ✝ Bergur Jóns-son fæddist í Reykjavík 16. apríl 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans, Landa- koti, 28. september 2011. Útför hans fór fram frá Bústaða- kirkju 11. október 2011. mótað skoðanir mínar og líf öðru fremur. Veturinn 1977- 1978 var ég í Skál- holtsskóla. Í hverj- um mánuði komu ýmsir fyrirlesarar í skólann, s.s. fulltrú- ar allra stjórmála- flokka og aðrir sem höfðu eitthvað fræð- andi fram að færa. Ég fékk föður minn til að mæta í skólann og halda fyrirlestur um rafmagn og rafmagnsframleiðslu sem hann og gerði. Á þeim tíma hljóðritaði ég fyrirlesturinn á snældu sem nú er komin á staf- rænt form. Í minningu föður míns, sem ég fæ því miður ekki lengur að deila lífinu með, er þessi fyrirlestur nú aðgengilegur á vefsíðunni http://fieldrecor- ding.net. Eitt það síðasta sem við feðg- arnir gerðum saman, tveimur vikum fyrir dauða hans, var að fara á Google Maps og Google Earth til að leita uppi og skoða þá staði þar sem við áttum heima fyrstu æviár mín í Þýskalandi 1961 til 1966. Þau ár vann pabbi hjá Siemens-Schuckertwerke AG í Erlangen. Eftir flugið og heim- sóknir í netheimum skrifaði hann samviskusamlega fyrir mig á hvaða sjúkrahúsi ég fæddist og heimilisföng þeirra þriggja staða þar sem ég bjó með foreldrum minum á þessum árum. Eitthvað sem ég hafði ætlað að fá hann til að gera í mörg ár. Hvíli hann í friði. Magnús Bergsson. Það hefur leitað á hug minn að skrifa nokkur minningabrot um æsku okkar Grétu frænku. Við vorum aldar upp saman í Hlíðarhúsi hvor af sínum for- eldrum, en mæður okkar voru mjög nánar systur. Hún Gréta lést á afmælisdaginn hennar mömmu minnar þ. 28. sept. Nú er hún komin heim og trúlega í faðm Óla, sem hún saknaði svo ósegjanlega mikið. Í öllum barnaleikjum vorum við saman, áttum horn og leggi í ákveðinni laut úti í túni, þeyttum horn- unum út um allt og þurftum svo auðvitað að smala. Eitt sinn eignuðumst við kýrhorn, sem voru gersemar þeirra tíma, en þau hurfu nú bara í ræningja hendur. Glerbrot voru einnig vinsæl leikföng, en þau voru séreign. Ef eitthvað mjög fallegt brotn- aði í Hlíðarhúsi varð oft met- ingur á milli okkar út af brot- unum. Leikvöllur okkar var túnið og fjallið, þegar ber voru sprottin, þó voru það næstum eingöngu krækiber, sem við náðum í upp í melbörðin. Alltaf langaði Grétu upp á topp fjalls- ins og sjá dýrðina hinum meg- in. Eitt sinn, er við vorum komnar í Fífladali, lét hún eftir löngun sinni og skipaði mér að fara ekki, því ég yrði að sjá húsið heima. Ég gleymi ekki tilfinningu minni, er hún hvarf. Fljótlega kom hún samt aftur hálfniðurbrotin. Hvað sástu? Margrét Björns- dóttir Blöndal ✝ MargrétBjörnsdóttir Blöndal fæddist á Siglufirði 6. janúar 1924. Hún andaðist 28. september á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi. Útför Margrétar fór fram frá Graf- arvogskirkju 7. október 2011. spurði ég full eft- irvæntingar. Svar- ið var: „Annað fjall.“ Þetta var ekki eina fjallið, sem hún Gréta sigraði í lífinu. Hún gafst ekki upp við það sem hún ætlaði sér, þrátt fyrir fötlun, sem hún stríddi við allt frá fæðingu. Við sungum stundum saman á ung- lingsárunum. Ég söng efri röddina en Gréta myndaði millirödd og spilaði undir á gít- ar, sem hún hafði lært á hjá konunum í Hjálpræðishernum. Þetta voru mjög ánægjulegar stundir og eftirminnilegar. Hún Gréta var mjög námfús og glettnin leyndi sér ekki í fari hennar. Við vorum ekki bara saman í uppvextinum í Hlíð- arhúsi, heldur bjuggum við hvor á sinni hæðinni í næsta húsi við Hlíðarhús í 25 ár. Þess vegna urðu börnin hennar fimm mér mjög kær. Ég tók snemma bílpróf og ók jeppann hans pabba og varð hann fremur vin- sæll meðal systkinanna. Hún Gréta var mikil matreiðslukona og bakaði lúxuskleinur. Pabbi minn sagði: „Þær eru alltaf svo mjúkar hjá henni Grétu.“ Hann viðurkenndi, að mínar kleinur væru góðar, en ekki eins mjúk- ar og hjá Grétu. Ég sakna frænku minnar mikið og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja hana í Stykkishólm viku áður en hún kvaddi. Þá sagði hún við mig: „Þú ert svo ungleg, Stella.“ Það var nota- legt að heyra þetta, þótt ég viti vel hið gagnstæða. Hjartans samúðarkveðjur til allrar fjölskyldu frænku minnar frá mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu hinnar mætu konu. Anna Snorradóttir. Kveðja frá Kiwanis- umdæminu Ísland-Færeyjar Góður drengur er genginn, kallið er komið og þrautir á enda. Enn og aftur erum við minnt á þá óumflýjanlegu stað- reynd að jarðvistarlífið er sem tímaglas er tæmist að lokum. Við kveðjum nú vin okkar og Ingþór Hallberg Guðnason ✝ Ingþór Hall-berg Guðnason fæddist 18. sept- ember 1942 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. október 2011. Útför Ingþórs fór fram frá Foss- vogskirkju 17. október 2011. Kiwanisfélaga til margra ára, Ingþór Hallberg Guðna- son. Ingþór lést á Landspítalanum 8. október eftir erfið veikindi. Ingþór fæddist í Reykjavík 18. september 1942. Starfsvett- vangur hans lá víða. Eftir gagn- fræðapróf hóf hann nám í loftskeytafræði þar sem hann útskrifaðist vorið 1961. Hann sótti sjóinn í nokkur ár, vann hjá heildversluninni Haukum hf., var innheimtu- stjóri hjá Olís og kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar í Búðardal. Haustið 1982 tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra Rafeindaþjón- ustunnar hf. í Reykjavík og gegndi því starfi í níu ár. Frá 1991 rak Ingþór bókhaldsþjón- ustu, nú síðustu árin á Patreks- firði. Ingþór er þrítugur þegar hann gengur til liðs við Kiw- anishreyfinguna, en hann er einn af stofnfélögum Kiwanis- klúbbsins Elliða. Þar gegndi hann öllum helstu trúnaðar- störfum fyrir hönd klúbbsins og síðar fyrir Kiwanisumdæmið Ís- land-Færeyjar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ingþóri vel þegar ég tók við starfi umdæm- isstjóra Kiwanisumdæmisins starfsárið 2000-2001, en Ingþór var þá kjörumdæmisstjóri. Maður skynjaði fljótt að þessi hjartahlýi og hægláti maður hafði svo margt gott til málanna að leggja. Það var ekki gert með háreysti eða fyrirgangi, nei það var málefnaleg framsetn- ing, hógværð og séntilmenska sem ætíð einkenndi framgöngu Ingþórs. Já nærvera hans var góð. Sumarið 2001 var alheims- þing Kiwanishreyfingarinnar haldið í Taipei á Taívan. Við Ingþór höfðum skyldumætingu á þetta þing, en með í för voru konan mín, Anna, og nokkrir Ís- lendingar til viðbótar. Það var í þessari löngu og góðu ferð, ásamt fleiri ferðum, sem ég kynntist hvað best manninum Ingþóri. Sátum við oft saman og krufum málefni Kiwanis til mergjar, eða tókum upp há- fleygar umræður um málefni líðandi stundar að ógleymdum vangaveltum um tilgang lífs og dauða. Þetta voru ógleymanleg- ar stundir þar sem glettni og al- vara fóru saman. Já þetta voru stundir sem skópu hjá manni þakklæti fyrir góðan félaga og samherja. Kiwanisfélagar nær og fjær þakka Ingþóri fórnfúst starf til margra ára í þágu þeirrar hugsjónar sem Kiwanis byggir á. Fyrir hönd Kiwanis- umdæmisins sendi ég fjölskyldu Ingþórs og aðstandendum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar, Gísli Helgi Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.