Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.09.1950, Blaðsíða 12
MYNDLIST Iíristján Davíðsson sýnir Kristján Davíðsson opnaði mál- verkasýningu í Listamannaskálan- um laugardaginn 2. þ. m. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýning hans hér á landi, en hann hefir tekið þátt í flestum samsýningum islenzkra myndlistarmanna síðan 1947. Krist- ján stundaði listnám við Barnes Foundation í Pensilvaníu-fylki ’45 —’47 og hélt sjálfstæða málverka- sýningu í fnternational House í Fíladelfíu 1946. Þessi sýning, sem hér er á ferðinni, er all-yfirgrips- mikil; alls eru sýnd 54 málverk, sem listamaðurinn hefir unnið að síðastliðin fjögur ár. Myndir Krist- jáns hafa vakið mikla athygli bæði á sýningum hérlendis og utan- lands, sums staðar staðið um þær styrr, svo skiptar eru skoðanir manna á list lians. iSýning þessi mun gefa dágóða heildarsýn yfir verk hans og hvað vakir fyrir hon- um. „Myndir úr kyrrlátu lífi fólksins.“ „Allar þessar myndir mínar eru úr kyrrlátu lífi fólksins,” sagði Kristján, þegar við spurðumst fyr- ir um sýningu hans í heild. „Sam- anber frétt Morgunblaðsins um nútíðarlist í París,“ bætti hann síð- an við. „Skrýtin fréttin sú. Mig minnir, að Hjörleifur Sigurðsson hafi frætt mig á því, að nýlega hafi selzt í París mynd eftir Matíss á nokkrar milljónir franka." Lygaþvœttingur um ungu málarana. „Er einhver fótur fyrir því, að þú og aðrir ungir málarar hér leggi fæð á myndlist eldri rnálara ís- lenzkra, séuð ofstækisfullir og þröngsýnir í þeirra garð?“ „Þeim lygaþvættingi hefir verið veðrað upp, að við uugu málar- arnir margir hverir hötuðu þá gömlu — ég veit tæplega dæmi slíks. Ég fyrir mitt leyti er mjög hrifinn af málurum eins og Jóni Stefánssyni, Kjarval og Ásgrími.” /lhrif frá list frumstœðra þjóða. „Geturðu frætt lesendur okkar eitthvað um, hvaðan gætir áhrifa í myndum þínum?" „Af nútíðarlistarmönnum mætti nefna Miro, Klee, Matisse, Dubuffet og svo ótal aðrir, kannske þúund menn, sem ég veit ekki einu sinni, hvað heita, sumir góðir aðrir slæm- ir. Nauðsynlegt er að vera í tengsl- um við bæði gott og illt. Manni getur orðið óglatt aí Joví að sjá ekkert annað cn það, sem „gott“ þykir. Ég hefi orðið fyrir miklum áhrifum frá list frum- stæðra þjóða, sem ég horfði mikið á erlendis. Úr þeim áhrifum vinn ég meira en öðru, að því er mér skilst.“ „Hvað hrífur ]tig í frumstæðri list — og hvers vegna eru áhrif hennar svo sterk á nútíðarlistina?”

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.