Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 5
kerlinguna íara svona með sigl“ En við því er annars er ekkert að gera, þegar fólk iifir sig svona inn í leik- inn. Lýst eftir góðu íslenzku leikriti. — Hafið þið ekki í hyggju að leika eitthvert íslenzkt leikrit áður en langt líður? — Það er út af fynir sig okkar stóri draumur að ná í gott íslenzkt leikrit til að fást við. En hin góðu íslenzku leikrit yrðu okkur ofviða af þeirri ástæðu, að þau krefjast svo marga leikara og mikils útbúnaðar. Því mundi fylgja meiri kostnaður en við gætum ráðið við. Leikstarfinu verður haldið áfram — í Reykjavík. — Vér höfum hlerað, að þið sé- uð með eitthvað nýtt á prjónun- um. — Ekki annað en það, að við ætlum að halda áfram hér í Reykjavík og nágrenni eitthvað fram eftir vetri .Við erum að hefja æfingar á nýju leikriti, sem Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, er að snúa á íslenzku fyrir okkur. Leikrit þetta heitir á frummálinu The Hasty Heart og er eftir ungan bandarískan höfund, John Patrick, og hefir fengið feikilega góða dóma, var sýnt þrjú ár samfleytt í London. Annars byrjum við upp úr næstu mánaðamótum að leika Brúna til mánans hér í Reykjavík. Húsakynnin skipta ekki mestu máli. Guðbjörg Þor- bjornardóttir í hlutverki Proserpínu Gornett Þorgrímur Einarsson: Séra Mill — Hvar fara leiksýningar ykkar fram hér í bænum? — í Iðnó. í gömlu lðnó. Sumum þykir víst lítið til þeirra húsakynna koma eftir að búið er að opna Þjóðleikhúsið. En við treystum á það, að okkur takist það vel við leikritaval og meðíerð, að fólkinu muni þykja ómaksins vert að koma í Iðnó til að horfa á það. Við jjekkjum mörg leikhús erlendis, sem ekki eru álitlegri en Iðnó og er jjar þó leikið við góðan orðstír. Það eru ekki húsakynnin, sem skipta mestu máli, lieldur það sem leikið er — og svo auðvitað leikurinn. Lórus Ingólfsson sem Burgess Eitt leikhús er ekki nóg. — Hafið þið þá ekkert saman við Þjóðleikhúsið að sælda? — Jú, sum okkar hafa þegar tek- ið að sér hlutverk í næstu leiksýn- ingum Þjóðleikhússins. Og þá verð- um við auðvitað að liaga leiksýn- ingurn okkar félags þannig, að þetta tvennt rekist ekki á. Fyrir okkur vakir ekki annað en Jrað, að halda hópinn og fá í lið með okk- ur unga, áhugasama leikara, þegar þeir eru ekki við annað bundnir. Við teljum leiklistinni það bókstaf- lega bráðnauðsynlegt, að hún hafi fleiri en einn vettvang hér í borg- inni. Þannig mundi skapast sam- keppni, sem leiddi fram betri á- rangur en hægt er að ná, ef aðeins eitt leikhús er starfrækthér.Enginn einn aðili má ná g.ð verða alráður á leiksviðinu. Gagnrýni kemur líka að litlu haldi, ef lesendur hennar hafa ekki eitthvað annað til sam- anburðar. Það mundi gera óbreitt- um lcikliúsgestum auðveldara fyrir um að dæma leikinn sjálfir. Gagn- rýnin hlyti að verða heilbrigðari og áhrifameiri. Og sjálfsagt mætti nefna fleiri ástæður fyrir jrví, að eitt leikhús er ekki nóg fyrir höf- uðborgina. LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.