Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 51
DAGBÓK 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Kannast einhver við fólkið? Þessi mynd fannst á víðavangi í Reykjavík fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 581-2308 eða 866- 5050. Leiðinlegir þættir Legg ég til að laugardagsþátturinn Kexvexsmiðjan verði tekinn af dagskrá. Svo er „Andri á flandri“ einnig óþarfur. Þreyttur áhorfandi. Ást er… … það sem gerir hversdagsleikann ævintýralegan. Velvakandi Karlinn á Laugaveginum hefuralltaf haldið upp á Jóhannes úr Kötlum, kann hann meira og minna utan að og raular stundum Rauðsendingadans: Skepnan öll er getin í synd og skapað er henni að þjást: að fellur og út fellur hatur og ást. Við skulum dansa fram í dauðann. Ég spurði um kerlinguna á Holt- inu, hvort hann hefði heyrt í henni nýlega og hann svaraði: Mér fannst ég heyra hálfvegis að hún væri að amla og mamla þar sem hún stóð við Steinkudys og staulaðist þar rangsælis. Öfugumegin fram úr fór sú gamla. Gísli Brynjúlfsson orti margt vel, en er þó að mestu gleymdur. Hann varð fyrstur Íslendinga til að þýða Loreley, – „kvæði þessu sneri ég fyrst haustið 1858, er ég fór á Rín fram hjá Lorelei-berginu og kallaði þá Lóruhlíðar,“ segir hann og varp- ar því síðan fram, hvort hér séu eigi í alþýðusögninni þýsku menjar af fornsögunum um Niflunga og Völs- unga. Ljóðið er lipurlega þýtt og byrjar svo: Eg veit ei hvað því veldur, að vakna raunir mér, né Huldar sagan heldur úr huga mínum fer. Þessi ástarvísa er rómantísk: Yndi er að horfa á himinljós, er húma fer, en fegra að búa í faðmi drós, og gleyma heim og gleyma sér. Þetta er upphafserindið á ljóði til Konráðs Gíslasonar: Leiðr er eg á lögum, leiðr á molludögum, leiðr á lífsins snögum, leiðr á flestum brögum, leiðr á lýðum rögum, og lærdóms sundrhlutan, leiðr á öllu utan Íslendingasögum. Þessi staka er úr kvæði, sem Gísli kallar „Á sjó: Gnauðar mar við gamla strönd, gullnum þeytir skvettum, út nú réttir Ægir hönd, ymr í fjarðar klettum. Þessa stöku yrkir Gísli í rúmi sínu í Kaupmannahöfn einn desember- morgun, fimmtugur að aldri: Lífsins hiti er frá mér farinn, finn ég það, er síðast skal, og í frosti illa varinn eldr dáinn geðs í sal! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skepnan öll er getin í synd Fræg eru vísuorð Hallgríms Pét-urssonar í Passíusálmunum: Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann. Mér duttu þau í hug, þegar ég rakst í grúski mínu á tvö mál, sem eru að öðru leyti óskyld. Halldór Kiljan Laxness gerði í Sölku Völku óspart gys að Hjálp- ræðishernum. Nú vildi svo til, að vorið 1938 kom Laxness við í Kaup- mannahöfn á leið frá Rússlandi. Á fundi í stúdentafélaginu íslenska 11. apríl 1938 fór hann með þýðingu sína á kvæði eftir Kasakaskáldið Dzham- búl, þar sem eru meðal annars þessi vísuorð: Stalín, þú ert söngvari þjóðvísunnar, Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dzhambúls. Þá dundi við lófatak. En einn stúdentinn stóð upp undir fagn- aðarlátunum og læddist út, svo að lítið bar á. Hann var Ólafur Björns- son, síðar hagfræðiprófessor. Á leið- inni heim hristi hann höfuðið og tautaði fyrir munni sér, að þetta hefði verið líkast hjálpræðishers- samkomu, sem hann hafði eitt sinn sótt af forvitni á námsárum sínum á Akureyri. Átti það, sem þótti hlægilegt við Hjálpræðisherinn, ekki við um Lax- ness líka? Fleira hefur verið aðhlátursefni á Íslandi. Til dæmis skellihlógu ís- lenskir sósíalistar að kenningum Kristmanns Guðmundssonar um það, að starfsmenn póstsins hlytu að hnupla frá honum bréfum frá út- löndum. En eins og ég segi frá í Lax- ness, þriðja bindi ævisögu nób- elsskáldsins, höfðu fleiri áhyggjur af pósti en Kristmann. Halldór Kiljan Laxness skrifaði póststofunni í Reykjavík bréf sumarið 1948 og kvartaði undan því, að bréf til sín frá útlöndum hefðu verið opnuð og lesin. Póstmenn svöruðu fullum hálsi. Vís- uðu þeir því á bug, að bréf skáldsins væru opnuð hér á landi, en bentu á, að sum bréfin væru frá löndum, þar sem tíðkaðist að skoða bréf, áður en þau væru framsend. Átti það, sem þótti hlægilegt við kvartanir Kristmanns undan póst- inum, ekki við um Laxness líka? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð „Varð þó að koma yfir hann“ Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand NEI, EKKI HEILSA MÉR! HEYRÐU NÚ MIG! AF HVERJU HEILSAÐIRÐU MÉR EKKI? VÆRI EKKI GAMAN AÐ FARA Í ÚTILEGU? OG LÁTA BÍTA SIG AF MÝFLUGUM? KEMUR EKKI TIL GREINA Á MIÐRI GANG- STÉTTINNI! ÞANNIG AÐ ÞÚ VILT FREKAR HALDA ÞIG Í BORGINNI? NÁTTÚRAN ER FULL AF MÝFLUGUM, ÞÆR LÆÐAST AÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ SEFUR OG SJÚGA ÚR ÞÉR BLÓÐIÐ! EKKI FARA ÚT Í NÁTTÚRUNA! ÞESSUM MÝFLUGUM ER ALVEG SAMA HVAÐ ÞÆR GERA VIÐ ÞIG! HALTU ÞIG FJARRI NÁTTÚRUNNI! MANSTU HÉRNA ÁÐUR FYRR ÞEGAR ÞÚ ÁTTIR ERFITT MEÐ AÐ LOSA BRJÓSTA- HALDARANN? MÉR FINNST ÉG ÞURFA NÝTT ÁHUGAMÁL EF ÞIG LANGAR AÐ PRÓFA MÓTORHJÓL, ÞÁ ER ÉG AÐ REYNA AÐ SELJA MITT MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í MÓTORHJÓL EN KONAN MÍN YRÐI EKKI ÁNÆGÐ MEÐ ÞAÐ ÉG SKAL GEFA ÞÉR GÓÐAN AFSLÁTT, HUGSAÐU MÁLIÐ ÉG ÆTLA AÐ KOMA M.J. Á ÓVART OG MÆTA Á SÝNINGUNA Í KVÖLD ...MYND NÁÐIST AF KÓNGULÓAR- MANNINUM... ...Í SLAGSMÁLUM VIÐ ÓÞOKKA SEM KALLAR SIG SABRETOOTH! ÞETTA ER MYNDIN SEM ÉG SELDI BLAÐINU!? EF ÉG HEFÐI VITAÐ AÐ HÚN ENDAÐI Í SJÓNVARPINU ÞÁ HEFÐI ÉG BEÐIÐ UM MEIRA ÞAÐ MIKILVÆGASTA Í ÞESSUM LÍFI... ...ER AÐ VITA HVAÐ MAÐUR VILL OG GERA SÍÐAN ALLT SEM MAÐUR GETUR TIL AÐ ÖÐLAST ÞAÐ!! MEIRA AÐ SEGJA ÞÓ MAÐUR ÞURFI AÐ RÆNA OG RUPLA ALLA KASTALANA Á ENGLANDI TIL AÐ FINNA ÞAÐ! NÁKVÆM- LEGA!! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.