Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Ágúst Ingi Ágústsson leikur á tón- leikum Listafélags Langholtskirkju á sunnudag kl. 20.00. Ágúst leikur á Noack-orgel kirkjunnar sem byggt er í barokkstíl. Á efnisskránni eru barokkverk eftir Nicolaus Bruhns, Georg Böhm, J.S. Bach, Georg Muf- fat, Johann Ulrich Steigleder, Nicolas de Grigny og Dieterich Buxtehude. Ágúst Ingi Ágústsson lærði pía- nóleik hjá Björgvini Þ. Valdimars- syni og síðar Erni Magnússyni. Á árunum 1992-1998 stundaði hann nám í kirkjutónlist við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðan hann kantorsprófi og áttunda stigi í org- elleik. Veturinn 2000-2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Hann lauk einleiksáfanga frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn undir handleiðslu Harðar Áskelssonar 2008. Organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Barokk- orgel- tónleikar  Tónleikar í Langholtskirkju Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er nokkurs konar upprisuhá- tíð fyrir mig. Ég hef ekki verið mjög virkur undanfarið en langar að prófa þetta núna í samstarfi við hóp af góð- um vinum mínum,“ segir Jónas Ingi- mundarson píanóleikari sem snýr aft- ur á svið eftir erfið veikindi og heldur tónleika í Salnum á morgun kl. 16.00. Á efnisskránni eru tveir kvintettar eftir W.A. Mozart og Ludwig van Beethoven ásamt einsöngslögum eft- ir Franz Schubert. Með Jónasi á tón- leikunum koma fram Auður Gunn- arsdóttir sópran, Matthías Nardeau óbóleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari, Þorkell Jóelsson hornleikari og Brjánn Ingason fa- gottleikari auk þess sem Kolbrún Anna Björnsdóttir les söngljóðin í þýðingu Reynis Axelssonar. „Ég er svo heppinn að það er fólk sem vill taka þátt í þessu með mér. Ég er mjög hamingjusamur yfir því. Ég hef ekki getað beitt mér eins og ég hefði viljað síðustu mánuði. En maður planar ekki veikindi, þau koma. Maður planar að gera það sem maður ætlar að gera og svo er maður truflaður af þessum uppákomum. En maður heldur alltaf áfram, hugurinn hefur aldrei stoppað,“ segir Jónas. Íslenskar söngperlur í Salnum Spurður um efnisskrána segir Jón- as að hún hafi eiginlega valið sig sjálf. „Þetta eru yndisleg verk sem ég hef mikla ást á. Það má segja að kvintett- arnir tveir séu andlega skyldir enda samdir á svipuðum tíma, fyrir sama hljóðfærahóp og bera ýmis sameigin- leg einkenni. Á milli kvintettanna tveggja mun Auður syngja fimm sönglög eftir Schubert, en hann er eins og allir vita aðalsönglagahöfund- urinn í heiminum,“ segir Jónas og bætir við: „Ég hef haft mikla gleði af þessum verkum alla tíð og þessum höfundum.“ Spurður hvort hann hafi haft tæki- færi til að spila verkin oft á ferli sín- um svarar Jónas því neitandi. „Ég lék Beethoven-kvintettinn síðast úti í Vínarborg fyrir 3-4 árum og Mozart- kvintettinn spilaði ég á Listahátíð einhvern tímann eftir 1970. Ég hef auðvitað oft leikið Schubert í gegnum tíðina.“ Á næstu fimm vikum verður Jónas með ferna síðdegistónleika kl. 17.30 á miðvikudögum í Salnum undir yfirskriftinni „Íslenskt? Já takk.“ Þar fær Jónas til sín söngvara úr fremstu röð og saman flytja þau íslenskar söngperlur. Miðvikudaginn 26. októ- ber verður Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór einsöngvari, 2. nóvember er það Sigríður Aðalsteinsdóttir messó- sópran, 16. nóvember Gunnar Guð- björnsson tenór og 23. nóvember Við- ar Gunnarsson bassi. „Ég hef áður skipulagt svona tónleikaröð einvörð- ungu með íslenskum sönglögum og fólk virtist hafa mjög gaman af þessu. Að þessu sinni mun Bjarki Svein- björnsson tónlistarfræðingur á Tón- listarsafni Íslands spjalla um við- fangsefnin og tína fram ýmsa fróðleiksmola úr íslenskri tónlistar- sögu,“ segir Jónas. Það er ekkert launungarmál að Jónas er vakinn og sofinn yfir Saln- um enda hefur hann um árabil verið tónlistarráðunautur Kópavogs og starfar í baklandi Salarins. Spurður hvernig hann sjái framtíð Salarins, sem var fyrsti sérhannaði tónleikasal- ur landsins, fyrir sér nú þegar nýtt tónlistarhús er risið, segist Jónas sannfærður um að tónlistarhúsin tvö muni styðja hvort við annað. „Ég fagna auðvitað nýju tónlistarhúsi. Salurinn mun lifa sínu lífi við hliðina á stóra húsinu og þau hjálpast að við það mikilvægi að byggja upp tónlist- arlífið í landinu þjóðinni til blessunar og gleði.“ „Þetta er nokkurs konar upprisuhátíð fyrir mig“  Jónas Ingi- mundarson snýr aftur á tónleika- sviðið á morgun Morgunblaðið/Ómar Gleði Jónas Ingimundarson píanóleikari og Auður Gunnarsdóttir sópran flytja nokkur sönglaga Schuberts. ... þannig að þetta er bæði ungi Brahms og gamli Brahms 54 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta eru á þriðja hundrað verk sem ég er að setja hér upp. Þú ert ekki að tala við einstakling heldur fyrirtæki sem heitir Dagur og nótt!“ sagði Bjarni H. Þórarinsson myndlistar- maður, títt nefndur sjónháttafræð- ingur, þegar hann var truflaður við upphengingu á nýjum verkum í Gall- erí Bar 46, að Hverfisgötu 46. Sýning hans verður opnuð þar í dag, laugar- dag klukkan 17, og ber heitið Sjón- þing Jarðar númer tvö. „Það er rosaleg skák fyrir mig að setja þetta allt upp, hér í þessum húsakynnum. Ég er með mikið myndefni, plaköt og allskyns gotterí,“ bætti hann við. Fyrir um þremur áratugum lét Bjarni að sér kveða sem einn af frum- legustu gjörningalistamönnum sinnar kynslóðar. Á síðustu tveimur áratug- um hefur Bjarni síðan mótað mikinn fræðiheim sem hann kallar sjónhátta- fræði, en þar er um að ræða endur- skoðun á samhengi tungumáls, mynd- listar og fræða. Afrekstur þess hafa meðal annars verið Vísirósir hans, samhverfar teikningar þar sem orð og myndmál renna saman. Þetta er endurfæðing Nú hefur Bjarni umbylt myndmáli sínu og vinnur með ljósmyndir sem hann skeytir saman í stór myndverk sem lesa má á ýmsa vegu. „Ég er að náttúruvæða vísiaka- demíuna og jarðtengja. Ég held að þetta þjóðarbúshrun allt hafi haft óbein áhrif á mig, ég var líka farinn að finna fyrir löngun til að takast á við landið sjálft og nú er ég að yrkja með landinu. Ég yrki með náttúrunni,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn um að útskýra verkin. „Þetta eru allt þulur – í stað þess að yrkja með orðum þá yrki ég með íslenskri náttúru,“ sagði hann og bætti við að yfirskrift þessa sjónþings væri nýja Ísland; önnur yfirskrift er Ættjarðarþula hnattborgarans. „Þetta er eiginlega eintal milli mín sem listamanns og náttúru Íslands. Svo eru þetta líka átök milli ríkis- borgarans Bjarna og hnattborgarans. Ég hef verið nátengdur náttúrunni í mjög mörgum verka minna, en á rúmum tuttugu árum hef ég tekið út mikinn þroska sem sjónháttafræð- ingur og ég var farinn að finna fyrir mikilli löngun til að takast á við landið sjálft.“ Þegar Bjarni var spurður að því hvort einhver rómantík birtist í verk- unum tók hann því fálega. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé rómantík. Þetta er miklu meiri jarðfræði. Þetta er upplýsing. Ég get ekki flokkað þetta undir rómantík því þetta er svo vísindalegt og miklar rannsóknir. Ég er formkönnuður og ég er að rannsaka Ísland. Það má segja að þetta sé hluti af minni endur- reisn, sem ég var löngu byrjaður á fyrir hrun. Ég byrjaði á að endur- reisa sjálfan mig sem listamann. Sjónþingið sjálft er ævintýri líkast og það liggur svo mikil upplýsing í myndunum sjálfum,“ sagði Bjarni og hækkaði róminn. „Þetta er sáralítið um rómantík heldur er þetta Nýja Ísland, fyrsti hluti; nú í nýju ljósi, læsi, lögun og lit. Þetta er endurfæðing, maður!“ Ísland í nýju ljósi, læsi, lögun og lit  „Ég er formkönnuður og ég er að rannsaka Ísland,“ segir Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaður Morgunblaðið/Ómar Sjónháttafræðingurinn „Þetta eru allt þulur – í stað þess að yrkja með orðum þá yrki ég með íslenskri náttúru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.