Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 27
LEIKLIST ÞJÓÐUEIKHÚSIÐ: Jón biskup Arason eftir Tryggva Sveinbjörnsson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Leikdómarar tímarita verða að sætta sig við það hlutskipti, að dómar þeirra komi eftir dúk og disk, jafnvel eftir að sýningum á leik þeim, sem þeir skrifa um, er lokið. Slíkir dómar geta því ekki orðið almenningi til leiðbein- ingar um það, hvort sjá beri leikinn eða ekki. Eins verður ekki hjá því komizt, að ýmislegt af því sem leik- dómari tímarits ætlar að segja, sé kom- ið á þrykk í leikdómum blaðanna. Eigi að síður dirfumst vér að bera í bakka- fullan lækinn og skrifa um Jón biskup. Og að sumu leyti ættum vér að standa vel að vígi, þar sem vér höfum fyrir oss umsagnir annarra og getum þó allt- af vinzað úr það bezta frá hinum, ef vér höfum lítið til málanna að leggja frá eigin brjósti. Tryggvi Sveinbjörnsson er ekki eins og einn leikdómari dagblaðanna hélt fram lítt þekktur hér á landi. Hann telst meira að segja til íslenzks aðals Þórbergs Þórðarsonar, og hafði þegar 1 menntaskóla áhuga á leikritagerð. Hitt væri sönnu nær að benda á, að einkennilegt virðist, að fyrsta leikrit hans hér í Þjóðleikhúsinu skuli vera Jón biskup Arason, en ekki Útlagar, sem hann fékk verðlaun fyrir við opnun Þjóðleikhússins og er í rauninni ntiklu eldra leikrjt. Hér getur að vísu 400 ára tíð Jóns biskups og sona hans hafa ráðið nokkru um. En þar sem töluvert var rætt og ritað um verð- launaleikritið á sínum tíma að því er virtist vegna nokkurra mistaka frá Þjóðleikhússins hálfu, er ekki furða, þótt menn séu orðnir alllangeygðir eft- ir því leikriti. Sem kunnugt er fékk leikurinn Jón biskup Arason ómilda dóma hjá dönsk- um gagnrýnendum. Virtist þar kenna nokkurrar viðkvæmni hjó Dönum svo stuttu eftir sambandsslitin, þar sem hinn danski fulltrúi í leiknum, Krist- ján skrifari, er látinn gegna allt að því nasistisku hlutverki og sáu Danir því leikinn sem mynd af þeirra eigin her- námsárum, þar sem aðeins hafði verið skipt um hlutverkin. En svo kemur það á daginn, að íslenzkir leikdómarar eru ekki sem ónægðastir með leikinn heldur, aðeins út frá allt öðrum for- sendum. Þeir kannast ekki almennilega við sinn Jón Arason. Að vísu reynir Lárus Sigurbjörnsson að skýra þetta í leikskránni, að sögulegur sjónleikur sé ekki sama og kennslustund í sögu. Þetta er oftast rétt. Skáldsögunum hef- ur ámælislaust verið leyft að laga ým- islegt til i hendi sér, sem sagan greinir öðru vísi frá. En þetta er aðeins al- menn regla. Fæstar þjóðir mundu þola, að teknir væru þeirra mestu menn inn á leiksviðið og þeir minnkaðir að ráði. Hér er maður því ekki kominn að anda þjóðarsögunnar, heldur og inn að hjarta hennar. Það skiptir minnstu máli, þótt Helga sé látin koma til Skál- holts á aftökudegi þeirra feðga eða smáatburðum hnikað til. Verra er það, að höfuðkempan, Jón biskup Ara- son, synir hans og raunar fleiri eru minnkaðir og þvegnir hvítir af flestum ávirðingum þeirra, sem ekki urðu af þeim bornar. Það er m. ö. o, skapgerða- breyting persónunnar, sem höf. hefur leyft sér að gera á þeim, sem við ís- lendingar getum ekki viðurkennt á svo skýrum og sögulegum persónum. Nú hefur sú nýlunda gerzt, að radd- ir hafa komið fram gegn gagnrýnend- um leiksins, sem telja að dæma beri leikinn sem leik en ekki sögu. Hefur Kristján Eldjárn þjóðminjavörður fylgt þeirri skoðun einna fastast eftir. Þau orðaskipti hafa verið mjög athyglis- verð, þótt ekki sé nema fyrir það eitt, að fulltrúar bókmenntanna hafa fundið að því, að gengið hefur verið á snið við söguleg sannindi, en sagnfræðingur krefst aftur á móti, að leikinn eigi ein- ungis að dæma út frá leikrænu sjónar- miði. Rökfræðilega séð mætti því ætla, að báðir aðiljar hefðu hætt sér út á hálan ís. En eins og ég drap á áðan, er ekki sama hvert söguefnið er tekið til meðferðar á leik eða öðrum skáldskap. Það skiptir ekki miklu máli, þótt lítt þekktum persónum, enda þótt sann- sögulegar séu, sé breytt og þær sniðn- ar eftir lögmálum listarinnar. Öðru máli gegnir um þær persónur, sem hæst ber á í þjóðarsögunni, enda hefur fleirum orðið hált á því en Tryggva Sveinbjörnssyni. Hvað ætli sagnfræð- ingarnir, já og allur almenningur segði um það, ef Jesús Kristur í píslarleikj- unum, sem styðjast við píningarsögu hans, væri gerður að góðlátlegum mið- lungsmanni, tekinn til fanga í misgrip- um fyrir annan og að lokum þjónust- aður af Maríu Magdalenu, svo að tek- ið sé dæmi? Nei, það er engin tilvilj- un eða illkvittni frá gagnrýnendanna hálfu, að þeir sættu sig ekki við, að eftir af okkar gamla og góða Jóni Ara- syni, sem sjálfur sagðist fara „með brauki og bramli“, var lítið annað en góðlátlegur heimilisfaðir. Þær setning- ar af vörum Jóns biskups og sona hans rétt fyrir aftökuna, sem lýsa þeim bet- ur en langar frásagnir, er ekki saknað að ófyrirsynju í leiknum. Leikritahöf- undi er eins og flestum öðrum vissar skorður settar. Það kemst enginn upp með það ámælislaust, að breyta þekkt- um sögupersónum að vild. Þjóðarsag- an er vissulega aðhald, sem taka verður tillit til. Kristján Guðlaugsson hefur bent á það einna greinilegast í Vísi, hve lítið LÍF og LIST 23

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.