Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 7
fyrir þig, að hún skvaldri. Skvaldur er ekki nógu góð afsökun og bætir ekki málstað þinn. VIÐSKIPTAVINUR: Þú átt við, að skvaldrið sé ekki nógu hábölvað. Þetta sýnir glöggt, hvað þú veizt lítið urn alla málavöxtu. MÁLFLUTNINGSMAÐUR: (alveg að missa þolinmæðina). Jæja þá, skildu þetta eins og þér sýnist. Yfir hverju kvartarðu þá? VIÐSKIPTAVINUR: Hvað kemur þér það við? MÁLFLUTNINGSMAÐUR: Mér við! Hví spyrðu, maður minn, ég hefi þurft að kljást við konu þína hér í þessu herbergi nú í morgun og reynt að gera hcnni skiljanlegt, að })ú sért staðráðinn í að skilja við hann að borði og sæng. Geturðu ætlazt til, að ég geti gert það, án þess að segja lienni ástæðuna? VIÐSKIPTAVINUR: Ég kæri mig kollóttan, þó að ég segi þér þetta Enginn annar eiginmaður hefði þolað — MÁLFLUTNINGSMAÐUR: Þetta er ekki nóg. Hvað hefirðu orðið að þola eða umbera? Þú þarft ekki að vera svo penpíu- legur, að þú getir ekki sagt mér það. Til þess er ég, að þú segir mér það. Þú greiðir málflutnings- manni fé fyrir að öðlast réttindi til að segja honum frá öllum leyndustu einkamálum þínum. Gleymdu bara því, að við erum gamlir vinir, og minnztu þess aðeins, að ég er málflutningsmaður þinn. Auk þess muntu ekki segja rieitt það, sem mér hefir ekki verið sagt fimmtíu sinnum af eig- inmönnum, er setið hafa hér í þessum stól. Teldu þér ekki trú um, að þú sért eini maðurinn í heiminum, sem kemur sér ekki saman við kon- una sína. VIÐSKIPTAVINUR: Ég þori að veðja við þig hverju sem þú vilt, að þú hefir aldrei áður heyrt um tilfelli svipað þessu. MÁLFLUTNINGSMAÐUR: Ég get úrskurðað það, þegar þú hefir sagt mér allt af létta. VIÐSKIPTAVINUR: Jæja> sjáðu nú til. Hefirðu nokkurn tímann vitað til þess, að kona kæmi til eiginmanns síns og segði, að Náttúran hefði gefið henni einstakan hæfileika til þess að gera fólk ástfangið af sér, að hún teldi syndsamlegt að þjálfa ekki þá gáfu. MÁLFLUTNINGSMAOUR: En hún notar þig til þess að verða ástfanginn af sér — sérðu það ekki, maður? VIÐSKIPTAVINUR: Já, en hún heíir þegar gert það; og hún segir, að það sé .svo anzi sniðugt, og það hafi bætt mig svo mikið, að sig langi til að gera það aftur og bæta einhvern annan mann. Hún segir að það sé snilldarráð til þess að ala upp börn. Hún segir, að konur, sem hafi þennan hæfileika til brunns að bera, séu góðir uppalendur. Þær hafi þann v liæfileika í svo ríkum mæli, að þær verði að neyðast til að vera ótrúar börnum sínum og ala PICASSO GERIST LJÓÐSKÁLD PABLO PICA'SSO, forvígismað- ur abstrakt-skólans í nútíðarlist, hefir nýlega sent frá sér ljóðabók. Hér er sýnishorn, kafli úr tíu blaðsíðna ljóði í óbundnu máli, hvorki hirt um setningaskip- an, setningatengsl, upp- hafsstafi eða greinarmerki: þögnin uppgötvar skugga hornsins sem þcnur rödd sína er tcngir við vasaklút- inn glugga Ijóssins sem klifrar litlar mýs ó streng veggsins sem er hyldýpisgjó götunnar og korkurinn sem fer burt með kvenlegum ilmi sinum af visdómi sýgur i sig klæðnað stjarnanna hins hestriðandi vopnaða nautabana og varpar þcim ó ströndina fyrir ofan vcst— ið ilmondi glas dettur og brýtur cnni sitt i tóminu Framh. ó bls. 8. LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.