Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 9
ara, sem til sýnis eru. Til þeirra teljast m. a. Finnur Jónsson, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, Jón Engilberts og Gunnlaugur Blönd- al. Það var haft eftir einum al- kunnum heiðursmanni, að þegar borinn væri fyrir hann matur, þar sem hann væri gestkomandi, byrj- aði hann jafnan á verstu og ófýsi- legustu réttunum, en geymdi sér hnossgætið og sælgætið þar til síð- ast. Greinarhöfundur mun fara að ráðum hans hér upp að vissu ntarki — gera úrhrakinu og soran- um fyrst skil, þar til komið er að sjálfum krásunum. En upp frá því skal engu lofað um niðurröðun gæðanna, því að örðugt er að gera upp á milli fagurra listaverka. FINNUR JÓNSSON sýnir þarna sex olíumálverk — flest sögð ný af nálinni. Hann er sagður hafa stundað listnám í Danmörku — og hý/kalandi á blómaskeíði þýzkrar nútíðarlistar, þegar mest gætti á- hrifa þeirra Klees, Pecksteins, Marcks og Noldes — áður en Hitl- erisminn kom til valda og byrjaði að skipa þýzkum listamönnum fyr- ir verkum. Finnur virðist bersýni- lega ekki hafa fært sér í nyt þau gullvægu tækifæri, sem honum hljóta að hafa hlotnazt á námsár- uin sínum til að læra sitt hvað af þýzkri úrvalslist. Hins vegar virðist hann fremur hafa orðið snortinn einhverri myndgerð í anda þeirra Hitlers og Krupps, þó að þeir kumpánar hafi raunar ekki verið komnir til skjalanna í þá tíð í Þýzkalandi. En víst er um það, að einhver tröllslegur verksmiðjuandi hlýtur að hafa hrifið huga hans og blindað honum sýn á allt mennskt °g andlegt í þessum heimi, ef dæma á eftir sýnishorni hans þar a sýningunni. Lítum fyrst á mynd hans Beinin hennar Stjörnu, sem er eign Listasafns ríkisins. Þar hef- lr höfundur gert sér far um að Júlíana Sveinsdóttir: tró Vestmannacyjum draga upp hrikalega og ógn- þrungna mynd — innblásinn af harmsögu Þorgils Gjailanda um hryssuna. Saga Þorgils er í sjálfu sér liugðnæm og snoturlega gerð og lýsir fagurri samúð nteð liryssu, sem bíður aldurtila uppi á öræfum íslands. Höf. málverksins tek- ur sig til og málar svartan flöt og klínir síðan á léreftið einhverju, sem á að vcra í eftirlíkingu við skinin bein liryssunnar. Svo ó- heppilega hefir tekizt til, að mynd- gerðarmaðurinn gerir ekki beinum liryssunnar betur skil en svo, að þau minna einna lielzt á bílmótor — sem tekinn helir verið í sundur og síðan dreift á víð og dreif um svart tóm, er tákna á kolmyrkur íslenzkrar öræfaauðnar. Þetta lýsir sannast að segja virðingarleysi við höfund þessarar fallegu dýrasögu og samúðarleysi við aumingja Stjörnu. Þaina sést hreyfillinn — og karbúratorinn — og allar mutt- eringarnar, maður guðs og lifandi! En nú mun kannske margur spyrja: Á þetta ekki að vera ein- hver abstrakt táknmynd af beinun- um? Nei, síður en svo, því að höf- undur forðast að abstraliera eins og brennt barn forðast heitan eld- inn. Nú er í sjálfu sér engin liöfuð- synd að gera málverk af karbúra- tor og líki af bil'reið, margur ihál- arinn getur glætt flesta dauða hluti einhverjum anda, einhverju lífi og íormfegurð í túlkun sinni á þeim, livort scm hann gerir slíkt á hlutrænan eða óhlutrænan hátt. En stálsmiðja Krupps lætur ekki að sér liæða í gerð myndlistar! Þar verður hvcr hlutur að vera mótað- ur á stáldauðan og vélrænan hátt eins og til að mynda Beinin henn- ar Stjörnu.-------Tunglið tauða lieitir ein mynda Finns, sem svnir skeggjað andlit í báti úti á sjó og hrárautt tungl í baksýn. Holskefl- ur ríða á bátinn. Sennilega ætlar höfundur að bregða þarna upp há- drama-rómantískri mynd úr líli ís- lenzks sjósóknara í baráttunni við villtar hamfarir Ægis. Allt á þetta ;ið vcra svona stórkostlegt og feikn- legt — en hvað fæðist af öllu bjástr- inu? Hrár litasori, óhrjáleg æp- andi hvoða, sem virðist klístrað ó- blandað og beint af litaspjaldinu á léreftið — og úr því verður form- laus óskapnaður, viðrini af mynd, ósamræmanleg í litum og l'ormi, klísturskák út í loftið, sem ljúga á að eigi að tákna eitthvað mikil- fenglegt og mikilúðlegt. Hver mynd hans þar er gerð í þessum dúr — höfund þeirra virðist skorta alla tilfinning fyrir mynd- LÍF 0g LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.