Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 32

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 32
r ÍSLENZKAR BÆKUR: ÖLDIN OKKAR Minnisverð tíðindi 1901—1930 Bók þessi er eins konar „þverskurður" af innlendum fréttum í 30 ár. Hún er „sett upp“ eins og dagblað og allar frásagnir í fréttaformi. Túlkuð eru viðhorf samtímans til manna og málefna og bókin því réttnefndur aldarspegill. í henni eru mörg hundruð myndir. — Á næsta ári kemur út framhald verksins, sem tekur yfir árin 1931—1950. — Ritverk þetta á enga hlið- stæðu í íslenzkri bókagerð. Enginn hugsandi maður getur neitað sér um að eiga þetta ein- stæða heimildarrit um tuttugustu öld — öldina okkar. ÚR FYLGSNUM FYRRI ALDAR Þetta er fyrri hluti hins mikla og merkilega ævisagnarits, er sr. Friðrik Eggertz lét eftir sig í handriti, en hann lézt háaldraður laust fyrir síðustu aldamót. — Ritverk þetta geymir mik- inn og margvíslegan fróðleik, ekki aðeins um persónusögu heldur einnig um aldarfar, þjóð- líí og þjóðhætti fyrri aldar. Það er forkunnar- vel ritað og ber höfundi sínum vitni um ótví- ræða rithöfundahæfileika. BRIM OG BOÐAR Frásagnir af sjóhrakningum og svaðilförum við strendur íslands. Sígild bók um líf og starf íslenzkra sjómanna. Lesandanum dylst ekki, að það er lífið sjálft, sem talar til hans í látleysi sínu og alvöru af síðum þessarar bókar. — Ný útgáfa er komin út. DRAUMSPAKIR ÍSLENDINGAR í riti þessu hefur Oscar Clausen safnað sam- an frásögnum af hartnær þrjátíu draumspök- um íslendingum, körlum og konum, lífs og liðnum. Þeir, sem hafa gaman af dulrænum efnum og þjóðlegum fróðleik, fá hér bók við sitt hæfi. — Áður er komin út bók Skyggnir ís- lcndingar eftir sama höfund. Bækur þcssar fóst hjó bóksölum um land allt og beint fró útgefanda IÐUNNARÚTGÁFAN Pósthólf 561 . Reykjavík . Sími 2923. r ^ Gleðileg jól OG farsælt nýtt ár! Davíð S. Jónsson & Co. Á _____________________________y r >| ÁGÆT JÓLAGJÖF „GulSöBd Bslendinga" Guðmundur Gíslason Hagalín segir: „ . . . Eins og ég hefi þegar drepið á, er bókin frábærlega skemmtilega skrifuð, stíllinn látlaus, lipur og fullur af lífi. ... Hve ungur maður, sem les Gullöld íslendinga, og notar hana síðan sem handbók við lestur íslendinga- sagna, mun verða þroskaðri einstaklingur og betri þjóðfélagsborgari eftir en áður. Hún mun styðja að því, að hið unga fólk í sveit og við sjó geri sér grein fyrir, hver menningarleg afrek íslenzka þjóðin hefir unnið í þágu ann- arra þjóða . . .“ (Alþ.bl.). „Gullöld íslendinga“ er jólabók íslendinga. Eignizt „Gullöld Islendinga“ í dag! Bókav. Sigurðar Kristjónssonor Bankastræti 3 k.________________________________________J

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.