Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 10
rænni byggingu málverks. Þessar dilettantisku og andkanalegu nátt- úrustælingar er óafsakanlegt með öllu að senda á Evrópusýning — satt að segja hlálegt, að dómnefnd hafi dottið slík fjarstæða í hug. Vonandi taka ráðandi menn sýn- ingarinnar rögg á sig og láti ekki þá smán spyrjast um hin mennt- uðu Norðurlönd, að hér á íslandi sé myndgerð sem þessi höfð í há- vegum. GUÐMUNDUR EINARSSON FRÁ MIÐDAL hefir samkvæmt góðum heimildum stundað nám á listakademíi þýzku eins og Finnur — en hvergi verður þess áþreifan- lega vart í myndum þeim, sem hann sýnir þar, að sú reynsla hans hafi orðið honum giftudrjúg á listabrautinni. Senda á fjórar myndir eftir hann til Oslóborgar. Þær heita Háumýrar, Heiðin há Fjallið eina, Vorið kemur. Tignar- legar eru nafngiftirnar — en næg- ir nafnið eitt, ef dæma á um mynd? Lágmarkskrafa til fullorðins list- málara er sú, að hann gefi ekki myndum sínum nafn, sem þeim er ofviða að standa undir. Ef þessar fjórar myndir með sín fjögur frá- brugðnu nöfn eru bornar saman, kemur í Ijós, að þær eru nauðalík- ar hver annarri, allar jafn-sér- kennalitlar og fáfengilegar, cnda tákna þær raunverulega eitt og hið sama: tómleika og andlega fá- tækt mannsins, sem gerði þær. Nauðgun á fallegu fjalli í mynd- túlkun er álíka syndsamleg og líkamleg nauðgun á fallegri og engilhreinni stúlku, þó að síðar- nefnda brotið lúti lögmálum, sem eru ofurlítið annars eðlis en hið fyrrnefnda. Hvort tveggja er brot á lögmálum hins fagurfræðilega. Að naugða fegurð náttúrunnar með afskræmilegri eftirlíkingu — eins og í myndinni Heiðin há eða Fjallið eina, sem sennilega eru báðar byggðar á fallegum mótív- um úr íslenzkri náttúru, er brot á hegningarlögum listfræðinnar og ber að straffast. Úrskurður dómsins hljóði: Út- skúfun slíkrar myndgerðar frá Evrópusýningu. Rökin fyrir þessu dómsáfelli eru augljós. Allar myndirnar eru dauðar, stirðnaðar, andlausar og litvana. Lausar í formi — og þar að auki skortir þær allan myndrænan heildarsvip. Þessi óviðurkvæmilegi grá-gul- græni mökkvi, sem hvílir yfir öll- um myndunum, getur tæpast ver- ið ættaður af íslenzku fjalllendi — og allra sízt er hann til fegurðar- auka eins og hann er notaður. Olíumálverk JÓNS ENGIL- BERTS þarna valda manni von- brigðum, eru furðuslöpp af jafn- afkastamiklum kunnáttumanni og hann er sagður. Jón færist mikið í fang, bitur í skjaldarrendur og hyggst að endurvarpa miklu og nýstárlegu tónaflóði í litum. Eins og ekki gagnar að leika tónlist af líkamlegum kröftum og bægsla- gangi, eins er mikil fjarstæða að ná djúpstæðum litaáhrifum í mál- verki, cf hjarta og heili og leikni stjórna ekki hendi listamannsins. Listasinfonía Jóns verður því mið- ur oft hálfgerð lirákasmíði. Hann fyllir út myndflötinn með flúr- kenndum skreytingum, sem orka ekki óáþekkt leiftri af púðurkerl- ingum prakkara á gamlaárskvöld eða gliti af ódýru jólatrésskrauti. Litastigann skortir alla hrynjandi og sjálfkrafa mýkt. Jón er djarfur í meðferð lita — fyrir honum vak- ir eitthvað skemmtilegt — en sam- stilling litanna á léreftinu fer því miður í liandaskolum. Út kemur pírumpár og eitt ægilegt fírverkeríl Tréstungur Jóns eru liins vegar gerðar af nostursemi og töluverð- um hagleik. Til dæmis Slúlkan á knœpunni er hreint ekki svo ó- sjaxmerandi. Jón virðist lipur teiknari, en hann skortir dýpt, og bygging myndflata í málverki ligg- ur ekki fyrir honum. Skýrasta dæmi þess er mynd nr. 77 Við glugga. Þar er allt í æpandi mót- sögn hvað við annað. Myndina vantar alla innsýn. Betur má, ef duga skal! Um GUNNLAUG BLÖNDAL hefir löngum gengið sú þjóðsaga, að hann væri mesti kóloristi ís- lenzkra listmálara fyrr og síðar. Áður fyrri orkuðu margar myndir Gunnlaugs hressandi, litabirta þeirra og ljósgleði voru mikil til- breyting frá þyngslalegum litum, sem lengi auðkenndu íslenzkt mál- verk. En síðar við nánari viðkynn- ing og athugun kemur í ljós, að litaljómi Gunnlaugs orkar ekki varanlega á hið innra, áhrif ljós- orku mynda hans verka fremur á ytri kenndir. Litakompositionin er æði oft hrá og glansmyndaleg — stundum engu líkara en litirnir standi út úr léreftinu. En margar þokkalegar myndir eru þó til eftir Gunnlaug, sem bera vott um smekk og gott handbragð. En nýrri rnyndir hans standa flest- ar að baki myndum þeim, sem hann hefir áður gert. Þess vegna knýr sú spurning á: Er um aftur- för að ræða? Stóra Reykjavíkur- hafnarmyndin á sýningunni er á- berandi misheppnuð. í módel- myndum sínum virðist Gunnlaug- ur leggja meiri áherzlu á erótíska en fagurræna sköpun konunnar. Renoir gerði hið gagnstæða. JÓN ÞORLEIFSSON sýnir jrarna sjö myndir. Tvær þeirra, Reykjavíkurhöfn og Við Þingvalla- vatn, er mikið spunnið í, einkum hafnarmyndina. í þeirri mynd hef- ir Jóni tekizt að samræma liti við formið, myndin rennur ekki út í eina flækju ellegar endalausa flat- 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.