Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 16
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Skáldskaparhugleiðíngar um jólin 1950 Þegar ég var að alast upp voru grátljóð í tísku. Þótti sá mestur maður sem ámátlegast gat talið tölur sínar. Eitt kvæðið var um mann nokkum sem sigldi grátandi um hánótt í versta veðri beint norður í úthaf: nú er ég sigldur í norðurhöf og nóttin er skollin á. Hafið var líka farið að gráta, og það var nú ekki neitt smátíst. Sona orti einn um það, ívitnað eftir minni: Eg horfði útá hafið, hlustaði á brimniðinn þúnga, andvarpið sára frá úthafsins tröllvaxna lúnga, (Þetta seinasta, um lúngað, þótti svo gróft að það fékst ekki prentað í Fréttum, heldur var sett einhver lágkúra í staðinn.) Glymurinn gnapsins gnagaði hjarta míns rætur, hugur minn spurði: Hví er það, sær, að þú grætur. Einginn vissi af hverju allir og alt var farið að skæla. Því okkur leið heldur vel, ekkert bjátaði á, eing- inn hótaði okkur illu, af aungri átt stóð hætta — og samt héldum við áfram að yrkja einsog einhver ó- sköp væru aðsteðjandi. Ætli við höfum ekki ort meira með lifrinni en hjartanu í þann tíð, eða kanski með einhverju enn fjarlægara líf- færi. Að minsta kosti voru þetta þeir tímar þegar skáld nokkurt orti frægt vísuorð, reyndar ekki nema eitt, en þó .nógu merkilegt til þess að höfundur þess hefur eignast fastan sess í bókmentasögu aldarinnar: „Mér fanst ég finna til". Ef ég gríp oní Kafka núna, sem sjaldan kemur fyrir, eða segjum t. d. Die Aufkeichnungen des Malte Laurids Brigge eftir Rilke, og þá ekki síður hin dýrt kveðnu ángist- arljóð þess ágæta skálds mörg hver, þykist ég finna svipaðan liugblæ og stundum var hjá okkur, þó þess- ir tveir þýskumæland' meistarar hafi verið snögtum formslýngari en við skóladreingir hér. En eing- inn okkar þekti Kafka þá, né Rilke, né nokkurn meiriháttar samtímahöfund yfirleitt. Þessi leið- indi í okkur voru víst einhvern- veginn bundin aldarandanum, og sóttu einkanlega að úngum mönn- um. En aðalefnið í allri rellunni var sumsé þessi gamli góði boð- skapur: „Ilt er það alt og bölvað, skítt veri með það og svei því.“ Hjá ýmsum okkar stóð grátljóða- standið ekki nema part úr ári, hjá sumurn sona álíka leingi og stuttu þraúngu buxurnar voru í móð. Fólk útí bæ narraðiist að þessu og sagði púbertetspóesía, skammstaf- að p. p. Og sá sem hafði ort einna ámátlegastar raunarrollur um haustið var farinn að draga dár að stefnunni um vorið: Grátandi á þakinu er golan, grátandi er brimið við sandinn, grátandi er grjótið og moldin, grátandi er drottinn og fjandinn, grátandi er hugur og heimur, — hvar ertu líf nema grátur! Grátbólgna tilvera, gráttu, grátur er skáldlegri en hlátur. Samt var móðurinn orðinn það fínn, að ekki fékst þetta erindi prentað í Vísi vorið 1919, þótti of gróft. Ég hélt að sona sýfr væri orðin mosagróin afturúrtíska, einsog liatt ar frá 1910 sem einstöku kellíngar eru með á höfðinu, þángaðtil ég fer að reka mig á svipaðan kveð- skap í blöðum og bókum uppá síð- kastið, meðal annars í Lífi og list. Hafa þessir nýu menn orðið fyrir áhrifum frá okkur grátskáldunum sem vorum uppi í fornöld? Eða er þetta bara venjulegt p. p.? Eða hafa þeir kanski tekið uppá að lesa prótestantíska sálma frá 17. og 18. öld, og þá einkum og sérí- lagi andlátssálma og sálma um þessa heims forgeingileika? Með leyfi,er þetta séra Sigurður Jónsson á Presthólum? Eða eru einhvers- staðar til menn í útlöndum sem yrkja sona núna og þá hvar? Valla í Frakklandi. Þó verkar þessi skáld- skapur aldrei jafn innilega aftur- úr einsog þegar hann er íklæddur setníngaskipun úr Ulysses, sem var hæstmóðins í kríngum 1924 (of- stuttar ofþraungar buxur), því ekk- ert er jafnaulalegt og tolla í tísk- unni sem var í hittifyrra. Hefur sá tími sem er að líða farið framhjá skáldunum? Með leyfi að spyrja, hefur ekkert gerst? Hvar hafa þess- ir úngu gáfumenn verið? Og hvað hafa þeir lesið? Þó ég hafi flett uppá ýmsum einkennilegum kvæð- um hér fyrir framan mig, ætla ég ekki að vitna í neitt sérstakt. Þegar ég var dreingur kyntist ég gamalli konu sem var búin að liggja níu ár í kör. Hún var altaf að tauta fyrir munni sér: „Æ vonandi fer þetta nú að styttast fyrir mér; æ fer ég nú ekki bráðum að skilja 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.