Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 2
Ljúflingur. 3 HELGI Sæmundsson er nú aftur tek- inn við starfi sínu sem ritdómari Al- þýðublaðsins. Höfum vér saknað hans þar lengi, því að hann er eflaust með ritfærari mönnum, sem um bækur skrifa, alltaf hressilegur, stundum jafn- vel um of. Nýlega hefur hann gert Líf og List að umtalsefni í blaði sínu, og það á þann hátt, sem oss er að skapi. Ummælin eru skrifuð af velvild og hreinskilni og auðséður vilji til að segja kost og löst, og betri afstöðu getur rit- ið ekki kosið sér. Illt er að vísu, að Helgi skuli vera búinn að gera út af við Bunin og það fyrir átta árum. Vér teljum oss hafa staðgóðar heimildir fyrir því, að Bunin sé enn ofan mold- ar, og skiljum ekki, hvaðan Helgi hef- ur þetta dánarvottorð hans, nema ef hann kynni að hafa lesið það í Hjemm- et. En yfirleitt er þetta lítið atriði og hitt miklu umtalsverðara, hversu rétt og sanngjarnlega Helgi dæmir viðleitni þessa rits. Þykir oss því hlýða, að á- varpa hann þessum orðum: „Fáir kvöddu mig svo forðum, og farðu vel, ljúfurinn ljúfi.“ Skírnismál. ILLT er, ef það sem hér fer á eftir, lítur þannig út, að vér séum að taka með annarri hendinni það, sem vér gáfum með hinni. En vér treystum því, að Helgi Sæmundsson sé oss sammála um, að sá sé vinur, er til vamms segir, og leyfum oss því að leggja lítið eitt út af „ritdómi" hans um Skími, í fullri vinsemd og alvöru. Vér minnumst þess ekki að hafa heyrt eins fáránlegt, en jafnframt impótent öskur og þennan ritdóm. Og þetta er í annað sinn sem Helgi vegur í þennan kné- runn með sams konar vopnaburði, svo að einhvern tíma hefði verið sagt, að manninum væri ekki gaman. Að því er vér fáum bezt séð, er Skírnir enn sem fyrr menningarlegt og vandað rit, og furða hve honum tekst að halda í horfinu, þegar þess er gætt, hve mörg blöð og tímarit keppa um ritverk manna. Ritdómur Helga ber það glöggt með sér, að hann veit ekki um hvað hann er að skrifa. Hann heimtar sögu- kafla og smásögur, eins og Rómalýður fyrrum, þegar hann heimtaði brauð og leika. En það er ekki fyrst og fremst hlutverk Skírnis að flytja sögur og kvæði,sem öll tímarit standa opin fyrir Slíkt getum við Helgi lesið í Hjemmet. Skírnir er fræðarit og á að birta læsi- legar greinar um fræðileg efni og rit- gerðir (essays). Þetta sést Helga alveg yfir og þessu hlutverki hefur Skírnir síður en svo brugðizt. Það ber að lofa, að ritstjóri Skírnis telur hlutverk hans annað og meira en það að skaffa mönnum léttmeti til að sofna út frá á kvöldin. Það ber einnig að þakka, þótt Helgi nefni það í svívirðingar skyni, að Skírnir kemur engu í upp- nám í bókabúðum. Ef hann gerði það, væri hins vegar ástæða til að athuga, hvort ekki væri eitthvað bogið við hann, og er hart að þurfa að segja bók- menntagagnrýnanda þau alkunnu sann- indi, að sala tímarita er í öfugu hlut- falli við gildi þeirra. Ritdómar Skírnis kunna að vera mis- góðir, en enginn þeirra fer þó erindis- leysu, og fáránlegt að hrakyrða þá eins og Helgi gerir. Ef vér mættum eitthvað finna að ritdómum Skírnis, væri það helzt það, að oss virðist val bókanna vera nokkuð handahófskennt. Það er eins og ritið hafi ekki skýra stefnu að þessu leyti, heldur sé gripið niður í bókahauginn og skrifað um það, sem kemur í höndina. Það væri góðra gjalda vert, ef Skírnir teldi fram og dæmdi allar þær bækur, sem út koma árlega varðandi íslenzk fræði, innan- lands og erlendis. Lesendur mundu fagna því að geta gengið að slíkri vitn- eskju vísri í Skírni, og út fyrir þessa umgerð þyrfti hann ekki nauðsynlega að fara í ritdómum sínum. Helgi og óhclgi. ÞVI tjáir ekki að leyna, þótt illt sé, að Helgi Sæmundsson hefur unnið sér til óhelgi með ritdómi sínum um Skírni. Níðgrein sú er svo alhliða og fullkom- in — sem slík —, að hún minnir helzt á Jóhannes Birkiland, þegar hann skrifar um það, sem hann hatar. Það er blöskrun, að Helgi skuli ekki sjá, að svona má enginn skrifa, ef hann vill láta taka sig alvarlega sem ritdómara. Fullvíst er, að þeir sem á annað borð hugsa út í þetta, líta á slíkan ritdóm- ara sem viðundur. Skírnir og ritstjóri hans standa vitanlega jafnréttir af svona afskaplegu klámhöggi, en rit- dómarinn hefur unnið sér langt tjón með því. Sá sem gerir sig að dómara yfir ritverkum annarra manna, verður að kunna að dæma sjálfan sig. Hann tekst á hendur ábyrgðarstarf, sem fáir eru vaxnir til hlítar. Viðleitni til heið- arleika er lágmarkskrafa, sem gera verður, hvað sem dómsniðurstöðum líður. Helgi Sæmundsson verður að neita sér um strákapör eins og ritdóm- inn um Skírni eða að öðrum kosti segja af sér því starfi að skrifa um bækur og höfunda fyrir víðlesið blað. Er það von vor, að hann taki fyrri kostinn, því að með ráðvendni og Framh. á bls. 2Z. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.