Líf og list - 01.07.1951, Side 11

Líf og list - 01.07.1951, Side 11
á lampa í gluggakistu gamla hússins langt úti á dimmri mörkinni, og lýst upp nóttina og fljúgandi skordýr hennar, blátt gras hennar, mýflugnaherskara hennar í loftinu — gjörvallan heim bernskunnar, sem hafði umlokið gamla heimilið, er nú var yfir- gefið af þeim, sem voru fæddir þar. Dyr þess húss höfðu aldrei verið læstar, til þess að þeir, sem fanð höfðu, gætu komið þangað aftur. En enginn hafði komið. Og nú var ljósið, sem skinið hafði gegnum gluggann út í nóttina, skyndilega slokknað, og það sem verið hafði veruleiki, var orðið að minningu. A dánarbeði sínum hafði gamla konan beðið mann sinn að sækja prest til að syngja sálumessu yfir sér, meðan hún stæði uppi í húsmu. Síðan mætíi hefja hana úí og leggja hana í gröfina prestlaust til þess að hneyks.Ia ekki sym hennar og gera þeim kleift að fylgja henni til grafar. Það var ekki svo mjög vegna trúar á guð, að hún hafði beðið um þetta, heldur vegna þess, að hún vildi, að maður hennar, sem hún hafði elskað ævilangt, skyldi harma hana og þreyja þeim mun meira, meðan bænirnar væru tónaðar og vaxkertaljósið flökti á dánu and- liti hennar. Hún vildi ekki skiljast við lífið án tilhlýðilegs hátíðleika og minningarathafnar. Eftir að symrnir komu, leitaði gamli maðurmn lengi að presti. Að lokum, undir kvöld, kom hann með gamlan mann í venjulegum klæðum. Hann var bragðlegur yfirlitum af föstu- og jurtamataræði og fjörleg augu hans gneistuðu af smálegum, útreiknuðum hugsunum. Þessi prestur bar hermannatösku á mjöðm sér. I henni voru öll klerkleg gögn hans, reykelsi, mjó kerti, bænabók hans, stólan hans, lítið reykelsisker í festi. I skynd- íngi kom hann fyrir kertunum umhverfis kistuna og kveikti á þeim, blés á reykelsið í kerinu og byrj- aði að þylja bænir úr bókinm, án frekari viðvarana eða undirbúnings. Synirnir, sem voru í stofunni, stóðu upp: þeir voru eins og dálítið vandræðalegir og sneyptir. Þeir stóðu hreyfingarlausir, hver fyrir aft- an annan, við kistuna. Fynr framan þá tónaði og muldraði gamli presturinn, næstum því háðslega, og bemdi öðru hverju smáum skilningsaugum að þess- um heiðursverði, sonum gömlu konunnar. Hann hálft í hvoru óttaðist þá og leit þó upp til þeirra; það var svo að sjá sem hann mundi ekkert hafa á móti að ræða við þá eða deila við þá um horfurnar í bygg- mgarstarfi sósíalismans. En synirnir voru þöglir, og enginn krossaði sig, jafnvel ekki maður gömlu kon- LÍF og LIST unnar. Þetta var varðstaða yfir dánum manni, ekki þátttaka í kirkjulegri athöfn. Þegar presturinn hafði lokið þessan fljótfærms- legu sálumessu, tíndi hann saman pjönkur sínar, slökkti á kertunum kringum kistuna og stakk eig- um sínum í töskuna. Faðirinn rétti honum peninga, og síðan gekk presturmn, án frekari umsvifa, fram milli sonanna sex, sem litu ekki við honum, og hvarf taugaóstyrkur gegnum dyrnar. I raun og veru mundi hann feginn hafa staldrað við um ,,líkvökuna“, og rætt um vandamál stríðs og byltingar: það mundi hafa enzt honum lengi til dægrastyttingar að hafa hitt þessa fulltrúa hins nýja heims, sem hann dáði í laumi, en gat þó ekki lifað sig mn í. Hann dreymdi í einstæðingsskap sínum um einhverja hetjudáð, sem myndi ryðja úr vegi öllum hindrunum til glæsilegr- ar framtíðar og veita honum upptöku í hóp hinnar nýju kynslóðar. Með þetta í huga hafði hann jafn- vel snúið sér til flugvallarms á staðnum og beðið þá þar að fara með sig eins hátt upp í loftið og þeir gætu, og kasta sér út í fallhlíf súrefnisgrímulausum. En þessi uppástunga leiddi aldrei til neins. Þetta kvöld bjó faðirinn upp sex rúm í öðru her- berginu og lagði sonardóttur sína við hlið sér í hvíl- una, sem hann hafði sofið í með konu sinni í fjöru- tíu ár. Rúmið var í sömu stóru stofunni og líkkistan, og symrnir fóru ínn í hina. Faðinnn dundaði við dyrnar, meðan þeir afklæddust og háttuðu, lokaði síðan dyrunum, slökkti Ijósin og lagðist fyrir við hlið sonardóttur sinnar. Hún var sofnuð, ein í hinu breiða rúmi, og hafði breitt yfir höfuð. Gamli maðurinn stóð yfir henni í myrkrinu; snjór var á jörðu, og hann tók í sig hina daufu, fölgráu birtu loftsins og lýsti með sljóum bjarma gegnum rúðurnar, svo að rofaði til inni. Gamli maðurinn fór yfir að opinni líkkistunni, kyssti hendur, augnalok og varir konunnar andvana og sagði við hana: „Nú skaítu hvíla þig.“ Síðan lagðist hann gætilega hjá sonardóttur sinni og lagði aftur augun, að hjarta hans mætti gleyma. Hann féll í mók — og vaknaði skyndilega. Fyrir neðan hurðina að herbergi sona hans kom ljósglæta. Þeir höfðu kveikt aftur og frá þeim heyrðust há- værar samræður og hlátur. Hávaðinn truflaði barnið, og hún fór að bylta sér í svefninum; ef til vill hafði hún alls ekki verið sofandi, aðeins ekki þorað að reka höfuðið út und- an sænginni af ótta við nóttina og dánu konuna. 11

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.